Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1990, Blaðsíða 6
HELGIN Laugardagur 5. maí 1990 Laugardagur 5. maí 1990 HELGIN Wm 17 Biskupinn vígir nýja kirkju í Stykkishóbni Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, mun vígja nýja kirkju í Stykkishólmi sunnudaginn 6. maí og mun þetta vera íyrsta kirkjuvígsla hans eftir að hann tók við embætti biskups Islands. Til marks um það hve hin nýja kirkja er veglegt hús er m.a. það að vel yfir helmingur íbúa á staðnum mun geta ver- ið viðstaddur vígsluathöíhina í kirkju og safhaðar- sal sem alls telja 400 sæti auk aukastóla. „Já, þetta verður mikill hátíðadagur og hátíðavor", sagði Gísli Kolbeins, sóknarprestur í Stykkishólmi, í samtali við Tímann. Athöfhin hefst með því að kirkjukórinn, undir stjóm organistans Ronalds Tumer, syngur kirkjulega tónlist í hálfa klukku- stund. Víxla kirkjunnar fer svo fram eftir helgisið- um. Þá verða flutt ávörp. Siðan munu allir njóta góðgerða í félagsheimilinu. Arkitektúr og höggmyndalist Arkitekt kirkjunnar er Jón Haraldsson, sem lést fyrir tæpu ári, og mun þetta eina kirkjan sem hann teiknaði. I minningargrein um Jón í tímaritinu Arkitektúr og skipulag firá þvi í fyrra segir Birgir Breiðdal m.a. „A tæplega þijátíu ára starfsferli teiknaði Jón Haraldsson fjölda bygginga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Má þar m.a. nefha: Félagsheimili stúdenta við Hringbraut, Krýsuvikurskólann, skrifstofu- og verlsunarhús- næði Smith og Norland hf. i Reykjavík og kirkju í Stykkishólmi, auk heilsugæslustöðva, félagsheim- ila, embættisbústaða og fjölda annarra bygginga, t.d. mörg athyglisverð einbýlishús, en slík verkefni em oft mun meira krefjandi en þau sem stærri em að rúmmáli. Byggingar hans bera allar mjög sterkt persónulegt svipmót, og skera sig úr vegna ákveð- innar og sterkrar formuppbyggingar, sem oft minn- ir ekki síðar á höggmynda- en húsagerðarlist.“ Birgir undirstrikar þessa samlíkingu við högg- myndalist með því að benda á að Jón Haraldsson hafi iðulega mótað heildarform bygginga sinna, þar á meðal kirkjunnar á Stykkishólmi, í leir, „hinn hefðbundna tjáningarmiðil myndhöggvara, eftir grófú rissi, en síðan útfært nánar í pappa eða balsa, jafhhliða því, sem teiknivinna fer fram.“ Eina húsið sem sést úr Flatey Að sögn séra Gísla Kolbeins er kirkjan að mestu smíðuð á síðustu sex ámm. Kirkjan stendur á Borg- inni, á milli Félagsheimilisins og Sjúkrahússins, sem einnig standa hátt. Kirkjan stendur það hátt að hún sést t.d. frá kirkjunni í Flatey þótt ekkert annað hús sjáist þar á milli. „Þetta er geysilega falleg bygging en afar erfitt að lýsa henni. En þeir sem koma í Stykkishólm hafa margir á orði hvað kirkj- an sé tilkomumikil,“ sagði séra Gísli. Hönnunin byggi á tákni sólargeislans. Þaksperrur (úr límtré) virki eins og sólargeislar frá kómum. I gegnum kórglugga komi mikið ljós ofan yfir altarið og á þijá krossa yfir altarinu. „Þetta verður því dálítið táknrænt um lífið yfir dauðanum.“ Marmari er á gólfi í kór en portúgalskur sandsteinn í kirkjusal. Skimarfonturinn er úr marmara og gleri. - Eg held að þetta verði ákaflega notadijúgur starfsstaður í sambandi við allt kirkjustarf í fram- tíðinni. Kirkjusalurinn er í miðju. í norðurálmu em þijár skrifstofúr, suðurálmu sóknamefndarherbergi og eldhús og að vestanverðu safhaðarsalur og m.a. stórt herbergi sem hægt er að nota til tónlistariðk- unar, leshópa, starf aldraðra eða unglingastarf svo nokkuð sé nefht. Frábær hljómburður Spurður um orgelið sagði séra Gisli, „það var mjög gott orgel í gömlu kirkjunni sem hefúr verið flutt í þá nýju. Ýmsir sem lengi hafa hlustað á þetta orgel segja að nú fyrst heyri þeir yfír hveiju það býr yfír. Enda hljómburður í kirkjunni frábær, jafhvel með þvi besta sem gerist. Þýskur sérfræðingur sem mældi hljómburð kirkjunnar taldi hana t.d. hafa bestan hljómburð þeirra húsa sem hann þá hafði mælt hér á landi. I gömlu kirkjuna var í staðinn sett stofuharmoníum sem henni var gefíð. Gamla kirkjan var hönnuð af Helga Helgasyni tónskáldi og segir séra Gisli hafa verið ákveðið að varðveita hana sem menningar- legar minjar, enda byggingarstíll hennar merkileg- ur. En hún er mjög lítil, i kringum 100 manns geti pressað sig í sæti. Rausnarlegar gjafir Eru menn svo kirkjuræknir í Stykkishólmi að þar þurfi miklu stærri kirkju? - Fólki þykir a.m.k. vænt um kirkjuna sína. En þar sem gamla kirkjan rúmaði svo fáa kemur þetta kannski best í ljós nú efitir að við fáum nýju kirkj- una. Hug fólks til kirkjunnar segir prestur m.a. hafa komið fram í rausnarlegum gjöfum. Geysilega margir hafi t.d. lagt fram andvirði eins eða tveggja stóla í kirkjuna þegar fólki var gefínn kostur á þvi. I annan stað gat hann þess að vel metin kona hafi gefið ljósin í kirkjusal — 250 ljósastæði — til minningar um mann sinn. Enn kom fram að skömmu eftir að kirkjusmíðin hófst fékk kirkjan tvisvar sinnum íbúðir að gjöf. Hefur söfhuðurinn ekki stofnað til stórra skulda við byggingu svo stórrar og veglegrar kirkju? - Skuldir eru e.t.v. þungar í byijun, en munu sjálf- sagt léttast fljótt vegna þess hve mörgum þykir vænt um kirkju í Stykkishólmi, eins og dæmi sanna. Og vart dregur það úr tengslum manna við kirkju sína hve stór hluti heimamanna hefur með einum eða öðrum hætti lagt þar hönd að verki, m.a. nær allir, ef ekki allir, iðnaðarmenn á staðnum. Yfír- smiður er Bjami Lárentsíusson, sem jafhffamt er formaður sóknamefhdar. „Kirkjan ber með sér að það em geysilega margir og góðir handverksmenn í Stykkishólmi, segir sóknarprestur. Fleiri fjölmenn- ar athafhir em framundan hjá honum heldur en vígsluhátíðin því fermingarböm í Stykkishólmi biðu nýju kirkjúnnar. Alls 20 böm verða fermd þar 20. maí og á hvítasunnudag, 3. júní. Tíu sinnum í 100 ára afmælum Auk þess sem.böm em hlutfallslega mörg i Stykk- ishólmi kom ffam í viðtali við séra Gísla að hann telur þar óvenjulega marga ná mjög háum aldri. Til nokkurs marks um það nefndi hann sitt næsta prestsverk, að jarðsyngja mann sem lést stuttu fyrir 100 ára afmæli sitt og 70 ára hjúskaparafmæli sem ella hefði orðið í sumar. Fram kom að séra Gísli hefúr jarðsungið 6 íslendinga sem lifðu að halda upp á aldarafmæli sitt, jafnvel 4 til 5 árum betur. Meðal þeirra vom hjón sem hann telur að hafi ver- ið elstu hjón á Norðuriöndum fyrir lát mannsins sem varð 104 ára en konan var þá einnig yfír 100 ára. Hundrað ára afmæli hefúr séra Gisli þegar set- ið tíu sinnum í sínum prestskap. I Æm Kirkjan í Stykkishólmi. (Ljósm. Arkitektúr og skipulag) Hér má sjá hvernig Jón Haraldsson hefur mótað kirkjubygginguna úr leir þegar hann var að hanna hana. (Ijósm. Arkitektur og skipulag)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.