Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 8. maí 1990 DAGBÓK Minningarkort Félags nýmasjúkra Minningarkort félagsins eru til sölu á eftirtöldum stöðum: IKirkjuhúsinu, hjá Hönnu í síma 672289 og hjá Salóme í síma 681865. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfidrykkjur Upplýsingar í síma 29670 t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim mörgu nær og fjær sem sýndu okkur samúð og veittu styrk og huggun á margvíslegan hátt í sárri sorg vegna andláts og jarðarfarar Þorsteins Guðnasonar frá Brekkum Skaftahlíð 26, Reykjavik Sérstakar þakkir eru færðar Olíufélaginu hf., fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Kristmundsdóttir Gyða Traustadóttir Gunnar Gíslason Kristmundur Þorsteinsson Sigurlaug Ragnarsdóttir Júlíus Þorsteinsson Helga Guðmundsdóttir Elí Þorsteinsson Erna Kristmundsdóttir Guðni Guðjónsson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jón Vigfús Bjarnason Suður-Reykjum, Mosfellsbæ er látinn. Hansína Margrét Bjarnadóttir Ásta Jónsdóttir Ragnar Björnsson Bjarni Ásgeir Jónsson Margrét Atladóttir Kristján Ingi Jónsson Haraldur Tómasson Baldur Jonsson Hugrún Svavarsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir fyrir alla vinsemd og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Karenar Gestsson Sérstakar þakkir færum við þeim, sem veittu henni umönnun í langvarandi veikindum hennar Kærar kveðjur. Margrét Hjaltadóttir Ólafur Hjaltason Unnur Hjaltadóttir Gestur Hjaltason og barnabörn. t Hjalti Gestsson Kristján Guðmundsson Steinunn Ingvarsdóttir Friðrik Páll Jónsson Sólveig Ragnheiður Kristinsdóttir Móðir okkar Árdís Sigurðardóttir frá Sunnuhvoli í Bárðardal andaðist þann 5. maí að Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Börn hinnar iátnu. Afmæli Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Jórunn Ólafsdóttir, frá Sörlastöðum, Brekkugötu 21, Akureyri, er 70 ára í dag, 8. maí. Jórunn er að heiman um þessar mundir. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hrínginn. Minningarkort Áskirkju Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742 Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775 Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17:00 og 19:00 og mun kirkjuvörður annast sendingu minningar- korta fyrir þá sem þess óska. Minningarsjóður Einars á Einarsstöðum Vinir Einars á Einarsstööum stofnuðu minningarsjóð um hann nýlátinn. Þeir benda á þann sjóð til áheita fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans og styrkja eftirlifandi konu hans. Sjóðurinn er varðveittur við Útibú Landsbanka íslands á Húsavík og er nr.546ö. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Fráogmeð 14. maí til 16. sept verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. vrvr\u«i i «nr Kosningaskrifstofa Austurbæ B-listinn hefur opnaö kosningaskrifstofu í Kaupgarðshúsinu, Engi- hjalla 8. Opið kl. 17.00 til 19.00 og 20.00 til 22.00 virka daga. Kaffi á könnunni. B-listinn í Kópavogi Framsóknarkonur í Reykjavík Bandalag kvenna í Reykjavík gengst fyrir hreinsun í gróðurreit kvenna á horni Skeiðarvogs og Miklubrautarfimmtudaginn 10 maí kl. 17.00. Að hreinsun lokinni verður farið í Borgarfjörð í boði Borgfirskra kvenna. Rútugjald verður kr. 800,- Tilkynnið þátttöku i síma 680964 hjá Þórunni. Áætlað er að koma í bæinn um miðnættið. F.F.K. Hafnarfjörður Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Boðaðir eru aðal- og varamenn ásamt frambjóðendum flokksins. Umræðuefni: Kosningabaráttan. Stjórnin. r Útboð Víknavegur um Fitjar hjá Njarðvík Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Helstu magntölur: Fylling og burðarlög 12.000 rúmmetrar, skering 2.800 rúm- metrar, þar af í berg 400 rúmmetrar, malbiksslitlag 6.500 fermetrar og eyjar 650 fermetrar. Verkinu skal lokið fyrir 1. september 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 7. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 21. maí 1990. Vegamáiastjóri. Marmaralegsteinar meö steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti með sömu útfærslum. Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16. Marmaraiðjan Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi Sími 91-79955. Sjóminjasafn íslands í Hafnarfirði Sjóminjasafn fslands er til húsa í Brydepakkhúsi í Hafnarfirði, sem var byggt um 1865, en hefur nú verið endur- byggt og sniðið að kröfum safnahúss. Auk fastra safnmuna eru sérstakar sýningar í safninu um tiltekin efni, t.d. áraskipatímabilið á fslandi. Myndasýn- ingar (myndbönd, litskyggnur og kvik- myndir) og fyrirlestrar eru einnig hluti af starfsemi safnsins og eru auglýst sérstak- lega. Elsta hús Hafnarfjarðar, hús Bjarna Sívertsen, byggt um 1803, er í næsta nágrenni. Þar er til húsa byggðasafn Hafnarfjarðar. Opnunartímar Sjóminjasafnsins er yfir sumarmánuðina (júní-sept.): Þriðjudaga- sunnudaga kl. 14:00- 18:00. HÁSKÓLATÓNLEIKAR Miðvikudaginn 9. maí kl. 12:30 munu Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, sópran og Hrefna Eggertsdóttir, píanó, flytja söng- lög eftir Joseph Marx og Ántonin Dvorak. Tónleikarnir verða að venju í Norræna húsinu. Kristín Sædal Sigtryggsdóttir hóf snemma söngnám og var Guðrún Á. Símonar fyrsti kennari hennar. Hún stundaði nám við Söngskólann í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan úr kennaradeild 1985. Aðalkennari hennar þar var Þuríð- ur Pálsdóttir. Kristín hefur sungið í Þjóðleikhúsinu, í íslensku óperunni og haldið einsöngs- tónleika í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni. Hallgrímskirkja: Starf aldraðra Samvera aldraðra er í safnaðarsalnum miðvikudaginn 9. maí kl. 14:30. Magnús Torfason, fyrrv. hæstaréttardómari, talar um erfðamál. Viðar Gunnarsson syngur í Gerðubergi mánudaginn 14. maí Fimmtu tónleikar í ljóðatónleikaröð í Gerðubergi verða mánudaginn 14. maí kl. 20:30. Á þessum tónleikum syngur Viðar Gunnarsson, bassi, við undirleik Jónasar Ingimundarsonar sönglög eftir Árna Thorsteinsson, Schubert, E. Sjö- gren og rússnesk tónskáld. Viðar Gunnarsson stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík 1978-’81 og var Garðar Cortes kennari hans. Síðan hélt hann til Stokkhólms í framhaldsnám og voru kennarar hans þar Dr. Folke og Gunvor Sállström. Viðar hefur sótt nám- skeið hjá Eric Werba, Hlene Karusso og Kostas Paskalis. Hann hefur sungið ýmis hlutverk í óperusýningum í Þjóðleikhús- inu og íslensku óperunni, sungið með Sinfóníuhljómsveit íslands og ýmsum kórum og hefur einnig haldið tónleika, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Reynir Axelsson hefur annast þýðingar flestra ljóðanna úr frumtexta og er vönd- uð efnisskrá innifalin í miðaverði. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Stcins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga - eftirtaldir staðir hafa minningarkortin til sölu: Reykjavík: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 25744, Bókaverslun lsafoldar, Austurstræti og Bókabúð Vest- urbæjar, Víðimel. Seltjamames: Margrét Sigurðardóttir, Mýrarhúsaskóli eldri Kópavogur: Veda bókaverslanir Hamraborg 5 og Engihjalla 4 Hafnarfjörður: Bókabúðir Böðvars, Strandgötu 3 og Reykjavíkurvegi 64 Selfoss: Apótek Selfoss, Austurvegi 44 Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannarstfg 5 Ólafsvflt: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3 ísaljörður: Urður Ólafsdóttir, Brautar- holti 3 Ámeshreppur: Hefga Eiríksdóttir, Finnbogastöðum Blönduós: Helga A. Ólafsdóttir, Holtabraut 12 Sauðárkrókur: Margrét Sigurðardóttir, Birkihlíð 2 Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8 og bókabúðimar á Akureyri Húsavflt: Bókaverslun Þórarins Stef- ánssonar, Garðarsbraut 9 Egilsstaðir: Steinþór Erlendsson, Laufási 5 Höfn, Homafirði: Erla Ásgeirsdóttir, Miðtúni 3 Vestmannaeyjar: Axel ó Lárusson skóverslun, Vestmannabraut 23 Sandgerði: Póstafgreiðslan, Suðurgötu 2-4 Keflavflt: Bókabúð Keflavíkur, Sól- vallagötu 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.