Tíminn - 15.05.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.05.1990, Blaðsíða 16
 Si 1 680001 —686300 ! RÍKISSKIP NtTTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, _______S 28822 ^gármál eru okkarfað'- VERÐBRÉFAWflSKlPTl SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 m ríniiim ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1990 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði eftir fundinn með Arafat að upp- fylla verði með einhverjum hætti vonir Arabalanda um frið fyrir botni Miðjarðahafs: Bandaríkin knýi ísraels- menn að samningaborðinu „Ég hef það á tilfmningunni að ástandið fýrír botni Miðjarðar- hafsins sé aivaríegra en menn hafa talið. Það er búið að byggja upp miklar væntingar meðal Arabaþjóða. Allar þjóðir nema ísraelsmenn hafa samþykkt að halda alþjóðlega ráð- stefnu til að reyna að koma á fríði. Það er ennfremur búið að samþykkja að stefna að kosningum í Palestínu. En ekkert geríst Ef harðlínumönnum í ísrael helst uppi að halda svona áfram mun þolinmæðin bresta," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, en hann átti um helgina fund með Yasser Arafat leiðtoga PLO. „Öfgahópar, sem að mestu hafa látið af hryðjuverkum, munu hefja þau á ný ef ekkert gerist. Arafat og Mubarak forseti Egyptalands lögðu áherslu á að þolinmæði Arabaríkj- anna færi dvínandi. Þau eru orðin langþreytt og óttast harðlínumenn- ina í Israel. Arafat og Mubarak töldu að Bandarikjamenn væru þeir einu sem gætu knúið ísraelsmenn til að setjast við samningaborðið. Það er sá boðskapur sem við, smáir og stórir, þurfúm að koma á fram- færi og leggja áherslu á. Það er ekki nóg að Bandaríkja- menn mótmæli landnámi gyðinga á herteknu svæðunum. Orðin ein duga ekki. Það þarf að beita ísraels- menn efnahagslegum þrýstingi. Ég tel mig vin ísraels og ég tel að allir vinir Israels ættu að reyna að koma vitinu fyrir þá í þessum efnum. Arafat sagðist meta Norðurlöndin mjög mikils og bað mig fyrir þau skilaboð til Norðurlandanna að þau auki þrýsting á ísrael og Bandaríkin og stuðli að því eftir mætti að köll- uð verði saman alþjóðleg ráðstefna um ffið fyrir botni Mið- Austur- landa,“ sagði Steingrímur. Yasser Arafat leiðtogi PLO A fúndinum kynnti forsætisráð- herra Arafat ályktun Alþingis frá 18. maí 1989, þar sem áhersla er lögð á að viðurkenna beri sjálfs- Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ákvörðunarrétt palestínsku þjóðar- innar, tilverurétt ísraelsrikis, rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna, í sam- ræmi við margítrekaðar samþykktir Sameinuðu þjóðanna, og að Island eigi að hafa vinsamleg samskipti við Frelsissamtök Palestinu, PLO. Steingrímur lagði áherslu á við Arafat að Islendingar fordæmdu hryðjuverk. Forsætisráðherra sagði að Arafat hefði tekið undir þá for- dæmingu, jafnframt því sem hann sagðist skilja að tryggja yrði fram- tíð Israelsríkis. Forsætisráðherra sagðist undrast mjög gagnrýni ýmissa aðila, s.s. Þorsteins Pálssonar og fulltrúa ísra- elsríkis, á fúndinn með Arafat. Hann sagðist afar sammála leiðara DV fi-á síðasta laugardegi þar sem fúndi Steingríms og Arafat er fagn- að. Arafat hefúr á síðustu árum hitt fjölmarga vestræna stjómmálaleið- toga. Nægir þar að nefna Andreotti forsætisráðherra Ítalíu, Gonsales forsætisráðherra Spánar og Havel forseta Tékkóslóvakíu, svo aðeins fáeinir séu nefndir. -EÓ Morðmálið í Stóragerði. Guðmundur Helgi Svavarsson: Játar aðild að málinu Guðmundur Helgi Svavarsson, ann- ar tveggja sem setið hefúr í gæslu- varðhaldi grunaður um aðild að morðinu á bensínafgreiðslumannin- „Lyfjamálið“: Gæsluvarðhald Fyrrum yfirlyfjafræðingur á Landakoti var á föstudag úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 25. maí nk. að beiðni Rannsóknarlögreglu ríkisins. Maóurinn er úrskurðað- ur í gæslu vegna meints svikamáls sem nú er til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu rikisins og Tíminn hefúr greint frá. RLR óskaði eftir að maðurinn yrði úr- skurðaður í gæsluvarðhaldi á föstudag, í tvær vikur og varð Sakadómur Reykjavíkur við þeirri beiðni. —ABÓ um i Stóragerðinu 25. apríl sl., viður- kenndi við yfirheyrslur hjá rannsókn- arlögreglu á föstudagskvöld að hafa verið ásamt Snorra Snorrasyni á bensínstöðinni umræddan morgun. Að sögn rannsóknarlögreglu er hins vegar enn nokkuð óljóst um þátt hvors um sig þegar inn á bensínstöð- ina var komið. Guðmundur Helgi hafði frá því hann var úrskurðaður i gæsluvarð- hald vegna málsins neitað aðild að málinu, þar til hann viðurkenndi að- ild sína á fostudagskvöld. Snorri Snorrason játaði hins vegar aðild sína að málinu fljótlega eftir að hann var hnepptur í varðhald. Framburður þeirra Snorra Snorra- sonar og Guðmundar Helga Svavars- sonar um aðdraganda ránsferðarinnar svo og um ferðir þeirra til og frá staðnum eru samhljóða að verulegu leiti að sögn rannsóknarlögreglu. Hins vegar greinir á um atburði inni á stöðinni, er leiddu til dauða stöðvar- stjórans. —ABÓ Þegnarnir borga minnismerki um mig í sumar verður 1. áfangi hitaveit- unnar á Nesjavöllum kominn í gagn- ið. Framkvæmdir við Nesjavalla- veitu, sem hafa verið í gangi undanfarin ár, eru nú á loka stigi og standa prófanir tækja nú yfir. Um helgina lagði Davíð Oddsson borgar- stjóri homstein að stöðvarhúsi veit- unnar við hátíðlega athöfn. Með til- komu Nesjavallaveitu verður unnt að draga úr notkim jarðhitasvæða á höf- uðborgarsvæðinu, sem hafa verið nýtt langt umfram eðlilega notkun. Áætlað er að framleiðsla hitaveitu- vatns og flutningur þess til Reykja- víkur hefjist í lok ágúst. Virkjunin er frábrugðin eldri virkj- unum Hitaveitu Reykjavíkur að því leyti að kalt vatn er hitað upp í stað borholuvatns. Vatnið er tekið úr Grámel, sem liggur um sex kílómetra frá orkuverinu. Vatnið er síðan hitað með gufúorku ffá borholum og er það rúmlega 80 stiga heitt þegar það kemur til borgarinnar. Nesjavellir eru hluti af Hengils- svæðinu, sem er eitt af stærstu há- hitasvæðum landsins. Hitaveita Reykjavíkur eignaðist jörðina árið 1964 og síðan þá hafa rannsóknir og boranir á vegum Hitaveitunnar staðið yfir með hléum. Framkvæmdir við sjálfa veituna hófúst árið 1987 og er heildarkostnaður áætlaður um 5.840 milljónir. Öll verk voru boðin út i nokkrum áfongum og eru verktakar alls 42 við virkjunina, en 21 við lögn aðveituæðar. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.