Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 12. maí 1990 LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK Hverfisgötu 115 - Sími 10200 í vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklar, buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatöskur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim, sem slíkum munum hafa glatað, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut), frá kl. 14:00-16:00 virka daga. Þeir óskilamunir, sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur, verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 12. maí 1990. Uppboðið hefst kl. 13:30. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 9. maí 1990. GÓÐIR VARAHLUTIR Á GÓÐU VERÐI VAP varahlutir fyrir MASSEY FERGUSON og FORD dráttarvélar. Einnig fyrir PERKINS vélar. VÉLAR & ÞJÓNUSTA HF. Járnhálsi 2. Sími 83266. Útboð Skeiða- og Hrunamannavegur, Holakot - Hellisholt ''/jV/A ■V' Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint Br verk. Sm Lengd kafla 7,16 km, fylling 56.000 rúmmetrar og skering 14.000 rúmmetrar. Verki skal að fullu lokið 1. nóvember 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) fráog með 14. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 28. maí 1990. Vegamálastjóri. SUNDLAUG í ÁRBÆ Teikningar og líkan af fyrirhugaöri sundlaug í Árbæjarhverfi er til sýnis í félagsmiðstöðinni Árseli virka daga frá kl. 17:00-20:00 frá og með 14. maí og laugardaginn 19. maí frá 13:00-17:00. Fulltrúar frá íþrótta- og tómstundaráði og hönnuðir verða í Árseli mánudaginn 14. maí frá kl. 17:00. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ REYKJAVÍKUR RAD Drögum úr hraða £2 -ökum af skynsemi! Eldhuginn Þá bjó hann hjá Áma Gíslasyni leturgrafara, sem var einn af fé- Iagsmönnum hins „liberala klúbbs“, kynntist Jóni Ólafssyni betur og byrjaði að líta heiminn dálítið öðrum augum sem alþýðu- sinni. Hann varðveitti áfram vin- áttu við Steingrím Thorsteinsson, sem líka hafði verið róttækur í skoðunum, frelsissinni og bylting- armaður og ekki nema lítið farinn að stillast. Hins vegar féll niður vinátlan við Matlhías, enda var þama komin upp misklíð milli þjóðskáldanna. Hélt Matthías því síðar fram að Þorsteinn hefði ver- ið vanþakklátur fyrir allt sem hann hefði fyrir hann gert. En ekki var gott að gera svo öllum líkaði. Þegar meiðyrðamál hófust milli Jóns Ólafssonar og Gests Pálsson- ar, kom það nokkuð undir álit dómstóls að ákveða hvort Gestur væri trúleysingi og guðníðingur, og varð Þorsteinn þá meðal margra vitna í málinu. Gaf hann þá út svohljóðandi yfirlýsingu: „Að Gestur nokkur Pálsson, sem barst hingað til Reykjavíkur í vet- ur frá Kaupmannahöfn, hafi oftar en einu sinni viljað sanna mér að hvorki væri til nokkur guð, eilífð eða ódauðleg sál í manninum, vitnast hér með og skal ég vinna eið að því, nær sem vera skal. Reykjavík 13. dag októbermánað- ar 1883. — Þorsteinn Erlingsson.“ Er það hlálegt að Þorsteinn, sem síðar varð frægasti „guðníðingur" landsins, skyldi verða til að áfell- ast Gest með þessum hætti. Fyrstu heitrof Þær breytingar urðu á högum Þorsteins í skóla að hann sleit trú- lofun sinni með Guðrúnu í Ey- vindarmúla. Slík heitrof voru litin mjög alvarlegum augum í þá daga og ekki síst þegar unnusta hans og fólk hennar var búið að styðja pilt- inn til skólanáms. I augum siða- strangra manna þeirra tíma var þetta blettur á mannorði hans. En það fylgir sögunni að Þorsteinn hafi slitið tryggðir við Guðrúnu eftir þunga baráttu við sjálfan sig. Guðrún fluttist síðar vestur um haf, hún giftist aldrei og tregaði Þorstein alla ævi. Ætla verður að ástæðan til þess- ara heitrofa hafi verið að ný stúlka var komin í spilið. Hin nýja unnusta hans var Jar- þrúður Jónsdóttir, dóttir Jóns Pét- urssonar háyfirdómara, bróður Péturs biskups. Jarþrúður var einn allra besti kvenkostur í landinu, rík, lagleg, ljúflynd og bráðgreind kona. Hún var sjö árum eldri en Þorsteinn og var komin yfir þrí- tugt þegar þau tóku saman, og hef- ur löngum verið talið að hún hafi, ef svo má segja, tekið skáldið á löpp, en sjálf var hún mjög ljóð- elsk og jafnvel hagmælt. Þorsteinn var jafnan mjög dulur um eigin hagi. Vitað er að hann var óráðinn að loknum skóla hvað hann ætti að leggja fyrir sig og mun ekki hafa haft mikinn áhuga á háskólanámi. En nú bregður svo við að hann siglir til Hafnar til náms. í byrjun er hann í vafa um hvað hann á að nema, en tekur svo að leggja stund á laganám, sem alls ekki stóð huga hans nærri. Er líklegt að þar hafi þær nýju tengd- ir sem í vændum voru ráðið miklu. Háyfirdómarinn hefur varla tekið annað í mál en að væntanlegur tengdasonur hans lyki embættis- prófi og þótt Þorsteinn segist ekki hafa annað fé er hann siglir en 200 króna lán frá Þorvaldi á Eyri, þá Jón söðli. Fyrír tilstuölan þessa sérkennilega manns komst Þor- steinn Eríingson til mennta. má mikið vera ef hann hefur ekki haft fyrirheit um stuðning frá Jóni Péturssyni eða hinni efnuðu unn- ustu sinni. Ný lífsviðhorf Þorsteinn hóf nú laganámið, en flestum ber saman um að hann hafi aldrei „stundað“ það nám. Þess í stað beindist áhuginn að skáldskap og íslensku máli. Þrátt fyrir þetta algjöra áhugaleysi hélt hann þó áfram að vera innritaður í lagadeildina og var það undarlegt og hefur þótt benda til að hann hafi haldið áfram að njóta styrks að heiman til náms. Hann bjó á Stúdentagarðinum í fjögur ár, eða til vorsins 1887, og hlaut að sjálfsögðu venjulegan Garðsstyrk. Þar tók hann sem aðr- ir íslenskir stúdentar þátt í eijun- um í milli Velvakanda- og Verð- andihópanna og snerist hann á sveif með hinum fyrmefhdu, og ekki aðeins vegna þess að hann var alþýðusinni af bændaættum, heldur einnig vegna persónulegra kynna áður við „liberala klúbb- inn“, Þjóðólf og Jón Olafsson heima. I Höfn var hart deilt um skáld- skap og aðeins tveimur mánuðum eftir komu Þorsteins þangað 1883 flutti Hannes Hafstein frægt erindi um íslenskan skáldskap í íslend- ingafélaginu. Þar gerði Hannes í nýfengnum realisma upp reikn- ingana við sitt gamla, rómanlíska átrúnaðargoð, Steingrím Thor- steinsson, en hlífði hins vegar Matthíasi. Varð Þorsteinn einn fárra til þess að taka upp hanskann fyrir Steingrím, en hafði ekki mælsku eða sannfæringarkraft Hannesar. En tímamót voru skammt undan í lífsskoðunum Þorsteins. Á Hafn- arárunum gerðist hann sá sósíalisti sem hann seinna varð svo kunnur fyrir, en með það eins og margt annað að erfitt er sjá hver tildrög þess voru. Hin illræmda Estrup- stjóm fór með völd í Danmörku á þessum árum og störfúðu jafnað- armenn sem nokkurs konar neðan- jarðarhreyfing. Kynntist Þorsteinn við ýmsa jafiiaðarmenn og ekki útilokað að lítill hópur hafnarstúd- enta hafi starfað í tengslum við þá, þar á meðal hann. Þróun eða þroski hans til róttækari stefnu var þó æði hægfara, en í samsæti Is- lendinga í júlí 1887 var sungið eft- ir hann baráttukvæði, ort til rót- tæks ritstjóra, Korsgaard að nafni, sem bendir til að hann hafi þá ver- ið farinn að hugsa alvarlega um þjóðfélagsmál. I kvæðinu segir m.a.: „ Við fœlumst kannske fyrst i stað ef flóir blóð á strætum. En virkjahleðslum hjálpast að, það héld ég að við gœtum. “ Það er sannarlega orðinn kraftur í herhvötinni, þar sem hún gellur við, baráttuskáldið er orðið full- mótað. Rask — hneykslið Og þá er komið að hinu fræga Rask — hneyksli. Það vildi svo til að þann 2.. nóvember 1887 vom liðin hundrað ár frá fæðingu Rasmus Christian Rask, hins fræga danska málffæðings, sem varð snemma á 19. öld einn mesti velgjörðamaður þjóðarinnar. Þegar þetta merkisafmæli nálg- aðist vildi svo til að Finnur Jóns- son var formaður Islendingafé- lagsins og sem málfræðingur var eðlilegt að hann vildi beita sér fyr- ir því að afmælisins yrði minnst með nokkurri viðhöfn. Kom hann þvi til leiðar að minningarathöfn var haldin, þótt ekki hefðu allir áhuga á því, eins og Jón Þorkels- son. Þama hélt Finnur minningar- ræðu og flutti ffumort kvæði, en Þorsteinn las annað kvæði eftir sjálfan sig. „Og þaðan hófst ógæf- an“, eins og Finnur komst að orði í bréfi til foður síns, Jóns Borgfirð- ings. Það var Finnur sem skorað hafði á Þorstein að yrkja kvæðið og fékk hann það i hendur kvöldið fýrir samkomuna. Kvæðið var þrjú er- indi og leist Finni ekki á blikuna er hann las annað erindið. Vildi hann að Þorsteinn sleppti erind- inu, en til þess var hann ófáanleg- ur. Erindið hljóðaði svo:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.