Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 19
l.t. >.'. íri .'AJ i 'l'V'fil * Fimmtudagur 17. maí 1990 Tíminn 19 IÞROTTIR NBA-deildin: Lakers úr leik í annað sinn á þessum áratug leika Los Angeles Lakers ekki til úrslita í NBA-deildinni í körfuknattleik. Liðið tapaði fimmta leiknum gegn Phoenix Suns í undanúrslitum vest- urdeildarinnar í fyrrinótt, 103-106, á heimavelli sínum í Forum höllinni. Lakers tapaði viðureigninni því 1-4. Þrátt fyrir stórleik Earwin „Magic" Johnson, sem skoraði 43 stig, náði Lakers ekki að hemja Phoenix liðið sem er í miklum ham þessa dagana. Kevin Johnson átti bestan leik Phoenix manna í leikn- um. Detroit Pistons, meistararnir frá því í fyrra eru komnir í úrslit austur- deildarinnar eftir 95-84 sigur á New York Knicks í fyrrinótt. Detroit vann 4-1. Portland Trail Blazers hefur 3-2 yfir í viðureign sinni gegn San Anto- nio Spurs í undanúrslitum vestur- deildarinnar. Portland sigraði Spurs í fyrrinótt 138-132 í tvíframlengdum æsispennandi leik. Liðið sem fyrr sigrar í fjórum leikjum mætir Phoe- nix í úrslitum vesturdeildarinnar. Mótherjar Detroit í úrslitum aust- urdeildarinnar verða annaðhvort Chicago Bulls eða Philadelphia '76ers, en Chicago hefur 3-1 yfir í viðureigninni. Hjólreiðar: ítali sigraði á Spáni Marco Giovannetti frá ítalíu sigr- aði í „Tour of Spain" hjólreiða- keppninni í fyrradag. Róöur: Lithaugar vilja í FISA Lithaugar, sem nýlega lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, hafa sótt um aðild að Alþjóða róðrarsam- bandinu, FISA, og vilja fá að taka þátt í heimsmeistarakeppninni sem fram fer í Ástralíu síðar á þessu ári. íshokký: Langur úrslitaleikur Fyrsti leikur Edmonton Oilers og Boston Bruins um Stanley bikarinn, sigurlaunin í n-amerísku íshokký deildinni, fór fram í gærmorgun. Leikurinn var sá lengsti í úrslitum frá upphafi, þríframlengdur, en um síðir stóð Edmonton liðið uppi sem sigurvegari 3-2. Liðið þarf þó að sigra Boston þrisvar enn til þess að hljóta Stanley bikarinn. Enska knattspyrnan: Wright á bekknum? Steve Coppel, framkvæmdastjóri Crystal Palace, ætlar ekki að til- kynna fyrr en á síðustu stundu hvort hetjan frá bikarúrslitaleiknum sl. laugardag, Ian Wright, byrji inn á eða koma inn á sem varamaður. Síðari leikur Crystal Palace og Manchester United verður í kvöld kl. 18.30 á Wembley, en liðin gerðu sem kunnugt er 3-3 jafntefli á laugar- daginn. Alex Dyer verður í hópnum hjá Palace í dag, en hann var ekki með á laugardag. Líkurnar á því að Gary Pallister geti leikið með United í dag eru 50%, en hann á við ökklameiðsl að stríða. Siglingar: Ýmismenn sigursælir Vormót siglingamanna var haldið á Fossvoginum sl. laugardag í 2-5 vindstigum og sléttum sjó. Keppt var í tveimur flokkum og urðu úrslit þessi: Opinn flokkur: 1. Óttar Hrafnkelsson á Laser 2. Páll Hreinsson á Laser 3. Guðjón I. Guðjónsson á Laser 4. Sigríður Ólafsdóttir á Europe 5. Benedikt H. Guðmundsson á Europe Optimist flokkur: 1. Ragnar Már Steinsen 2. Guðni Dagur Kristjánsson 3. Bjarki Gústafsson Þessir keppendur voru allir í sigl- ingaklúbbnum Ými. Fyrirliðar 8 af þeim 10 liðum sem leika munu í 1. deild knattspyrnunnar, Hörpudeildinni, í sumar. Tímamynd Árni Bjarna. Knattspyrna - Hörpudeildin: Topplið síðasta sumars mætast - í 1. umferð Hörpudeildarinnar á laugardag Knattspyrnuvertíðin hefst fyrir al- vöru á laugardag, en þá fara fyrstu þrír leikirnir í Hörpudeildinni fram. Á sunnudag líkur fyrstu umferð með tveimur leikjum. Kl. 14.00 á laugardag hefjast fyrstu leikir mótsins. í Eyjum taka nýliðar ÍBV á móti bikarmeisturum Fram, á Akureyri mætast hitt nýja liðið í deildinni, Stjarnan, hinu harð- skeytta liði Þórsara og KR-ingar taka á móti Víkingum og verður sá leikur að öllum líkindum á gervigras- vellinum í Laugardal. Vélsleðamót: Fór fram í góðu veðri á Ólafsfirði Vélsleðamót, sem frestað hafði verið í 2 vikur vegna ófærðar og snjóflóða, fór loks fram á Ólafsfirði sl. laugardag. Keppendur, sem voru víðs vegar af landinu, fengu að þessu sinni gott veður, en úrslit urðu sem hér segir: Brautarkeppni 4.-5. flokkur: 1. Arnar Valsteinsson P. Indy 400 2. Jóhann Eysteinsson P. Indy 400 3. Jóhannes Reykjalín A.C.Prowler 6. flokkur: 1. Jón Ingi Sveinsson P. Indy 500 2. Viðar Sigurjónsson P. Indy 500 3. Gunnar Hákonarson P. Indy 500 7. flokkur: 1. Njáll Sigurðsson A.C. Wildcat 2. Gottlieb Konráðsson Ski-Doo Ml 3. Halldór Bragason P. Indy 600 Tvímenningskeppni í braut: 1. Gunnar Hákonarson og Marinó Sveinsson P. Indy 500. 2. Jón Ingi Sveinsson og Viðar Sigurjóns- son P. Indy 500. 3. Njáll Sigurðsson og Magnús Þorgeirs- son A.C. Wildcat Spyrnukeppni 1/8 míla: Flokkur AA: 1. Njáll Sigurðsson A.C. Wildcat 2. Viðar Sigurjónsson Ski-Doo Ml 3. Arnur Valsteinsson A.C. Wildcat Flokkur A: 1. Magnús Þorgeirsson Kawasaki Int. 2. Halldór Bragason P. Indy 600 Flokkur B: 1. Jón Ingi Sveinsson P. Indy 500 2. Gunnar Hákonarson P. Indy 500 3. Hreiðar Hreiðarsson P. Indy 500 Flokkur C: 1. Jóhann Eysteinsson P. Indy 400 2. Jóhannes Reykjalín A.C. Prowler 3. Sigurður P. Jónsson A.C. Prowler BL A sunnudag mætast toppliðin frá því í fyrra FH og KA á Kaplakrika- velli kl. 16.00. Leikið verður á æfingagrasvellinum, þar sem aðal- völlurinn er ekki tilbúinn. FH-ingar urðu sem kunnugt er í 2. sæti í fyrra og KA varð íslandsmeistari. Vai það besti árangur beggja félaganna frá upphafi. 1. umferðinni lýkur með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda kl. 20.00. Leikið verður líklega á æfingagrasi þeirra Valsmanna eins og fyrstu leikirnir í fyrra. Lokastaðan í 1. deild, Hörpu- deildinni í fyrra varð þessi: 1. KA, 2. FH, 3. Fram, 4. Valur, 5. KR, 6. ÍA, 7. Víkingur, 8. Þór, 9. Fylkir, 10. ÍBK. Fjógur lið eru líklegust til þess að blanda sér í baráttuna um titilinn að þessu sinni, íslandsmeistarar KA, FH og Reykjavíkurfélögin KR og Fram. Valsmenn og Skagamenn verða líklega um miðja deild og botnbaráttan kemur sennilega til með að verða á milli Víkinga, Þórs- ara, Eyjamanna og Stjörnumanna. Tíminn spáði KA-mönnum titlin- um þegar nokkrar umferðir voru eftir í fyrra og það gekk eftir. Slíkar spár eru full varfærnislegar og nú ætlar blaðið að taka af skarið og spá því að í ár verði bið KR-inga loks á enda. Þeir komi íslandsbikarnum í knattspyrnu fyrir við hlið íslandsbik- arsins í körfuknattleik í félagsheimili sínu við Frostaskjól í september nk. Að öðru leyti spáir blaðið ekki fyrir um sætaröð liðanna. 2. deild: Keppni í 2. deild hefst ekki fyrr en 25. maí. 1. fyrstu umferðinni þann dag leika: UBK-Víðir, Grindavík- TindastóII, Leiftur-Selfoss og Kefla- vík-KS. Laugardaginn 26. maí leika síðan ÍR og Fylkir. BL ^Gt$W= Laugardagur kl.13:25 19. LEIKVIKA 12. maí 1990 m: X 2 Leikur 1 Í.B.V. Fram Leikur 2 ÞórAk. Stjarnan Leikur 3 K.R. Víkingur Leikur 4 F.H. K.A. Leikur 5 Valur • Í.A. Leikur 6 Ikast • K.B. Leikur 7 Frem • Sikeborg Leikur 8 B1903 • Helrf0lge Leikur 9 Brenby ¦ Lyngby LeikurlO Viborg • O.B. LelkurH A.G.F. • Vejle Leikur12 Næstved • A.A.B. Aliar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá: LUKKULÍNUNNI s. 991002 Þrefaldur spréngipottur! Knattspyrna: Eyjólfur verðlaunaður Frá Erni Þórarinssyni, fréttaritara Tímans í Skagafírði Eyjólfur Svcrrisson var kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar 1989. Urslit ¦ kjörinu voru kunngerð á ársþingi Ungmennasambandsiris sem haldið var fyrir skðmmu. Eyjólf- ur hlaut alls 50 stig í kosningu um hver hreppti þetta sæmdarheiti. Þessi niðurstaða kom ekki á óvart því Eyjólfur átti mjög gott keppnis- tímabil á síðasta ári bæði í knatt- spyrnu og körfuknattleik. I öðru sæti í kjörinu varð Gunnlaugur Skúlason frjálsíþróttamaður. Þriðji varð Gísli Sigurðsson knattspyrnu- maður. Jóhann Skúlason varð í fjórða sæti og Örn Sölvi Halldórsson í fimmta. Aðrir sem hlutu stig voru Ágúst Andrésson, Ólöf G. Sigfús- dóttir, Atli Örn Guðmundsson og Víðir Sigurðsson. Ö.Þ. ¦MSglgg I ¦¦Irig ibi «« u Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriöjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell...........23/5 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga 1* SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 IAKN TRAUSTRA HUTNINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.