Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 9. maí 1990 Miðvikudagur 9. maí 1990 Tíminn — _ Fangageymslur lögreglunnar voru athvarf og „félagsmálastofn- un“ 1267 Reykvíkinga, sem ekki höfðu í annað hús að venda: Á HÓTELI GÖTUNNAR ER BODIN GISTING HJÚKRUN RÁÐGJÖF! Á undanfomum árum hefur sífellt færst í vöxt að utangarðsfólk óski eftir að fá að gista í fangageymslum lögreglunnar við Hverfísgötu, þar sem ekki er í önnur hús að venda. Lögreglustjóri hefur kallað á sinn fund formann félagsmálaráðs og forstöðu- mann félagsmálastofnunar til að leita leiða til að bæta úr þessu ástandi en úrbætumar hafa hins vegar látið á sér standa. Að sögn Guðfmns Sigurðssonar, forvam- arfúlltrúa hjá lögreglunni í Reykjavík, er erf- itt að neita þessu fólki um að fá að liggja inni. Ætla mætti að fjöldi gistinátta þar sem óskað er eflir gistingu í fangageymslum lög- reglunnar teldist í tugum, eða jafnvel ein- hveijum hundmðum, svo er hins vegar ekki. í fyrra var 1267 sinnum óskað eftir að fá að gista i fangageymslum lögreglunnar, þar sem fólk hafði ekki í önnur hús að venda. Að meðaltali fara því á bilinu þrír til fjórir fram á slíka gistingu á hverri nóttu allt árið. Árið 1988 var í 1141 tilfelli óskað eftir gistingu í fangageymslum. Drukknum vísaö frá Að sögn Guðfinns var á sínum tíma opn- að gistiskýli í Þingholtsstræti fyrir heimilis- Hótel götunnar þar sem veitt er hjúkrun, gisting og ráðgjöf. lausa karla sem sváfú á víðavangi, en ekki var nóg að gert. Skýlinu er lokað á daginn auk þess sem sérstakt leyfi þarf til að fá að gista þar. Jörundur Olafsson, áfengismála- fulltrúi Félagsmálastofnunar, sagði í samtali við Tímann að Félagsmálastofnun sam- þykkti ekki að fólk væri þar við drykkju og menn mættu ekki vera verulega undir áhrif- um áfengis, þegar þeir óski eftir gistingu. Hann sagði að þeim sem væru áberandi drukknir væri vísað frá. í gistiskýlinu eru rúm fyrir 14 manns og sagði Jörundur að undanfarið hafi ástandið þar verið nokkuð gott og yfirleitt gætu þeir leyft þeim sem óska að gista þar, með ofangreindum skil- yrðum. 153 neyöartilfelli vegna vímuefna — Hvað eiga þeir að gera sem ekki fá inni hjá ykkur? „Við viljum eiginlega ekkert við þá tala, því það er stefna stofnunarinnar að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Við viljum aðstoða það við að komast í meðferð, öðrum sinnum við ekki,“ sagði Jörundur. Hann sagði aðspurður að ef drukkinn einstaklingur kæmi í gistiskýlið og óskaði eftir aðstoð og komast í meðferð, þá yrði orðið við því. Hvað vímuefnaneysluna varðar sagði Guðfmnur að hún væri öðruvísi en áður. Það fólk sem ieitaði til þeirra væri mikið til fólk sem biði eftir að komast inn á meðferðar- stofnanir. Þessi breytta neysla hefur leitt til þess að oftar hefúr þurft að kalla til lækni vegna ástands þessa fólks. Á síðasta ári þurfti í algerum neyðartilfellum að kalla borgarlækni 153 sinnum til, en árið á undan 107 sinnum. Það sem af er þessu ári hefur borgarlæknir verið kallaður til í 48 tilfellum. Guðfmnur sagði ástæðuna vera ástand fólks- ins vegna Iangvarandi vímuefnaneyslu og geðveiki vegna neyslunnar. „Rótin að þessu öllu saman er áfengi og önnur vímuefni,“ sagði Guðfinnur. Eins og áður sagði hafa forstöðumenn fé- lagsmálayfirvalda í Reykjavík verið kallaðir á fúnd lögreglustjóra til að ráða bót á þessum málum, en að sögn Guðfinns hefúr ekkert gerst. Nú hefur verið leitað til Rauða kross- ins með það fyrir augum hvort hann geti ekki tekið við fólkinu, þar til það komist á með- ferðarstofnanir, en að sögn Guðfmns eru um 300 vistrými íyrir áfengis- og vímuefnaneyt- endur í landinu, sem öll eru full og biðlistar langir. Guðfmnur sagði Rauða krossinn hafa tekið vel í þessa málaleitan og væri málið í vinnslu hjá þeim. Kom 640 í meðferð í fyrra „Félagsmálastofnun hefur ekki sinnt þeim einstaklingum sem eru á vergangi, á meðan lögreglustöðin er nánast orðin að gistiskýli og hjúkrunarstofhun,“ sagði Guð- finnur, „við erum ekki að skorast undan að aðstoða þetta hrjáða og sjúka fólk.“ Hann sagði að á síðasta ári hafi hann komið 640 manns i meðferð eða til ráðgjafa og 1012 sinnum rætt við áfengis- og fikniefnaneyt- endur um mál þeirra. Þetta væri hins vegar hlutverk Félagsmálastofnunar, en fyrir tveim árum var farið fram á að fá félagsráðgjafa staðsettan á lögreglustöðinni, þá sérstaklega til að sinna þessum málum og málum bama og unglinga. Guðfinnur sagði að sjálfshjálp- arstofhanir, s.s. AA og Alanon, sem em víðs vegar um borgina, vinni mikilvægt starf og hópurinn væri stór. Nefhdi hann sem dæmi að um 3000 manns hafi mætt á afmælisfúndi AA. Er það ekki frekar hlutverk Félagsmála- stofnunar sem hefur fagfólki á að skipa, að sinna þessu fólki en lögreglu? „Jú, það er Eftir Agnar B. Óskarsson hlutverk Félagsmálastofnunar. Við gemm það einnig. Komum þeim í meðferð sem til okkar leita og reynum að tala fólk inn á það,“ sagði Jömndur. Finnst þér nóg að gert til að aðstoða þá sem fá ekki inni í þessu eina gistiskýli sem Reykjavíkurborg rekur? „Eg veit það ekki. Þetta er erfitt vandamál þegar fólk er ekki til- búið til að gera neitt í sínum málum og lend- ir á götunni, þá vill eiginlega enginn gera neitt fýrir það, fyrr en það tekur af skarið sjálft,“ sagði Jömndur. Hann sagði að stofn- unin sem heild skilyrði fjárhagsaðstoð við fólk sem svo er ástatt fyrir, og íjárhagsaðstoð fáist ekki nema fólk leiti sér aðstoðar. Samvinna félagsmála- stofnunar og lögreglu Nú er í 1267 tilfellum óskað eftir gistingu í fangageymslum, hver á að sinna þeim hópi? „Það em sveitarfélögin, eða félags- málastofnanir þeirTa, sem eiga að sinna þeim sem ekki geta séð sér farborða, þessar reglur hafa þróast hjá stofnununum og erfitt að breyta þeim,“ sagði Jömndur. Þá benti Guðfinnur á að breytt vinnu- brögð Félagsmálastofnunar Kópavogs hefðu leitt til þess að afskipti af Kópavogsbúum hafi snarlega minnkað. Að sögn Braga Guð- brandssonar, félagsmálastjóra Kópavogs, hefúr tilraunaverkefni verið í gangi hjá þeim í um eitt og hálft ár, í samstarfi við lögreglu í Kópavogi og fangageymsluna í Reykjavík. Þetta felst í því að þessir aðilar tilkynna af- skipti af einstaklingum og fjölskyldum þar sem ofneysla áfengis kemur við sögu og síð- an hlutast Félagsmálastofnunin strax til um að vinna úr þeim vanda. Að sögn Braga er stofhunin mjög treg til að veita almennan fé- lagslegan stuðning til fólks sem er virkt í neyslu. „Við þekkjum það mjög vel að þegar áfengisvandi er vemlegur þá fer að halla undan fæti hjá ljölskyldunni,“ sagði Bragi. Þegar inn á borð koma óskir um aðstoð vegna t.d. íjárhagsvandræða eða húsnæðis- vandræða, þá er litið á ofneyslu áfengis sem mögulega ástæðu íyrir aðstoðarbeiðnum. „í slíkum tilvikum veitum við ekki aðstoðina nema viðkomandi sé tilbúinn að axla ábyrgð á eigin lífi og leita sér hjálpar. Með svona vinnubrögðum hefur okkur tekist að knýja á um að menn gefist fyrr upp fyrir áfenginu, þ.e. Félagsmálastofnunin hér er ekki tilbúin að aðstoða menn við neyslu,“ sagði Bragi. Hann sagði að lengst af hafi félagsmála- stofnanir starfað þannig að litið hefur verið svo á að ofdrykkja sé fremur afleiðing af fé- lagslegum, tilfinningalegum og sálrænum vanda. Með því að hjálpa fjölskyldum að leysa sín félagslegu vandamál, s.s. fjármál og húsnæðismál, þá geti maður hjálpað þeim til að hætta að drekka. „Þessu viðhorfi höfn- um við og lítum á alkahólismann sem sjálf- stæðan skýringarþátt í óforum manna. Menn verða að byrja á því að hætta að drekka, svo getum við farið að tala um stuðninginn til að hjálpa fólki að ná áttum á nýjan Ieik,“ sagði Bragi. Hann sagði að þessi aðferð hafi skilað árangri og segja mætti að sífellt hafi saxast á þann hóp sem hefur verið virkur og sífellt að lenda inni í fangageymslum. Líkamsárásum fjölgað um 30% Fyrir dyrum stendur að efla forvamadeild lögreglunnar í Reykjavík til muna, m.a. hvað varðar vímuefnafræðslu, unglingamál og af- brotafræðslu. Guðfinnur sagði að forvama- deildin óski eftir góðu samstarfi við alla þá aðila er vinna að þessum málum og þá aðila sem þessi mál skipta. Þá leggur lögreglu- stjóri áherslu á að efla tengsl við almenning og auka samskipti milli lögreglu og almenn- ing. Guðfinnur benti á að ástandið sem skap- ast hafði í miðbænum um hverja helgi í vet- ur hafi ekki farið að lagast fyrr en samstarf tókst með lögreglu, tómstundaráði og félags- málaráði. Hins vegar er ekki nóg að gert að sögn Guðfinns, því líkamsárásum hefur fjölgað um 30% það sem af er þessu ári mið- að við sama tíma í fyrra. Með líkamsárásum á hann við ryskingar á heimilum, slagsmál á almannafæri og á veitingahúsum, sem lög- reglan þarf að hafa afskipti af. Hann sagði að líkamsárásir hafi orðið alvarlegri í seinni tíð og lögreglan lagt hald á kylftu- og fleiri tól sem notuð eru til barsmíða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.