Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. maí 1990 HELGIN 13 Frú Emma Gad og frú Helga Vídalín á nýlendusýningunni. janúar 1905 var enn ein nefndin skip- uð, en hún átti að fá sýningamefnd- ina í Reykjavík til þess að leggja nið- ur störf. — A fúndi hinn 8. febrúar hvatti Sigurður Guðmundsson til að haldnir yrðu mótmælafúndir um þvert og endilangt Island og mót- spymu haldið áfram i Kaupmanna- höfn. Þar sagði Matthías Þórðarson og ffá viðtali er hann hafði átt við ffú Emmu Gad, sení reynst hefði fús til að gera breytingar á heiti sýningar- innar. Uppmnalega var það ætlunin að sýningin skyldi aðeins heita „Dansk Koloniudstilling“, en vegna andmælanna var nafhinu breytt í „Dansk Koloniudstilling, samt Ud- stilling for Island og Færöeme“. í viðræðunum við Matthías gekkst ffú- in í að breyta orðinu for í ffa, sem stúdentum þótti skárra, fyrst ekki var unnt að hindra þátttöku Islands. Loks tilkynnti ffúin að líklega yrði nafninu breytt alveg og Islandsdeildin kölluð „Videnskabelig — Etnografisk Ud- stilling ffa Island'*. Kurr mikill var á fúndinum eftir sem áður. Hvatti Sveinn Bjömsson til að allir rituðu heim til íslands til kunn- ingja og vina og bæðu þá að vinna gegn sýningunni af alefli. Ami Páls- son réðst harkalega að þeim Valtý og Finni prófessor og taldi að þeir væm að troða yfirlýstan vilja íslendinga undir fótum. Hannes Hafstein segir sig úr nefndinni Á næsta fúndi, þann 10. febrúar, lýsti dr. Valtýr því yfir að hann hefði eiginlega alltaf verið sýningunni heldur mótfallinn. Hefði hann ákveð- ið að segja sig úr nefndinni, en hætt við það af ástæðum, sem hann ekki kvaðst hirða um að nefha. Gekk hann þar með af fúndi og var þungt í skapi. Er hann var horfinn stakk Jóhann Siguijónsson upp á að hann yrði rek- inn úr félaginu. Urðu um þetta all- nokkrar umræður, en tillagan loks samþykkt með 20 atkvæðum gegn 17. Stjóm félagsins ógilti þessa ákvörðun skömmu síðar. I fúndargerðum dönsku sýningar- nefhdarinnar frá þessum dögum má lesa að við margan vanda var að etja: Sýningamefndin í Reykjavík hafði sent aðalnefhdinni bréf og beðið um nánari upplýsingar um hið fyrirhug- aða fyrirkomulag sýningarinnar, þar sem fólk á íslandi héldi að aðalþáttur sýningarinnar væri að „sýna“ fólk ffá sýningarlöndunum, eins og Tívolí væri vant að gera með því að flytja inn frumstætt fólk frá fjarlægum löndum til þess að auka aðsóknina að Tívolígarðinum. Samtímis fékk nefndin bréf frá Hannesi Hafstein, ráðherra, þar sem hann segir sig úr nefhdinni vegna andstöðunnar heima. Sýningamefndin í Reykjavík skrif- aði enn og var reiðubúin að halda áffarn störfum, en tók fram að sem flestra muna ffá íslendi yTði að afla í Danmörku sjálffi, því á íslandi væri lítið að fá af sýningarmunum, vegna gremju margra yfir fyrirkomulagi sýningarinnar. Dr. Valtýr Guðmundsson stakk upp á að sýning ffá íslandi yrði látin falla niður, þar sem íslendingar sjálfir væru þátttökunni svo mótfallnir. Kvað hann þetta vera líkt því að Þjóðverjar efndu til danskrar sýning- ar i Berlín gegn vilja Dana. Vakti þessi samlíking allmikla gremju Dana, sem minntu dr. Valtý á að Is- land væri þó dálítið bundið við Dan- mörku. Hús í gömlum bæjarstíl Nú hafði verið ákveðið að ísland skyldi aðallega sýnt „grafisk" á sýn- ingunni með myndum og teikningum ásamt skuggamyndum og svo flutt erindi um ísland. Ennfremur ákvað nefndin að hefjast handa um að fá lánaða sjaldgæfa muni ffá íslandi, sem væru i eigu manna í Danmörku, og sýna þá í sérstöku húsi i gömlum bæjarstíl, og bauðst Thor Tulinius til að gefa sýningunni slíkt hús. Þótti þetta ágætis hugmynd, sem varð til þess að einhver stakk upp á því að reist yrði sérstök dönsk sveitabað- stofa af gamalli gerð og í henni kom- ið fyrir dönskum sveitahúsgögnum. Var talið að það eitt sér mundi eigi aðeins gera sýninguna fjölbreyttari, heldur einnig verða vel tekið í sýn- ingarlöndunum. I byrjun aprilmánaðar tilkynnti dr. Valtýr nefndinni að hann sæi sér éigi lengur fært að vera í henni „af ýms- um ástæðum". Voru þá þeir Thor Tul- inius og Finnur Jónsson einir íslend- inga eftir í nefndinni i Kaupmannahöfn. Sýningin opnuö Sýningin var svo opnuð í Tívolí þann 31. maí 1905 og stóð hún til 24. september, eða viku lengur en skemmtigarðurinn var opinn. Inn- gangseyrir var 25 aurar. Skólaböm fengu sumpart ókeypis aðgang og sumpart greiddu þau 10 aura. Vitan- lega urðu allir að greiða hinn venju- lega aðgangseyri að garðinum sjálf- um að auki. Aðsókn var eftir atvikum nokkuð mikil. I júnímánuði kom ná- lega fimmti hluti allra Tívolígesta á sýninguna og þótti það mjög gott. Seinni hluta sumars minnkaði að- sóknin vegna óhagstæðs tíðarfars, vætutímabils. En 20. ágúst voru tekj- ur sýningarinnar samt orðnar ná- kvæmlega það sem áætlað var að kostnaðurinn mundi verða samtals. Mikil viðhöfn var á opnunardaginn. Opnunarhátíðin fór fram í hljóm- leikasalnum í Tívolí í nærvem krón- prinsessunnar, sem var vemdardís sýningarinnar, konungsins, krón- prinsins, prinsanna Haraldar og Hans, ásamt Thym prinsessu, inna- ríkisráðherrans, utanríkisráðherrans, sendiherra Norðmanna, Gude kamm- erherra, Bjömstjeme Bjömsons og ffúar hans, ásamt fjölda valdra gesta. Forseti sýningarinnar, Moses Melc- hior, bauð samkomugesti velkomna og gerði hann í ræðu sinni dálítið gys að mótmælum stúdenta, svo og gull- fúndinum í Vatnsmýrinni, sem vakið hafði athygli um þessar mundir. Sagði Politiken frá ræðu hans á þessa leið daginn eftir: „...Og svo birtist skyndilega hið litla, gljáandi, hnöttótta, mjallhvíta höfúð Mósesar Melchiors upp yfir brúnina á ræðustólnum! Hann talaði fyrst mjög alvarlega til konungs- fólksins, en tók síðan upp léttari tón og gerði að gamni sínu. Hann minnt- ist á gullfúndinn á íslandi og harmaði mjög, um leið og hann leit beint ffaman í konunginn, að það væri nú komið í ljós að íslenska gullið væri bara kopar! Svo minntist hann á and- mæli íslensku stúdentanna og sagði, að það hafi ekki verið tilgangur nefndarinnar að vilja móðga nokkum mann, stúdentamir hefðu gert nefnd- inni rangt til. Og fann svo upp á að snúa öllu við og segja að hann vonaði að íslendingar væm svo göfuglyndir að þeir fyrirgæfú það ranglæti, sem þeir hefðu sýnt nefndinni við þetta tækifæri. Vídalínssafnið Það sem einkum vakti athygli í ís- lensku deildinni vom munir í eigu þeirra Jóns og Helgu Vídalín, sem um var rætt sem Vídalínssafhið. (Den vidalinske Samling). Um eðli þess og tilurð er hér vitnað i orð ffú Helgu, er hún ræddi við danska blaðamenn: „Ég hef búið í 14 sumur á íslandi og safnað af mesta kappi allan þann tíma. Ég hef komist yfir um 150 gripi og em þeir sýndir. Þar er útskorin alt- aristafla ffá kirkju, sem nú er lögð niður í grennd við Sauðárkrók og gömul altaristafla úr kirkju á Suður- landi. Frá Þingeyrum á ég þijár fagr- ar ljósakrónur og mjög haglega út- skomar myndir af Kristi og postulunum. Svo á ég stórt safn af altariskaleikum og þar á meðal einn frá 1487. Á fætinum, sem settur er gimsteinum, em sýnd ýmis atriði úr píslarsögunni. Það er gjöf ffá páfa til Gmndarkirkju í Eyjafirði. Mesta Qölda á ég af tóbaksdósum og bauk- um. Ennffemur á ég silfúrbúinn staf, sem átt hefúr Jón biskup Vídalín. En predikunarstólinn, sem ég á, mun þó vera fágætasti gripurinn af því öllu. Hann hefúr Guðbrandur biskup Þor- láksson skorið út árið 1594. Biblíu hans á ég lika. Hún er kjörgripur.“ Vídalínssafnið vakti upp talsverðar umræður um vemdun fomminja á ís- landi og átalinn hugsunarháttur þeirra sem seldu merka gripi í hendur fólki er flytti þá úr landi. Munir þessa safns munu að langmestu leyti hafa komist í vörslu Þjóðminjasafhs síðar. Skrælingjafélagið Hér lýkur að segja ffá þessari um- deildu sýningu og viðbrögðum landa í þá daga. Frásögnin er mælsk um þjóðræknistilfínningu manna þá og viðhorf til stöðu íslendinga meðal þjóðanna, sem nú er litin öðmm aug- um að vonum. Sýningin var ekki eina dæmi þessa. Vorið 1903 var stofnað í Kaup- mannahöfh félag, sem kallað var „Det danske Atlanterhavsöers Selsk- ab.“ Var það stofnað af misskilinni góðvild þeirra sem upptökin áttu, en því var ætlað að hjálpa svertingjum á Vesturheimseyjunum dönsku, eski- móum á Grænlandi, Færeyingum og íslendingum. Landar nefndu félagið þegar „Skrælingjafélagið" og undir því nafhi gekk það löngum. Sérstakar deildir vom innan þess fyrir hvert hinna fjögurra landa. Mun Thor Tul- inius hafa verið formaður íslands- deildar þess og Finnur Jónsson vara- formaður. Margt mætti rekja af heitum fúndum og ýmsu uppnámi sem félagsskapur þessi varð til að valda með tilveru sinni, en hér verður látið staðar numið að segja af þessum brátt niu tuga ára gömlu deilumálum. (Byggt á frásögn Vilhjálms Finsen í bók hans „Hvað landinn sagði erlendis") MOBIRA TALKMAN FARSÍMINN Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI! Þegar menn tala um „alvöru“ farsíma eiga þeir við Mobira Talkman. Vegna sérlega hagstæðra samninga við framleiðanda getum við boðið þessi vönduðu tæki á frábæru verði: ■ AÐEINS^^,— I 96J368KR!I 3 ára ábyrgð og ókeypis kaskótrygging. Til staðfestingar á því trausti sem við berum til Mobira Talkman bjóðum við 3 ára ábyrgð og jafnlanga endurgjaldslausa kaskótryggingu gegn skemmdum, skemmdarverkum og þjófnaði. Enginn annar býður þessa einstöku þjónustu hér á landi. Hátaeknlhf. Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.