Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. maí 1990 Tíminn 11 > a lif og dauða, segir Sigfús Jónsson rður að fá álver an þess svæðis væru áhrifin hverfandi. Hins vegar yrði að gæta þess að setja mjög strangar reglur varðandi hreinsibúnað. Andrés lagði áherslu á að hreinlæti og að- búnaður hefði batnað i áliðjum hvarvetna í heiminum og sýndi máli sinu til stuðnings myndir af álverum erlendis, þar sem m.a. kýr voru á beit rétt við húsvegginn á stóru álveri. Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusam- bands Norðurlands, sagði að ef álveri yrði valinn staður á suðvesturhorninu hefði það í fór með sér meiri byggðaröskun en nokk- urn hefði órað fyrir. „Atvinnuleysi á Akur- eyri er nú 3,57% vinnufærra manna og eru það hæstu tölur sem þekkst hafa á Akureyri um langt árabil," sagði Þóra. „Mikill óró- leiki er í fólki vegna þessa ástands og ljóst að mjög margar fjölskyldur munu flytja bú- ferlum suður yfir heiðar ef stóriðju verður valinn staður á suðvesturhorninu. Ef, sem vonandi verður ekki, að fólksflótti verði héðan mun fólk ekki setja fyrir sig þótt það geti ekki selt húseignir sínar að svo komnu máli. Því von um trausta afkomu og at- vinnuöryggi sér og sínum til handa er átt- hagaást og eignastöðu yfirsterkari. Slíkir búferlaflutningar yrðu mikil blóðtaka fyrir Akureyri og nágrenni og umræða um bú- ferlafluninga er mikil. Slík umræða er eðli- Ieg þar sem fólk er vonlítið um að stjórn- völd og sveitarstjórnir hafi dug í sér og samstöðu til að stóriðjunni verði valinn staður hér. Ekki að ástæðulausu því sumir háttvirtir alþingismenn fara eins og kettir í kringum heitan graut þegar minnst er á staðarval og vilja ekkert láta frá sér fara. Þó reyna þingmenn að hygla sínum kjördæm- um, og sagði m.a. einn pólitíkus á fundi hér Ljósmynd: Kristján Logason fyrir skömmu að Reyknesingar yrðu að fá ný atvinnutækifæri þar sem herinn væri á förum þótt ekkert sé ljóst í þeim efnum enn- þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ládeyða er í atvinnulífi hér. Yfirleitt hefur það tengst samdrætti í sjávarafla, en engar uppsveiflur eru væntanlegar í þeim málum vegna stýr- ingar fiskveiða. Því þurfa að koma til ný at- vinnutækifæri sem skapa mörgum mönnum vinnu." Að afloknum erindum framsögumanna var mælendaskrá opnuð og tók fjöldi manna til máls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.