Tíminn - 17.05.1990, Side 3

Tíminn - 17.05.1990, Side 3
Fimmtudagur 17. maí 1990 Tíminn 3 Úthafskarfaveiðum togara Sjólastöðvarinnar lokið: 327 tonn af úthafs- karfa á fjórum vikum Úthafskarfaveiðum togara Sjólastöðvarínnar í Hafnarfirði er lokið að sinni. Að sögn Helga Kríst- jánssonar hjá Sjólastöðinni gengu veiðamar að þessu sinni þokkalega. Samanlagt komu togaramir tveir með um 327 tonn að landi. Togarar Sjólastöövarinnar fóru á úthafskarfaveiðamar þann 20 apríl sl. Sjóli HF 1 kom aö landi eftir 24 daga veiðiferð með um 130 tonn af frystum karfa og í gær var Haraldur Kristjánsson HF 2 á landleið, eftir 27 daga veiðiferð með um 197 tonn, en áætlað var að hann legðist að bryggju um miðnætti. Karfinn er hausaður og ffystur um borð. Nokk- uð er um sníkjudýr í karfanum, en að sögn Helga er karfinn fyrsta flokks vara, þegar búið er að hreinsa karfann með sníkjudýrunum ffá. Togarar Sjólastöðvarinnar fóru á þessar veiðar í fyrra. Að sögn Helga var árangurinn að þessu sinni betri en þá. Að auki hefúr sala afúrðanna gengið betur, en allur karfinn fer nú á Japansmarkað, en í fyrra var hann seldur til Kóreu og fieiri landa íyrir mun lakara verð en nú. „Það er tölu- verð eftirspum eftir karfanum nú,“ sagði Helgi. Meðalverð á kíló er um 80 krónur, þegar miðað er við fob.- verð. Búast má við að Sjóli og Har- aldur Kristjánsson fari aftur á þessar veiðar eftir miðjan júní, en á meðan verður haldið á grálúðu. Uppbótin sem togaramir fá fyrir að fara á þessar veiðar em 10 tonn af grálúðu fyrir hvem dag eftir 7 daga veiðiferð, en þó að hámarki 14 dag- ar. Þannig að uppbótin getur aldrei orðið meiri en 140 tonn. Aðspurður sagði Helgi að óneitanlega væri þetta ágætis búbót. „Það er svo ro- saleg skerðingin í grálúðunni að það nær engu tali. Ef við hefðum þetta ekki þá veit ég ekki hvað við gerð- um,“ sagði Helgi. Aðspurður hvort það væri hag- kvæmt fyrir þá að senda skipin á þessar veiðar, sagði Helgi að þær skiluðu ekki miklu. „Við litum samt svo á að betra væri að senda skipin á þessar veiðar en að láta þau liggja í höfn,“ sagði Helgi. Hvað þessar veiðar skila miklum verðmætum að ffádregnum öllum kostnaði hefur ekki endanlega verið reiknað út, en Helgi sagði að búast mætti við 3 til 4 milljónum. „Það saxar aðeins á. Betra en að borga hafnargjöldin á meðan,“ sagði Helgi. 130 tonnin gera um 11 milljónir króna. Laun mann- anna um borð eftir mánuðinn em um 110 til 150 þúsund, eftir íjögurra vikna úthald. Skipin notuðu svokallaða stoppdaga til þessara veiða. Hafnarfjarðartogar- inn Ymir fór einnig á úthafskarfann en er komrnn heim á ný. Veiðisvæðið sem skipin vom á er rétt vestan við Reykjaneshrygginn um 250 til 400 mílur suður af Reykjanesi. 27 skip vom á þessum slóðum í fyrradag. Þar af 6 norsk skip, A-Þjóðveijar, 3 jap- önsk skip, auk skipa ífá öðmm þjóð- um. ABÓ Áhöfnin í síðasta flugi DC8 í áætlunarflugi fýrir Flugleiðir. Frá vinstri: Hrafnhildur Ármannsdóttir, Auður Guð- mundsdóttir og Sigurlín Scheving flugfreyjur, Óiafur Frostason flugmaður, Magnús Nordal flugstjóri, Búi Snæ- bjömsson flugvélstjóri, Gyða Þórhallsdóttir fyrsta freyja, Þórey Jónmundsdóttir og íris Hilmarsdóttir flugffeyj- ur og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Garðlöndin að Korpúlfsstöðum fara undir íbúðabyggð: SETT NIÐUR í SÍÐASTA SINN Flugleiðir fengu fyrstu DC8-63 vél- arnar fyrir 20 árum Átturnar kveðja Sl. sunnudag lauk merkum kafia í íslensku fiugsögunni þegar DC8 þota fiaug síðasta áætlunarfiug sitt fyrir Flugleiðir. Þá vantaði aðeins einn dag upp á að 20 ár væm liðin ffá því er Loftleiðir, forveri Flugleiða, tóku „áttumar" fyrst í notkun. Þotufiug Loftleiða hófst 14. maí 1970 með DC8-63 vél og fyrirtækið tók aðra sömu tegundar í notkun skömmu síð- ar. Flugstjóri í fyrstu ferðinni var Dagfinnur Stefánsson. Áttutímabilinu lauk 13. maí 1990, þegar Vesturfari Flugleiða lenti á Keflavíkurflugvelli. Flugstjóri í þessari síðustu ferð var Magnús Nor- dal, Ólafúr Frostason var flugmaður, Búi Snæbjömsson flugvélstjóri og Gyða Þórhallsdóttir fyrsta fiugfreyja. Mest höfðu Flugleiðir 5 DC8 þotur í fomm en síðasta eina og hálfa árið vom þær tvær. Þessar flugvélar hafa dugað Flugleiðum mjög vel í Norð- ur- Atlantshafsflugi en eftir því sem nýjar, spameytnari og hagkvæmari flugvélar hafa komið á markað hefúr samkeppnin reynst erfiðari. Flugleið- ir seldu allar eldri flugvélar sínar í fýrra og hitteðfyrra. Þær vom svo leigðar félaginu þar til nýjar flugvél- ar komu í flotann í vor og fyrravor. Áttumar vom seldar breska fyrirtæk- inu Electra Aviation sem mun leigja þær áfram. Um leið og áttumar hverfa úr rekstri flugleiða taka nýjar Boeing 757 þotur að fullu við Norður- Atlantshafsflugi félagsins. Þótt fjármagnskostnaður vegna kaupa þeirra sé mikill gerir hagkvæmari rekstur meira en vega það upp. Jafnframt er markaðsstaða fyrirtækisins nú betri þar sem allur millilandaflugfloti verður nýr í sum- ar og hinn yngsti meðal millilanda- flugfélaga í Evrópu. B757 flugvél- amar em með um 19% færri sæti en DC8 vélamar en geta farið fleiri ferð- ir. Sætaffamboð verður því svipað. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfúlltrúi Framsóknarmanna, lagði fyrir nokkm fram tillögur í borgarráði m.a. um að í borgarskipulagi yrði gert ráð fyrir nýjum garðlöndum borgarbúa í stað kartöflugarðanna að Korpúlfsstöðum sem byrjað er að setja niður í - í síðasta sinn. Svæðið hefúr verið skipulagt fýrir ibúða- byggð. I tillögum Sigrúnar var gert ráð fýr- ir því að borgin hlúði betur að hinum mannlega þætti meðal þegna sinna á ýmsa lund, m.a. með þvf að leggja reiðvegi og auðvelda umferð hesta- fólks um borgarlandið o.fl. Jafnframt yrði í borgarskipulagi gert ráð fýrir litlum borgargörðum þar sem fólki gæfist kostur á að reisa smáhýsi og rækta matjurtir og blóm en borgin sæi um að afmarka lendumar með skjólbeltum. Þessar tillögur Sigrúnar voru ein- róma samþykktar í borgarráði en hins vegar er ekki enn búið að fella efúis- atriði þeirra að ramma skipulags borgarinnar. En er það þá í síðasta sinn á þessu vori sem íbúum Reykja- víkur gefst kostur á að vera með kart- öflugarð innan borgarlandsins? Jó- hann Pálsson garðyrkjustjóri: „Nei, ekki er það svo. Nýr staður fýrir kart- öflugarða hefur þó ekki verið fast- ákveðinn enn, en mestar líkur eru þó á þessari stundu á því að garðlöndin verði ffamvegis í landi Úlfarsár." Garðyrkjustjóri sagði að hingað til hafi verið hægt að sinna öllum ósk- um um garðlönd. Eftirspum hafi ver- ið nokkuð mismunandi ffá ári til árs - mikil eftir góð sumur og góða upp- skem en minni þegar verr hefúr árað. Þeir sem vilja gerast handhafar garðlanda, sækja um land hjá garð- yrkjustjóra borgarinnar og greiða leigugjald. Gjald þetta stendur undir kostnaði við girðingar, eftirlit og jarðvinnslu. —sá Vor í vesturbæ er kjörorð hreinsunar- vikunnar sem nú stendur yfir í vestur- bænum í Reykjavík á vegum íbúa- samtaka þessa borgarhluta. Sérstakt átak verður helgina 19. og 20. maí. Ruslapoka, sem fást ókeypis í versl- unum á svæðinu, má skilja eftir á Sendiherra Frakka, Jacques Mer, sæmir Sigurð Pálsson orðu bók- mennta Og lÍSta. (Timamynd Aml). Riddaraorða fyrir bók- menntastörf Föstudaginn 4. maí sl. boðaði franska sendiráðið til athafnar í Iðnó, þar sem Sigurður Pálsson rithöfundur tók við ffanskri orðu riddara bókmennta og lista úr hendi sendiherra Frakka hér á landi, Jacques Mer. Þessi sama orða hafði verið veitt Thor Vilhjálmssyni rithöfundi fýrir nokkru, en hún er veitt eftir' sérstakri ákvörðun mennta- málaráðherra Frakka, sem nú er Jack Lang. Að sögn Mer sendiherra er mikillar hófsemi gætt við veitingu hennar. Sendiherrann ávarpaði Sigurð og gat um starf hans að því að kynna ffanska menningu hér á landi með ljóðaþýðingum og á margvíslegan annan hátt. í þakkarræðu sinni árétt- aði Sigurður Pálsson sterk tengsl sín við franskan menningarheim og þakkaði íslenskum skáldum er hefðu orðið til að kynna sér ungum mörg ffönsk úrvalsskáld með þýðingar- störfum, svo sem þeirra Jóns Oskars og Sigfúsar Daðasonar. Varpaði hann ffam þeirri hugmynd að vís grund- völlur væri fýrir starfrækslu á lat- neskri menningarmiðstöð hér á landi í líkingu við norræna húsið. Margmenni var við athöfnina, leik- inn var tvíleikur á flautur og lesin ljóð er Sigurður hefúr þýtt úr frönsku og textinn á frummálinu til saman- burðar. Kvikmyndamenn: Virðisaukaskatt á myndbönd Kvikmyndagerðarmenn, kvik- myndaframleiðendur og - leikstjórar telja að nái tekjuákvæði frumvarps um Kvikmyndastofnun ffam að ganga óbreytt, verði stutt í að íslensk kvikmyndagerð leggist af í eitt skipti fyrir öll. Frumvarpinu er ætlað að bæta stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndamenn telja að frumvarp- ið sé því miður ekki líklegt til að skila árangri því að í því sé gert ráð fýrir framlagi sem tryggi gerð aðeins einnar myndar á ári. Reynsla síðustu tíu ára sýni hins vegar að kvik- myndagerð geti ekki þrifist hér nema að framleiddar séu minnst fjórar myndir á ári. Til að bæta hér úr leggja forsvars- menn félaga kvikmyndamanna til að virðisaukaskattur verði lagður á leigu myndbanda og andvirði hans renni til innlendrar kvikmyndagerð- ar. —sá gangstéttum þar sem þeir verða tekn- ir. Ruslagámar verða í Selsvörinni, auk gáma hreinsunardeildar í Litla Skerjafirði. Ibúasamtök vesturbæjar ná yfir gamla vesturbæinn, sunnan hring- brautar, auk Bráðræðisholts. Vor í vesturbæ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.