Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 8. maí 1990 Tíminn 13 Anna Margeir Kristinsdóttir Daníelsson Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík veröur opin virka daga frá kl. 9-22 og laugardaga kl. 10-16 aö Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Anna Kristinsdóttir og Margeir Daníelsson. Kosninganefndin. Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opiö hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin i Kópavogi Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags ísafjarðar og ísfirðings að Hafnarstræti 8 á ísafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið i fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Þorlákshöfn Kosningaskrifstofa B-listans er í gamla Kaupfélagshúsinu við Óseyr- arbraut. Opið fyrst um sinn mánudaga-föstudaga frá kl. 20.30-22.00. Sími 98-33475. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri er Sigfríður Þorsteinsdóttir. Síminn er 96-21180. Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000. Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er að Kirkjuvegi 19 og er opin frá kl. 16-19. Sími 98-11004. Robert Mitchum leikur flæking — og segist loks hafa fundið sjálfan sig! Fimurfiðlu- leikari Þessi skemmtikraftur með fiðluna sína, sem kallar sig Yogi Baird, vek- ur víst meiri aðdáun fyrir fimi og liðlega tilburði heldur en fiðluspilið. Baird, sem er 34 ára, á heima í Houston í Bandaríkjunum. Hann kemur fram á skemmtunum og í sjónvarpi og hefur m.a. oft komið fram með Johnny Cash. Hann leikur á fiðluna með báða fætur bundna fyrir aftan bak og sömuleiðis stand- andi á einum fæti með hinn fótinn fastan fyrir aftan hnakka. Baird er sagður spila sæmilega nokkur létt lög, en skiljanlega leikur hann ekki langa fiðlukonserta í þessum stellingum. Yogi Baird með fætur samanbundna fyrir aftan bak og í fleiri óvenjulegum fiðluleikara- steilingum. „Takmark mitt i lífinu heíur alltaf verið að lifa eins og flækingur,“ segir hinn frægi leikari og milljóna- mæringur Robert Mitchum, sem nú leikur heimilislausan gamlan mann í nýjum NBC sjónvarpsþáttum, „A Family for Joe“. „Eg leik þama sjálfan mig, eins og alltaf,“ segir Robert Mitchum við kynningu á nýju sjónvarpsþáttun- um. Hann bætti við: „Aðdáendur mínir horfa á mig á skjánum, og hugsa sem svo — úr því þessi ónytj- ungur getur „meikað það“, þá ætti ég eins að geta orðið forseti Banda- rikjanna — „ Joe, aðalpersónan í þessum þátt- um, er útigangsmaður sem fjórir munaðarleysingjar fá til að þykjast vera afi þeirra svo yfirvöldin skipti þeim ekki upp á fósturheimili sitt í hvora áttina. Robert Mitchum sagði þama frá því að hann væri orðinn 72 ára og hefði upplifað krepmjárin sem ung- lingur og verið þá einn á báti. Hann sagðist hafa flækst viða og unnið fyrir sér eins og best lét á hveijum stað. „Eg varð yfir mig glaður þegar ég fékk vinnu sem leikari í Holly- wood; mér fannst það engin vinna. Þetta var það besta sem fyrir mig hafði komið, að fá peninga fyrir að skemmta mér!“ Síðan sagði Mitchum að þetta væri viðhorf sitt til vinnunar enn þann dag í dag. Hann væri að leika, því að með því fengi hann mikla peninga fyrir litla vinnu. „Mér frnnst þeir vera sannar hetjur, sem fara hvem dag í vinnu, sem þeim leiðist. Eg vona að ég geti skemmt því fólki og stytt því stundir með minni virmu. Mér er alveg sama hvað þessir gagnrýnendur segja og sömuleiðis „hinir ríku og ffægu“. Mér finnst sjálfúm gaman að horfa á kvik- myndir og uppáhaldsleikarar mínir í gegnum árin vora þau John Wayne og Marilyn Monroe." Robert Mitcum í nýjasta hlutverki sínu sem útigangsmaðurinn Joe. Krakkamir fá „Joe“ til að þykjast vera afi þeirra og eru hér að semja við hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.