Tíminn - 17.05.1990, Qupperneq 1

Tíminn - 17.05.1990, Qupperneq 1
ríniinn Borgaryfirvöld bregðast í forystuhIutverki í stríðinu við fíkniefnin: Stöðugt fleiri ungir falla í vímuvalinn Fíkniefnavandinn breiðist hægt og sígandi út í höfuðborginni, og virðist sem borgaryfirvöld í Reykjavík hafi brugðist í því for- ystuhlutverki sem þeim ber að vera. í viðtali Tímans við Amar Jens- son hjá fíkniefnalögreglunni segir hann að vandinn sé vax- andi, hægt og rólega, en áríð- andi sé að taka á vandamálinu hið fyrsta. Amar fullyrðir að hundmð unglinga á höfuðborg- arsvæðinu hafi neytt eða neyti fíkniefna. Jafnframt því sem neysla hefur aukist er áberandi hversu yngri neytendum hefurfjölgað. Það er skoðun Amars Jenssonar að eigi að taka á þessum vanda þurfi að koma til samstarf fjöl- margra aðila og það verði tíma- frekt og kostnaðarsamt. • Blaðsíða 5 tbt— m G I - : Um flögur hundruð manns mættu í Sjallann til að ræða mál málanna. Fjölmennur fundur í Sjallanum dregur upp dökka mynd komi ekki störiðja í Eyjafjörð: Þeir treysta á álver til biargar Akureyri A fjölmennum fundi í Sjallanum kom fram sú skoöun hjá mörgum fundar- manni að álver í Eyjafirði sé spurning um líf eða dauða fýrir Akureyri. Sigfús Jónsson bæjarstjóri hvatti menn til að herða sig á endasprettinum því fljót- lega lægi fyrir ákvörðun um staðsetn- ingu og álver yrði að nást norður yfir heiðar. Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands, tók í sama streng og benti hún á að yfirvofandi væri fólksflótti frá Akureyri ef álveri yrði ekki valinn staður nyrðra. Hún sagði fjölmarga iðnaðarmenn tilbúna til að taka sig upp með fjölskyldur sínar og flytjast búferlum suður ef ekki fengist álver norður. • OPNAN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.