Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 12
HELGIN Laugardagur 5. maí 1990 GECN FOSTUREYÐINGUM Á hverjum morgni klukkan sex fer Ran- dall Terry á fætur í Fulham fangelsinu í Atlanta, klæðist hvítum fangabúningi sín- um, snæðir morgunverð og hverfur svo í raðir samfanganna. Þeir fara upp í rútu og halda inn í skóg, þarsem þeir streitast við að grafa skurði og leggja skólplagnir. Á kvöldin hlustar Terry á kristilegt rokk í ferðaútvarpstækinu eða vinnur að bók sinni gegn fóstureyðingum, en hann er formaður samtakanna „Atak til bjargar“. Guðleg eldskírn Ekki er píslarvætti hans mikið á mælikvarða Biblíusagna. En í augum tuga þúsunda félaga í „Atak til bjargar“ er 24 mánaða fangelsisdómur hans ekkert minna en guðleg eldskím. Terry, sem er þrítugur að aldri, var dæmdur fyrir að hafa brotið lög er hann vamaði fólki vegarins inn í fóstureyðingastöð í Atlanta á síðasta ári. Nú telur hann dagana uns hann á ný getur leitt fylgis- menn sína gegn fólkinu sem hann kallar „barnamorðingjana". Hann er þess fullviss að framlag sitt blási félögum hans baráttuanda í bijóst. „Eg held að Guð muni nota fangavist mína til þess að auka fómarhuginn í bijóstum manna í „Atak til bjargar“,“ segir hann. Helsta baráttuaðferð hreyfingar hans er að setjast fyrirvaralaust um sjúkrastöðvar, þar sem fóstur- eyðingar em ffamkvæmdar. Fé- lagar ganga til kvenna, sem em á leið inn og biðja þær lengstra orða að snúa við. Hver kona sem snýr við er talin sem „bam er varð bjargað“. Komi lögreglan á vettvang leggjast mótmælend- umir niður og verður að bera þá burtu. Þungurróöur Þetta hefur þó ekki verið auð- veldur tími fyrir Terry og hreyf- ingu hans. I október varð þeim er beijast fyrir frjálsum fóstureyð- ingum vemlega ágengt á þinginu í Florida, en þar fengu þeir hrundið tilraun ríkisstjórans, Bob Martinez, til þess að setja lög er takmörkuðu fóstureyðingar. Fyrir skemmstu hafnaði Bush forseti að láta alríkið greiða fyrir fóstur- eyðingar, hefði getnaður orðið Sl. sumar heillaði Terry hundmð „bjargvætta" meðal kristilegra safnaða í Kalifomíu. vegna nauðgunar eða sifjaspella, en á móti kom að ríkisstjórafram- bjóðendur i Virginíu og New Jersey, sem höfðu barist gegn fijálsari fóstureyðingalöggjöf, töpuðu kosningunni. „Átak til bjargar" skipuleggur um þessar mundir mikla mótmælagöngu í Washington þann 12. nóvember nk. Þar hyggjast um 2000 manns setjast um sjúkrastöðvar, þar sem fóstureyðingar em ffamkvæmdar og reyna að fá þeim lokað. Ekki mun Teriy geta tekið þátt í þeirri aðgerð. Þótt dómari hans, John Bumey, byði honum lausn gegn tryggingu, greiddi hann þúsund dollara og hyrfi frá Atl- anta í tvö ár, þá neitaði hann því. Þó hefúr hann 31 þúsund dali í laun hjá samtökunum. Segir hann ástæðuna í fyrsta lagi vera: „Ég er ekki sekur um glæp. Það er ekki glæpur að bjarga bami ffá morði.“ Og í öðm lagi: „Verði hjá því komist þá vil ég ekki greiða því kerfi peninga, sem vemdar morðingja og fangelsar fólk sem reynir að bjarga bömum“. Kristilegur hippi I framgöngu er Terry kristilegur hippi og notar upphrópanir og orðatiltæki á borð við „Ó, þér réttlátir!“ Samverkamenn hans í höfúðstöðvum samtakanna í Binghamton í New York segja hann óborganlegan prakkara, sem á til að taka vatnsbyssu upp úr skrifborðsskúffú sinni og sprauta á fólk. En hann verður þyngri á brún þegar kemur að sannfæringu hans. Hann gnístir tönnum þegar hann ræðir um þá sem meðmælt- ir em fijálsum fóstureyðingum — „pro — aborts“. Hann lítur ffamtíðina augum dómsdagsspá- mannsins og segir að „þjóðin muni gjalda fyrir morðin. Blóð bamanna hrópi á hefnd og Guð muni hefna þeirra.“ Hlustaöi á rokk og reykti marihuana Líkt og margir þeir sem gerst hafa heittrúaðir, lítur Terry með skelfingu til fortíðar sinnar. For- eldrar hans em bamakennarar, Hér hafa fylgismenn Terrys mætt talsmönnum fijálsra fóstureyð- inga utan við sjúkrastofhun. sem fyrst á fyrra ári gengu til liðs við son sinn. Um fæðingu sína segir hann: „Ég fagna því að fyrir 30 ámm voru fóstureyðingar bannaðar. Ég held þó ekki að for- eldrar mínir hefðu óskað fóstur- eyðingar. Samt er aldrei að vita.“ Hann segist hafa verið á barmi glötunar sem unglingur, en 16 ára hætti hann í skóla og flæktist um landið. „Ég hlustaði á rokktónlist og reykti marihuana. Mig hryllir við hegðun minni þá.“ Hann ffelsaðist 17 ára, en þá vann hann í ísbúð. Einn daginn seldi hann manni ís, sem var nemi við Biblíurannsóknaskól- ann i Lima í New York. Hann gerðist vinur þessa manns og konu hans, Cindy. „Þau vöktu með mér hungrið effir Guði“. Hann gekk í biblíuskólann og öll Terry Randall er „kristilegur hippi“ sem nú situr í fangelsi vegna öfgafullr- ar baráttu sam- taka hans gegn fóstureyðingum þijú hugðust gerast trúboðar. Dag nokkum árið 1983 kom kona til bænahóps þess er hann var í í Binghamton og bað um að beðið væri um að fóstureyðingum linnti. Hann hugsaði með sér: „Teljum við þetta vera morð, því þá ekki að taka upp baráttu gegn því?“ Hann hóf að erta fóstureyð- ingadeildir á sjúkrahúsum og 1985 lokaði hann sig inni á slíkri stofnun í Binghamton. Hann var tekinn fastur og þar með hófst stríð hans. Handtekinn 30 sinnum I samtökum Terry em 60 af hundraði mótmælendatrúar, en hinir flestir kaþólskir. Samtökin hafa látið til sín taka um allt land- ið og segjast hafa hindrað 350 fóstureyðingar. Þessu hafna ýms- ir sem staðleysu. „Við höfúm getað starffækt deildimar, sem þeir reyndu að loka,“ segir Carol Sobel, sem er lögmaður Borgararéttindasam- bandsins, en þau samtök hafa andæft áróðri Terrys og fylgis- manna hans. „Þeir æpa „bama- morðingi“ að hverri konu sem þeir sjá nálgast sjúkrahúsin, án þess að vita um erindi hennar. Ég hef séð þá veitast að konu sem var í vanalegri meðgönguskoð- un.“ Terry hefúr verið handtekinn 30 sinnum og hafði setið 90 daga í fangelsi áður en hann fékk dóm- inn, sem hann nú afþlánar. „Mesta fómin er að vera aðskil- inn frá konunni og bömunum,“ segir hann. Hann kynntist konu sinni, Cindy, í biblíuskólanum og saman eiga þau eina dóttur, Faith, sem er á þriðja ári og þijú þel- dökk fósturböm. Hið yngsta þeirra segir Terry vera fyrsta bamið sem hann bjargaði. Terry segir að þjóðfélagið eigi að styðja konur í þeirri ákvörðun að láta ekki eyða fóstri, þótt það kostaði að ala þyrffi önn fyrir 1,6 milljón fleiri bömum hvert ár. Hann hefúr sannað að hann er reiðubúinn til mikilla fóma til þess að ná marki sínu, vegna komandi kynslóða og sálarheillar sinnar. „Ég vonast til að geta unn- ið eitthvað í þágu Guðs í lífinu,“ segir hann. „Ég á að standa hon- um reikningsskil og langar að heyra hann segja: „Vel gert, góði og trúi þjónn.“ I mótlætinu er það þetta sem heldur mér við efnið.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.