Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.05.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 8. maí 1990 k^RARIK RAFMAGNSVEmjR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í lagningu 11 kV jarðstrengs á milli aðveitu- stöðvar við Hóla í Hornafirði og ratsjárstöðv- ar á Stokksnesi. Lengd strengs er u.þ.b. 12,7 km. Verktími: Júní og júlí. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins við Álaugareyjarveg 11, Höfn og Laugavegi 118, Reykjavík frá og með mánudeginum 7. maí 1990 gegn kr. 5.000 ,- í skilatryggingu. Þrátt fyrir að útboðið sé opið eru einungis tilboð tekin til greina frá verktökum, sem taka þátt í skoðunarferð um væntanlegt vinn- usvæði þann 11. maí n.k. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitnanna á Höfn fyrir kl. 14.00, mánudaginn 21. maí 1990, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK - 90004, Strenglögn Hólar - Stokksnes". RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 118 105 Reykjavík. iÞRÓTTIRilJJllllllllllllllllllllllllllllllllllllffllllfflí'VllltUlillltlllllllllllll ......................lllllllll..... Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum: Jón fékk silfrið Útboð Norðurlandsvegur í Öxnadal 1990 Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í ofangreint /mw verk- Lengd vegarkafla 8,8 km, fyllingar 127.000m2 og burðarlag 51.000 m3. Verki skal að fullu lokið 15. september 1991. ^ Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) fráog með 7. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. maí 1990. Vegamálastjóri. tækniskóli íslands Umsóknarfrestur um skólavist 1990/91 rennur út 31. maí 1990. Með fyrirvara m.a. um fjárveit- ingar er eftirfarandi starfsemi áætluð: - FRUMGREiNADEILD (undirbúnings- og raun- greinadeild). Almennt nám fyrir iðnsveina og annað fólk með viðeigandi starfsreynslu. - BYGGINGADEILD Námsbraut til prófs í iðn- fræði og í tæknifræði. - RAFMAGNSDEILD Námsbrautir annars vegar til prófa í iðnfræði (sterkstraumur eða veik- straumur) og hins vegar fyrsta ár af þrem í tæknifræðinámi. - VÉLADEILD Námsbrautir annars vegar til prófs í iðnfræði og hins vegar fyrsta ár af þrem í tæknifræðinámi. - REKSTRARDEILD Námsbraut til prófs í a) útvegstækni, b) iðnrekstrarfræði (framleiðsla, útvegur eða markaður) og c) iðnaðartæknifræði (afurðaþróun, sjálfvirkni, matvæli eða markaðs- starfsemi). - HEILBRIGÐISDEILD Námsbrautir í meina- tækni og röntgentækni. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans kl. 8.30-15.30 að Höfðabakka 9112 R.; s. 91 -84933. Rektor Fimm Islendingar unnu til verðlauna á mótinu og íslenska sveitin varð í þriðja sæti íslcnsku keppendurnir á Evrópu- meistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Valsheimilinu um helgina náðu góðum árangri þegar á heildina er litið. Fimm verðlaunapeningar féllu í skaut okkar manna og var skipting eðalmálmanna sú að silfrið var eitt og bronsin fjögur. í þyngsta flokknum, +125 kg. átti Hjalti „Úrsus“ Árnason í nokkrum erfiðleikum framan af, Hjalti lyfti 330 kg í hnébeygju og 210 kg í bekkpressu. Þessi árangur hefði ekki dugað honum til verðlauna, en hann lyfti sér upp í 3. sætið með því að lyfta 355 kg í sinni síðustu lyftu í réttstöðulyftunni, sem er hans sterk- asta grein. Samtals 895 kg. Frábær árangur hjá Hjalta sem sýndi enn einu sinni hve mikill keppnismaður hann er. í næsta flokk fyrir neðan keppti félagi Hjalta úr kraftakeppnunum, Magnús Ver Magnússon. Magnús, sem átti hefur við bakmeiðsl að stríða náði ekki að verja Evrópu- meistaratitil sinn. Hann lenti í 3. sæti með 340 kg í hnébeygju, 220 kg bekkpressu og 320 kg í réttstöðulyftu eða samtals 880 kg. Guðni Sigurjónsson keppti í 110 kg flokki og lenti í 3. sæti með samtals 800 kg. Hann lyfti 300 hné- beygju, 185 kg í bekkpressu og 315 kg í réttstöðulyftu. Jón Gunnarsson náði sínum besta árangri til þessa í 90 kg flokki, er hann lyfti samtals 817,5 kg, 322,5 kg í hnébeygju, 180 kg í bekkpressu og 315 kg í réttstöðulyftu. Á föstudaginn lenti Helgi Jónsson í 3. sæti í 52 kg flokki eins og skýrt var frá í blaðinu á laugardag. Kyösti Vilmi frá Finnlandi, sem sigraði í 125 kg flokknum, setti Evrópumet f sínum flokk er hann lyfti 390,5 kg í hnébeygju. Á föstu- daginn setti Frakkinn Lucien DeFa- ria Evrópumet og heimsmet öldunga í 60 kg flokki er hann lyfti 282,5 kg í réttstöðuiyftu. Finnar náðu bestum árangri í keppni sveita hlutu 66 stig, Bretar hlutu 56 stig og Islendingar komu næstir með 48 stig. Alls tóku kepp- endur frá 16 þjóðum þátt í mótinu. BL KJOT BETRI kostur í£ST/R Hjalti „Úrsus“ Árnason hrökk í gang á sfðustu stundu, í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu á Evrópumeistaramótinu. Á efstu myndinni tekur Hjalti á lóðunum en á stönginni voru 355 kg. Á myndinni hér að ofan er Hjalti að rembast við að rétta úr bakinu þannig að lyftan teljist gild og á litlu myndinni sést HJalti í gólfinu eftir lyftuna frækilegu. timamyndir Maria.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.