Tíminn - 15.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1990, Blaðsíða 2
Tíminn Þriðjudagur 15. ma’í 199C „Virðisaukanótur" ganga kaupum og sölum og húseigendur neita að borga vsk: Iðnaðarmenn neyddir til ..svartrar vinnu“ Svo virðist sem „lagasmiðir" fýrir virðisaukaskatt (vsk.) hafi sem fýrri „skattalagasmiðir" skilið ýmsar glufur opnar fýrir þá sem snjallir eru að „snuða skattinn". Samkvæmt heimildum Tímans fer það nú vaxandi að menn sem þurfa að greiða virðisaukaskatt án þess að fá hann endurgreiddann selji nótur sínar öðrum sem geta fengið skattinn endurgreiddann. Þá virðist td. álagning virðisaukaskatts á alla vinnu iðnaðarmanna við húsaviðgerðir leiða til stóraukinna skattsvika. Iðnaðarmenn standa nú frammi fýrir því að húseigendur stilla þeim upp við vegg: „Svarta vinnu takk“ eða að þeir fá einhvem annan til verksins. Og efalaust á þetta ekki við um þá eina. „Við vitum um mörg tilfelli þess að fólk sem er að láta gera við húsnæði sitt fyrir einhverjar smærri upphæðir það hreinlega neitar að greiða virðis- aukaskattinn. Það segir bara: „Við viljum bara engan reikning og engan virðisaukaskatt“, sagði Gunnar S. Bjömsson hjá Meistarasambandi iðnaðarmanna. „Meistarar koma m.a.s. til okkar og lýsa vandræðum sínum og spyrja hvað í ósköpunum þeir eigi að gera. Því fólk neiti að greiða íyrir verk með virðisaukaskatti. Menn segja Landsmót skáta í byrjun júlí Um 1500 skátar halda í byrjun júlí að Úlfljótsvatni, en þar ætla þeir að etha til landsmóts. Skátar halda slik landsmót fjórða hvert ár og er að sögn mikið tilhlökkunarefni hveiju sinni. Skátamir dveljast um viku tíma í skátabúðum við leik og störf. Dag- skrá mótsins verður mjög íjölbreytt og allir ættu að finna sitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna þrautabrautir, vatnasafari, rómantískar flekasigl- ingar og feira. Þá verður talsvert lagt upp úr þáttum er snerta umhverfið og náttúmna, m.a. umhverfisfræðslu. þetta i mörgum tilvikum orðið skil- yrði af hálfú húseigenda til að fá verk -—ella leiti þeir annað. Mönnum er bara stillt upp við vegg. Gangi iðnað- armenn svo að þessu lenda þeir síðan í hreinum vandræðum með það að þeir hafa ekki næg uppgefin íaun til að sýna fram á það að þeir geti lifað af þeim“ Gunnar sagðist hafa bent á það áður en þessar reglur vom settar að þetta kerfi hreinlega bjóði upp á það að þetta fari allt út í „svarta atvinnustarf- semi“. Og þá sé það ekki einungis virðisaukaskatturinn sem dettur nið- ur, heldur öll skattgreiðsla vegna þessarar vinnu - - staðgreiðsluskatt- urinn og allt saman. Ríkissjóður mundi kannski græða á því að endurgreiða öllum skattinn en ekki aðeins þeim sem leggja í við- haldsvinnu þar sem kostnaður nær 7% af fasteignamati? Við samningu þeirra reglna sagðist Gunnar hafa lagt til að miða endur- greiðslu við 3% og þá af endurstofn- verði eignanna (sem er sambærilegt um allt land) en ekki fasteignamati. Því með viðmiðun um fasteignamat sé landsmönnum stórlega mismunað eftir landssvæðum. Ef miðað væri við 3% ættu flestir rétt á endur- greiðslu og sæktust því ekki eftir „svartri vinnu“ nema síður væri. Og um leið skapaði þetta möguleika skattyfirvalda til að hafa samhliða eftirlit með öllum öðrum sköttum viðkomandi aðila. Gunnar kvaðst enn ekki hafa heyrt um dæmi þess að t.d. tveir menn sem stæðu í ffamkvæmdum, en ekki nógu stórum, til þess að fá endurgreiddan vsk., kæmu sér því saman um að skrifa verkið hjá öðrum þeirra sem bá nægði til endurgreiðslu. „Ég gæti þó alveg eins trúað að svona dæmi geti átt eftir að koma upp — því kerfið býður upp á ýmsa svona misnotkun. Það virðist allt hægt í þessum efnum ef menn hafa vilja til slíkra hluta. Hugsanagangurinn er þannig í þessu blessuðu þjóðfélagi okkar. Það eina sem gæti komið mönnum í koll í þessu efhi er ef að skattayfirvöld færu að rekja þetta, m.a. hvort þeir hafi þá gefið upp launamiða á við- komandi aðila“, sagði Gunnar. Jón Guðmundsson hjá embætti rík- isskattstjóra var spurður hvort honum væri kunnugt um nótusölu ellegar samtök manna um að færa saman skattskyld verk á einn aðila sem næði í endurgreiðsluna. „Maður hefur alltaf heyrt svona sög- ur af og til — ekki bara núna með virðisaukaskattinum. Þetta var sagt að tíðkaðist með söluskattinum líka, að menn séu að ná sér í ffádrátt með þessum hætti“. Sjálfúr sagðist Jón ekki hafa séð nein dæmi um þetta, enda ffekar að slíkt uppgötvaðist hjá skattrannsóknarstjóra. Ekki var unnt að ná í hann í gær. Spurður sagði Jón t.d. sameiningu viðhaldsverkefna 2ja eða fleiri hús- eigna á eitt nafn ekkert flókið mál. En menn yrðu þá að hugsa fyrir því strax í upphafi því nafn þess sem ætl- aði að fá endurgreitt yrði þá að vera á öllum nótum. Og ef farið yrði út í einhverja rannsókn yrðu menn að geta sýnt ffam á tekjur til að standa undir ffamkvæmdunum. ,Það er hættulegt að fara út i svona hluti. Fólk tekur ákveðna áhættu með því. Fái skattyfírvöld grun um að menn séu að leika þennan leik er í flestum tilfellum ákaflega auðvelt að fletta ofan af því“, sagði Jón Guð- mundsson. K1 8.30 að morgni 10. maí fæddist þeim Þorgerði Einarsdóttur og Ottari Jóhannssyni í Grímsey stúlkubam á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Svona „viðskipti" með „skattnótur“ geta vitanlega gerst með mörgum öðrum hætti en hér hafa verið tekin sem dæmi og einskorðast vitanlega langt í ffá við samskipti húseigenda og iðnaðarmanna. Fæðing þessa stúlkubams þætti kannski ekki í ffásögur færandi nema fyrir þær sakir að stúlka hefur ekki fæðst í Grímsey í tæp átta ár, eða síðan í desember 1982. A þessu tímabili hafa hins vegar fæðst 15 drengir. Grímseyingar vom orðnir uggandi, en nú hefúr þessi litla hnáta snúið þróuninni við. Þorgerður sagði í samtali við Tímann að hugsanlegt væri að fleiri stúlkur fæddust í Grímsey á næstunni, þar sem 3 kon- ur í Grímsey eiga von á bami á þessu ári. Litla hnátan, eða „Grímseyjar- drottningin" eins og hjúkmnarkon- umar kölluðu hana var um 14 merk- ur að þyngd, og 51 cm á lengd. Þeim mæðgum heilsaðist vel, og vom hin- ar sperrtustu þegar Tíminn leit við hjá þeim seinni partinn í gær. hiá-akureyri Nýtt afl í Njarðvík Frambjóðendur samtaka félags- hyggjufólks, N-listans í Njarðvík fyr- ir komandi sveitarstjómarkosningar ereftirfarandi: 1. Sólveig Þórðardótt- ir, ljósmóðir, 2. Jón Bjami Helgason, verslunarmaður, 3. Gróa Hreinsdótt- ir, organisti, 4. Gunnar Ólafsson, leigubílsstjóri, 5. Óskar Bjamason, húsasmíðameistari, 6. Friðrik Ingi Rúnarsson, nemi, 7. Asdís Friðriks- dóttir, tannsmiður, 8. Þórarinn Þórar- insson, lögregluþjónn, 9. Dagný Helgadóttir, starfsmaður á dagheim- ili, 10. Helena Guðjónsdóttir, skrif- stofúmaður, 11. SigurðurH. Jónsson, sjómaður, 12. Signý Guðmundsdótt- ir, sjúkraliði, 13. Bára Hauksdóttir, verkakona, 14. Sveinborg Daníels- dóttir, læknaritari. ÞINGEYINGAR, EYFIRÐINGAR OG AKUREYRINGAR í REYKJAVÍK Sigrún Magnúsdóttir Guðmundur Bjarnason Alfreð Þorsteinsson Valgerður Sverrisdóttir Efstu menn á B-listanum í Reykjavík og alþingismenn Norður- landskjördæmis eystra bjóða Norðlendingum, sem búsettir eru í Reykjavík, í kaffispjall þriðjudaginn 15. maí n.k. kl. 20.30 að Grensásvegi 44. B-listinn í Reykjavík. - HEI Þorgerður Einarsdóttir með langþráð stúlkubam. Grímsey: Loks fæðist stúlkubarn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.