Tíminn - 17.05.1990, Side 7

Tíminn - 17.05.1990, Side 7
Fimmtudagur 17. maí 1990 Tíminn 7 Eigum mikla möguleika í alþjóðlegri samkeppni Á síðasta starfsdegi Alþingis fýrir rúmri viku voru samþykkt þrenn lög er lúta að skipulagi sjávarútvegsmála. Voru það lög um Stjóm fisk- veiða, Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins og Verðjöfnunarsjóð sjáv- arútvegsins. Með þessari lagasetningu eru markaðar almennar regl- ur um skipulag sjávarútvegsmála á næstu árum. Öll lagasetningin miðar að því að ráðast að rótum þess vanda sem sjávarútvegurinn hefur búið við á undanfömum ámm. í fyrsta lagi er verið að setja al- mennar reglur um stjóm fiskveiða sem byggja á því að nýta framtak einstaklinganna til að aðlaga af- kastagetu fiskiskipaflotans að af- rakstursgetu fiskistofhanna. I öðru lagi er verið með setningu laga um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins að flýta fýrir þeirri þróun að fisk- veiðamar geti verið reknar á arð- bærari hátt í framtíðinni en jafn- ffamt að nýta þá umframafkastagetu sem er í fiski- skipaflotanum til að koma tíma- bundið til móts við þau sjávarþorp sem kunna að standa höllum fæti vegna þess að fiskiskip hafi verið seld til annarra byggðarlaga. í þriðja lagi er verið að ráðast að rót- um þess hluta hagsveiflna í þjóðar- búskapnum sem á upptök sín í sjáv- arútvegi. Ég sé ástæðu til að gera löggjöf þessa að umræðuefni hér, því hún mun hafa víðtæk áhrif á ís- lenskan sjávarútveg. I reynd skiptir hún miklu máli fyrir efhahagslífið í heild og þar með allt atvinnulíf í landinu. Mun ég fyrst víkja að stjóm fiskveiða. Stjórn fiskveiða Frá styijaldarlokum hefúr fjárfest- ing í fiskveiðum aukist margfalt á við aukningu aflaverðmætis. A meðan erlendar þjóðir vom í opinni samkeppni við íslenska flotann um aflann á íslandsmiðum var óraun- hæft að tala um vemdun fiskistofha eða takmörkun sóknar. Slíkar ein- hliða aðgerðir hefðu einungis orðið til þess að draga úr hlutdeild ísiend- inga í heildaraflanum. Eftir að við öðluðumst fúll yfirráðaréttindi yfir 200 mílna landhelginni árið 1976 sköpuðust í fyrsta sinn forsendur til að takmarka sóknina. Hin gífúrlega fjárfesting í fiskiskipafiotanum á áttunda áratugnum leiddi til þess að afkastageta flotans var bersýnilega langt umfram það sem nam afrakst- ursgetu fiskistofnanna. Sjávarút- veginum var ætlað að leysa öll at- vinnuvandamál á landsbyggðinni og var nánast litið á fiskveiðiauð- lindina sem ótakmarkaða. Byggð vom upp stór fiskiðjuver um allt land og til að leysa hráefnisöflun var talið nauðsynlegt að sem flestir útgerðarstaðir eignuðust fiskiskip sem gætu tryggt öraggan tilflutning afla allt árið um kring. A árinu 1977 var í fyrsta sinn á gmndvelli tillagna Hafrannsókna- stofhunar gripið til almennra tak- markana á þorskveiðum. Byggðist þetta fyrirkomulag við stjóm fisk- veiða, hið svokallaða skrapdaga- kerfi, á því að takmarka það hlutfall sem þorskur mátti vera í heildarafla á ákveðnum tímabilum. Þetta kerfi gafst illa og vom margar ástæður til þess. I fýrsta lagi tókst ekki að hafa tilætlaðan hemil á þorskveiðum og fór heildarþorskaflinn oft langt fram úr fýrirfram settum mörkum. I öðm lagi leiddi þetta fýrirkomulag til of mikillar sóknar í aðra botn- fiskstofha. I þriðja lagi leiddi það til sóunar á verðmætum þar sem hver einstakur útvegsmaður gat séð sér hag í að auka sóknargetuna til að ná sem stærstum hluta takmark- aðs afla. Með upptöku kvótakerfisins árið 1984 var stigið mikilvægt skref í þá átt að skipuleggja nýtingu fisk- veiðiauðlindarinnar. Gmnnhug- myndin var að skipa heildaraflan- um á milli fiskiskipa og láta það síðan vera ákvörðunarefni hverrar útgerðar hvemig best mætti standa að því að ná í leyfðan afla. Þær til- slakanir sem þurft hefúr að gera til að skapa sátt um málið á hverjum tíma hafa leitt til þess að við höfúm ekki að fullu náð þeim árangri sem að var stefnt. Þar á ég fýrst og fremst við of skamman gildistíma laganna, takmörkun á framsali og sérákvæði sem gilt hafa um sóknar- mark og veiðar smábáta. Með hin- um nýsettu lögum er hins vegar tek- ið á öllum þessum atriðum. Byggt er alfarið á einu samræmdu afla- markskerfi fyrir öll fískiskip og verður framsal veiðiheimilda fijáls- ara en verið hefúr. Tilgangur Iaga- setningarinnar er að skapa sjávarút- veginum almenna umgjörð og leikreglur. Innan ramma laganna er þeim sem við sjávarútveg starfa ætlað að taka ákvarðanir á þann hátt sem þeir telja hagkvæmastan. Með því má ætla að hámarksafrakstri af fiskveiðiauðlindinni verði náð fyrir þjóðfélagið í heild. Aflaheimildim- ar munu leita til þeirra sem geta náð aflanum með sem minnstum til- kostnaði án þess að gengið verði á rétt annarra sem starfa við fiskveið- ar. Fyrirkomulagið mun leiða til þess að skipum fækkar. Það er sam- bærilegt við það sem víða er að ger- ast í atvinnulífinu að rekstrarein- ingar em sameinaðar til að bæta afkomu fýrirtækjanna. Helsti mun- urinn er e.t.v. sá að launakostnaður vegna áhafha mun lítið breytast þrátt fyrir fækkun starfa því að þeir sjómenn sem eftir verða fá sjálf- krafa hærri laun þar sem laun þeirra em tengd aflaverðmæti skipanna. Vitaskuld er hægt að beita öðmm aðferðum við fiskveiðistjómun en í flestum tilfellum myndi það byggj- ast upp á opinberum tilskipunum sem víðast hvar er verið að draga úr í hinum siðmenntaða heimi. Nái kvótakerfið að festast varanlega í sessi muni það leiða til einstak- lingsbundinna ákvarðana sem flest- ir telja að séu betur fallnar til að auka verðmætasköpun. Hagræöingarsjóður sjávarútvegsins Á vorþingi 1989 var lagt ffam frumvarp til laga um Ureldingar- sjóð fiskiskipa. Ekki náðist að Ijúka afgreiðslu málsins á því þingi og var það því flutt að nýju sl. haust. I meðforam þingsins tók fmmvarpið allmiklum breytingum. Var nafni sjóðsins m.a. breytt í Hagræðingar- sjóður sjávarútvegsins. Stafar það af því að hlutverk sjóðsins varð víð- tækara en gert var ráð fyrir í upp- haflegu framvarpi. Er sjóðnum nú ætlað það tvíþætta hlutverk að stuðla að aukinni hagkvæmni í út- gerð með fækkun skipa og koma til aðstoðar byggðarlögum er standa höllum fæti vegna breytinga á út- gerðarháttum. Eftir sem áður er hlutverk sjóðsins fýrst og fremst að stuðla að fækkun fiskiskipa og flýta þar með fýrir að það takmark náist að afkastageta fiskiskipaflotans verði aðlöguð af- rakstursgetu fiskistofnanna. Sjóð- urinn mun gera þetta með því að kaupa fiskiskip sem kunna að vera til sölu á hveijum tíma og selja þau úr landi eða eyða þeim. Sjóðurinn mun ráðstafa gegn endurgjaldi þeim veiðiheimildum sem hann eignast með kaupum á fiskiskipum og mun þannig standa undir frekari skipakaupum með þeim hætti. Sjóðnum er ætlað að gæta tveggja Ræða sjávarútvegs- ráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, á aðalfundi VSÍ meginsjónarmiða við kaup á fiski- skipum. í fýrsta lagi skal hann haga kaupum sínum þannig að líklegt sé að afli dreifist á þá árganga nytja- stofha sem hámarksaffakstur gefa. Jafnffamt skal stefnt að betri aflam- eðferð með því að kaupa einkum þau skip sem ekki fúllnægja nýj- ustu kröfúm um meðferð afla. Þá er ennfremur mikilvægt að sjóðurinn standi þannig að skipakaupum að hann tmfli ekki eðlilega verðmynd- un sem á sér stað á skipamarkaðin- um. Við ráðstöfún á veiðiheimildum sjóðsins verður útgerðum þeirra skipa sem tilteknar veiðar stunda gefinn forkaupsréttur á veiðiheim- ildum í hlutfalli við aflahlutdeild skipsins af viðkomandi tegund. Sjóðstjóm verður falið að ákvarða verð á slíkum heimildum er taki mið af markaðsverði sambærilegra veiðiheimilda á hverjum tíma. I lögunum em sett takmörk á þær aflaheimildir sem sjóðurinn má eiga. Er honum ekki ætlað að eign- ast aflaheimildir umfram það sem nauðsynlegt er til að hann nái til- gangi sínum. Sjóðnum em sett þau takmörk að hann megi ekki öðlast ráðstöfúnarrétt umfram 5% heildar- aflaheimilda. Nái hlutdeild sjóðsins því marki munu aflaheimildir þeirra skipa sem sjóðurinn eignast bætast hlutfallslega við aflaheim- ildir alls flotans og mun þannig stuðla að bættum rekstrargmndvelli hans. Skapist betra samræmi milli stærðar flota og fiskistofha má draga úr starfsemi sjóðsins og getur ráðherra lækkað hámark þeirra veiðiheimilda sem hann kann að eignast. Sjóðurinn mun því vinna fyrir heildina og stuðla að varan- legri aukningu á veiðiheimildum þeirra skipa sem eftir verða í flotan- um. Aðstoðarhlutverki sínu í þágu byggðarlaga scm höllum fæti standa sinnir sjóðurinn með því að ráðstafa þeim aflaheimildum sem honum em úthlutaðar í því skyni enda verði aflanum landað til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi. Skilyrði fyrir aðstoð sjóðsins við einstök byggðarlög em þröng. Ástæða vandans verður að vera sala fiskiskips eða fiskiskipa úr viðkom- andi byggðarlagi sem leiðir til fyr- irsjáanlegrar fækkunar starfa og byggðaröskun sé yfirvofandi af þeim sökum. Áður en ákvörðun er tekin um slíka aðstoð er ljóst að heildarúttekt á atvinnumálum í við- komandi byggðarlagi verður að liggja íýrir og aðstoð sjóðsins getur aldrei orðið annað en tímabundin hjálp meðan varanlegri úrræða er leitað. Hafi ákvörðun um aðstoð verið tekin skal fyrst og fremst veita sveitarstjóm í viðkomandi byggð- arlagi kost á að.ráðstafa þeim afla- heimildum sem samþykkt hefur verið að verja í þessu skyni gegn greiðslu samkvæmt gangverði. Kjósi sveitarstjóm ekki að hafa slíka milligöngu skal stjóm sjóðs- ins ráðstafa aflaheimildum til ein- stakra skipa, annaðhvort á almennu gangverði eða til hæstbjóðanda. Það ræðst því af aðstæðum á hverj- um stað hvað útgerðir einstakra skipa em tilbúnar til að greiða til að fá heimildir til að veiða viðbótar- afla með því skilyrði að honum verði landað til vinnslu á viðkom- andi stað. Séu skip sem skortir afla- heimildir gerð út frá viðkomandi stað eða liggi hann vel við miðum og sé nærri heimahöfn annarra skipa er líklegt að útgerðaraðilar væm tilbúnir til að greiða eðlilegt verð fyrir viðbótarheimildir enda þótt þær væm bundnar slíku lönd- unarskilyrði. Séu aðstæður örðugri, t.d. ef viðkomandi byggðarlag er utan alfaraleiðar með lélega hafnar- aðstöðu, myndi endurgjald sem fengist fýrir aflaheimildimar verða lægra og í undantekningartilfellum getur stjóm sjóðsins fallið frá end- urgjaldi að fengnu samþykki ráð- herra. Það verður hins vegar að telj- ast ólíklegt að sú staða komi upp í bráð að víkja þurfi frá almennu gangverði veiðiheimilda til að tryggja afla þeirra byggðarlaga sem aðstoð hefúr verið samþykkt til. Stafar það af því hve mikil umfram- afkastageta fiskiskipaflotans er nú og því hlýtur í nánustu framtíð að vera fremur auðvelt að fá skip til veiðanna. Ekki verður komið auga á aðra betri lausn til að koma til móts við þau sjónarmið að tryggja visst ör- yggi fýrir þau byggðarlög í landinu sem byggja allt sitt á sjávarútvegi. Hér er um að ræða markaðslausn sem byggir á því að nýta umframaf- kastagetu fiskiskipaflotans til að leysa tímabundin og staðbundin vandamál sem upp kunna að koma. Hin leiðin hér væri að rígbinda veiðiheimildir einstökum byggðar- lögum og kæmi þar af lciðandi í veg fyrir að sjávarútvegurinn geti þróast eðlilega frá því sem nú er. Hér áður fýrr hefðu þessi vandamál einfaldlega verið leyst með því að bæta nýjum fiskiskipum í flotann. Allir ættu að geta verið sammála um að slíkt mundi einungis leiða til sóunar á verðmætum. Því er gmnd- vallaratriði að þessi vandamál verði frekar leyst með þeim hætti að nýta þau fiskiskip sem fýrir em. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins Meginhlutverk stjómvalda á sviði efnahagsmála er að stuðla að sem mestum stöðugleika. Þau tæki sem stjómvöld hafa almennt yfir að ráða til að tryggja stöðugleika em á sviði fjármála hins opinbera, peninga- mála og gengismála. Á þenslutím- um eiga stjómvöld að beita þessum tækjum til að veita aðhald og koma í veg fýrir of mikla eyðslu í þjóðfé- laginu. Sé það ekki gert á skynsam- legan hátt og á réttum tíma skapast hætta á kollsteypum í efnahagslíf- inu með tilheyrandi átökum á vinnumarkaði og milli einstakra greina í atvinnulífinu. Eins og fram kemur í nýlegri skýrslu OECD þá má rekja mörg þeirra vandamála sem við er að glíma í íslenskum efnahagsmálum til mistaka við beitingu þessara tækja ekki síst á sviði ríkisfjármál- anna. Eitt helsta viðfangsefni stjómmálanna á næstunni er að ná tökum á ríkisfjármálunum. Til þess þarf að gera kerfisbreytingar er miða að því að draga varanlega úr sjálfvirkni í útgjöldum hins opin- bera og minnka umsvif þess á ýms- um sviðum. Það er ekki nóg að grípa til aðhaldsaðgerða á samdrátt- artímum því reynslan sýnir að út- gjöldin fara í sama farveg þegar rofar til á nýjan leik. Uppgangur í efhahagslífinu byijar yfirleitt í sjávarútvegi annaðhvort vegna aukins afla eða verðhækkana á sjávarafurðum eða vegna hvora tveggja í senn. Með hinni nýju lagasetningu um fiskveiðistjóm er lagður betri gmnnur að því að hægt sé að hafa stjóm á aflamagninu á hverjum tíma. Þegar vel árar er hægt að nýta svigrúmið til að draga úr afla og byggja upp fiskistofnana þannig að meira verði hægt að taka úr þeim síðar. Með öflugri verð- jöfnun er hægt að draga úr þeim áhrifúm sem verðbreytingar á sjáv- arafurðum hafa á stöðu þjóðarbús- ins og afkomu einstakra fýrirtækja. Aflamagn og verð á sjávarafúrðum em þeir þættir sem mestu skipta um afkomu þjóðarbúsins og samkeppn- isaðstöðu milli einstakra atvinnu- greina. Af þeim sökum er mikil- vægt að stuðla að því að sveiflur í sjávarútvegi verði sem minnstar. Tilgangur með stofnun hins nýja Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins er að renna fleiri stoðum undir möguleika stjómvalda til að takast á við sveiflur sem eiga upptök sín í sjávarútvegi. Þetta er í ráun sama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.