Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 17. maí 1990 Kjarnorkuúrgangur grafinn í Dounreay í Skotlandi: Mikil ógnun við líf- ríki Atlantshafsins Ráðherra um málefni Skotlands, Malcolm Rifkind, heimilaði í gær rannsóknir í Dounreay á Norður- Skotlandi með það fyrir augum að urða þar geisiavirkan kjamorkuúrgang. Ákvörðunin er umdeild og snertir hún fleiri aðila en Breta, því hún gæti ógnað lífríki Norður-Atlantshafsins. Breska ríkisstjórnin hafði ákveðið tvo mögulega staði fyrir urðun geislavirkra efna, þar sem öll úr- gangsefni frá breskum kjarnorkuver- um verða grafin. Annars vegar Do- unreay, hins vegar Sellafield við írlandshaf, þar sem rannsóknir hafa staðið yfir, en beðið var eftir grænu ljósi frá ráðuneyti Skotlandsmála, svo að hægt væri að hefjast handa við Dounreay. Til að byrja með verða boraðar tvær holur í jörðina í því skyni að kanna hvort jarðvegurinn á þessu svæði er heppilegur fyrir slíka starfsemi. Rannsóknirnar í Sellafield hafa reynst breskum kjarnorkuyfirvöldum óhagstæðar, sem eykur líkur á Do- unreay sem urðunarstað geislavirkra efna. Það gæti ógnað öllu lífríki Norður- Atlantshafsins og hafa ríkis- stjórnir og umhverfissamtök í ná- grenninu mótmælt þessum áætlunum harðlega, þar á meðal íslenska ríkis- stjórnin. Sveitarstjórnir á svæðinu kringum Dounreay eru heldur ekki sáttar við þessa stefnu og er ákvörðunin í gær tekin í trássi við þær. Gerð var skoð- anakönnun meðal íbúa í nágrenni Dounreay og í ljós kom að um 2/3 hlutar íbúanna eru á móti þessum áætlunum. Chris Bunyan, talsmaður NENIG-hópsins (Northern European Nuclear Information Group), sagði í samtali við Tímann í gær að það væri að mörgu leyti athyglisverð niður- staða, vegna þess að í Dounreay er kjarnorkuiðnaðurinn stærsti vinnu- veitandinn. „Það er því táknrænt að íbúar og yfirvöld hafhi hugmyndinni um eyðingu geislavirks úrgangs á þessu svæði," sagði Chris. Chris sagði að þrátt fyrir allt kæmi þessi ákvörðun ráðuneytisins ekki á óvart vegna þess að ríkisstjórnin er frekar hlynnt kjarnorkuiðnaðinum. Yfir- völd segja að ákvörðunin í gær sé að- eins spurning um að grafa tvær holur í tilraunaskyni. „I sjálfu sér er ekkert athugavert við að bora tvær holur í jörðina," sagði Chris. „Hvað þær standa fyrir er hins vegar mjög alvar- legt umhugsunarefni og áhyggjuefni fyrir íbúa á þessu svæði. Þessar tvær holur eru nefnilega fyrsta raunveru- lega skrefið sem stigið er í þá átt að á Norður-Skotlandi verði geislavirkur kjamorkuúrgangurgrafinn í jörðu, án tillits til þeirra afleiðinga sem það kann að hafa fyrir lífríki í og við Norður-Atlantshafið," sagði Chris að lokum. -hs. Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands fyrir aprílmánuð: SJÁVARAFLI TÆP 78 þÚSUND TONN Úr revíunni Það sem enginn sér Mynd: ÖÞ. Tindastóll á Sauðárkróki: Ný revía eftir Hilmi Jónsson Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki sýndi á dögunum rev- íuna „Það sem aldrei hefur skeð". Höfundur verksins er Hilmir Jó- hannesson á Sauðárkróki. Hann hefur oft áður samið leikverk sem flutt hafa verið við margvísleg tæki- færi hér nyrðra og hlotið góðar und- irtektir. Revían var einn liður í Sæluviku Skagfirðinga. Það sem aldrei hefur skeð er eins og segir í kynningu, „soðið saman úr eldtraustum heimildum: Slúðri, draumum, kjaftasögum, skyggni- lýsingum, gróusögum og fundar- gerðum bæjarstjórnar." Eins og nærri má geta er þarna drepið í létt- um dúr á fjölmarga þætti í bæjarlíf- inu á Sauðárkróki, ekki síst væntan- legar bæjarstjórnarkosningar. Söngur og hljóðfæraleikur er í há- vegum hafður i þessu verki og eru lögin samin af Geirmundi Valtýs- syni. Átta Ieikarar og þrír hljóð- færaleikarar tóku þátt í sýningunni og skiluðu allir flytjendur hlutverk- um sinum með prýði. Verkið er fyrst og fremst samið til að skemmta fólki og með líflegum flutningi er ekki hægt að segja ann- að en að það hafi hitt í mark. ÖÞ Heildaraíli í apríl nam 77.919 tonnum, en það er um 47 þúsund tonnum minni afli en í apríl í fyrra. Þessi munur skýrist einkum af loðnuafla í apríl í fyrra en þá veiddust rúm 33 þúsund tonn, en í ár var loðnuafli í apríl enginn. Heildarsjávarafli frá áramótum, fyrstu fjóra mánuðina er samtals um 858 þúsund tonn, en var fyrstu fjóra mánuðina í fyrra tæp 869 þúsund tonn. Afli togara í apríl var 41.800 tonn og skiptist hann þannig að af þorski voru 15.700 tonn, af ýsu 5 þúsund tonn, af ufsa 7 þúsund tonn og af karfa 8.500 tonn. Af grálúðu veidd- ust 4.330 tonn, en af öðrum tegund- um minna. Afli báta sama mánuð var rúm 30 þúsund tonn. Þar af var þorskur 18.800 tonn, rúm 3000 tonn veiddust af ýsu, rúm 2000 tonn veiddust af karfa og rúm 2000 tonn af steinbít. Þá var rækjuafli báta 1233 tonn, en aðrar tegundir veiddust i minna mæli. Smábátar komu að landi með 5700 tonn og var hlutur þorsks 4700 tonn. Af örðum tegundum veiddust 149 tonn af ýsu, 182 tonn af ufsa, 586 tonn af steinbít, en minna af öðrum tegundum. I mánuðinum kom mestur afli á land í Vestmannaeyjum eða rúm 7500 tonn, í öðru sæti kemur Þorlákshöfn, en þar var landað 6700 tonnum og í Hafharfirði komu rúm 6500 tonn á Iand. Flutt voru út 4700 tonn. Mestur þorskafli kom að landi í Þorlákshöfn 4700 tonn, í Vestmannaeyjum var 3000 tonnum af þorski landað og í Grindavík og Hafnarfirði var á hvor- um stað landað um 2800 tonnum. —ABÓ Samvinnufyrirtækin í A - Húnavatnssýslu: Batnandi rekstur þrátt fyrir tap Rekstur Samvinnufyrirtækjanna í A- Húnavatnssýslu gekk mun betur á VESTLENDINGAR í REYKJAVÍK Sigrún Magnúsdóttir Alfreð Þorsteinsson Hallur Magnúson Alexander Stefánsson Efstu menn á B-listanum í Reykjavík og alþingismaður Vesturlands bjóða Vestlendingum, sem búsettir eru í Reykjavík, í kaffispjall fimmtudaginn 17. maí nk. kl. 20.30 að Grensásvegi 44. B-listinn í Reykjavík síðasta ári en árið 1988. Hjá kaupfé- laginu varð þó verulegt tap, eða 18 millj. króna, tapið árið á undan var hins vegar 26,8 millj. króna. Mikil umskipti til hins betra urðu hjá Sölu- félaginu sem nú var gert upp með 8,3 millj. hagnaði á móti 13 milljóna tapi 1988. Að sögn Guðsteins Einarsson- ar, kaupfélagsstjóra á Blönduósi, eru margar ástæður fyrir þessari miklu sveiflu í rekstri Sölufélagsins. Þar má m.a. nefha að rekstur mjólkursam- lagsins gekk vel og skilaði dálitlum hagnaði, gripið var til aðgerða til að lækka kostnað við slátrun og skiluðu þær verulegum árangri, einnig tókst að snúa rekstri kjötvinnslu til tæplega tveggja milljóna hagnaðar og síðast en ekki sist lækkaði fjármagnskostn- aður Sölufélagsins talsvert í krónu- tölu miðað við árið á undan. Guð- steinn sagði að þar hefði traust fjárhagsstaða félagsins vegið þyngst en einnig hefðu harðar aðhaldsað- gerðir sem að hluta til var gripið til árið 1988 skilað árangri. Hvað rekst- ur Kaupfélagsins varðaði sagði Guð- steinn að ljóst væri að dreifbýlisversl- unin ætti og hefði átt í miklum erfiðleikum. Þrátt fyrir að reyndar hefðu verið margvíslegar leiðir til sparnaðar og hagræðingar hefði sjálf- ur reksturinn aðeins komist niður í 300 þús. króna tap, fjármagnskostn- aðurinn nam hins vegar tæpum 18 millj. Guðsteinn sagði að enn væru í bígerð aðgerðir til að reyna að létta reksturinn, m.a. er fyrirhugað að Kaupfélagið hætti rekstri Vélsmiðj- unnar sem verið héfur félaginu tals- vert kostnaðarsamur undanfarin ár. Fyrirhugað er að stofna hlutafélag um Vélsmiðjuna og að hún verði rekin sem sjálfstætt fyrirtæki eftirleiðis. ÖÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.