Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 3
Miðvikúdaguí' 9' hiaí 1990 Tíminn 3 Vetrarvertíð við Breiðafjörð að Ijúka: Lélegasta neta- vertíð í mörg ár Ægir Þóröarson, fréttaritari Timans, Hell- issandi: Vetrarvertíð við Breiðafjörð er nú víða að verða lokið. Að sögn sjó- manna og fiskverkenda, sem fréttarítarí hitti að máli á Helliss- andi og í Ólafsvík fyrír skömmu, er þessi netavertíð sú lélegasta sem menn muna og eru dæmi þess að bátar sem eru yfii* 200 tonn að stærð hafi veríð að landa innan við einu tonni af fiski eftir daginn en yfirieitt var aflinn frá 4- 5 tonnum upp í 10-12 tonn. Hins vegar aflaðist vel meðan bátamir voru á línuveiðum og tríllur sem hafa veríð á línu í allan vetur hafa fiskað vel. En sjómenn lifðu í voninni um að afli færi að glæðast en þegar sú von brást fóru menn að hugsa um að skipta yfir á línu aftur. En þegar frétt- ist af góðun^afla fyrir sunnan land fóru bátamir að tínast einn af öðrum suður á bóginn og hafa þeir fiskað vel þar. Það er af sem áður var þegar fjörð- urinn var fullur af fiski og bátar að norðan og sunnan voru á vertíð við Breiðafjörð. Nú hefur dæmið snúist við og bátar ffá Breiðafirði famir að stunda veiðar langt ffá heimaslóðum og er aflanum í mörgum tilfellum ek- ið um 300 km leið til heimahafnar. Eitt ffystihús á Snæfellsnesi, sem fær afla sinn á þann hátt, er Hrað- ffystihús Hellissands á Rifi. Þar er Þorgrímur Leifsson verkstjóri og sagði hann að fiskurinn fyrir sunnan land væri bæði stærri og mun feitari en við Breiðafjörð. Einnig tekur mun skemmri tíma að vinna hann og mun- ar allt að 50% í afköstum og munar þar mestu um að fiskurinn er að mestu laus við hringorminn. I Hraðfrystihúsi Hellissands vinna um 35-40 manns og em 12 þeirra út- lendingar. Hraðffystihús Hellissands Ferðakostnaður ráðuneyta og æðstu stjórnar ríkisins lækkaði um 38 milljónir í fyrra, eftir að hafa hækkað gífurlega frá 1984: 222 milljóna króna aukn- ing á fjórum árum Feröakostnaður ráðuneyta og æðstu stjómar ríkisins óx um tæplega 222 milljónir á föstu verð- lagi milli áranna 1984 til 1988. Frá því að vera 656 milljónir króna ár- ið 1984, í það að vera 878 milljón- ir áríð 1988. Ferðakostnaður ráðuneyta lækkaði síðan aftur um tæplega 38 milljónir króna á milli áranna 1988 og 1989. Þetta kemur ffam í svari fjármálaráð- herra við fyrirspum Málmffíðar Sig- urðardóttur um risnu og ferðakostnað ráðuneyta frá 1984 til 1989. Tölumar em geftiar upp af ráðuneytinu, en upphæðir fyrir síðasta ár em bráða- birgðatölur. Mestur ferðakostnaður einstakra ráðuneyta var hjá sam- gönguráðuneyti á síðasta ári, 165 milljónir. Þar á eftir kemur forsætis- ráðneyti með 115 milljónir króna og í þriðja og fjórða sæti em dóms- og kirkjumálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti með um 97 milljónir hvort. Athygli vekur, að ferðakostnaður æðstu stjómar ríkisins, Alþingis og embættis forseta Islands, hefur farið stig vaxandi ffá 1984 til 1989. Frá því að vera 31 milljón árið 1984 til þess að vera 82 milljónir króna á síð- astaári. -'-ÁG’' á einn bát, Rifsnes SH 44, og hefur hann verið aflahæstur báta við Breiðafjörð undanfarin ár. 24 bátar hafa landað á Rifi í vetur og er afli hæstu báta ffá áramótum til aprílloka þessi: Rifsnes 633 tonn Hamrasvanur 499 tonn Hamar Tjaldur Saxhamar Kópanes 483 tonn 480 tónn 474 tonn 354 tonn Aðrir bátar vom með minna en 300 tonn. Alls bámst að landi 4065 tonn á þessum tíma. Þorgrímur Lerfsson, verkstjóri Hraðfrystihúss Hellissands, í vinnslusal. Tlmamynd Ægir Vinsælasta kjötið á Islandi... Um áratugaskeið hefur lambakjöt verið langmest keypta kjöttegundin á íslandi enda afbragðskjöt. Nú kostar það 417 X ef þú kaupir poka af lambakjöti á lágmarksverði. SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.