Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. maí 1990 HELGIN Seyðisfiöröur um aldamótín. „Þvifátt erfrá Dönum, sem gœfan oss gaf og glöggt er það enn hvað þeir vilja. Það blóð, sem þeir þjóð vorri út sugu af það orkar ei tíðin að hylja: svo tókst þeim að meiða hana meðan hún svaf og mjög vel að hnupla og dylja. Og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf— það gengur allt lakar að skilja. “ Svo óheppilega tókst til að kvæð- ið barst í hendur einu málgagni danskra hægrimanna, Dagbladet, og mun Jón Þorkelsson hafa kom- ið því á framfæri við blaðið. Birt- ist í því fáum dögum seinna harð- skeytt árásargrein á Finn Jónsson með þeirri athugasemd að það væri dáfallegt af formanni félags- ins, sem þar að auki væri dósent við háskólann, að láta slíkt Dana- níð viðgangast. Fylgdi dönsk þýð- ing á erindinu með. Finnur sá sitt óvænna og kom at- hugasemd á framfæri við blaðið, þar sem hann lýsti allri ábyrgð á hendur höfundinum og sagðist alltaf hafa verið mótfallinn anda kvæðisins. Og nú skall flóðbylgj- an á Þorsteini. Hann gekk á fund ritstjóra blaðs- ins, sem hét Grove, og hugðist hann andmæla athæfi blaðsins og rógi. Grove var æfur af bræði og sagði skáldið hafa svívirt þjóð sem Island og þar með skáldið ætti allt gott að þakka. „Hann hoppaði og grenjaði af heift og stólaskriflin á kontómum dönsuðu utan um karlinn," eins og Þor- steinn lýsti þessu síðar. Lauk þó svo að hann lofaði að taka athuga- semd af þeirn Finni um það sem þeir hefðu við aðfarir hans að at- huga. En ekki var allt búið enn. Auk þessa var Þorsteinn kvaddur á fund háskólaráðsins til að taka við opinberum ávítum. Voru þar hvergi spöruð stóryrðin, en Þor- steinn lét sér hvergi bregða og hafði við orð að líklega hefði hann orðið gott efhi í píslarvott á fyrri öldum. Fréttimar af þessum atburðum bámst út til Islands og vöktu feikna athygli og Þorsteinn Er- lingsson varð þjóðfrægur maður. Breyttur maður — Önnur heitrof Upp úr þessum átökum urðu ein- kennilega miklar og margvíslegar breytingar á högum Þorsteins. Kannske urðu þær af því að hann var orðinn ffægari og gat risið upp með meira sjálfstrausti og harð- skeyttari en áður. Kannske ollu vonbrigði hans yfir lúpulegri ffamkomu landa hans í þessu máli því að eitthvað brast innra með honum. Hann missti trúna á þjóð- félagið, stóð sem uppreisnarmað- ur gagnvart háskólaráðinu, þijósk- ur og uppreisnarsinnaður. Og auk þess urðu breytingar í einkalífi hans sjálfs. Hann var orðinn sjúk- ur af berklum og fékk iðulega blóðspýting. Upp úr þessu hvarf hann úr tölu skráðra stúdenta við háskólann. Hann var ekki rekinn ffá námi, heldur hætti því sjálfviljuglega. Samt sneri hann ekki heim, heldur virtist ætla að setjast að í Dan- mörku. Hann hafði ofan af fyrir sér með ýmsum lélegum og illa launuðum störfúm, svo sem einkakennslu og prófarkalestri. Það eru því miklar líkur á að hann hafi lifað eins mikið næstu árin upp á náð og kost danskrar ekkju, Valborgar Hellmann, sem hann kynntist og giffist upp úr þessu. Furðulítið er vitað um sam- band þeirra, en álitið að það hafi ekki verið grundvailað á neinni ást. Það er talið að hann hafí leitað til hennar í vonleysi sínu og veik- indum og einstæðingsskap. En um leið myndar hjúskapur þeirra ljót- asta blettinn í ævi Þorsteins. Af eðlilegum ástæðum er mikil hula yfir þessu máli, en á því getur þó enginn vafi leikið að Þorsteini hafi farist mjög ódrengilega við unn- ustu sína, Jarþrúði, sem hafði beð- ið hans svo mörg ár heima í Reykjavík. Sennilega slitnaði upp úr trúlofún þeirra 1888, sumarið eftir Rask — hneykslið. Þá hafði Þorsteinn tek- ið saman við hina dönsku konu og er þó óvíst hvort hann var giftur henni. En hann lét unnustu sína á Islandi ekkert vita um þetta og bárust henni engar fregnir af hátt- arlagi hans. Hins vegar undraðist hún það er hún var hætt að frétta af honum og hann svaraði ekki bréf- um hennar. Hún var rösk og ein- beitt kona og ákvað nú að sigla út til Hafnar og grennslast fyrir um orsakir þessarar þagnar og verða samferða vinkonu sinni, sem átti leið til Danmerkur. Það er ekki vitað í smáatriðum hvað kom fyrir hana úti í Höfn, en öllum ber saman um að hún hitti Þorstein ekki í ferðinni. Hún fór heim til hans, en þar tók á móti henni hin danska kona Þorsteins. Er til sú saga, sem menn hafa átt bágt með að trúa, vegna þess hve illyrmisleg hún er, að hann hafi falið sig í íbúðinni og ekki viljað koma fram, en beinlínis eftirlátið hinni dönsku lagskonu sinni að reka Jarþrúði af höndum sér. Sunnanfari og Eimreiðin Og það var líka um þessar mund- ir sem Þorsteinn brýst út sem ægi- sterkt ljóðskáld og þó enn sem fyrr tvískiptur, ýmist sem hörkulegt baráttuskáld eða ljóðrænn og róm- antiskur fegurðardýrkandi. Það var í júli 1891 að mánaðar- blaðið Sunnanfari hóf göngu sína. Það var fróðleiks- og myndablað, eitt merkilegasta tímarit íslend- inga. Einna mestan þátt í útgáfú þess átti Einar Benediktsson, sem þá var laganemi í Kaupmanna- höfn, og þar birtust fyrstu ljóð hans. En Sunnanfari varð líka hinn háværi lúður Þorsteins Erlings- sonar, sem birti nú í blaðinu hvert kvæðið á fætur öðru. Fyrstu fjögur ár Sunnanfara má heita að kvæði eftir hann séu í hveiju tölublaði. Og það undarlega er að Þorsteinn kærði sig kollóttan um það þótt ritstjórinn væri Jón Þorkelsson, sem hlaupið hafði með Rasks — kvæðið í dönsk blöð. Er ekki ann- að að sjá en að farið hafi hið besta á með þeim. A þessu tímabili lögðu þeir saman í eina þjóðfræg- ustu stöku Islendinga. Þorsteini Erlingssyni varð á munni þetta vísubrot: Af eðlilegum ástœðum er mikil hula yfir þessu máli, en á því get- ur þó enginn vafi leikið að Þor- steini hafi farist mjög ódrengilega við unnustu sína, Jarþrúði, sem hafði beðið hans svo mörg ár heima í Reykjavík. „Þar sem enginnþekkir mann þar er gott að vera, “ og Jón Þorkelsson botnaði: „því að allan andskotann er þar hœgt að gera. “ Og nokkrum árum síðar fékk Þorsteinn aðgang að öðru tímariti, sem líka var gefið út í Kaup- mannahöfn og varð mjög útbreitt og vinsælt á Islandi. Það var Eim- reiðin, sem vinur hans Valtýr Guð- mundsson hóf að gefa út 1895. Upphafskvæði Eimreiðarinnar var „Brautin“ eftir Þorstein, og í fyrsta árganginum birtust á víð og dreif sex meiriháttar kvæði hans, þar á meðal fyrstu brot úr hinum mikla kvæðaflokki hans, Eiðnum. Örlög guðanna Þannig birtist hvert snilldarverk- ið á fætur öðru, fyrst í Sunnanfara og síðan í Eimreiðinni — kvæði eins og Hulda, Sólskríkjan, Litla skáld á grænni grein og fleiri. En þetta var aðeins önnur hliðin á skáldskap Þorsteins. Þó ljóðstíll og bragarháttur séu þeir sömu er eins og önnur persóna birtist okk- ur í baráttukvæðum hans. Þar er sem eldur brenni úr augum, hann rís upp sem byltingarmaður gegn boðorðum og lögmálum. Hann vill þeyta burtu fordómum og kreddum, sem hafa þrúgað mann- kynið um aldaraðir, brjóta hvers konar kúgun og velta rotnu þjóð- skipulagi. I sinni eigin fátækt og sjúkdómi er hann beiskur og sár og þó er herhvöt hans borin uppi af mannúð og mannkærleik. Og senn kom að því að hann lét svipuhöggin og reiðarþrumumar dynja á samtíð sinni og vakti upp óendanleg hneyksli. Hann egndi menn til ofsareiði og bakaði sér ævarandi óvináttu, en hann varð líka frægur. Fyrsta reiðarslagið skall yfir í september 1892, þegar Sunnanfari birti kvæði hans Örlög guðanna. Kvæðið var mjög langt og var það eins konar saga kristindóms og kirkju, alla leið aftan frá dögum Rómverja. Lýsir hann því loks hvemig Gyðingakonungurinn ungi tók svipuna úr hendi Júpíters. Og í ályktunarorðum spáir hann því að einhvem tíma mundi fara eins fýrir Kristi og öllum öðrum guðum, að hann hljóti sinn skapa- dóm og verði útrækur. Kvæðið var eins og köld gusa yf- ir allar byggðir Islands og vakti ósegjanlega hneykslun og reiði- storma. Móðir hans grét fögrum támm yfír hinum glataða syni. En jafnframt því sem hneykslunin gagntók hugi manna, þá byijaði að læða vissum gmn, einhverju læ- vísu eitri inn í þjóðarsálina. Sveit- arhöfðingjamir og hinir háæm- verðu klerkar urðu aldrei samir og gyllingin á altarinu aldrei jafn- björt. A Islandi þótti kvæðið svo hryllilegt og djöfullegt að menn þorðu varla að ræða það opinber- lega og þar var fátt um það skrif- að. Ekki leið á löngu uns Þorsteinn birti annað kvæði, sem var jafnvel enn svæsnara í hörkulegu orð- bragði og sakfellingu á kristin- dómnum. Það hét „A spítalanum" og birtist í fyrsta árgangi Eimreið- arinnar. Hér var því lýst hvemig helvítisboðskapur kirkjunnar gerir banalegu manns nokkurs að hryllilegu kvalastríði. I sama mánuðinum og kvæðið Örlög guðanna birtist kom út ann- að tölublað af Sunnanfara með því byltingarkvæði Þorsteins, sem síðan bar hæst í skáldskap hans. Það var kvæðið „Örbirgð og auð- ur“. Þar ræðst hann enn á kirkjuna með óstjómlegri heift, en um leið snýr hann sér að nýrri hlið þjóðfé- lagsvandamálanna, misskiptingu auðsins. Fornleifarannsóknir og Ameríkuför í kringum 1895 komst hreyfing á Þorstein og líf hans varð tilbreyt- ingaríkara. Hann hafði nú verið um kyrrt í Kaupmannahöfn í meira en áratug og í þeirri kyrr- stöðu höfðu snilldarverk hans skapast. Sá sem varð til að koma rótinu á hann, ýta honum af stað, var vinur hans, Valtýr Guðmundsson. Svo vildi til að Valtýr hafði skrifað feikimikla doktorsritgerð um húsaskipan Islendinga í fomöld, þótt nú sé ljóst að það byggðist á svo ófúllkomnum rannsóknum að undmm gegnir að það skyldi tekið gilt sem doktorsritgerð. Vestur í Bandaríkjunum var auð- ug kona að nafni Comelia Hors- ford. Hún hafði fengið brennandi áhuga á landafundum íslendinga og Leifi heppna. Gekk hún með þá flugu í höfðinu að fjöldi gamalla steinhleðsla á austurströnd Amer- íku væri frá dögum hinna norrænu víkinga. Leitaði hún samstarfs við Valtý og var reiðubúin að leggja fram gnægð íjár til að kosta rann- sóknir á þessu. Fyrst skyldi fram- kvæma rannsóknir á gömlum rúst- um og veggjahleðslum á íslandi og síðan skoða rústimar í Ameríku, til að komast að raun um hvort þær væm ekki sama kyns. Valtýr treysti sér ekki að fara í slíka rann- sóknaferð, en fól Þorsteini þess í stað að framkvæma hana, en geta má þess að hann hafði alltaf haft áhuga á fomminjum. Þann 1. júní 1895 lagði Þorsteinn af stað í ferðina frá Kaupmanna- höfn með gufuskipinu Lauru. Þetta varð einn víðtækasti og um leið furðulegasti fomleifaleiðang- ur sem um getur hér á landi. Þor- steinn þaut úr einum staðnum í annan, leitaði uppi allskyns kofa- rústir og grjóthleðslur, gamla gangnamannakofa og bátanaust, hlaðna girðingarveggi, jafnvel áveituskurði og sleindysjar. AIls mun hann hafa skoðað um 200 mannvirki af þessu tagi. — Skrif- aði hann bók um ferðalagið, sem ungfrú Horsford kostaði útgáfuna á, með urmui af teikningum og ljósmyndum af moldarhrúgum sem hann hafði tekið og virtust gefa í skyn að þetta hefði verið stórmerkilegur leiðangur. Og vorið 1896 kom dr. Valtýr að máli við hann í Höfn og bauð hon- um að koma með sér til Ameríku á kostnað ungfrúarinnar, til að að- stoða við samanburð á „fommenj- um“ í Ameríku, skoða þar veitu- stokka, stíflur, naust, dómhringa, virki og hús. Þannig fóru þeir vinimir saman í lúxusferð til Ameríku, ferðuðust á fyrsta farrými með risastóm far- þegaskipi frá Hamborg. I forinni skoðaði Þorsteinn Niagarafossana og heilsaði upp á vin sinn Jón Ól- afsson í Chicago. Af fommenjum er það aftur á móti að segja að þeir lýstu því yfir við Comeliu að byggingarleifamar væm að vísu frá landnámsöld — en landnáms- öld Ameríku eftir daga Kolumb- usar. Til Seyðisfjarðar Næsta haust tók Þorsteinn sig upp og flutti búferlum til íslands. Þannig stóð á því að Seyðfirðingar stofnuðu nýtt blað og var Þor- steinn ráðinn ritstjóri þess. Þama hafði verið fyrir allstórt og merki- legt blað, sem kallaðist Austri, og ritsjóri þess Húnvetningur einn að nafiii Skafli Jósefsson. Blaðið var orðið gjaldþrota og vom efna- menn á Seyðisfirði orðnir upp- gefnir á að styðja það. En öðrum bæjarbúum mislíkaði að ekkert blað væri gefið út í bænum og hóf- ust handa um stofnun þessa nýja blaðs, aðallega undir forystu Stef- áns Th. Jónssonar, sem var upp- rennandi kaupmaður og ffam- kvæmdamaður á staðnum. Svo virðist sem ætlun þeirra hafi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.