Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 17. maí 1990 VETTVANGUR Þorsteinn Daníelsson: TAPAÐIR MILLJARÐAR Enn er Jónas Kristjánsson óumdeilanlega forínginn í af- tökusveit landbúnaðarins á íslandi. Hann safnar liöi og það læturtil sín heyra annað slagið. Það er vel tamið lið sem fylgir foringjanum hugsunar- og hiklaust Fær ein- hverjar tröllatölur sendar frá reiknimeisturum Jónasar. Ekki dettur þessu ofsatrúarfólki í hug að hægt sé að ve- fengja þá reikninga. að kaupa?" Og áfram heldur hún: „Landið þolir ekki þennan ágang án stórskaða, þetta veldur ómældu tjóni á gróðri sem eykst frá ári til árs. Er ekki gróðurlendið dýrmæt- asta eign okkar?" Tilvitnun lýkur. Af hverju er gróðurlendið dýr- mætt ef ekki má nota það? Hvar er þessi mikla gróðureyðing? Veit Herdís ekki að hægt er að eyða gróðri að mestu með því að alfriða land? Sinan og mosinn kæfa hinn græna gróður. Þar sem ég þekki best til, í Rangárvallasýslu og aust- anverðri Árnessýslu, hefur mikið verið grætt upp síðustu áratugina, þar get ég nefnt til dæmi Moldirnar á Kambsheiði, kringum Gömlu Akbraut, uppi í Tungum og mjög stór svæði á Landi. og Rangárvöll- um. Á þessum stöðum hefur Sand- græðslan og síðan Landgræðslan Þar er fólk eins og Herdís Þor- valdsdóttir, af sumum nefhd amma englakroppanna, og Baldur Her- mannsson, oft kallaður Skugga- Baldur, og fleiri. Herdís hefur það eftir Þórólfi Matthíassyni, hagfræðingi við Há- skóla íslands, að það hafi kostað ís- lenska neytendur 10-15 milljarða á árinu 1989 að fá ekkí að kaupa landbúnaðarvörur sínar frá útlönd- um. Ekki skýrir hún þá reikninga, sem ekki er von því það hlýtur að vera svo miklu þægilegra að trúa bara í hugsunarleysi lærðu mönn- unum. Þó dýrt sé að halda lífinu í landbúnaðinum er þó ofbeitin henni meira áhyggjuefni. Hún spyr: „Þolir landið þessa ofbeit og allar þessar óþarfaskepnur? Þolir fjárhagur landsins alla þessa of- framleiðslu sem við erum neydd til unnið að. í Gunnarsholti var mikið örfokaland grætt upp með fræ- og áburðardreifingu og mikilli beit. Þegar ég var ungur var oft svo mikið mold- eða sandfok hjá okkur að varla sá til næstu bæja. Þá var að fjúka upp á Landi, austur á Rangár- völlum, suður á Kambsheiði eða uppi í Tungum hjá Haukadal, þar rýkur enn stöku sinnum en aldrei nær það þó til okkar eins og áður gerðist. Moldrok á Kambsheiði, austur á Landi eða Rangárvöllum sést aldrei. Landmannaafréttur grær upp milli Heklugosa, þrátt fyrir notkun. Víða verður að brenna sinu á vorin ef lítið er beitt, ef jörð á ekki að spillast. Það á helst við um þurrlendar mýrar. Nú ætti Herdis og hennar ofbeitar- leikfélagar i Jónasarliðinu að benda á þær jarðir eða landshluta sem þau telja fjárbeit vera að eyði- leggja. Annars hljótum við sem ekki sjáum eyðilegginguna umtöl- uðu að lita svo á að hér séu á ferð dylgjur og atvinnurógur. Á leik- konan von á að jöklar landsins grænki ef öllu fé er fargað? Var það ofbeit að kenna að skriðan féll á 95 ára gamalt hús á Akureyri? Var það Annars hljótum við sem ekki sjáum eyðilegginguna umtöluðu að líta svo á að hér séu á ferð dylgjur og atvinnurógur. vegna oíbeitar að Hekla og Skjól- kerár gusu fyrir fáum árum og stór- skemmdu Landmannaafrétt? Er það vegna Heklugosa að Hraun- teigur og aðrar skógartorfur í ná- grenni Heklu lifa enn, eins og sum- ir virðast halda? Það er lítið talað um að skógurinn lifir þótt fé hafi gengið þar um aldir. I Næfurholti var stórbú og þurfti lítið að gefa, og skógurinn lifði. Hvernig stendur á að gömul leikkona tekur að sér hlutverk í landeyðingarleikriti Jón- asar DV? Eru leikhúsgestir orðnir leiðir á henni sem slíkri? Eru kannski einhverjir farnir að spyrja hvort fjárhagur ríkisins þoli allt þetta leikhúskjaftæði sem „skatt- greiðendur" eru látnir borga? Eru sumir leikararnir á fullum launum áratugum eftir að þeir hættu að vera nokkurs manns augnayndi? Baldur reiknar og reiknar og harm- ar sinn hlut og annarra skattgreið- enda að ekki skyldi fyrir mörgum árum verið farið að ráðum Jónasar DV og landbúnaði útrýmt á íslandi. Hefði það verið gert telur hann að Islendingar væru orðnir vellauðug- ir. íslensk stjórnvöld sendu og gáfu Rúmenum 600 tonn af ársgömlu dilkaketi nú í vetur þegar fréttir bárust þaðan af matarskorti. Baldur segir það vera ket sem enginn hér vildi leggja sér til munns, en sting- ur upp á þvi að 600 bændur ís- lenskir fylgdu með í gjöfinni og reynt yrði að fá aðrar austantjalds- þjóðir til að taka við álíka send- ingu. Telur Baldur þá eftir allt sam- an íslenska bændur öðrum færari til að koma á bjargálnabúskap á þeim slóðum. Hvar skyldu finnast þær þjóðir sem vildu taka við landeyð- ingarliði D.Vaffsins? UR VIÐSKIPTALIFINU Islenskt atvinnulíf séð frá París Skýrsla Efnahags- og framfarastofn- unarinnar í París um ísland 1989- 1990 var birt 3. maí 1990. í skýrsl- unni segir (í lauslegri þýðingu): „í íslensku efhahagslífi hefur verið samdráttur frá miðju ári 1988. Magn útflutnings gekk saman um nálega 3% 1988 þannig að vergar þjóðar- tekjur minnkuðu um 0,75%. Sam- drátturinn gekk lengra 1989 vegna snarps falls í aflamagni og versn- andi viðskiptakjara. A föstu verð- lagi féllu þjóðartekjur um 5% og ráðstöfunartekjur heimila um 8%. Sem stendur er samdráttur í nær öll- um innlendum atvinnugreinum — iðnaði, byggingarstarfsemi, verslun ogþjónustu."(bls.ll) „Fiskveiðar stóðu mjög undir vexti frá 1984 til 1987. Þorskafli jókst úr 280 upp í nær 390 þús. tonn. I sjón- um kringum Island voru skilyrði hagstæð framan af níunda áratugn- um. Alllangt norður fyrir eylandið var mun meira um Atlantshafssjó en hinn kalda, fæðusnauða íshafssjó og þykknandi svifbreiða, uppspretta fæðukeðjunnar. Aftur á móti hafa náttúruleg skilyrði versnað frá 1986, þannig að horfur urðu á smækkandi fiskstofhi ef veiði þorskfiska yrði söm og áður. Eftir að hafa greint möguleg áhrif af ýmsum nýtingar- stigum lagði Hafrannsóknastofnun til 300.000 fiskkvóta í stað 390.000 tonna kvótans 1987. Málamiðlun varð síðar um 350.000 tonna veiði. Smugur í kvótakerfinu ollu því að þorskafli 1988 varð nokkru meiri eða 376.000 tonn, auk afla annarra djúpsjávarfiska, svo að minnkun fiskafla varð haldið innan við 0,5% (að frátalinni loðnu). Mat á afla 1989 bendir til minnkunar þorsk- veiði niður í 350.000 tonn (10% minnkun)." (bls. 13-14) „Gegnt slikum bakgrunni hækkuðu kauptaxtar og laun miklu hraðar 1987 heldur en vænst hafði verið í ársbyrjun. Raunverulegt tímakaup hækkaði um 19% og hlutur launa og neyslu varð hinn hæsti í sögunni." (bls. 16) „Mikil spenna var á vinnumarkaði á fyrri árshelmingi 1988 og aðeins lítið eitt lækkaði tala lausra vinnu- plássa og hækkaði tala atvinnulausra. Við þær aðstæður léttu kjarasamningar lítt álagi á arðshlutanum en vegna stefnu á lækkandi gengi krónunnar urðu mikil líkindi á 30% verðbólgu á árinu. Stöðvun hækkana á kaup- gjaldi og verðlagi að nokkru var upp tekin í september 1988 og skyldi standa til 15. febrúar 1989." (bls. 18) Úr ásókn eftir vinnuafli dró fram á árið 1989 og jókst atvinnuleysi upp í 1,75% og hlutfall lausra vinnuplássa lækkaði snarplega. Flestir kjara- samningar í einkageiranum komu upp til endurnýjunar í apríl — að niðurfelldri bindingu kaupgjalds og verðlags eins og heitið hafði verið — og voru gerðir kaupsamningar um 12% hækkun að meðaltali frá 1988. Hækkanir í öðrum geirum vinnumarkaðarins voru mismiklar en yfirleitt lægri en 12%. Laun fasts starfsfólks eru talin hafa hækkað um 13% að meðaltali, þannig að raun- veruleg laun urðu um 6% lægri en árið áður." (bls. 18) „Á veltuskeiðinu 1984-1987 varð neysla venju fremur mikil. Einka- neysla fór upp í 63% vergra þjóðar- tekna 1987, samneysla upp í 18% og fjármunamyndun féll niður i 20%. Að meðaltali varð árleg aukning fjármunamyndunar, þótt allmikil væri, undir þeirri 4% aukningu sem varð á áttunda áratugnum. Hvað um það, þá olli minnkandi heildarsparn- aður á sama skeiði, niður á hið frem- ur lága stig 16% vergra þjóðartekna, svo að hann svaraði ekki til fjár- munamyndunarinnar, svo að mun- inn varð að fjármagna með innfluttu auðmagni." (bls. 18-19) „Vegna bilbugs á innlendri eftir- spurn skrapp magn innflutnings snarplega saman 1989, þannig að vöruskiptajöfhuður rétti mjög við. Alls versnuðu viðskiptakjör ura tæplega 3% frá 1988 til 1989. Hækkandi halli á þjónustuliðum vó upp á móti bata á vöruskiptajöfnuði. í þjónustuliðum vó þyngst vaxandi byrði vaxtagreiðslna. Þær fóru 1989 upp í 4,5% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Útlendar skuldir jukust líka talsvert í hlutfalli við verga þjóðarframleiðslu, úr 41% 1988 upp í 50% 1989, eitt hæsta hlut fallið á meðal aðildarlandanna að Efhahags- og framfarastofnuninni í París. Skuldagjöld — vextir og af- borganir — fóru upp í 20% af út- flutningstekjum." (bls. 21-22) Tafla 1 (bls. 23) Útlendar skuldir í heild sinni sem hlutfall af vergum þjóðartekjum Ar . 1981 1982 1983 1984 % 26,8 39,3 47,2 49,6 Ar 1986 1987 1988 % 45,1 40,6 41,6 1989(mat) 48,3 1990(mat) 50,8 í skýrslu Efhahags- og framfara- stofnunarinnar um ísland 1989- 1990 segir enn: „Á samdráttarskeiðinu hafa um- ræður, einar hinar mikilvægustu, snúist um að hve miklu leyti alls- herjarstefnumörkun (macro- polici- es) verði beitt til að hamla gegn lækkun lífskjara. En stjórnvöld hafa ekki á mörgu ráð. ísland var i svip- uðum vanda og við blasti á öðrum hlutum landsvæðis aðildarríkja Efnahags- og framfarastofhunarinn- ar á upphafi níunda áratugarins að þvi leyti að misvægi af völdum ótil- hlýðilegrar mörkunar heildarstefnu á umliðnum árum dró úr notagildi hennar, jafhframt því sem fyrirstaða gegn framboðshliðar- ráðstöfunum (supply side rigidities) hefur að stærri hluta krafist mark- aðslausnar á efnahagsvanda lands- ins. Skorður við vöxtum leiddu þannig til ofvaxtar í eftirspurn eftir lánsfé fram til 1983 sem og verð- bólgu yfir meðallagi í aðildarlönd- unum og söfnun erlendra skulda. Á fjárlögum var hvað eftir annað áhersla lögð á hallalausan búskap ríkisins en því takmarki var ekki náð þrátt fyrir þróttmikið athafnalíf. Ágallar í skattkerfinu skertu skart- heimtu þess og með tilslökunum á ríkisfjárlögum var enn reynt að spyrna við þrýstingi á kaupgjald. Halli á fjárlögum af þessum sökum stuðlaði að myndun of mikils ráð- stöfunarfjár og að töku útlendra lána, svo að útlendár skuldir urðu á efri mörkum hins viðunanlega." (bls. 24) „Við þá skipan peningamála sem stóð fram til 1983 var Seðlabankinn hafður til að afla fjár frá innláns- bönkum og að láta það ganga til at- vinnuveganna i formi ódýrra lána. Varð það fyrir tilhögun innlánsbind ingar (sem nam 28% innlána) sem Seðlabankinn greiddi af verulega neikvæða vexti — form millifærslu auðs frá innleggjendum til lántak- enda, sem á stundum var nefnt verð- bólguskattur. Á öndverðum níunda árarugnum höfðu upp af þeirri skipan sprottið ýmis klassísk skilyrði óðaverð- bólgu: Sívaxandi umframeftirspurn eftir lánsfé, vantraust á eignum í formi peningaupphæðar og fallandi innstæður í bönkum. Eftirspurnar- megin ýttu neikvæðir raunvextir undir verðbólguferli og kostnaðar- megin verðtrygging og uppi haldið gengi gjaldmiðilsins. Kaupgjald var tengt verði útlends gjaldeyris sem að sínu leyti var tengt launum en því fyrirkomulagi var ætlað að halda í horfinu hlutfallslegum skerfi arðs og launa, þótt af hlytist röst gengis- lækkana og verðbólgu — í rauninni hnigu stefnan í peningamálum og raungengi gjaldmiðilsins, ríkisfjár- mál og stefhan í launamálum öll að uppskiptingu þjóðarauðs, hin tvö fyrst töldu sakir styrktra lána til at- vinnuvega og breytinga á viðskipta- kjörum, metnum í islenskum krón- um; hin tvö síðasttöldu fremur beinlínis (þar eð fjárlög voru sniðin að viðleitni ríkisstjórnarinnar til að halda hófsemi í launamálum). Vöntun á tilhlýðilegum allsherjar- stöðugleika leiddi til töku útlendra lána til að brúa bil milli þjóðartekna og þjóðarútgjalda: Umframeftir- spurn neyslu og fjárfestingar var „eftir á" kostuð með útlendum lang- tímalánum og leiddi það til uppsöfh- unar skulda utan lands. En 1983 var þessi skipan mála orðin óstöðug og bauð upp á sprengingarhættu og verðbólga og útlendar skuldir í örum vexti. I þeim kringumstæðum bar brýna nauðsyn til að færa innlenda eftirspurn til nánara samræmis við framleiðslugetu, en til að koma því til leiðar þurfti að betrumbæta og umsnúa hinum hefðbundnu tækjum allsherjarstefhumörkunar — þeirra á meðal gengi, vöxtum og fjárlögum." (bls. 25-26).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.