Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 8
18 HELGIN Laugardagur 12. maí 1990 í TÍMANS RÁS . ATLI MAGNÚSSON: „Sjálfum sér bjargaði hann ■■■! Nú gerist hljótt i söngvasæti sósíalisma hér á landi sem víð- ar og er þar auðvitað um að kenna að á hann hefur komist slæmt orð upp á síðkastið. Sí- fellt nýir hópar segjast vera gengnir í bindindi á hann, og munu nú segja eins og Pétur Þríhross um neftóbakið: „Svei öllu eitri!“ Þess vegna tala nú aðeins fáir um sósíalisma, en þeir sem ekki mega við að forkasta hon- um afsalút, grípa til þess ráðs að segjast fylgja ,jafnaðar- stefnu“, sem lesið verður á milli línanna að helst eigi ekki að lesast sem þýðing á „sósíal- ismi“, eins og þó löngum var kennt hér fýrr. „Jafnaðar- stefna“ hin nýja hefúr ekki verið nákvæmlega skilgreind, en hún er áreiðanlega frí af hvers kyns „teoríu“ og „syste- matík“. Undir hennar fánum mun mega fremja allra handa peningaklókindi og skipa sér í öndvegi á þingum stórdreka erkikapítalismans hvar og hvenær sem vera vill. Þaðan geta menn svo haldið rakleitt og kinnroðalaust á kaffistof- una í Granda eða Belgjagerð- inni og gníst tönnum yfir kjör- unum með láglaunafólkinu. Vitanlega kætist móría hægri aflanna mjög yfir þessum sjáv- arháska vinstri hreyfmgarinn- ar, sem tapað hefúr akkeri hins fræðilega grundvallar og rekur nú fyrir hverjum goluþyt sem mótherjum hennar þóknast að magna á hana. Þá var máske skárri sú tið er akkerið var svo mikið og þungt að fleyið flaut óbifanlegt á sama stað og safn- aði hrúðurkörlum i skikkan- legu næði. En meðan öllu þessu fer fram gerist það óvænta að ýmsum gegnum hægriprelátum er ekki alveg rótt. Er nú svo að sjá sem þeim þyki fullmargir gengnir rentutrú þeirra á hönd og sjást þess dæmi að þeir þurfa orðið að sveia af sér ýmsum ósóma sem þeir helst ekki vilja við kannast, en vill allt í einu kannast við þá. Liggur við að þeim svipi til trúboða er óvænt hefur orðið svo mjög ágengt í boðun fagn- aðarerindisins að hann á fótum fjör að launa, svo þeir ný- hólpnu troði hann ekki undir í tilbeiðsluærslum sínum. „En fátæka munuð þér ávallt meðal yðar hafa,“ sagði Frels- arinn og í því efni er ekki að sjá að honum hafi skeikað til þessa. Og hvað á nú að bjóða fátækum uppá? Ekki er að reiða sig á jafnaðarstefnu hina nýju, því á rekinu snýst hún allan kompáshringinn á fáein- um sólarhringum, ef svo vill verkast. En markaðskóngamir hafa þóst hafa lausnimar á tak- teinum lengi, og nú verða þeir víst að láta reyna á hve hald- góðar þær eru, hvort sem þeim líkar það betur eða vem Við þá mun nú sagt verða líkt og Gyð- ingar hrópuðu að Kristi á krossinum — með iítið eitt breyttu orðalagi: „Sjálfum sér bjargaði hann, bjargi hann nú öðrum!“ Gettu nú Það var Hof í Vatns- dal, sem við síðast birt- um mynd af og báðum menn að þekkja. Nú er það eyja, sem um er spurt, fögur og vafin þjóðsagnaljóma. En hver er hún? KROSSGÁTA 0HOT- &0 S prú <; BrTuR STrtfúR lótW io'kull yioRsi TRe. H íflLL 0KKUR 4l So VIÐUR lllRTlR ■RyKK- Tt /J 'YT FOD LLVFflR 'flTT ówssu (ÍYRl KACAfJ. r/JNCi A u> rr- /0 17 STflNN S SPtL OH R£(M KJ____ SYíTU 'fiTT I-E S ’JPP- E.M5) Ð EINS' L£YF- is»r HRIN6L ÍL'hT yf)R~ UT. 1 GBBftST SNo'5 SEFA 42 SVM Wtyrr GE/MlR, StfM?. DftVKK Í3— /0 FLETi E/NS /3 T £ LDf. ViDUR t~: \>CRn TtTR- IVGUK 1H ?ÓLL muJiR • •' se/v ftSTUR JdL Ti'mN- BIL /5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.