Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 5. maí 1990 Evrópusöngvakeppnin í beinni útsendingu í kvöld. Sverrir Stormsker í helgarviðtali: Skagafjarðarsveiflan er týpísk júróvisjón Sverrir Stormsker er í viötali helgarinnar. Sverrir er þjóðkunnur hljóm- listarmaður og textaskáld og hann er umdeildur, eins og allir sem frá sér láta fara hugverk sem eitthvert slátur er í. Sverrir var höfundur lagsins Þú og þeir eða Sókrates, sem hann ásamt Stefáni Hilmarssyni flutti í þriðju tilraun íslendinga til að leggja heiminn - a.m.k. Evrópu - að fótum sér og sigra í sönjgvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það var líka í þriðja sinn sem Islendingar lentu í 16. sætinu og þjóðarstolt fjölmargra ís- lenskra áhorfenda og poppara beið alvarlegan hnekki. Vont átti þó eftir að versna því að í fyrra lenti framlag Islands í neðsta sæti með ekkert ein- asta atkvæði. Það var auðvitað hið versta mál í flestra augum þó að sumir hafi þó talið að einmitt að lenda í neðsta sætinu og með ekk- ert atkvæði í ofanálag sé þvert á móti mesti heiður sem hlotnast gat íslenskri slagaratón- list og umtalsvert gæðamerki, svona í júróv- ísjónsamhengi. Við ræðum við Sverri Storm- sker um júróvísjónmál og spyrjum hvort Eitt lag enn muni ijúfa sextándasætismúrinn: „Já, já, það gæti vel farið svo, allavega ef tekið er mið af veðbönkum. Að vísu gera þeir talsvert af því að spá hverju einasta lagi í fyrsta sæti. Sennilega er það þó gert til að gleðja gesti þama úti. Þegar hins vegar á hólminn er komið þá hrapa lög úr efsta sæt- inu jafnvel niður í það fimmtánda. Að vísu kemur endanleg niðurröðun veðbankanna ekki fram fyrr en daginn fyrir keppnina þann- ig að spuming er hvort nokkuð eigi yfirhöfuð að vera að taka mið af veðbönkunum. Eg get þó vel ímyndað mér að lagið, hvað heitir það nú aftur? Já, Eitt lag enn, að það rjúfi þennan múr sem þú talar um. Hvort lag- ið sé merkilegra eða ómerkilegra en svona Top of the flops almennt er, veit ég þó ekki.“ -Telurðu þá að allt umtal þama úti geti orð- ið því til framdráttar? „Eg held ekki að þetta lag fái eitthvert meira umtal en önnur lög, ég á erfitt með að ímynda mér að íslendingar fái sérstakt umtal.“ -Eg á við umtal sem felst í því að lagið er komið sæmilega á blað hjá veðbönkum - en hvemig líst þér á lagið? Er þetta „týpiskt jú- róvísjónlag"? „Hvað finnst þér“? -Mér finnst þetta allt vera eins. „Þú ert ekki einn um þá skoðun. Það getur hins vegar vel verið að þessi Geirmundar- sveifla geri sig vel annars staðar en í Skaga- firðinum og það eitt væru mikil tíðindi. En það verður að segja laginu til lofs, nú eða lasts, að það hcfur að geyma þennan rétta anda, eða rétta draug öllu heldur, sem júróv- ísjóndýrkendur sækjast eftir; glaðværðina, frískleika æskunnar, hoppiskoppið og til- gangsleysið. Eg held þó að sá maður sem græðir mest á þessu þegar upp er staðið verði Geirmundur Valtýsson. Umstangið muni ýta mjög undir það sem hann hefur verið að gera - sveifluna hans. Þetla verður það eina sem út úr þessu kemur vegna þess að Islendingar fá ekkert í sinn hlut peningalega þótt þeir verði í fimmta eða sjötta sæti, aðeins farmiðann heim og búið.“ -Finnst þér lagið falla að júróvísjónformúl- unni, sé slík formúla til? „Já, lagið er eftir formúlunni, það er stað- reynd. Svipað var um Sókrates, bara með öðrum formerkjum. Þetta lag gerir þó út af annarri örk - Skagafjarðarsveiflunni - þessum swingtakti sem er í sjálfu sér afskaplega þreytandi. Eg heyrði lagið þrisvar í fyrradag og maður var kominn með velgju í vélindað. Lagið sem slíkt er þó ekki illa samið en bítið eða takturinn, það er seigdrepandi andskoti. —Lagið hljómar afskaplega venjulega. Hafa ekki verið samdar þúsundir svona laga? „Það er ekkert nýtt undir sólinni, heldur ekk- ert nýtt undir nálinni þannig séð. Ef maður rýnir aðeins í lagið og reynir að meta það fag- lega er þetta raunverulega tekið beint upp eft- ir ABBA-fiokknum; það er nokkum veginn hægt að syngja Waterloo undir þessu lagi. Einhvem veginn er það svo að þau lög sem hafa að geyma þennan takt hafa alltaf gert sig mjög vel í júróvísjón — Bobbysocks með La’det swinge og fleiri." —Flytjendumir, skipta þeir máli? Nú em þau Sigríður og Grétar sætt, brosmilt og fal- legt ungt fólk og vel til fara. „Já, ég held að það hafi þó nokkuð mikið að segja. Dómnefndimar og það lið sem í þeim er þama úti er upp til hópa miðaldra húsmæð- ur sem hlusta á ryksugupopp sem er svona harður Clayderman. Auk þess em í nefndun- um lúnir miðaldra bissnessmenn og þegar myndir af dómnefhdunum em skoðaðar virð- ist fólkið vera afar þreytt og lúið og kannski er músík með Skagafjarðarsveiflu það eina sem getur lyft því eitthvað upp. Útlit flytjend- anna hefur líka mikið að segja, það er ég al- veg sannfærður um. Þegar svona lítið og sætt, vel klætt par birtist þá held ég að það snerti einhverja viðkvæma strengi í bijóstum blæ- vængjafrúa og fólks með rómantískt hug- myndaflug." -Hvað með einhveijar uppákomur hjá flytj- endum eins og hjá Svíunum hér um árið þeg- ar m.a. upp tróð maður á áttræðisaldri, ber að ofan með rafmagnsgítar. Er slíkt vænlegt til árangurs? „Nei, ég held varla, andskotinn hafi það. Slíkt er flokkað undir pervertisma eða brenglun held ég, enda þótt sænska lagið lenti ofarlega í það sinnið." -Datt þér ekki í hug að fremja einhvem gjöming? „Nei. Þegar maður kom þama út þá tapaði maður einhvem veginn öllum húmor yfirhöf- uð vegna þess hve allir litu málin mjög alvar- legum augum og vom þenkjandi allt í kring um mann. Alvaran var slík að það var eins og maður hefði alla þjóðina á herðunum, ekki bara ég, heldur hver einasti skrúflykilshaldari þama úli. Það var eins og eitthvað mjög mik- ið væri í húfi og það lagði enginn í að taka neina óþarfa áhættu. Eg held bókstaflega að ég hefði verið hengdur hefði ég t.d. farið að æla ofan í flygilinn eða eitthvað slíkt, sem var afskaplega freistandi." -Hefúrðu heyrt lögin í keppninni og hvað finnst þér um þau? „Þau hafa verið spiluð í útvarpi og ég hef heyrt eitthvað af þeim með öðru eyranu og það hefúr virkað jafnvel verr á mig en Geir- mundarsveiflan." -Hefúr þér fúndist eitthvert lag skera sig úr? „Jú, það var eitt lag þama sem ég man eftir sem skar sig úr fyrir það hvað það var af- spymu lélegt svo að mér féllust hreinlega hendur, alveg yfimáttúmlega vitlaust: Það var lagið ffá Englandi og því lagi er víst spáð fyrsta eða öðm sæti. -Nú er eitt af þessum lögum nánast alveg eins og lag sem Björgvin Halldórsson hefur sungið inn á plötu, gamalt amerískt kántrilag. „Það lag er þá ömgglega líka stolið því í þessum poppbransa margselja menn sömu hugmyndimar og hlutina. Flestir popplaga- smiðir em með sömu siðgæðisvitundina og Pétur Þrihross. Ég man eftir fjómm til sex lögum þegar ég var að keppa í þessu, sem öll vom stolin, maður gat sungið þau áður en maður hafði heyrt þau til enda. Að vísu em einhverjar reglur um þetta sem lítið er farið eftir og ég þekki t.d. hundruð svokallaðra ís- lenskra laga sem öll em rammstolin. Einu sinni ætlaði ég að gera útvarpsþætti um laga- stuld en sá þá fram á að mér myndi ekki end- ast ævin.“ -Er þetta ekki vegna þess að form poppsins er svo þröngt að löngu er búið að virkja alla möguleika innan þess? „Nei, langt í frá. Það er eins með það og staf- rófið og ritmálið: Menn em að nota sömu orðin. Útkoman fer síðan eftir höfúndinum, hversu ffjór og fær hann er.“ -Nú er söngvakeppnin í kvöld. Hvemig geta sjónvarpsáhorfendur stutt við bakið á okkar fólki, eigum við að klappa og stappa, éta eitt- hvert sérstakt sjónvarpssnarl? „Nei, látum fólkið í salnum þama úti um að skapa stemmninguna. Hér heima hefur engin stemmning verið fyrir keppninni að þessu sinni. Það er hin dæmigerða íslenska hræsni sem þar er að verki; ekkert annað. Það er ein- kennilegt og hálfhlálegt að fólk skuli hálf- vegis leiða hana hjá sér viljandi vegna þess að þjóðin hafi fengið skell fjómm sinnum eft- ir að hafa búist við einhveijum undmm og stórmerkjum. Þessi sama þjóð, sem alltaf er með nefið upp í loftið, valdi þessi lög á sinum tíma og var afskaplega ánægð með þau en fékk síðan skell. Sókrates fékk t.d. einróma stuðning frá öllu heila slektinu þegar það var valið. Eftir að það hafnaði í 16. sætinu úti fóm að koma upp raddir sem sögðu að þetta lag hefði eng- an veginn verið nógu gott. Betra hefði vcrið að velja t.d. 9. sinfóníu Geirmundar eða eitt- hvað slíkt. Hræsnin er það eina sem Islend- ingar skammast sín ekki fyrir. Þess vegna er keppnin nú hálfgert feimnismál. Almenn af- staða til þálttöku Islands núna er svipuð og til manna sem em í síðum frakka úti á Miklatúni - fólk fer hreinlega hjá sér af einhverjum mjög einkennilegum ástæðum.“ -Snýr þjóðin baki við keppnisfólki sínu ef það kemst ekki í efstu sætin? „Ég veit það varla. Ég man þó eftir því að efitir að Sókrates hafði setið í einar átta vikur á toppnum. Þegar ég síðan kom svo heim eft- ir að hafa lent í 16. sæti þá minnir mig að lag- ið félli snarlega í 16. sæti hér á klakanum líka. Þannig metur fólk í rauninni lögin mjög eftir utanaðkomandi aðstæðum fremur en eigin smekk. Eina skiptið sem ég man eftir að þjóðin hafi sýnt i verki að hún hafi haft snef- il af skynsemi var þegar hún kaus Sókrates einróma á sínum tíma til þess að fara í keppn- ina. Að þessu sinni hefúr enginn viljað bakka upp íslenska júróvisjónfólkið hér heima. Það hefúr ekkert verið talað um lagið, hvort það sé gott eða vont. Þá er það einsdæmi að lagið skuli ekki vera komið inn á vinsældalista enn. Fyrstu árin voru lögin sjálfkjörin í efsta sætið fyrstu vikuna. Eftir að þjóðin fór flatt í keppninni eftir þátttöku mína þá var eins og hrifningin dempaðist niður og menn kæmu niður á jörðina. Nú eru menn ekki bara á jörð- inni heldur niðri í henni. Nú er fólk eins og að bíða eftir því hvort það eigi, eða að það haldi að því sé óhætt að hafa gaman af laginu eða ekki. Hafni lagið í fimm- tánda sæti held ég að öllum finnist það allt í lagi og komi þá út úr skápunum sínum og segi; -þetta er alveg rosalegt lag, það albesta sem ég hef heyrt frá upphafi, lagið fari þá beint á toppinn og sitji þar í sextán vikur. -Nú höfum við rætt talsvert um júróvísjón- keppnina sjálfa og ekki fundist mikið til hennar koma. Var það því ekki miklu ffernur heiður en skömm að lenda í botnsætinu í fyrra? Hvað sýnist þér um þá skoðun? „Jú, jú. Það má vera að það sé einhvers kon- ar alþjóðleg fálkaorða. En þetta má heita ansi undarleg keppni ef það er keppikefli flytjend- anna að lenda í botnsætinu með ekkert stig.“ -Hefur keppnin eitthvert gildi fyrir íslenska popp- og rokkmúsík, hefúr hún hleypt ein- hverju lífi í lifandi músík hér heima? „Ekki beint lifandi músík því að flest lög sem send eru í þessa keppni eru steindauð. Það er ekki hægt að tala um lifandi músík í sambandi við Júróvísjón. Hún hefur þó kannski lífgað upp á einstaka lagahöfunda. Það getur vel verið þó að lögin beri þess ekki merki. Keppnin hefúr ekki orðið til þess að betri lög hafa orðið til, heldur ýtt undir metn- að um betri lög í þessum júróvísjónanda. Þetta á þó ekki við um Sókrates því það lag var ekki samið sérstaklega fyrir þessa keppni heldur hugsað sem bamalag." -Hvaða áhrif hefur keppnin haft á þátttak- endur? Nú hefúr þú verið lítið áberandi eftir að þú tókst þátt í henni. Fórstu illa út úr þessu? „Nei. Ef nokkuð var þá var maður allt of áberandi um það leyti sem forkeppnin og sjálf keppnin fór ffarn. Aður hafði hafði ég verið að spila og gefa út plötur og verið álíka lítið eða mikið áberandi og nú í dag. Maður sem er linnulaust í íjölmiðlum um svona mánaðartíma en hættir síðan skyndilega að vera jafnáberandi þar, hann þarf ekki að vera búinn að vera þrátt fyrir það. Ég hef haldið áfram að spila og gefa út plötur eins og ég gerði áður. Eini munurinn er sá að í staðinn fyrir að vera í sjónvarpi daglega er ég þar nú mánaðarlega eða svo, sá er munurinn. Á sama hátt má spyija; -hvarf Laxness eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin-? Um það leyti sem hann hlaut þau var hann stöðugt í umræðunni í hálft ár eða svo. Síðan jafnast þetta út og nú er Laxness kannski svona ár- lega í fféttum. Þó vita allir að Laxness er uppi í Gljúfrasteini og skrifar góðar bækur eftir sem áður.“ —Hvað hefúrðu verið að gera undanfarið? „Eftir keppnina 1988 hef ég gefið út þijár plötur og það er ekkert til að grenja yfir. Nú er ég að ljúka við kvikmyndahandrit. Þetta er handrit að gamanmynd sem ég ætla að fram- leiða sjálfur í fullri lengd og kostar heila for- múu að sjálfsögðu. Ég á reyndar eftir að tala við leikara sem ég ætla að fá í myndina. Ég hef ekki samið við þá enn, það skiptir varla máli hvort þeir lesi um það i Tímanum eða fái um það símtal frá mér að ég vilji fá þeim hlut- verk. Ég hef í huga þá Gísla Rúnar, Sigurð Siguijónsson og Þórhall Sigurðsson -Ladda enda verður myndin gamanmynd. Handritið er svo gott sem búið og þeir fá það í hendur eftir um það bil mánuð og þá er ætl- unin að hefjast handa, en gerð myndarinnar á að verða lokið fyrir jól. Samhliða því á að koma út stór plata, þannig að mér finnst ég vera gangandi sönnun þess að Júróvísjón tak- ist ekki að drepa algerlega sköpunargáfuna. -Ætlarðu að horfa á júróvísjón i kvöld? „Já, að sjálfsögðu, eins og allir aðrir. Það er með keppnina eins og klámmyndir, allir liggja yfir henni en enginn vill kannast við það. Jú, ég horfi í kvöld.“ Stefán Asgrímsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.