Tíminn - 17.05.1990, Side 4

Tíminn - 17.05.1990, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 17. maí 1990 111 i ÚTLÖND rc' - — “ . FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Óróinn í Eystra- saltsríkjunum hefur varpaö skugga á samningaviöræöur James Bakers, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, og sovéskra ráðamanna. Þeir gera nú lokatilraun til aö kom- ast að samkomulagi um fækk- un á langdrægum eldflaugum. Lengi hefur veriö vonast til aö samkomulag næðist fyrir leiö- togafund risaveldanna í Wash- ington eftir tvær vikur. WASHINGTON - í gær sagði George Bush, forseti Bandaríkjanna, aö óvissan í málum Eystrasaltsríkjanna yki spennuna á milli BNA og Sovétríkjanna. Hann vildi ekk- ert segja um hvort líklegt væri aö samningar tækjust um fækkun kjarnorkuvopna á leið- togafundi risaveldanna. GENF - Sovétríkin fengu í gær aukaaðild aö GATT, tolla- bandalagi vestrænna ríkja. Þetta er talið sýna vilja Sovét- manna til aö aðlaga efnahag sinn aö frjálsri alþjóðlegri heimsverslun. MOSKVA - Ritstjóri Novy Mir, sem er frjálslynt sovéskt tímarit, sagöi í gær aö stjórn-, völd heföu gert tímaritinu ókleift aö starfa. Tímaritið hef-! ur lengi stutt rithöfundinn Alex- ander Solzhenitsyn sem stjórnvöld gerðu útlægan. BONN - Á föstudag munu þýsku ríkin ganga frá fyrsta formlega samningi sínum um sameiningu. Þá veröur undirrit- aöur samningur um mynt- bandalag og efnahagssamein- ingu. BONN - Vestur-Þjóöverjar sögðust í gær vilja virða viö- skiþtasamninga Austur-Þjóö- verja við Sovétmenn. Þeir sögðu að sameinaö Þýskaland myndi geta hjálpaö Mikael Gorbatsjev viö að bæta veik- buröa efnahaa Sovétríkjanna. „Ekkert annaö ríki mun geta hjálpa Sovétríkjunum á sama hátt og viö, eftir sameining- una“, sagöi efnahagsmálaráo- herra Vestur-Þjóðverja, Hel- mut Haussmann. AUSTUR-BERLÍN Austur-Þjóðverjar sögðu í gær aö of snemmt væri að tala um sameiginlegar kosningar í öllu Þýskalandi snemma á næsta ári. Þeir sögöust þurfa meiri tíma til að endurgera stjórnun- arkerfi sitt. „Öll þessi umræða í Bonn er ótímabær," sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Matthías Gehler viö Reuter. TIRANA - Tvö þúsund alþ- anskir verkamenn lögðu niöur vinnu í Albaníu í síðasta mán- uöi aö sögn vitna. Þetta eru fyrstu áreiöanlegu fréttirnar um : óróa í þessu síðasta vigi stal- ínismans í Evrópu. BÚKAREST - Að sögn stjórnarandstæðinga hafa tveir frambjóöendur þeirra verið drepnir og 113 særöir í kosn- ingabaráttunni í landinu. LONDON - Einn maöur beiö bana og annar særöist í sprengingu sem varö utan viö skrifstofu breska hersins í London í gær. LOS ANGELES - Skemmtikrafturinn Sammy Davis lést í gær 64 ára gamall. Hann hafði í átta mánuöi þjáðst af krabbameini í hálsi. Amnesty International í skýrslu um Kína: Samtökin Amnesty international sögðu í skýrslu í gær að leynilegar aftökur hefðu farið fram í kjölfar andófs lýðræðissina í Kína. Amnesty sagðist m.a. hafa heimildir fyrir því að nokkur hundruð menn hefðu verið drepnir í Peking frá því í júní fram í ágúst á síðasta ári. Samtökin kröfðust þess að stjórnvöld í Kína segðu frá afdrifum tugþúsunda manna sem þau segja að hafi verið teknir fastir. í skýrslu Amnesty eru nefnd nöfn manna sem ekki er vitað hvað orðið hefur um. Samtökin segjast hafa birt lista með nöfnum 650 manna sem hafa verið handteknir. Þau hafa sent Kínverjum þennan lista og spurt um afdrif mannanna. Kínversk stjórn- völd hafa sagt um handtökurnar að þær séu innanríkismál og hafa gefið upp tölur um fjölda handtekinna sem Amnesty dregur í efa. í skýrslu Amnesty segir að brot stjórnvalda á mannréttindum séu alþjóðamál og að skilaboð þeirra til stjórnvalda í Kína séu þau að þjóðir heimsins muni halda áfram að skipta sér af „innanríkismálum þeirra". 4. júní 1989. Frá stúdentamótmælunum í Peking. Hundruð manna drepin leynilega Fulltrúi BNA í deilum um herstöövar: Verðleggur ekki heiður og sjálfstæði Filipseyja Deilur komu upp í gær á milli samningamanna Filipseyinga og Bandaríkjamanna um fé sem Filips- eyingar vilja fá fyrir veru banda- rískra herstöðva á eyjunum. Fulltrúi Filipseyinga sagði að vegna þess að BNA hefði ekki staðið við allar fjárhagsskuldbindingar sín- ar væri framtíð frekari viðræðna í hættu. Fulltrúi Bandaríkjanna, Ri- chard Armitage, sagði hins vegar að „í utanríkissamskiptum stæði hann ekki við búðarkassa og setti verð- miða á heiður og sjálfstæði Filipsey- inga“. Filipseyingar segja að Bandaríkja- menn hafi heitið því í samningum 1988 að greiða þeim 481 milljón dollara en Bandaríkjamcnn segja að þeir hafi ekki skuldbundið sig til þess heldur hafi þeir aðeins nefnt þá tölu sem hugsanlega þróunaraðstoð. Síðan þá hafi þörfin aukist fyrir þróunaraðstoð í Suður-Ameríku og í Austur-Evrópu og þangað hafi hluti peninganna farið. Bandaríkja- ntenn benda á að áður hafi þeir veitt meira fé til Filipseyja en samningar gerðu ráð fyrir og þeir segjast ekki vilja verðleggja vináttu sína og Fil- ipseyinga. Bandaríkin: Þróunarhjálp handa eigin Bandaríkjamenn hafa ákveðið að stofna sjóð með 500 milljónum doll- ara sem á að veita vanþróuðum ríkjum aðstoð. Bandaríkjamenn eru á móti því að efnuð iðnaðarríki noti þróunaraðstoð til að efla hag eigin fyrirtækja í fátækum löndum. Sjóðn- um er ætlað að berjast gegn ríkis- stjórnum sem gera slíkt með því að veita aðeins styrki til bandarískra fyrirtækja! Þróunarhjálpin á að fara til Indó- nesíu, Pakistan, Filipseyja og Tæ- lands og á að hjálpa bandarískum fyrirtækjum að ná þar samningum um viðskipti. Löndin sem Banda- ríkjamenn hafa áður sakað um að stunda slíka „þróunaraðstoð" eru Japan og Frakkland. Bandaríkja- menn vilja nú berjast gegn þessari aðstoð með því að stunda hana sjálfir. CIA um efnahagsmál: KREPPA BODUÐ f AUSTUR-EVROPU Efnahagur ríkja í Austur-Evr- fyrir árslok en 15% til 20% í tölublaði Ncwsweek segir að lýð- ópu mun fara versnandi og mörg ár Austur-Þýskaiandi og Júgóslavíu. ræðisþróunin t' Austur-Evrópu hafi munu líða áður en íbúar þeirra Þetta mun gera nýjum ríkisstjórn- komið ráðamönnum í Washington geta vænst betri lífskjara. Þetta um landannaerfitt um vikaðkoma algjörega á óvart og að CIA hafi segir í skýrslu bandarísku leyni- á frekari umbótum. CIA segir að verið iengi að átta sig á breyttum þjónustunnar, CIA, sem birt var í þetta sé að kenna áratugalangri aðstæðum. Eitt af því scm menn gær og Reuter segir frá. lélegri hagstjórn kommúnista. hugleiða nú er hvort áætlanir Löndin eru illa stödd fjárhagslega Bandaríkjamanna um þjóðarfram- Ríkin sem hafa vcrið áköfust í oghafadregistafturúrVesturlönd- lciðsluSovétríkjannahafiekkiver- að koma á umbótum munu verða um í tækniþróun og uppbyggingu ið allt of háar. Þjóðarframleiðsla harðast úti en þau eru Pólland, nútímasamfélags. þcirra sé svo lítil að mikil útgjöld Ungvcrjaland og Júgóslavía. Verð til hermála hafi verið að sliga á ntatvælum mun hækka og at- CIA hefur nýiegá sætt nokkurri efnahag þeirra og að það sé m.a. vinnuleysi mun aukast. í skýrslunni gagnrýni fyrir lélegar spár um þró- ástæðan fyrir undanlátssemi er spáð 9% atvinnuleysi í Póllandi un mála í Austur-Evrópu. í síðasta þeirra. Van Gogh seldur á metverði: Japanir kaupa evrópska list Á listaverkauppboði Sothebys í New York fékkst í gær hæsta verð sem nokkurn tíma hefur fengist fyrir málverk. Kaupandinn var japanskt fyrirtæki sem var reiðubúið til að borga hvaða verð sem væri. Hollendingurinn Van Gogh mál- aði myndina af vini sínum og lækni, Dr. Gachet, sex vikum fyrir sjálfs- morð sitt en hann dó örsnauður árið 1890. Myndin var seld á 82,5 milljón- ir dollara sem eru u.þ.b. 5000 millj- ónir íslenskra króna. Hæsta verð sem áður hefur fengist fyrir málverk var miklu lægra eða 53,2 milljónir dollara sem fékkst líka fyrir mynd eftir Van Gogh af sverðliljum í vasa. Þessi tíðindi hafa glatt listaverka- sala því að verð á listaverkum hefur lækkað síðustu vikur en undanfarin fimm ár hefur verð þeirra verið mjög hátt. Listaverkasalar bíða nú spennt- ir eftir að verk eftir Pierre Renoir „Au molin de la Galette" verði boðið upp í dag en Japanir eru líka sagðir hafa áhuga á því. Sú var tíðin að ríkir Vesturlanda- búar söfnuðu austurlensku postu- líni, málverkum og fornmunum frá fátækum ríkjunt í Asíu, m.a. frá Japan. Nú hefur það dæmi snúist við. í síðasta hefti Newsweek er sagt frá því að v-þýska ríkisstjórnin hafi keypt biblíuhandrit frá 9. öld af erfingjum amerísks hermanns. Handritinu var stolið í stríðinu og V-Þjóðverjar neituðu að borga erf- ingjum þjófsins fé. Þegar þeir sögð- ust hins vegar hafa fengið tilboð frá japönskum kaupanda, ákváðu V- Þjóðverjar að kaupa handritið á niðursettu verði eða á u.þ.b. 120 ntilljónir kr. Blöð úr biblíu frá 9. öld sem V-Þjóðverjar keyptu til að forða því að það færi til Japans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.