Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 2
.2 Tíminn , Miövikudagur 9. maí 1990 A leið í barnfátækt einstæðinga- og öldungaþjóðfélag? Barnafjölskyldum fækkaöi í fyrra Þau tímamót urðu á síðasta árí, aö íslenskum bamaQölskyidum (hjónum, pömm og einstæöum foreldrum með böm) fækkaði um kríngum 100 frá árínu áður. Þar á móti fjölgaði Qörgömlu fólki (85 ára og eldra) um um það bil 100 manns (3,3%). Fólk, sem skilið er, er nú 230% fleira en fýrír áratug og er nú í fýrsta sinn eins margt og ekkjur og ekklar (10.500 manns í hvomm hóp). íslendingar í hjónabandi vom aftur á móti um 240 færri um s.l. áramót heldur en árí áður, þannig að ný hjónabönd hafa ekki nærrí því vegið á móti fjölda hjónabanda, sem rofnuðu við skilnaði eða andlát Manníjöldatölur Hagstofunnar virð- ast benda til þess, að við séum á hraðleið inn í bamfátækt öldunga- þjóðfélag, þar sem fleiri og fleiri búa aleinir. Eftirfarandi tölur um breytingu kjamafjölskyldna í landinu sýna þró- unina á síðasta áratug: Kjarnafjölsk.: 1979 1989 Bamslaus „hjón“ 17.400 23.100 „Hjón“ m. böm 30.300 30.600 Einst.foreldr. 5.500 7.500 Alls:___________53.200 61.200 Einhleypingar 58.700 71.500 Hefðbundnum kjamafjölskyldum, hjónum ,giftum eða í sambúð, með böm, hefúr nær ekkert fjölgað í heil- an áratug, þótt Islendingum hafi á sama tíma fjölgað um 27 þús. manns. Eina fjölgun bamafjölskyldna á ára- tugnum er vegna 37% fjölgunar ein- stæðra foreldra. Bamlaus „hjón“ er em nú hins vegar um þriðjungi fleiri en fyrir áratug og einhleypingar um 22% fleiri. Innan viö 1/3 býr meö maka og börnum í ljósi þessa verða m.a. auglýsingar ferðaskrifstofanna, sem gjaman miða við „hjón með tvö böm 2ja til 12 ára“ hálf hjákátlegar. Því þær geta aðeins höfðað til lítils minnihluta þjóðarinn- ar. Aðeins um helmingur 180 þús. ís- lendinga á nýrri kjörskrá er gift fólk, sem býr með maka sínum. Innan við þriðjungur uppkominna karla og kvenna í landinu búa með maka (gift eða í sambúð) og bömum (innan 16 ára aldurs). í Reykjavík er það raunar aðeins rúmlega fjórðungur borgar- anna, sem býr í þannig hefðbundinni kjamafjölskyldu - sem hvað oftast er þó notuð sem viðmiðun, hvort sem rætt er um t.d. íbúðarbyggingar eða auglýsingar sólarlandaferða. Um fjórðungur uppkominna lands- manna búa í bamlausu hjónabandi eða sambúð. í Reykjavík em bam- Iaus hjón raunar álíka mörg og „hjón“ með böm. Stærsti hópurinn em hins vcgar einhleypingar, um 42% allra karla og 35% allra kvenna í landinu. Mismunurinn þama er vegna einstæðra foreldra. Meira en 13. íslensk kona (yfir 15 ára) býr ein með bömum sínum. í Reykjavík er nær 10. hver kona ein með böm, enda einstæðar mæður meira en fjórðung- ur allra mæðra í höfúðborginni. Fjölgunin langmest á elliheimilunum Hvert stefnir með „öldrun" þjóðar- innar, má m.a. nokkuð marka af því, að á sama tíma og bömum og ung- mennum fækkar, hefúr fólki 85 ára og eldra fjölgað um 41% á áratug. Fjöldi landsmanna undir tvítugu annars veg- ar og sjötugt og eldri hins vegar hefúr breyst þannig á einum áratug: 1979 1989 0-19 ára 84.700 84.060 70 ára og eldr. 15.300 18.200 (þ.a. 85 ára +) (2.090) (2.950) A þessum áratug fjölgaði þjóðinni í heild um 12%. Þó hefúr bömum og ungmennum heldur fækkað. Ellilíf- eyrisþegum (sjötugum og eldri) hef- ur aftur á móti fjölgað um 19% (og 85 ára og eldri um 41%). Enn meiri verður breytingin, ef litið er tvo áratugi aftur (til 1970). Þótt ís- lendingum hafi síðan fjölgað í kring- um 50 þús. manns (24%), em lands- menn undir tvítugu um 2.400 færri en þá (fækkað úr 42% niður i 33% landsmanna). „Fjörgamlir“ 170% ffleiri en 1970 Arið 1970 vom aftur á móti aðeins um 9.000 landsmenn á lífi 70 ára og eldri. Sá hópur telur nú meira en tvö- falt fleiri (102%). Á sama tíma hefúr íslendingum yfir 85 ára fjölgað nær þrisvar sinnum - úr 1.090 í nær 3.000 manns - þ.e. nokkum veginn jafn mikið og fækkað hefúr í hópi bama og ungmenna. Þarf kannski engan að undra, að öldrunarstofnanir hafi ver- ið ofar á framkvæmdalistum en bamaheimili á undanfomum ámm. Athyglivert er, að fólk, sem nú er yf- ir 85 ára, kemur úr litlu stærri ár- göngum en fólk á sama aldri fyrir tveim áratugum. Um 170% fjölgun síðan er því beinlínis vegna þess, hvað miklu fleiri lifa það, að ná svo háum aldri. Þegar þetta fólk fæddist í kringum síðustu aldamót lifðu aðeins um 2.000 böm á ári eins árs afmæli sitt. Þeir sem nú em að komast á elli- laun em úr um 2.500 bama árgöng- um, en ellilífeyrisþegar eftir 2015 koma úr 4.200 til 4.700 bama ár- göngum. - HEI BÆNDUR FARA í FRÍ í JÚLÍ Það hefur vakið nokkra athygli þeirra, sem sjá um að úthiuta or- lofshúsum til bænda, að ásókn í þau er nokkuð jöfn yflr alla sum- armánuðina. Undanfarin ár bef- ur Util ásókn verið 1 júlí, en þá stendur heyskapur yflr og mikið að gera á flestum bæjum. Nú bregður svo við, að allir dagar i þeim mánuði eru upppantaöir og það sama er raunar að segja um mánuðina júní og ágúst. Bændasamtökin eiga fjögur or- iofshús I Grímsnesinu og tvÖ á Hólum í Hjaltadal. Að sögn Gylfa Orrasonar, sem sér um að úthluta húsunum, hafa bændur vaxandi áhuga á að nýta sér þessi hús. Hann sagði, að áhugi bænda á að komast í frí i júlí sýna m.a., að mjög margir bændur stunda nú orðið búgreinar, sem ekki flokk- a$t undir hefðbundinn búskap. Hann sagði jafnframt, að sam- vinna milli bænda væri að aukast og þess væru dæmi, að bændur sæju um bú nágrannans á meðan hann skryppi í frí. -EÓ HÚNVETNINGAR, SKAGFIRÐINGAR OG SIGLFIRÐINGAR f REYKJAVÍK Sigrún Magnúsdóttir Páll Pétursson Alfreð Þorsteinsson Stefán Guðmundsson Efstu menn á B-listanum í Reykjavík og alþingismenn Norður- landskjördæmis vestra bjóða Norðlendingum, sem búsettir eru í Reykjavík, í kaffispjall fimmtudaginn 10. maí n.k. kl. 20.30 að Grensásvegi 44. B-listinn í Reykjavík. Skýringar fjár- málaráðuneytis: í tilefni potusolu Timanum hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá fjármála- ráðuneytinu: „Vegna frétta um Boeing-þot- una, sem ríkið leysti til sín frá Arnarflugi hf. i ársbyrjun 1989 og seldi Atlanta hf. í byrjun þessa árs vfll fjármálaráðuneyttð taka þetta fram: Hinn 4. janúar siðastliðinn var gerður kaupsamningur við Atl- anta hf. um kaup á vélinni fyrir 7,1 milljónir Bandaríkjadala. Kaupverð skyldi staðgreitt við afhendingu vélarinnar. Kaupandí greiddi við undir- skrift 150.000 Bandaríkjadala af kaupverðinu, sem samsvarar 9 míDjónum islenskra króna. Þangað til vélin vcrður afhent formicga, greiðir Atlanta hf. rík- issjóði vegna dráttarins 120.000 Bandaríkjadala eða um 7,2 millj- ómr króna á mánuði. í samningunum sem undirrit- aðir voru 4. janúar var ákveðinn tveggja mánaða frestur afhend- ingar, þannig að AUanta hf, gæf- ist kostur á sem hagstæðustum fjármögnunarmöguleikum. Vlð samningaumleitanir Atlanta hf. við erlend fjármögnunarfyrir- tæki var óskað eftir öflum skoð- unar- og viðhaldsgögnum vélar- innar. í síðari hluta febrúar kom í Ijós, að gögn voru ekki tiltæk fyrír tímabilió 1971 -1978, Skoð- unar- og viðhaldsgögn frá þess- um tíma liggja ekki fyrir hjá Arnarflugi hf. og fyrirspurnir til fyrri eigenda, norska fyrirtækis- ins Braatens a/s hafa ekki borið árangur. Verið er að rannsaka nákvæm- lega, hvar gögnin eru niðurkom- in, vegna þess að möguleikar Atl- anta hf. til hagstæðrar fjármögnunar eru meðal annars komnir undir því, að upplýsing- ar um sögu vélarinnar og ástand á hverjum tíma séu sem traust- astar. Afhendingarfrestur hefúr verið framlengdur þar til þetta mál er upplýst, og þar með greiðsla kaupverðs, þar sem áð- urnefndur gagnaskortur er ekki á ábyrgð kaupandans. Fjármálaráðuneytið vill taka fram að samskiptin við fyrirtæk- ið Atlanta hf. hafa ekki gefið neins konar ástæðu til tortryggni í þessum viðskiptum. Fyrirtækið hefur staðið fyllilega við sinn hlut samkomulagsins og greltt sitt á réttum og tilskildum tíma.“ Skagaströnd: Guömundur Guðmundur Sigvaldason svelt- arstjóri á Skagaströnd hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Heilsugæsiustöðvarinnar á Akureyri. Guðmundur mun taka við hinu nýja starfi 15 júní nk.. Hann hefur gegnt starfi sveitarstjóra hjá Höfðahreppi i fjðgur ár, þ.e á þvi kjörtímabili sem nú er að Ij úka. ÖÞ. 12% áburðar- verð samþykkt Stjórn áburðarverksmiðju rík- isins kom saman í gær og sam- þykkti að hækka verð á áburði um 12%. Áburðarverð verður formlega auglýst í þessari viku. Þar með er endir bundinn á deil- una um áburðarverðið. Stjórn verksmiðjunnar samþykkti í tví- gang fyrr í vetur að hækka verð á áburði um 18%. VMji stjórn- valda og bænda náði þó fram að ganga að lokum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.