Tíminn - 18.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 18. maí 1990 Fjárfestingar þjóðarinnar síöustu 10 árin að mestu út á erlend lán: Þjóðarauður á mann nú minni en fyrir áratug Minni þjóðarauður stendur nú að baki hverjum íslendingi en fýr- ir áratug. Af þjóðarauðnum voru 17,5% í veði fýrír eríendum lán- um í byrjun þessa árs boríð saman við 7,9% fýrír áratug. Um 125 milljarða aukning eríendra skuida á umliðnum áratug þýðir að mikill meiríhluti þeirra eigna sem íslendingar bættu við sig var greiddur með erlendu lánsfé. Þjóðarauðurínn, að frádregnum eríendum skuldum, hefiir þvt lítið vaxið — og hreinlega minnkað sé honum jafnað niður á fjölda landsmanna. Vegna skuldasöftnmar í útlöndum þarf þjóðin nú að sjá á eftir miklu stasrri hluta tekna sinna (um 10 millj- örðum í ár) í vaxtagreiðslur á sparifé Araba, Japana, Þjóðveija og annarra útlendinga heldur en íýrir tíu árum. Þjóðarauðurinn felst m.a. í verðmæti allra bygginga í landinu, véla- og tækjabúnaði atvinnuveganna, raf- orkuverum og veitum, samgöngu- mannvirkjum, símakerfí, skipaflotan- um og öllum bílaflota landsmanna ásamt með birgðum sem til eru í land- inu. Náttúruauðlindir eru hins vegar undanskildar. íbúðarhúsin og einka- bílamir eru t.d. í kringum þriðjungur þjóðarauðsins og drjúgur tíundi hluti í raforkuverum og veitum. Tölur um þjóðarauð og erlendar skuldir 1980 og 1990 eru fengnar í Fjármálatíðindum Seðlabankans. Samkvæmt þeim var verðmæti þjóða- rauðsins um 953 milljarðar kr. í upp- hafí þessa árs (um 3.760 þús. kr. á landsmann). Erlendar skuldir á sama tíma voru 167 milljarðar kr., sem þýð- ir að 17,5% þjóðarauðsins eru í raun skuldsett í útlöndum. Þjóðarauður að frádregnum erlendum skuldum var því um 786 milljarðar kr, (3.100 þús. kr. á mann). í ársbyijun 1980 (er íslendingar voru um 27 þúsundum færri) var þjóða- rauðurinn, að frádregnum skuldum við útlendinga, tæpir 39 milljarðar nýkróna. Það svaraði til um 736 millj- arða kr. „auðs“ miðað við verðlag (byggingavísitölu) í byijun þessa árs — þ.e. 3.240 þús. kr. á hvem lands- mann 1980, eða um 140 þús.kr. hærri upphæð en í bytjun þessa árs. Sá hluti þjóðarauðsins sem ekki er í skuld við útlendinga hefúr því aðeins aukist í kringum 7% á sama áratug og lands- mönnum hefúr fjölgað um 12%. Þótt sá þjóðarauður sem Islendingar eiga að naíninu til hafi aukist um rúma 150 milljarða kr. — eða um 240 þús.kr. á roann — er hver íslendingur nú að meðaltali um 140 þús.kr. fátæk- ari heldur en fyrir tíu árum, þegar er- lendu skuldimar hafa verið dregnar ffá þjóðarauðnum. Fyrir áratug vom erlendar skuldir landsmanna um 3,3 milljarðar nýkróna sem þá voru 7,9% af þjóðarauðnum, sem áður segir. Framreiknað með vísitölu meðal- gengis svarar upphæðin til um 42ja milljarða skuldar í ársbyrjun 1990, sem er þá 125 milljörðum lægri upp- hæð en í byijun þessa árs. Sé aftur á móti miðað við sama hlutfall (7,9%) þjóðarauðsins bæði árin reiknaðist hlutfallsleg hækkun erlendu lánanna um 92 milljarðar á áratugnum (um 360 þús. kr. á mann). Þar sem skuld- ir verða varla greiddar nema af tekj- um má einnig benda á að íyrir áratug hefði íslendingum nægt rúmur fjórð- ungur af landsffamleiðslu eins árs til að greiða upp erlendar skuldir sínar. Nú þyrfti til þess meira en helmrng landsífamleiðslunnar. Alger grundvallarmunur er því hvort fjárfest er með með erlendu lánsfé eða mnlendu. Byggi Jón Jónsson sér t.d. 10 milljóna króna hús fyrir lánsfé ffá Alla araba eykst þjóðarauður ís- lendinga að visu að nafninu til — en í raun hefúr þjóðin ekki auðgast sem þessu nemur fyrr en Jón hefúr sparað fyrir verði hússins og endurgreitt Alla. Hafi hins vegar Páll Pálsson safhað 10 milljónunum og lánað Jóni fyrir húsinu hefúr auður þjóðarinnar raunverulega aukist um 10 milljónir — auk þess sem allar vaxtagreiðslur Jóns á Iánstímanum renna þá inn í ís- lenskt efhahagslíf en ekki arabískt. - HEI Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, ásamt Níels Áma Lund sem skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í komandi bæjarstjómarkosningum í Hafnarfiröi og Magnús Bjamason sem skipar 2. sæti listans, skömmu áð- ur en opni fundurinn um sjávarútvegsmálin hófst. —Tímamynd Ámi Bjama Sjávarútvegsráðherra á opnum fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í Hafnarfirði: Löggjöfin á eftir að hafa mikil áhrif „Þessi nýja löggjöf kemur til með að hafa mikil áhrif í landinu, áhrif sem enginn sér fyrir að öllu leyti í' dag,“ sagði Halldór Ásgrimsson sjáv- arútvegsráðherra í upphafi máls síns á opnum fundi um nýja fiskveiði- stefhu, sem Framsóknarfélögin í Hafnarfirði efndu til fyrir útgerðar- menn og aðra hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi á miðvikudag. Nokkuð fjöl- menni var á fúndunum og urðu lífleg- ar umræður m.a. um Hagræðingar- sjóð sjávarútvegsins. ____. Halldór sagðist vera sannfærður um að þessi nýja stefna komi til með að hafa mikil áhrif á hagkvæmni í sjáv- arútvegi, þó svo hún gæti víða valdið sársauka. Ráðherra reifaði fyrst þá umræðu sem farið hefúr fram niðri á þingi og benti á þær leiðir sem rædd- ar höfðu verið undanfarin ár um stjómun fiskveiða, bæði á Alþingi og í herbúðum hagsmunaaðila. Hann sagði að þeir sem þátt hafi tekið í um- ræðunni hafi komist að þeirri niður- stöðu að lokum, að einhvers konar kvótakerfi væri það sem menn þyrftu að búa við. Niðurstaða ráðgjafa- nefhdarinnar hafi orðið sú sem kom fram í frumvarpi um stjómun fisk- veiða, að veiðiheimildunum yrði út- hlutað til fiskiskipanna. Það væm þau sem ættu að hafa veiðiheimildimar og engir aðrir og þeirra að ráðstafa þeim. „Þetta er í raun grunntónninn í þeirri stefnu sem nú héfur verið tek- in,“ sagði Halldór. / Halldór gerði Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins að umtalsefni. Gert er ráð fyrir að sjó^urinn fái til umráða veiðiheimildir sem nema 12 þúsund tonnum í þorskígildum. Sjóðurinn getur keypt gömul og úrelt fiskiskip og leigt veiðiheimildimar í ákveðinn tíma. „Hins vegar munu þessar veiði- heimildir renna til flotans í heild, smátt og smátt,“ sagði Halldór. Ráð- stafa má hluta af þessum veiðiheim- ildum til byggðarlaga, þar sem fiski- skip hafa verið seld í burtu og sala skipanna valdið verulegri fækkun starfa og ef byggðaröskun er yfirvof- andi. Stjóm sjóðsins þarf að komast að samkomulagi um hvort og hvemig veiðiheimildunum er ráðstafað, en hún er samsett af fúlltrúum frá út- vegsmönnum, sjómönnum, Fisk- veiðasjóði, Byggðasjóði og einum frá sjávarútvegsráðherra. Að auki þarf Byggðastofnun að komast að þessari niðurstöðu. Um ágæti þessa sjóðs spannst nokkur umræða og sýndist sitt hveijum. ,Hg tel að það hafi verið gert allt of mikið úr þessu máli. Þama var hreinlega verið að ná sátt í þessu viðkvæma byggðamáli,“ sagði Hall- dór. —ABÓ Vínardrengir til Akureyrar Laugardaginn 2. júní nk. mun Vín- ardrengjakórinn víðfrægi halda tón- Ieika í Akureyrarkirkju. Kórinn kem- ur til íslands í tengslum við Listahá- tíð sem hefst í Reykjavík í byijun júní. Kórinn kemur til Akureyrar á vegum Menningarmálanefndar Ak- ureyrar, og ber Akureyrarbær fjár- hagslega ábyrgð á komu kórsins til Norðurlands. Vínardrengjakórinn mun einungis halda eina tónleika á Akureyri. Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 21. maí nk. að Strand- götu 19b, en einnig er hægt að panta miða í síma 96-27245. Vínardrengjakórinn er einn þekkt- asti kór í heimi. Hann var formlega stofnaður árið 1498, en það var ekki fyrr en 1930 sem kórinn fór að ferð- ast um heiminn og halda söng- skemmtanir. Síðan hafa allar heims- álfúr verið heimsóttar, og alls staðar hefúr kórinn vakið jafhmikla hrifh- ingu. Kórinn skipa 20 drengir, en ár- lega berast hundruð umsókna um inn- göngu. Það þykir mikill heiður að fá inngöngu í kórinn, og þeir sem því marki ná fara allir í sama skólann þar sem sérstök áhersla er lögð á tónlist- arkennslu, auk almennrar grunskóla- fræðslu. hiá-akureyri. Breytt stjórn hjá Síldarútvegsnefnd Þær breytingar hafa verið gerðar á starfsskipan hjá Síldarútvegsnefhd að Gunnar Flóvenz framkvæmda- stjóri hefúr verið skipaður formaður nefndarinnar frá 1. maí sl. Jafhframt hefúr Einar Benediktsson aðstoðar- framkvæmdastjóri verið ráðinn ffam- kvæmdastjóri. Gunnar Flóvenz hefúr starfað sem framkvæmdastjóri hjá nefhdinni í rúma þijá áratugi, eða frá 1959. Þar áður var hann forstöðumaður skrif- stofu Síldarútvegsnefndar í Reykja- vík ffá stofhun hennar árið 1950. Einar Benediktsson er 39 ára við- skiptaffæðingur. Hann hefúr starfað hjá Síldarútvegsnefhd i 14 ár, fyrst sem fúlltrúi ffamkvæmdastjóra og síðan sem aðstoðarframkvæmda- stjóri. Magnús E. Guð- jónsson látinn Magnús E. Guðjónsson, ffam- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, lést í fyrradag á Land- spítalanum á sextugasta og fjórða aldursári, fæddur 13. sept 1926 á Hólmavík. Magnús var lögfræðingur að mennt, var fúlltrúi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli .1954-1958, bæjarstjóri á Akureyri 1958-1967, en eftir það ffamkvæmdastjóri Sam- bands ísl. sveitarfélaga til dauða- dags. Eftirlifandi eiginkona hans er Alda Bjamadóttir ffá Sauðárkróki. Magnús E. Guðjónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.