Tíminn - 17.05.1990, Side 5

Tíminn - 17.05.1990, Side 5
Fimmtudagur 17. maí 1990 Tíminn 5 Amar Jensson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, telur áríðandi að menn takist á við aukinn fíkniefnavanda: Fíkniefni breiðast út hægt og sígandi Neysla fíkniefna meðal unglinga í Reykjavík hefur aukist síðari ár. Ekki er um að ræða stórfellda aukningu en á hverju ári virðist fíkniefnaneytendum í grunnskólum Ijölga. Amar Jensson, yfir- maður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir neysluna breiðast út hægt og sígandi og sífellt fjölgi neytendum í yngri ald- ursflokkum. Amar segir nauðsynlegt að stjómvöld geri upp við sig hvemig og hvort taka eigi á þessum vanda. „Vissulega er um vaxandi vanda að ræða. Við höfum hins vegar ekki skynjað neinar stórkostlegar breyt- ingar síðustu ár en ástandið versnar sífellt því fleiri og fleiri leiðast út í neyslu á fíkniefhum. Okkur hefur virst sem þetta breiddist hægt og ró- lega út.“ Hvemig stendur á þessari aukn- ingu? „I fyrsta lagi er alls ekki nægilegur áróður rekinn í skólunum. Þá er allt of lítið gert af því að byggja upp heil- steypta' einstaidinga sem koma út úr skólunum og em hæfir til ákvörðun- artöku, en láta ekki berast með straumnum. Algengast er að þeir sem fara út í mikla neyslu á fikniefnum kynnist þeim fyrst á aldrinum 14-16 ára. Þá fyrst af afspum og fara síðan að fikta við efnin og síðan eykst neyslan hröðum skrefum." Amar segir að víða sé pottur brotinn í forvamarmálum. Hann nefnir námsefni sem Lyonshreyfingin hefur kostað útgáfu á og sé mjög gott, ekki aðeins í þeim skilningi að upplýsa um skaðsemi flkniefha, heldur sé það einnig vel til þess fallið að byggja upp krakkana sem heilsteypta ung- linga. „Einhverra hluta vegna hefur gengið illa að koma þessu efni inn í skóla landsins þótt allir séu sammála um þörfina á áróðri.“ Það er auðheyrt á yfirmanni flkni- efhadeildarinnar í Reykjavík að hann telur skólana og heimilin ekki standa sig í stykkinu. Hann segir það að vísu ekki bemm orðum en það liggur í orðunum. „Ef út úr uppeldinu, bæði ffá foreldmm og skólum, kæmi fólk sem væri ömggt með sjálft sig, væri ekki með einhveija tilfinningalega bresti þá væri þetta vandamál miklu minna á Islandi. Venjulega þvælast krakkar í þetta því þau em að fylgja einhverjum sem þau líta upp til, eða telja sig vera að líta upp til.“ Hvað sérð þú fyrir þér ef ekki verð- ur tekið á þessum málum af festu í náinni framtíð? „Forvamarstarf, sú hlið baráttunnar sem vinnur að því að minnka eftir- spumina, verður að haldast í hendur við það starf sem unnið er til halda aftur af ffamboðinu. Sé áherslan að- eins á annan þáttinn missir starfið marks.“ —Ekki er langt síðan tugir unglinga i Breiðholti og fleiri hverfum borgar- innar urðu uppvísir að neyslu á flkni- efnum við rannsókn eins og sama málsins. Kom þetta flkniefnalögregl- unni á óvart hversu margir viður- kenndu neyslu? „Það vom upp undir hundrað ung- lingar sem urðu uppvísir að neyslu og ég tel víst að hundmð unglinga á aldrinum fjórtán til átján ára hafi neytt flkniefna í Reykjavík. Við hmkkum ekki við þó hátt í hundrað unglingar kæmu við sögu. Við höfum verið að benda á þetta í mörg ár. Við teljum okkur vita nokk- um veginn hvemig ástandið er og höfum margoft bent á þetta. En að baki öllu starfi í þessum málum ligg- ur ákveðin pólitísk ákvörðun, þ.e.a.s. hversu miklum peningum á að eyða í baráttuna og innan þess ramma verð- um við að vinna. Við getum ekki sinnt meim en við komumst yfir. Við höfum bent á þetta ástand á fundum í hverfunum, í skólunum og víðar og reynt að vara foreldra við. Nú er á döfinni að okkar þáttur í forvama- starfi verði viðameiri og í sumar mun sérstakur maður sinna því hlutverki alfarið. Hans hlutverk verður m.a. að upplýsa foreldrana um þessi mál svo Amar Jensson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík. þeir geti verið betur á varðbergi. Einnig verður farið í skólana og rætt við unga fólkið og almenning um þessi mál.“ Hversu alvarlegt er ástandið í dag? „Það er erfitt að segja til um það. En ástandið hefur verið að versna að undanfómu og þróunin er niður á við í öllum skilningi. Nú vil ég taka skýrt fram að þetta hefur verið þróun en hefur ekki tekið ömm breytingum. Neytendum fer fjölgandi og inn- flytjendur efnanna em að þróa sínar starfsaðferðir og skipulag. Menn læra af reynslu og kynnast vinnu- brögðum erlendis ffá. Eftir því sem tíminn líður og innflutningur fær að þróast verður erfiðara að eiga við hann. Meiri peningar verða í spilinu og um leið og þeir aukast geta menn farið kostnaðarsamari Ieiðir. Þá verð- ur erfiðara að stöðva innflutninginn. Við náum þá síður þeim sem standa að baki innflutningi, miklu ffekar þeim sem dreifa.“ Hversu áríðandi er það að menn berji hnefanum í borðið og segi hing- að og ekki lengra, nú tökumst við á við þennan vanda? „Það er mjög áríðandi. Sem dæmi má nefna að það er geysilegur kostn- aður sem fer í hvem fikniefnaneyt- anda. Þjóðfélagið greiðir fyrir hvem ncytanda meðferð, alla glæpina sem hann ffemur, þarf að halda honum í fangelsi og á spítölum. Þessi sami neytandi vinnur ekki og skapar því ekkert fyrir landið á meðan. Þannig að kostnaðurinn á hvem neytanda er mjög mikill. En ætli menn að skera upp herör gegn þessu vandamáli er það ekki gert nema með samstilltu átaki margra aðila og kallar á m.a. laga- breytingar og vitanlega tckur það mikinn tíma.“ sagði Arnar Jensson. - ES Lax háfaður úr eldistönkum við Hraun í Fljótum. Mynd öþ Slátrun hafin hjá Miklalaxi Fyrsta laxinum úr eldisstöð Mikla- lax hf. í Fljótum var slátrað í síðustu viku og lauk þar með tæplega fjög- urra ára ferli fisksins en fyrstu hrogn- in komu í stöðina haustið 1986. I þessa fyrstu slátmn, sem fór fram við bækistöðvamar á Hraunum, vom teknir un 1900 laxar. Strax og slátmn lauk var afurðunum ekið til Hofsóss þar sem laxinn var veginn og flokk- aður eftir þyngd. Eftir að laxinn hafði verið settur í þar til gerðar umbúðir og ísaður var ekið með hann til Keflavíkur en þaðan fór þessi fyrsta sending með flugvél til Frakklands. Laxinn var því farinn úr landi rúmum sólarhring eftir að slátrnn hófst. Næsta sending mun síðan fara út um miðjan maí og eftir það er fýrirhugað að senda lax á markað erlendis í hverri viku. Þessi fýrsta slátmn var í raun mest hugsuð sem æfing því framvegis er ætlunin að slátra mun meira magni í einu eða allt að 8-10 tonnum en um liðlega 100 þúsund fiskum verður slátrað hjá fýrirtækinu á þessu ári. Að sögn Reynis Pálssonar framkvæmda- stjóra er nú mikil eftirspum eftir laxi bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og verð fer ört hækkandi. Líklegt er að Miklilax selji afurðimar í framtíðinni á báðum þessum mörkuðum. Reynir sagði að skilaverð fyrir þessa fýrstu sendingu væri 280-290 krónur fýrir kílóið, mest af fiskinum var 1.7- 2,5 kg að þyngd. I sumar er fýrirhugað að byggja hús á vegum Miklalax þar sem slátmn, pökkun og frágangur á afurðunum mun fara ffam en þar til það kemst í gagnið verður laxinum ekið til Hof- sóss til pökkunar. ÖÞ Vetrarmót Geysis: Gustur, Silfurblesa og Sverta urðu efst Stóðhesturinn Gustur frá Vindási og hryssumar Silfurblesa frá Svaðastöð- um og Sverta frá Stokkhólma sigmðu á vetrarmóti hcstamannafélagsins Geysis sem lauk á laugardaginn. Mótið var stigamót þar sem hross söfnuðu stigum frá einu móti til ann- ars, en alls vora mótin fimm, í janúar, febrúar, mars, apríl og maí. Gustur frá Vindási hlaut flest stig, eða 38. Silfurblesa ffá Svaðastöðum hlaut 35 stig og Sverta frá Stokk- hólma 27 stig. Eigandi Gusts frá Vindási er Jón Þorvarðarson í Vind- ási, en bræðumir Anders og Lars Hansen á Árbakka eiga hryssumar Svertu og Silfurblesu. Vegleg verð- laun verða veitt stigahæsta hestinum, því eigandi hans hlaut i verðlaun fol- ald af Svaðastaðastofni frá hrossa- ræktarbúinu á Árbakka. Þá fengu þijú efstu hross myndarlega eignar- bikara og vom gefendur þeirra þrjú fýrirtæki í Rangárþingi: Þríhymingur hf., Rangárapótek og Kaupfélag Rangæinga. Fyrirkomulagið sem haft var við vetrarmót Geysis er nýlunda hér á landi, þar sem stigamót af þessu tagi Sigurvegarar á vetrarmóti Geysis, talið frá vinstri: Sverta frá Stokk- hólma og Þórður Stefánsson, Silfurblesa frá Svaðastöðum og Leifur Helgason og Gustur frá Vindási og Jón Jónsson. hafa ekki verið haldin áður. í ávarpi að móti loknu sagði Kristinn Guðna- son, formaður Geysis, að ánægja væri með hvemig til hefði tekist og væri þegar ákveðið að efna til móts með líku sniði að ári. TAPI SNUIÐ I HAGNAS Rúmlega 2,6 milljón króna hagnað- ur varð á rekstri Kaupfélags Hrútfirð- inga á Borðeyri á síðasta ári. Þetta er ríflega fimm milljón króna betri út- koma en á árinu 1988, en þá var fé- lagið rekið með rúmlega 2,6 milljón króna halla. Velta Kaupfélagsins varð 215 millj- ónir í fýrra, en var 179 milljónir ári á undan. Eigið fé var 27 milljónir um síðustu áramót og hafði aukist um 14% á árinu. Félagið greiddi rúmlega 21 milljón í laun á síðasta ári. Forráðamenn kaupfélagsins segja félagið standa nokkuð vel. Lítið i - -i Pó út af brcgða ef takast á að halda rekstrinum í jafnvægi. Þakka má já- kvæða rekstramiðurstöðu á síðasta ári aðhaldi í rekstri og sterkri fi; málastjóm. -Ef"'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.