Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. maí 1990 HELGIN 15 T JL ILÞRIF FANGANNA í Strange- way fangelsinu á dögunum voru orðin að nokkurs konar framhalds- skemmtiþætti á breskum sjónvarps- stöðvum. Fangamir léku hálfgerða loftftmleika á þakinu,ilþrif fanganna stundum tíu í einu, stundum færri. Oft steyttu þeir ógnandi hnefa eða viðhöfðu klæmið látbragð. Þjóðin gat fylgst með þessu öllu á skjánum. Sjónvarpsmenn greiddu 50 pund fyrir tólf klukkustunda viðdvöl á góðum útsýnisstöðum í nágrenninu. Um helgar vildu áhorfendur vera á staðnum og íylltu götumar í grennd við fangelsið. Farandsalar seldu þeim forvitnu pylsur, ís og kók, en sumir vom komnir alla leið frá Wa- les. En þeim Bretum, sem alvarlegar vom þenkjandi, leist varla á blikuna, þegar uppreisn í einu af fangelsum þeirra var orðin að svipaðri skemmt- un og heimsókn í dýragarð og fannst þetta enn ein sönnunin fyrir hrömun þjóðar og lands, sem eitt sinn var ffæg fyrir siðsemi og umburðar- lyndi. En nú gerast skelfileg og mjög óbresk ofbeldisverk æ tíðari meðal borgaranna. Fangar á tuttugu stofhunum fóm að dæmi fanganna í Strangeway fang- elsinu og gerðu uppreisn. Mótmæli gegn nýja nefskattinum bmtust víða út í ofbeldisæði, eins og hinn 31. mars við Trafalgartorg, þar sem ung- lingar kveiktu í bílum og rændu verslanir. I smærri bæjum og borgum em fjöldaslagsmál fastur liður eftir að krám hefur verið lokað á fíjstudags- og laugardagskvöldum og lögreglu- þjónamir — „bobbyamir“—, sem löngum hafa verið svo vinsælir, snú- ast um í hringiðunni miðri og láta I tuttugu breskum fangelsum kom til uppreisna í kjölfar Strangeways uppreisnarinnar. Mótmæli gegn nefskattinum. Brennur og rán eru liður í þeim. kylfúmar ríða á fólki. Félagsfræð- ingar hafa kallað ástandið þjóðar- uppþot. Hið rósama og fróma England er því ekki það sama og það var. Morð og manndráp liggja í loftinu, þegar fýlgismenn knattspymuliðanna mætast og lögreglan og þeir, sem búa í grennd vallanna, fyllast ótta við óeirðalýðinn. „Það er eitthvað ekki með felldu hjá þjóð, sem nötrar af ótta út af einum fótboltaleik," hef- ur rithöfundurinn Anthony Burgess skrifað. Þeir sem snúa heim til Bretlands eftir nokkurra ára vist erlendis, verða varir við óheillavænlegar breytngar. Ökumenn aka af miklu tillitsleysi, fólk treðst um í verslun- um með olnbogaskotum og ungt fólk stundar betl á götuhomum. Neðanjarðarlestimar em að verða jafn skítugar og ógnvekjandi og í New York. Þannig hefur orðtakið „enski sjúk- dómurinn", sem fymim var notað um kynvillu og efnahagslega aftur- for fengið nýja merkingu — ofbeldi. Það hefur dálkahöfúndur Sunday Times, Robert Harris, bent á og jafn- ffarnt að ofbeldisseggir annars stað- ar í Evrópu skreyta sig gjama með bresku fánalitunum: „Fáninn okkar er farinn að keppa við hakakrossinn sem merki yfirgangssemi", segir hann. Ofbeldishneigðin i bresku samfé- lagi á rætur að rekja til þess klofn- ings þjóðarinnar, sem hefur aukist sífellt á valdatíma Thatchers og verður æ meir ábcmandi. Meðan meirihluti þjóðarinnar hagnaðist á uppgangstímanum á átt- unda áratugnum fóm kjör minnihlut- ans versnandi. Fimmtungur lands- manna á sér engra kosta völ og lifir við eða undir fátæktarmörkum. Það er þetta fólk, sem hefur orðið að borga fyrir það markmið stjómarinn- ar að lækka rikisútgjöldin. Það hefur orðið að sætta sig við úreltar jám- brautarlestir, skóla og sjúkrakerfi, þar sem milljón manns bíður að- hlynningar. Einkum úr þessum hópum koma rnenn, sem enda í hryllilegum og úr- eltum fangelsum, eins og Strange- ways fangelsinu, sem byggt var 1868. Ekki er þó Thatcher stjómin ein sek um að þessi þjóðfélagshópur hefúr orðið til. Hin nýja fátækt varð jafh- framt til, þegar hin hefðbundna fjöl- skyldugerð varð fátíðari •— faðir, móðir, böm — og stuðningur af heimahúsum og kirkjusókn hvarf. Því vex nú upp í Bretlandi fólk, sem er án tengsla við fjölskyldu, skóla eða vinnustað og er fullt af árásar- hvöt. Irinn Conor Cmise O’Brien, sem er sérfróður um ensk málefni, segir skýringarinnar að leita í því, að fyrr á tímum hafi Bretar getað fúndið árás- arþörfinni farveg í öðrum löndum, svo sem í þjónustu í nýlendunum og í styrjöldum. Nú til dags em fótboltavellimir hins vegar eini oiTustuvöllurinn. A ámn- um eflir 1930 gat Georgc Orwell enn dáðst að því, hve rólegir breskir fót- boltaáhorfendur væm, sem nú hljómar sem versta háð: Árið 1985 fómst 39 manns er áhangendur breska liðsins réðust að ítölskum áhorfendum á Heysel leikvanginum. Sama ár fómst 56 manns í bmna á velli í Bradford, vegna úreltra bmna- vama. Og 1989 tróðust 95 manns undir á leikvanginum í Sheffield, þar sem lögreglan gat ekki haft stjóm á múgnum. Dálkahöfundurinn Peter Jenkins ber þessi slys saman við bmnann í neðanjarðarlest í London árið 1987 og uppreisnimar i breskum fangels- um og segir alla þessa atburði dæmi- gerða fyrir þriðjaheimsþjóð. Aðstæður heimilislausra í Bretlandi minna líka á það, sem gerist í þriðja heiminum. í Bretlandi búa 70 þús- und manns í jarðgöngum, anddymm og í byggingum, sem rýmdar hafa verið til niðurrifs. Hústökumenn (squatters) eru að hálfu leyti lögleg samtök, sem oft boða ofbeldi, líkt og stjómleysingja- samlökin „Stéttastríð", sem í em um 500 manns. Þeir skipuleggja andóf gegn uppum og hafa efnt til tónleika „Rokk gegn ríkum“. Nefskattur Thatchers hefúr fengið þcssum hópi nýtt vopn í hendur. Eft- ir breytingar á eignaskattinum, sem fylgdu nefskattinum, þarf Anna prinsessa ekki að greiða mema 400 pund af Gatcomb Park eign sinni í stað 6000 punda — eða það sama og eignalaus verkamaður í sama um- dæmi. Félagar „Stéttastríðs“ einbeittu sér í aðgerðunum gegn nefskattinum hinn 31. mars með þeim árangri, að fjöldi mótmælenda greip til ofbeldisað- gerða og þeir hvötlu fjölda smáþjófa til þess að fara ránshendi um borgar- hverfin. Blað þeirra ástundar hið grófasta orðbragð á borð við: „Hver er munurinn á lauk og lögreglu- þjóni?“ Og svarið er: „Þú tárast, þeg- ar þú saxar lauk í smátt“. Áþekkir hópar fóru í hyllingar- göngu að Strangeways fangelsinu í tilefni þess, að fangamir vom þá að heíja fjórðu viku yfirtöku sinnar á stofnuninni. Fangamir höfðu þá hmndið hverri sókn fangavarða og lögreglu á fætur annarri. Vamarstaða þeirra var góð og þeir vom birgir af matvælum úr fangelsiseldhúsinu og af lyfjum um apótekinu. „Strangeways fangamir em úrhrök mannskynsins“, skrifaði dagblaðið Sun. Blaðiö Boulevard hæddi fanga- verðina fyrir að hafa hörfað og kall- aði þá dulur. Fullyrti blaðið, að hefðu þeir verið fastir fyrir, hefðu fangamir gefist upp. Sun krafðist þess næstu daga, að sérsveit flughersins yrði látin sækja að fongunum og fimm af hveijum sex lesendum vom á sama máli í skoðanakönnun. En úrslit urðu þau, að lögreglunni tókst að yfirbuga fangana — án vopna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.