Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.05.1990, Blaðsíða 20
AIIGLÝSINGASÍMAR ■ ■ 680001 — 686300 ! ríkiSqp UERflBREFAWBSKIPn SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 Sigrún Magnúsdóttir skipar 1. sæti á lista framsóknar- flokksins viö borgarstjórnarkosn- ingarnar 26. maí n.k. NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 líbúöir aldraöra veröi boönarl 1 út - okrum ekki á öldruöum | Tíniimi FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1990 Áætlað er að lagfæring Reykjanesbrautar kosti 230 milljónir króna, þar af fara 30 milljónir í brautina í sumar: Skiltið sem sett hefur verið upp við Reykjanesbrautina. Okumenn hafa greinilega farið að þessum ráðieggingum í vetur því slysum fækkaði hlutfallslega. Ekki þörf á tvöföld- un fyrr en árið 2010 Fyrirhugað er að endumýja slitlag Reykjanesbrautar í nokkr- um áföngum. Fyrsti áfanginn verður framkvæmdur í sumar og gert er ráð fyrir að verkinu Ijúki árið 1993. Áætiaður kostn- aður við framkvæmdina er um 230 millj. króna og verður 30 millj. varið til hennar í sumar. Þetta kom m.a. fram á frétta- mannafundi sem Vegagerðin, Umferðarráð og lögreglan í Hafnarfirði og Keflavík boðuðu til í gær. Þessir aðilar vinna nú saman að því að draga úr slysum við Reykjanesbraut og auka umferöaröryggi vegfarenda. Ekki er talin þörf á að tvö- faida brautina fýrr en um árið 2010. Um leið og nýtt slitlag verður sett á brautina verða gatnamótin við Vogaveg og Grindavíkurveg lýst upp og gatnamótin við Straumsvík lagfærð. í dag aka 5000 bílar um Reykja- nesbraut á degi hveijum og gert er ráð fyrir því að umferðin eigi eftir að aukast verulega á næsta áratug. Rögnvaldur Jónsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar, taldi að ekki þyrfti að tvöfalda brautina fyrr en umferðin væri ná- lægt 9000 bílar á dag, eða fyrir árið 2010. Hann sagði að margar fleiri aðgerðir væru æskilegar við Reykjanesbraut áður en hún verður stækkuð. í því sambandi nefndi hann að stefnugreina þyrfti öll helstu gatnamót á þessari leið. Einnig þarf að auðvelda framúr- akstur, t.d. með því að byggja sér- stakar reinar með 5 km millibili. Að lokum taldi Rögnvaldur nauð- synlegt að setja betri og stærri leiðamerki við öll gatnamót sem myndi auðvelda vegfarendum á þessari leið. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um þetta, en það er hins vegar ljóst að ef ekkert verður gert í þessa átt þarf að tvö- falda Reykjanesbraut mun fyrr en ella. Slysatíðni á Reykjanesbraut hefur verið mun meiri en á Suðurlands- vegi, en sambærileg umferð er á þessum tveimur leiðum. Til að ráða bót á þessum vanda og vekja athygli ökumanna á ýmsum hættum Reykjanesbrautar, hefur Vegagerðin I samvinnu við Um- ferðarráð, lögregluna í Hafnarfirði og Keflavík gert ýmsar ráðstafanir. Búið er að gera kvikmynd um ástand brautarinnar, þar sem varað er við helstu hættum og er hún sýnd af og til á sjóvarpsstöðvunum. Þá var skilti sett upp við Reykjanes- braut, sem á stendur „komdu þér upp úr hjólforunum". Skiltið miðar að því að vara ökumenn við allt að þriggja sm djúpum hjólforum sem hafa myndast og hvetja þá til að jafna slit malbiksins. Einnig hefúr lögreglan i Hafnarfirði og Keflavík aukið eftirlit með hraðakstri. Þessar aðgerðir i vetur virðast hafa borið árangur, því hraði bíla hefúr verið minni eftir áramót en áður og slys- um hefúr fækkað. -hs. Lokayfirlýsing umhverfisráðstefnunnar í Bergen inniheldur mikilsverð atriði fyrir ísland: Losun úrgangsefna í sjó bönnuð að mestu Málefni sem snerta ísland sérstaklega vonj meðal þeirra mála sem náðust inn í lokayflrlýsingu ráðherrafundar umhverfisráðstefriunnar f Bergen, sem lauk f gær. í yfirlýsingunn! er kveðið á um að losun úr- gangsefna í sjó er ekki helmfl, nema það sé sannað að slíkt valdl ekki neinum skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta atriði yfirlýsingarinnar olli talsverðum deilum, einkum milli íslensku sendinefndarinnar og þeirrar bandarísku, sem iagð- ist gegn þvi. Bandaríkjamenn hafa um langt skeið stundað los- un úrgangs í sjó og hafa ekki far- ið eftir alþjóðlegum samþykktum um þessi mál. Aðaldeilumái ráðstefnunnar var tillagtf'Evrópulandanna um að herða á kröfum um takmörkun á kolsýruútblæstri í andrúmsloftið. TiUagan fól í sér að áriö 2000 yrði útblástur kolsýru ekki meiri en nú er og helst takmarkaður veru- lega. Á það gat bandariska sendi- nefndin ekki fallist og á tímabili lá við að engin yfirlýsing kæmi frá ráðstefnunni af þeim sökum. Á síöustu stundu tókst að ná sam- komulagi um þetta atriði, en mörgum Evrópuþjóðum, þ.á.m. íslendingum, þótti þó of skammt gengið. Einnig var töluvcrt dellt um bein fjárframlög frá hinum ríku iðnaðarþjóðfélögum til umhverf- ismála i þróunarlöndunum og Austur-Evrópu. Sem fyrr voru öU Evrópulöndin sammála um nauðsyn þess að veita slíka að- stoð, en Bandaríkjamenn drógu lappirnar. f lokayfirlýsingunni er því aðeins um að ræða hvatningu tíl allra rikari þjóða heims um að veita fátækari löndum fjárhags- lega aðstoð til umhverfismála. Þrátt fyrir að á mörgum sviðum hafi ekki náðst eins langt og flest- ir vildu, telja margir að ráðstefn- an í Bergen marki söguleg tíma- mót hvað varðar umhverfismá! og umhverfisvernd i heiminum. -hs. Leiguflugvél Amarflugs: Atti að lenda kl. 2 í nótt Þotan sern Amarflug tók á leigu hjá Inter Credit í Atlanta í Bandaríkjun- um var væntanleg til landsins í nótt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust á Keflavíkurflugvelli um hálfníu í gærkvöldi var áætlaður komutími vélarinnar um klukkan tvö eftir miðnætti. En þar sem flugvélin var ekki farin í loftið þegar Tíminn leitaði upplýsinga var ekki vitað hvort þetta væri endanlegur komu- tími vélarinnar. Samkvæmt áætlun átti flugvélin, sem tekin er á leigu til íjögurra ára, að fara í sitt fyrsta áætl- unarflug í morgun. —ABÓ Aburðarverksmiðja Aðalfúndur Iðnþróunarfélags Norð- urlands vestra telur að ekki komi annað til greina en að áburður verði áffarn framleiddur á Islandi. Fundur- inn telur það sanngimismál að ný áburðarverksmiðja verði reist á Norðurlandi vestra. Fundurinn minn- ir á samþykkt ríkisstjómarinnar frá janúar 1982 þar sem rætt er um að gripið verði til sérstakra aðgerða til að koma í veg fyrir stórfellt atvinnu- leysi á svæðinu þegar framkvæmdum við Blönduvirkjun líkur. Þá skorar aðalfúndur Iðnþróunarfé- lags Norðurlands vestra á rikisstjóm- ina að sjá til þess að næsta álver verði reist í Eyjafirði. Álver á suðvestur- homi landsins muni leiða til vem- legrar byggðaröskunar í landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.