Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 1
.ÖSÉ' 12.-13. MAÍ1990 •'.' :" ¦• '".'::'-:".'i-:: ¦'.'¦.::'. inn frá Hlíðarendakoti Sumri eða tveimur eftir Þjóðhátíðina miklu 1874 ber tvo merkismenn að garði að Hlíðarenda í Fljóts- hlíð. Þetta eru stórskáld þjóðarinnar, þeir Steingrímur Thorsteinsson og Mattnías Jochumsson, og erindi þeirra er meðal annars að heilsa upp á ungan pilt, sem orð hefur boríst af suður til Reykjavíkur fyrír gáf- ur hans. Pilturínn er Þorsteinn Eriingsson. Ekki er vit- að hvað þessum mætu mönnum og piltinum fór í milli, en löngum hefur veríð litið á heimsókn þeirra sem atburð í ætt við það er vitríngarnir frá Austur- löndum leituðu uppi jötuna á Betlehemsvöllum. Hér er nú ætlunin að segja frá ýmsu um Þorstein, skáld- skap hans, einkahögum og veraldarvafstri. Þqrsteinn Erlingsson var fæddur árið 1858 í Stórumörk, sem er bær norðanvert við Eyjafjallajökul, við leiðina sem nú er farin inn í Þórsmörk, eða beint andspænis Hlíðarendakoti, handan við Mark- arfijótsaurana miklu. Foreldrar hans voru þau Erlingur Pálsson og Þuríður Jónsdóttir og voru börn þeirra mörg. En það átti ekki fyrir hinu tilvonandi skáldi að Iiggja að hafa mikið af foreldrum sínum né systkinum að segja, því aðeins mánaðargamall var hann fluttur yfir Markarfljót og komið í fóstur hjá fÖðurömmu sinni, Helgu Er- lingsdóttur og seinni manni henn- ar, Þorsteini Einarssyni í Hlíðar- endakoti, og þar ólst hann upp. Ekki mun það hafa verið neyð foreldranna sem knúði þau til þess að koma barainu í fóstur, heldur hitt að Þorsteinn var tvíburi og það var gömul trú að ekki væri gott að ala tvíbura upp saman. Tvíburi við hann var systir hans Helga, en hún ólst upp hjá foreldr- unum, fluttist seinna til Reykja- víkur, giftist aldrei, en vann fyrir sér með ýmsum hætti og varð gömul kona. Kvennagull Þegar Þorsteinn óx úr grasi varð hann myndarlegur og bráðlagleg- >ur piltur. Hann var þá talinn karl- mannlegur, kraftalegur og vel í hold kominn eða alger andstæða við það sem síðar varð, þegar sjúkdómur herjaði á hann. Snemma var hann mesta kvenna- gull. Þó hann væri ekki nema átján ára, þegar hann hvarf suður til náms, fóru ^sögur af því að hann hefði þegar Sjtt ástarævintýri með fleiri en einni. stúlku úr sveitinní. Og áður en hann hvarf á braut var hann trúlofaður hinum besta kven- kosti í sveitinni, Guðrúnu, dóttur Jóns Þórðarsonar í Eyvindarmúla, sem verið hafði alþingismaður og merkisbóndi. Hann mun hafa verið hið mesta eftirlætisbarn og stafaði það af því að snemma komu í ljós með hon- um óvenjulegar gáfur, og sérstak- lega var hann næmur og fljótur að læra. Þessu fylgdi dagfarsprýði og ljúfmennska, svo hann vann allra hugi, og þóttust fósturforeldrar hans vissir um að hann geymdi gott mannsefhi. Jón sööli Ekki var pilturinn þó settur til mennta að sinni og hefur varla ráðið þvi fátækt, heldur hitt að menntaáhugi var á þeim tíma ekki almennur í héraði. Hefur verið getum að því leitt að sérkennileg- ur maður einn, sérvitringur sem í Hlíðarendakoti dvaldist, hafi átt mikinn hlut í því að hann fór í skóla. Hann hét Jón Jónsson og var kallaður „söðli". Að þessum manni, sem var grúskari af gamla skólanum, hlógu Rangæingar. Þeir litu á hann sem hverja aðra fígúru. Þó var hann ekki ómyndarlegur maður, stór og sterklegur og ætlaði ein- hvern tíma að bjóða sig fram til þings. Sagt var að hann kynni margar íslendingasögur utan að og höfðu menn ánægju af að láta hann segja frá. Ekki síst var hann frægur vegna trúar sinnar á byggð útilegumanna á öræfum. Hann hafði fyrr á árum verið fylgdar- maður hins kunna, enska ferða- langs Williams Morris og líka kynnst ýmsu fínu fólki í Reykja- vík. Hann var meðal annars vel kunnugur Matthíasi Jochumssyni, sem á yngri árum hafði gaman af Þorsteinn Eriingsson. Fögur augu skáldsins heilluðu löngum hjörtu kvenna. að skeggræða við slíka fræðaþuli. Virðist sem Jón söðli hafi skrifað Matthíasi og sagt honum frá þess- um bráðgreinda pilti, sem yrði að koma til mennta. Þannig stóð líka á þvi að stór- skáldin litu í náð til hans ofan úr hæðunum og heimsóttu hann, eins Þorsteinn Erlingsson var maður heitra ásta og brennandi uppreisnaranda og undan þeim eldi sem í honum bjófékk honum sjálfum sem öðrum að svíða og áður er getið um, og hvað sem þeim annars fór í milli, þá fannst þeim Steingrími og Matthíasi hann svo merkilegt fyrirbæri að þeir urðu þegar ráðnir í að setja hann til mennta. Skólaárin Því átti Þorsteinn það Jóni söðla og skáldunum tveimur að þakka að hann gat sest í Lærða skólann í Reykjavík haustið 1877, þá að vísu kominn á nítjánda ár. Tóku skáldin að sér að kenna honum undir skólann og bættist Benedikt Gröndal senn í hópinn, svo hann stóð nú undir verndarvæng þriggja höfuðskálda landsins. Segist Matthías í minningum sínum hafa fengið ónafngreinda menn til þess að styrkja hann fjárhagslega, en ótrúlegt er að Jón í Múla hafí ekki eitthvað getað styrkt væntanlegan tengdason sinn og víst er að Guð- rún í Múla bjó þennan kærasta sinn sjálf út með föt og nýja skó. I Reykjavík var hann fyrst til húsa hjá Magnúsi Stephensen, þá yfirdómara og síðar landshöfð- ingja. En þar ríkti mikil aðhalds- semi og agi í húsi og mun Þor- steinn hafa verið feginn er hann gat flutt búferlum til Þorláks John- son, sem var mikið ljúfmenni og öllum líkaði vel við sem kynntust honum. Ekki þarf að fjölyrða um skóla- nám Þorsteins. Skólaferill hans var á engan hátt glæsilegur, hann var venjulega fyrir neðan miðjan bekk og því ekki að heilsa að hann hafí sprottið þar upp sem fullmót- að skáld. Hann orti sáralítið fyrr en í efsta bekk og flest var það sviplítið. Til dæmis var Valtýr Guðmundsson, sem var honum samtíða í skóla, talinn miklu meira skáld en hann. Þó verður að geta þess að í söng- lagasafhi Jónasar Helgasonar birt- ist eftir hann erindi á skólaárum, sem lýsir af sem perla innan um blágrýti, en það er „Nú tjaldar foldin fríða". Flokkaskil Yfirhöfuð virðist ekkert hafa ver- ið fjær Þorsteini en uppreisnar- hugur á skólaárum hans. Hann var stilltur og góður og sérlega trú- hneigður piltur. En þó virðist hann hafa orðið róttækari síðasta skóla- ár sitt, en þá las hann utanskóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.