Tíminn - 17.05.1990, Qupperneq 9

Tíminn - 17.05.1990, Qupperneq 9
Fimmtudagur 17. maí 1990 Tíminn 9 gildir. Þetta hefur það í íor með sér að allur textinn, um 11.000 prentað- ar síður, verður að liggja fyrir á ís- lensku áður en Alþingi íslendinga getur fullgilt hann. Þetta er mjög umfangsmikið verk og var sú ákvörðun því tekin að fá Orðabók Háskóla íslands til að taka að sér þýðingar því með því möti er allt unnið á sama stað og umfangsmikil samræming á orðanotkun og texta verður óþörf. Þar sem um verður að ræða þjóð- réttarsamning, sem verður að öðlast lagagildi á Alþingi eftir sömu regl- um og gilda um setningu almennra laga, leggja EFTA-ríkin mikla áherslu á að hafa áhrif á mótun ákvarðana þannig að þau hafi raun- veruleg áhrif ffá því að byrjað er að vinna nýja tillögu um reglur innan Evrópubandalagsins. Jafhframt hafa EFTA-ríkin lagt ríka áherslu á þátt- töku í ýmsum sémefndum sem ann- ast rekstur og framkvæmd á ýmsum samþykktum innan bandalagsins. I báðum tilvikum hefur verið bent á eina leið sem talin er ákjósanleg í þessu sambandi, svokölluð FÍN/EFTA leið. Þessi leið var notuð innan EFTA þegar Finnland var enn- þá aukaaðili að samtökunum. Að- ferðin fólst í því að fyrst var haldinn fundur í EFTA-ráðinu en síðan í sameiginlega FIN/EFTA ráðinu. Það er ekki ætlunin að yfirfæra löggjafarvald til þess aðila sem mun annast ákvarðanatöku innan EES. Akvarðanatakan yrði að vera gerð með samhljóða samþykkt samnings- aðila. Allar reglur munu fara fyrir alþjóðaþing aðildarríkjanna, þó framkvæmda- og tæknireglur verði væntanlega hægt að ákvarða með stjómvaldsaðgerðum. Þetta mun hafa í for með sér aukið samstarf við þjóðþingin strax í upphafi ákvörðun- arferilsins og þar með hefði Alþingi innsýn í málin strax á meðan tillögur em í mótun. Það er ljóst að nauðsynlegt er að samþykktum innan evrópska efna- hagssvæðisins sé bæði ffamfylgt og þær túlkaðar á sama hátt í öllum rikjunum sem aðild eiga að evr- ópska efnahagssvæðinu. Fram- kvæmdastjóm Evrópubandalagsins fer með eftirlit gagnvart aðildarríkj- unum með tvennum hætti. í fyrsta lagi er um almennt eftirlit að ræða, þ.e. hvort aðildarríkin hafi sett nauð- synleg Iög í samræmi við tilskipanir bandalagsins og innan tilgreindra tímamarka og hvort þeim sé fram- fylgt. I öðm lagi er um að ræða sér- stakt effirlit sem felst í því að ffam- kvæmdastjómin fylgist með því að aðildarríkin brjóti ekki reglur á ýms- um sérsviðum, s.s. þær er varða rík- isstyrki, opinber útboð og sam- keppnisreglur. Allt eftirlit ffamkvæmdastjómar fer ffam í sam- ráði við stjómvöld aðildarríkjanna. Þetta eflirlitskerfi Evrópubanda- lagsins hefúr verið til frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður. Þar sem ólíklegt er að um verði að ræða eina cffirlitsstoíhun fyrir allt svæðið verður að kanna þann mögu- leika að innan EFTA verði sett upp eftirlitsstofnun þannig að notast verði við hina svokölluðu tveggja stoða lausn. Þetta eftirlit felst í því að náin samvinna verði á milli eftir- litsstofnana EFTA-ríkjanna og EB. Ef þessi aðferð er notuð yrði líklega komið á sameiginlegri nefhd fúlltrúa EFTA-ríkjanna og fJamkvæmdat- jómar sem mundi deila út verkefn- um á eftirlitsstofnanimar þegar kvartað yrði beint við sameiginlegu nefndina. Búast má við að ef þetta fyrirkomulag verði notað munu EFTA-ríkin leggja mikla áherslu á að sem mest af eftirlitinu fari fram i aðildarríkjunum. Þar sem reglur, sem gilda innan evrópska efhahagssvæðisins, verða hluti af landslögum og einstaklingar og fyrirtæki geta leitað réttar síns fyrir dómstólunum er nauðsynlegt að settur verði upp dómstóll innan evrópska efnahagssvæðisins sem yrði í nánum tengslum við Evrópu- dómstólinn sem hefur áratuga reynslu í túlkun EB-réttarins. I þessum samningum hefur áhersl- an verið lögð á það að undanþágur séu í lágmarki eða aðeins þær sem rökstyðja má með hliðsjón af grund- vallarhagsmunum. íslendingar settu strax í upphafi könnunarviðræðn- anna almennan fyrirvara vegna smæðar vinnumarkaðarins í tengsl- um við ffjálsan atvinnu- og búsetu- rétt og heimild erlendra aðila til að fjárfesta í auðlindum okkar sem við byggjum lífsafkomu okkar á. Þessir fyrirvarar standa enn og nánari út- færsla á þeim er samningsatriði. Það hefur verið gefið í skyn að EFTA-ríkin hafi sett fram óskir um óaðgengilegan fjölda undanþága. í hverju felast þessar undanþágur? Þau atriði sem komið hafa fram og óskað hefur verið eftir aðlögunar- tíma eða undanþágum, eru í rauninni eingöngu byggðar á því að við sam- anburð á löggjöf Evrópubandalags- ins og aðildarríkja EFTA voru kort- lögð þau atriði þar sem löggjöf var ekki samræmd. EFTA-ríkin eiga innbyrðis eftir að taka afstöðu til þess hversu marga tímabundna fyrir- vara verður farið ffarn á eða hveijar þær varanlegu undanþágur verða sem óskað verður eftir. í sumum til- vikum, eins og hjá okkur, felst beiðni um aðlögunartíma í því að við höfúm ekki löggjöf eða hún er úrelt og við teljum okkur þurfa ein- hvem tíma eftir ársbyijun 1993 til að koma henni í ffamkvæmd. Hér að framan hefur aðeins verið stiklað á stærstu atriðunum. Þessi mál eru enn í vinnslu og mótun, enda um samningsatriði að ræða. Það er þó brýn ástæða til þess að leggja áherslu á að fJamkvæmd, túlkun og eftirlit verði með sama hætti á öllu efhahagssvæðinu, enda tilgangslaust að gera samning um efnisatriði ef hvert ríki fyrir sig ætlar sér að leika einleik hvað varðar ffamkvæmd, túlkun og eftirlit. Eins og í öllu samstarfi ríkja þarf að vera jafnvægi á milli kosta og galla, rétt- inda og skuldbindinga. Þetta kallar á náið samstarf margra aðila, bæði innanlands og utan. Það er verið að leggja grunn að auknum og jafn- ffamt auðveldari möguleikum fyrir fyrirtæki og einstaklinga að athafna sig í því nýja efnahagsumhverfi sem stefnt er að. Þetta getur aldrei orðið einstefnuakstur, heldur verður þetta sem annað samstarf, eins og þessum hópi er vel kunnugt, að byggja á gagnkvæmnisgrundvelli. Hvað er framundan? Umboðið sem ffamkvæmdastjómin afgreiddi til ráðsins þar sem hún óskaði eftir heimild þess til að hefja samningaviðræður mun að öllum líkindum verða afgreitt frá ráðinu 18. júní nk. Fastafúlltrúar aðildar- ríkja Evrópubandalagsins hjá banda- laginu, COREPER, munu fara yfir tillögur ffamkvæmdastjómar svo og í það minnsta utanríkismálanefnd Evrópuþingsins, REX-nefndin svo- kallaða. Ég hef drepið á nokkur at- riði hér sem felast í tillögum fram- kvæmdastjómar. Það er ástæða til að leggja sérstaka áherslu á það að af- greiðslan á þessum tillögum er alfar- ið innanhússmál Evrópubandalags- ins. Það verður ekki ljóst hvemig samningsumboð framkvæmdastjóm- in kemur endanlega til með að fá fyrr en ráðið hefur veitt umboð. Þar til það liggur fyrir munum við halda áfram að undirbúa samningaviðræð- ur sem við gemm ráð fyrir að heíjist formlega í lok júní og síðan af fúll- um krafti í haust að loknum sumar- leyfúm. A undanfomum vikum hefúr nokk- uð verið hamrað á því að nokkur að- ildarríki EFTA ætli að sækja um að- ild og ef þau geri það ekki, ætli þau að nota evrópska efnahagssvæðið sem biðsal fyrir aðild. Það virðist aldrei vera nógu oft ítrekað að þó vitað sé að Austurriki hefur nú þegar sótt um aðild að bandalaginu þá hef- ur sú aðildarumsókn ekki drcgið úr þátttöku þeirra á neinn hátt í viðræð- unum um evrópskt efnahagssvæði. Evrópubandalagið hefur þegar til- kynnt Austurríki og öðmm ríkjum að Evrópubandalagið óski eftir því að tala við EFTA- ríkin sem eina heild og nýjar aðildammsóknir að Evrópubandalaginu verði ekki rædd- ar fyrr en í fyrsta lagi eftir árið 1995. Þetta var einu sinni áréttað í Finnlandi fyrir stuttu þar sem Bangemann, sá framkvæmdastjóri Evrópubandalagsins sem fer með innri markaðsmál þess, sagði að engin ný aðildarríki yrðu tekin inn í bandalagið fyrr en um aldamót. Fyr- ir bandalaginu vakir nú fyrst og fremst að styrkja innviði sína. Það er þess vegna sem Jacques Delors, for- seti framkvæmdastjómar EB, hefúr lagt áherslu á að finna fyrirkomulag sem gæti tengt EFTA- ríkin við innri markað bandalagsins á sem stystum tíma án þess að riðla því sem þegar hefúr áunnist. Hvað ríkin gera í ffamtíðinni er því allt byggt á get- gátum. Tíminn mun einfaldlega leiða það í ljós og við verðum að taka á því þegar þar að kemur. Hvað okkur sjálf varðar eigum við að einbeita okkur að því sem liggur fyrir, þ.e. að vinna með öðmm EFTA- ríkjum að þvi að koma á evr- ópsku efnahagssvæði þar sem við getum tryggt hagsmuni okkar. Því er oft haldið á lofti að við eigum enga samleið með iðnríkjum á borð við Svíþjóð vegna hagsmuna okkar í sjávarútvegi. Það er rétt að benda á að það hvarflar ekki að neinum að draga úr mikilvægi sjávarútvegs. Staðreyndin er hins vegar sú að fisk- ur er hráefúi sem er mjög viðkvæmt og ekki varanleg auðlind, nema vel sé að henni hlúð, bæði gagnvart ágengni og mengun. Okkur er því lífsnauðsynlegt að taka sem mestan þátt í samstarfí nágrannaþjóða okkar til að auðvelda okkur möguleikann á aukinni fjölbreytni á sviði vörufram- leiðslu og tryggja henni auðveldan aðgang að erlendum mörkuðum, auka og efla viðskipti á sviði þjón- ustu og fjármagns og ekki síst að auðvelda menntun og tækniþróun hérlendis. Eins og við getum nýtt okkur af reynslu okkar í fiskveiðum ber okkur skylda til að búa þannig í haginn að reynsla og þekking á öðr- um sviðum nýtist okkur sem best. Að lokum, til að vel fari þurfúm við að snúa bökum saman og vinna ötullega í þessum málum og verja þannig hagsmuni okkar næstu árin, enda er hér á ferðinni stærsta utan- ríkismál Islendinga síðan lýðveldið var stofhað 1944. Hvaða breytingar verða á næstu árum í umhverfi okk- ar, bæði pólitískt og efnahagslega, mun tíminn einn leiða í ljós. Við skulum einbeita okkur að því verk- efni sem nú liggur fyrir og vera með í mótun og ákvarðanatöku evrópska efnahagssvæðisins. „Égheld ég gangi heim“ Eftir einn -ei aki neinn yUMFERÐAR RÁÐ í VORVERKIN BSA dæludreifarar og haugsugur keðjukastdreifari Ávinnsluheifi ''•i'ttttv Öll tækin til á lager Hafið samband við sölumenn Sími 91-760000 SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 Mlésúuífý BÖGBALLE áburöardreifarar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.