Tíminn - 17.05.1990, Síða 8

Tíminn - 17.05.1990, Síða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 17. maí 1990 Ræða Halldórs hugsunin og lá að baki Verðjöfnun- arsjóðs fiskiðnaðarins en hann var stofnaður með lögum vorið 1969. Ekki er að efa að gamli sjóðurinn þjónaði því hlutverki sem honum var ætlað að gegna og náði hann verulegum árangri í að jafna sveifl- ur í einstökum greinum sjávarút- vegs, t.d. varðandi rækju, hörpu- disk og saltfisk. Hins vegar tókst honum ekki nema að litlu leyti að milda áhrif hinna dýpri sveiflna í sjávarútvegi á hag sjávarútvegsfyr- irtækja og þjóðarbúskaparins í heild. Með nýju lögunum er reynt eftir fremsta megni að bæta úr þeim ágöllum sem voru á starfsemi gamla sjóðsins. 1 fyrsta lagi eru reglur um framkvæmd verðjöfnun- ar einfaldaðar verulega þannig að menn vita fyrirffam um hver verð- jöfnun verður vegna útflutnings á hverjum tíma og endanlegt uppgjör liggur jafnan fyrir við gjaldeyris- skil. I öðru lagi er tekið upp sér- reikningafyrirkomulag sem tryggir að sérhvert fyrirtæki fær aðeins úr sjóðnum það sem það hefur greitt í hann. Slíkt fyrirkomulag hefur jafnframt í for með sér skattalegt hagræði fyrir sjávarútvegsfyrirtæki þegar til lengri tíma er litið. Öll meginatriði í starfsemi sjóðsins eru lögbundin en með því er mætt gagnrýni á framkvæmd ákvæða eldri laga í þessu efni og er stjóm ætlað mun minna hlutverk við ákvarðanir um verðjöfnun en áður. Stjómin mun fyrst og fremst taka mánaðarlega formlegar ákvarðanir um verðjöfnun á gmndvelli reglna laganna og hafa yfimmsjón með daglegum rekstri sjóðsins og ávöxtun innstæðna hans. Ég hef ávallt verið þeirrar skoðun- ar að öflugur Verðjöfnunarsjóður tryggi best hagsmuni sjávarútvegs- ins og stuðli að eðlilcgu jafnræði milli hans og annarra útflutnings- og samkeppnisgreina. Takist ekki að jafna sveiflur innan sjávarút- vegsins mun krafan um sérstaka skattlagningu á sjávarútveginn í góðæri verða háværari og hef ég þar ekki síst í huga umræðuna um auðlindaskatt. Lokaorö Sjávarútvegurinn er mikilvægasta grein atvinnulffsins. Erfiðleikar og velgengni þessarar atvinnugreinar hefúr víðtæk áhrif á annað atvinnu- líf í landinu og kjör þjóðarinnar í heild. Það er ekki aðeins nauðsyn- legt fýrir greinina sjálfa að jafna sem best sveiflur í sjávarútvegin- um, heldur jafhframt fyrir allt ann- að atvinnulíf í landinu. Gengis- skráning sem fyrst og ffemst tekur mið af hagsmunum sjávarútvegs- ins mun t.d. leiða til þess að ís- lenskt atvinnulíf fær ekki staðist samkeppni á alþjóðlegum mörkuð- um. Það er því ljóst að kostnaðar- hækkanir sem verða vegna hugsan- legrar velgengni í sjávarútvegi mun annaðhvort leiða til hruns annarra atvinnugreina eða verð- bólgu sem stafaði af nauðsynleg- um gengisbreytingum. Sú löggjöf sem ég hef rakið hér á sviði sjávar- útvegsmála er því mjög mikilvæg fyrir allt starfsumhverfi atvinnu- lífsins. Með henni er ekki aðeins verið að tryggja aukna arðsemi í sjávarútvegi heldur jafnframt að smðla að því að þáttur sjávarút- vegsins í þeim óstöðugleika sem ríkt hefúr í efnahagsmálum á und- anfomum ámm verði minnkaður. Starfsemi Verðjöfnunarsjóðs mun jafnframt smðla að auknu jafnræði milli útflumings- og samkeppnis- greina. Ahrif þessarar lagaseming- ar verða mikil og engin leið er að gera sér grein fyrir því að fullu. Það má búast við því að afkasta- geta fiskiskipaflotans minnki á næstu áram um allt að 20-30%. Líklegt er að þau fiskiskip sem hafa lélegusm afkomuna verði keypt af þeim sem betri aðstöðu hafa til að gera þau út eða að Hag- ræðingarsjóður mun yfirtaka þau. Með þessu móti munu veralegar fjárhæðir sparast í árlegum rekstr- arkostnaði fiskiskipaflotans og litl- ar sem engar líkur era á því að nokkur aðili muni telja það hag- stætt að fjárfesta í nýjum fiskiskip- um á næstu áram. Með þessu er skapað svigrúm til að nýta meira fjármagn i uppbyggingu annarra atvinnugreina á næsm áram, m.a. í aukinni úrvinnslu sjávarafurða. Gera má ráð fyrir því að fiskvinnsl- an haldi áfram að þróast og sam- rani fyrirtækja muni eiga sér stað. Það gerist hins vegar ekki með op- inberam tilskipunum. Hlutverk stjómvalda er fyrst og fremst að tryggja eðlileg starfsskilyrði og gera aukna samvinnu og samrana mögulegan. Um alla Evrópu er verið að búa atvinnulífið undir aukna sam- keppni. Það er okkur nauðsynlegt að gerast aðilar að hinu evrópska efnahagssvæði. Ég gerði grein fyr- ir mínum skoðunum um það mál á ágætri ráðstefnu atvinnulífsins í Borgamesi fyrir nokkram dögum og skal ekki endurtaka það hér. Mikilvægasta viðfangsefni Islend- inga er að aðlaga efnahagslífið þeirri þróun sem nú á sér stað í kringum okkur. Það þarf að gera með því að styrkja samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja á öllum sviðum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjómvöld þurfa að leggjast á eitt um að gera varanlegan þann stöðugleika sem nú hefúr náðst í hagkerfinu. Hlutverk stjómvalda í þessu sambandi er fyrst og fremst að haga lagasetningu þannig að tryggt sé að atvinnulífinu sé sköp- uð umgjörð til að það þróist með eðlilegum hætti. Ég geri mér fulla grein fyrir því að á mörgum sviðum er samkeppnis- aðstaða íslenskra fyrirtækja verri en í nágrannalöndunum. Skattlagn- ing er í mörgum tilvikum ófull- komin og hér á landi era lagðir á skattar sem engum kæmi í hug að notast við meðal nágrannaþjóða okkar. Þar ber hæst aðstöðugjaldið sem verður að hvecfa eigi staða ís- lerískra fyrirtækja að vera sam- bærileg því sem gengur og gerist. Skattlagning á veltu er frumstæð- asta form skattlagningar sem er skaðlegt ffamforam í atvinnulífi. Jafnffamt er nauðsynlegt að endur- skoða ýmsar reglur sem gilda um starfsumhverfi atvinnurekstursins. A það bæði við um vinnulöggjöf- ina og margvíslegar reglur sem settar hafa verið án tillits til þess hvort atvinnulífið getur staðið und- ir þeim kostnaði sem þær hafa í för með sér eða ekki. Nauðsynlegt er að stjómvöld og aðilar vinnumark- aðarins leggist á eitt um að skapa atvinnulífínu sem best starfsskil- yrði á næstunni. Það er hér sem annars staðar besta leiðin til aukins hagvaxtar. Sá skilningur sem kom fram við gerð síðustu kjarasamn- inga bendir til þess að þjóðin geri sér enn betur grein fyrir því en áð- ur hvers virði öflugt atvinnulíf er. Ríkisstjómin væntir þess að geta átt gott samstarf við aðila vinnu- markaðarins um bætt starfsum- hverfi íslenskra fyrirtækja þannig að þau fái staðist vaxandi sam- keppni sem nú er framundan. Slíkt samstarf verður bæði að eiga sér stað með formlegum og óformleg- um hætti. Allt í kringum okkur er atvinnulíf- ið að undirbúa sig af kappi til að mæta þeirri hörðu samkeppni sem er framundan. Við megum alls ekki sitja þar eftir. Þótt ég geri mér grein fýrir mikilvægi stjómvalda varð- andi þróun atvinnulífsins er það at- vinnulífið sjálft sem mesta ábyrgð ber. Samtök atvinnurekenda hafa lagt á það áherslu að gera almenn- ingi kleift að taka þátt í atvinnu- rekstri með kaupum á hlutabréfúm. Þau skilyrði hafa verið bætt vera- lega með breyttum skattareglum. Öll stærri fýrirtæki ættu að leggja metnað sinn í að aukins hlutaQár verði aflað með almennu útboði. Því miður hefúr áhuginn oft verið mestur á að auka útboð hlutabréfa þegar afkoma er slæm. Sem betur fer virðist nokkur hugarfarsbreyt- ing nú eiga sér stað og vilji virðist vera að vakna til að fá almenning til þátttöku í atvinnulífmu. Grandvöllur bættra lífskjara er vel rekin fyrirtæjci í heilbrigðri sam- keppni. Við Islendingar þurfum á næstunni að taka höndum saman til að styrkja okkar atvinnulíf. Þrátt fýrir smæð okkar höfúm við sýnt að við eigum mikla möguleika í al- þjóðlegri samkeppni ef rétt er á haldið. Leiðin til meiri velgengni á alþjóðlegum mörkuðum liggur að mínu mati í gegnum aukið samstarf fýrirtækja og samtaka þeirra. Sam- eining fýrirtækjanna og kraftar stærri rekstrareininga hljóta að skipta þar sköpum. Það er í því sambandi umhugsunarefni hversu erfitt það virðist oft vera að sam- eina fýrirtæki og sveitarfélög hér á landi. Það má stundum ætla að það sé jafnvel erfiðara en að sameina Þýskaland og þeir múrar sem menn reisa séu erfiðari viðfangs en sjálf- ur Berlínarmúrinn. Ég óska Vinnuveitendasambandi Islands velfamaðar í störfúm og vænti þess að jafnt vinnuveitendur, launþegar og stjómvöld hafi einurð og framsýni til að takast á við þau mikilvægu verkefni sem nú blasa við í þjóðfélaginu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Jafnvægi þarf að ríkja milli rétt- inda og skuld- bindinga Ræða flutt á aðalfundi VSÍ Tillaga framkvæmdastjómar Evr- ópubandalagsins til ráðs þess um samningsumboð sér handa til að hefja formlegar umræður við EFTA- ríkin var afgreidd af hálfú fram- kvæmdastjómarinnar 8. þessa mán- aðar. Tillagan er nú í meðferð innan bandalagsins og búast má við því að endanleg ákvörðun ráðsins liggi fyr- irþann 18. júní nk. Hvað felst svo í þessu umboði framkvæmda- stjórnarinnar? Varðandi þær upplýsingar sem liggja fýrir um innihald tillögunnar má almennt fullyrða að þar er í raun- inni ekkert að finna sem koma ætti EFTA-ríkjunum sérstaklega á óvart. Hvað okkar hagsmuni varðar sér- staklega, þótt allt skipti okkur að sjálfsögðu miklu máli, var ítrekuð vel þekkt afstaða framkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins þess efnis að fyrir aðgang að mörkuðum komi aðgangur að fiskimiðum. Umboðið byggir á 238. grein Róm- arsáttmálans sem kveður á um að framkvæmdastjóm Evrópubanda- lagsins sé heimilt að gera samninga við 3ju ríki, samband ríkja eða al- þjóðastofnun sem felur í sér gagn- kvæm réttindi og skyldur. Samning- amir sem byggja á ákvæðum þessarar greinar era síðan frágengnir af ráðinu með samhljóða samþykki eftir að mat Evrópuþingsins liggur fýrir, en það afgreiðir málið með vergum meirihluta. Sjálfstæði samningsaðila til ákvarðanatöku hefúr aldrei verið ve- fengt. Fulltrúar Evrópubandalagsins hafa allt frá því á ráðherrafúndi EFTA og EB í Interlaken árið 1987 ávallt haldið sig við þijár grandvall- arreglur í víðtækara samstarfi EFTA og EB. — I fýrsta lagi hafi undirbúningur að sameiginlegum innri markaði bandalagsins forgang. — í öðra lagi yrði sjálfstæði Evr- ópubandalagsins til ákvarðanatöku ekki skert. — í þriðja lagi yrði að vera jafttræði á milli réttmda og skuldbindinga. Það ætti því ekki að koma neinúm á óvart þótt síðastnefnda reglan sé nú ítrekuð og framkvæmdastjómin leggi áherslu á að tryggt verði sam- starf sem byggist á jafnréttisgrand- velli bæði hvað varðar efnisatriði og lagaleg og stofnanaleg atriði. Efnisþættimir felast í því að í árs- lok 1992 liggi fýrir samningur um óhindruð vöraviðskipti, þjónustuvið- skipti, fjármagnsflutninga og frjáls atvinnu- og búseturéttindi á grund- velli þeirra samþykkta Evrópu- bandalagsins sem aðilar hafa komið sér saman um að sé viðeigandi grandvöllur að evrópsku efnahags- svæði. Jafnframt verði aukið sam- starf milli EFTA og EB á öðram sviðum sem báðir aðilar telja sig hafa hag af, eins og rannsóknum og þróun, umhverfismálum, neytenda- vemd, ferðamálum og félagsmálum, svo nokkur séu nefnd. Einnig er stefnt að því að undanþágur verði sem fæstar og byggi eingöngu á vemd grandvallarhagsmuna. Grandvöllur aukinna viðskipta er að tryggja eðlileg samkeppnisskil- yrði. Það hlýtur að feia í sér að sömu reglur gilda á öllu svæðinu og að komið verði á eftirlitskerfi sem tryggi eðlilega samkeppni, en það felur jafnframt i sér eftirlit með rík- isstyrkjum og undirboðum. Auk þess sem framkvæmdastjómin ítrekar fýrri og vel þekkta afstöðu sína í sjávarútvegsmálum gagnvart ríkjum utan Evrópubandalagsins, leggur hún áherslu á að aukinn verði aðgangur unninna landbúnaðaraf- urða og ýmiss konar grænmetis og ávaxta sem framleidd era í suður- ríkjum bandalagsins. Þessi mál era nú einnig könnuð í Ijósi viðræðna innan GATT. Þar sem landbúnaðarstefna banda- lagsins er ekki til umræðu í þessum samningum er óraunhæft að svo stöddu að ræða um tollabandalag, enda er ekki að finna ákvæði í GATT, þar sem einhvers konar „mini tollabandalag" er heimilt. Það er hins vegar raunhæft að halda við- ræðum áfram á grandvelli þeirrar fríverslunar sem komið var á með fríverslunarsamningunum sem gerð- ir vora fljótlega eftir 1970 með því að auka veralega við þá og bæta. Það er líka ekkert því til fýrirstöðu að gera ráð fýrir því í samningnum að slíkt fh'verslunarsvæði gæti síðar meir breyst í tollabandalag sjái samningsaðilar sér hag í því. Þegar efhisleg atriði samningsins liggja fýrir er komið að því að út- færa og setja endahnútinn á lagaleg og stofnanaleg atriði samningsins, framkvæmd hans og eftirlit. Þetta er mjög flókið mál, enda era um 1200 samþykktir (þ.e. reglugerðir, tilskip- anir og aðrar ákvarðanir) sem Evr- ópubandalagið hefúr sett á undan- fomum þremur áratugum á grandvelli Rómarsáttmálans sem EFTA-ríkin munu taka yfir. Ekki er ástæða til að fara hér nánar út í smá- atriði hvað varðar meðferð á mis- munandi samþykktum eða undir hvaða málaflokk þau heyra. Hins vegar má reikna með því að upp- bygging samningsins verði almennt þannig háttað að allar samþykktimar verði í viðauka samningsins, á með- an aðalefni samningsins mun hafa að geyma meginreglur um efnisþættina auk ákvæða um stofnanir og önnur almenn mál. Þó samningnum verði skipt þannig upp verða meginefni samnings og viðaukar lagalega jafn-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.