Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. maí 1990 Tíminn 23 Húsavík: Bjarni Aðal- geirsson leiðir B-listann Framsóknarflokkurinn á Húsavík hcf- ur birt lista sinn til bæjarstjómarkosn- inga þann 26. maí. Listann skipa: 1. Bjami Aðalgeirsson, útgerðarmað- ur. 2. Lilja Skarphéðinsdóttir, Ijósmóðir. 3. Sveinbjöm Lund, vélstjóri. 4. Stefán Haraldsson, tannlæknir. 5. Kristrún Sigtryggsdóttir, húsmóðir. 6. Hafliði Jósteinsson, verslunarmað- ur. 7. Þórveig Ámadóttir, kerfisfræðingur. 8. Egill Olgeirsson, rafmagnstækni- fræðingur. 9. Hjördís Ámadóttir, bæjarfulltrúi. 10. Hilmar Þorvaldsson, verslunar- stjóri. 11. Sólveig Þórðardóttir, húsmóðir. 12. Benedikt Kristjánsson, húsasmið- ur. 13. Anna S. Mikaelsdóttir, ritari. 14. Aðalsteinn Karlsson, skipstjóri. 15. Karl Hálfdánsson, kaupmaður. 16. Ingibjörg Magnúsdóttir, blaða- maður. 17. Sigtryggur Albertsson, hótelstarfs- maður. 18. Tryggvi Finnsson, bæjarfulltrúi. Missa Brevis í Akureyr- arkirkju Sjötíu manna kór sem samanstendur af Kór Akureyrarkirkju og Samkór Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur mun sunnudaginn 6. maí flytja Missa Brevis eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály í Akureyrarkirkju. Stjómandi er ungverjinn Ferenc Ut- assy og undirleikari Bjöm Steinar Sólbergsson. Einsöngvarar með kór- unum verða: Margrét Bóasdóttir, Dagný Pétursdóttir, Kristín Alfreðs- dóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir, Guðlaugur Viktorsson og Benedikt Sigurðarson. Þetta er frumflutningur á verkinu á Islandi, og verða tónleik- amir endurteknir í Egilsstaðakirkju sunnudaginn 13.maí. Kóramir hafa í vetur æft verkið sitt í hvom lagi, en verkið er þess eðlis að það krefst mjög fjölmenns kórs. Missa Brevis er samið á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, og er fyrst og fremst ákall á frið. Höfúndurinn, Zol- tán Kodály, lokaði sig niðri í kjallara ópemhúss ásamt eiginkonu sinni af gyðingaættum og dvaldi þar í sjö mánuði á meðan sprengjuregn og kúlnahrið striðsins dundi á borginni. Þar vom einnig söngvarar og hljóð- færaleikarar, og undir þessum kring- umstæðum lauk Kodály við að semja Missa Brevis og færði ópemnni að gjöf um jólin 1944. Á fyrri hluta tónleikanna á sunnudag mun Bjöm Steinar Sólbergsson spila 3 orgelverk eftir Cesar Frank, en á þessu ári em liðin 100 ár frá fráfalli hans. hiá-akureyri. Engar auglýsingar vegna kosninganna Fulltrúar framboðslistanna i Reykjavík, Seltjamamesi, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Kefla- vík, Akureyri og ísafirði hafa gert með sér samkomulag um auglýsing- ar í ljósvakafjölmiðlum fyrir sveitar- stjómarkosningamar 26. maí næst- komandi. Samkomulagið gerir ráð fýrir að engar auglýsingar vcrði birt- ar í hljóðvarpi og sjónvarpi. Fram að kjördegi ætla framboðslist- amir einvörðungu að auglýsa í ljós- vakafjölmiðlum fundi og samkomur og í þeim auglýsingum verður ein- göngu getið um fundardag, tima og fúndarstað, ræðumenn, fundarefni og skemmtiatriði ef eru. -EÓ ABURÐARDREIFARAR £#$ •* * <* * ■ . '; ..K, '•''T ( >v • " ' i. . Aí " Nú innifaliö í verði: Vökvastýring úr ekilsæti á stillingu á áburóarmagni, opnun og lokun. Sigti til að hreinsa frá köggla og aöskotahluti. ♦ Hleðsluhæð 92 cm. ♦ Skálarbreidd 179 cm. ♦ Dreifibreidd allt að 18-20 m. ♦ Dreifibúnaðurinn er aflúttaksdrífinn gegnum lokaðan gírkassa, sem er með öryggiskúplíngu, sem gefur stöðugan hraða við allar aðstæður. ♦ Dreifibúnaður aliur úr ryðfríu stáli með 8 dreifispjöldum í 4 mismunandi lengdum. if. Áburðarkassi er bæði á lömum og aftakanlegur sem auðveldar ásetningu á þrítengibeisli. $ Hefur færanlegan neðrí festipinna, þannig að hægt er að setja hann á allar gerðir dráttarvéla. Aratuga reynsla á íslandi Verð: BÖGBALLE 6001 kr. 75.200,- BÖGBALLE 800 I kr. 83.400,- Einnig: BÖGBALLE F-221 kr. 27.500,- Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar. Sími 91-670000 SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 PÓSTFAX TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.