Tíminn - 18.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.05.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. maí 1990 Tíminn 7 Jón Kristjánsson Alver og byggðaþróunin — á að missa kjörið tækifæri til þess að breyta byggðamynstrinu á íslandi? Umræður um staðsetningu nýs álvers hafa verið miklar und- anfamar vikur og mánuði og hafa yfirgnæft sjálfa samningana um hvort af slíkum framkvæmdum verður hér á landi eða ekki. í upphafi þykir mér skylt að minna á að sá slagur er ekki unn- inn. Þar hlýtur orkuverðið að verða grundvallaratríði. En þó eru það umræðumar um staðsetningu álvers sem verða til þess að ég sting niður penna. Þótt Ijölmiðlaumræður um þessi mál ráði ekki úrslitum þá hefiir þessi umræða þróast á þann hátt að undir því verð- ur ekki setið. Reyðarfjörður heppilegastur Lengi vel vom þrir staðir í umræð- unni um staðsetningu: Straumsvík, Reyðarfjörður og Eyjafjarðarsvæð- ið. Síðar kom Keilisnes inn í um- ræðuna. Ég sagði í blaðagrein um þessi mál í vetur að ég væri sann- færður um að heppilegast væri að staðsetja þessa verksmiðju á Reyð- arfirði, en vildi ekki deila um málið við Eyfirðinga, og hagkvæmnissam- anburður yrði þar að ráða og aðilar að sætta sig við hann. Álverið yrði að rísa úti á landsbyggðinni. Þessar skoðanir mínar hafa ekkert breyst. Öll fjölmiðlaumræða um málið virðist steiha að því að þegja um Reyðarfjörð og slá því föstu að hann sé út úr myndinni. Þar séu ekki möguleikar á því að stækka og at- vinnulíf Austurlands mundi fara fúllkomlega úr skorðum við þessar stórframkvæmdir. Ég verð að játa það að mér finnst nokkuð hart þegar Eyfirðingar bætast í þennan hóp og frá almennum fúndi þar koma yfir- lýsingar um að valið standi milli Keilisness og Eyjafjarðarsvæðisins. Æskilegri röskun Varðandi staðsetningu álvers legg ég höfúðáherslu á eftirfarandi atriði, sem forustumenn sveitarfélaganna eystra hafa komið til skila til þeirra sem um þessi mál fjalla. —Það er ekki hægt að útiloka Reyðarfjörð vegna plássleysis þar. Rými er þar nægilegt fyrir 400 þús- und tonna álverksmiðju. Raforku til stöðvarinnar þarf að afla á Austur- landi og verður flutningur hennar því ódýrastur á Reyðarfjörð. —Hafnarskilyrði á Reyðarfirði eru með þeim bestu hér á landi. —Fullkomin samstaða er meðal Austfirðinga um málið. —Áhættuþættir vegna náttúruham- fara eru litlir á Austurlandi vegna þess að landshlutinn er utan eld- virkra svæða; hætta af jarðskjálftum er hverfandi og hafishætta einnig. Það er enginn eðlismunur á staðsetningu stóriðju á Keilisnesi og í Straumsvík. Hvort tveggja mundi verða stóráfall fýrir iandsbyggð- ina og leiðir til þess að tækifærið til þess að snúa vörn í sókn í byggðamál- um er farið forgörðum. Staðsetning á Reyðarfirði er besti kosturinn ef litið er á byggðasjónarmiðin. -—Með staðsetningu stóriðju á Austurlandi er kjörið tækifæri til þess að skapa nýtt jafhvægi í byggð Séð út Reyðarfjörð. landsins. Þá mundi myndast sterkur kjami á miðsvæði Austurlands. Þar eru skilyrði kjörin frá náttúrunnar hendi til búsetu. Nokkuð hefúr verið rætt um röskun í atvinnulífi Austurlands vegna þess- ara stórframkvæmda. Vissulega verður röskun. Sú röskun verður vegna uppbyggingar og fram- kvæmda. Hún er betri en sú sem verður vegna fólksflutninga og sam- dráttar og er ekki óþekkt meðal Austfirðinga. Tækifæri sem ekki má glata Það er enginn eðlismunur á stað- setningu stóriðju á Keilisnesi og í Straumsvík. Hvort tveggja mundi verða stóráfall fyrir landsbyggðina og leiðir til þess að tækifærið til þess að snúa vöm í sókn í byggðamálum er farið forgörðum. Staðsetning á Reyðarfirði er besti kosturinn ef litið er á byggðasjónarmiðin. Þá er kom- inn stcrkur kjami hér fyrir austan, líkt og er fyrir norðan, og þess má einnig geta að nýlega hafa verið teknar ákvarðanir í samgöngumál- um sem munu styrkja ísafjarðar- svæðið fyrir vestan að mun. Þessu tækifæri má ekki glata vegna þess að það hníga mjög mörg rök til þess að Reyðarfjörður sé besti kosturinn, þótt byggðasjónarmiðinu sé sleppt. Vinna Austfirðinga aó þessu máli hefur verið á faglegum gmnni, án upphrópana eða gylliboða. Greinar- góð skýrsla hefúr verið tekin saman um aðstæður á Reyðarfirði, þótt ekki hafi farið mikið fyrir henni í fjöl- miðlaslagnum. Á slíkum faglegum gmnni og byggðalegum viljum við Austfirðingar vinna og er mikil al- vara í máli þessu. 16. maí 1990 Jón Kristjánsson Skortir vilja til að sjá hið augljósa Ræða Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra á ráðherrafundi ráðstefnu um umhverfismál í Björgvin 14. maí 1990 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Ég vil hefja mál mitt á því að þakka norsku ríkisstjóminni fýrir að boða til þessarar ráðstefnu. Hún er mjög mikilvæg. Ég sæki þessa ráðstefnu til þess að leggja áherslu á stuðning íslensku ríkisstjómarinnar við alla viðleitni til að snúa frá þeirri eyðingu umhverfis- ins sem við höfum allt of lengi mátt þola. Við Islendingar höfum lengi státað okkur af hreinu lofti og tæm vatni og hafi, en okkur er að verða ljóst að við munum ekki njóta þess lengi ef svo heldur sem horfir um eyðingu um- hverfis. Þá mun hið súra regn skjótt ná ströndum okkar, fiskurinn hverfa úr vötnum okkar og mengaður sjór eyða lífsbjörg okkar, auði hafsins. Við ákváðum því að koma á fót sjálfstæðu ráðuneyti umhverfismála og fyrir 10 dögum veitti Alþingi þvi víðtæk völd á öllum sviðum um- hverfismála. Hinu nýja ráðuneyti ber jafúframt að samræma allar aðgerðir á þessu sviði og bera ábyrgð á þátt- töku okkar í alþjóðlegu samstarfi í umhverfismálum. Ég mun nú fara nokkrum orðum um þau drög að samþykktum sem hér liggja fyrir. Ég álít að þar sé að finna ýmis mik- ilvæg markmið. Hins vegar, þegar ég lít á drögin í heild, get ég ekki varist Eina leiðin til að koma í veg fyrir að eiturefni ber- ist út í umhverfið er að stöðva framleiðslu þeirra „Á skal að ósi stemma.“ Ég legg til að sú stefna verði mörkuð. sömu tilfinningu sem svo vel var lýst af ungu norsku stúlkunni í morgun. Mér virðist skorta sannfæringu; vilja. Getur verið að hér séu einhveij- ir sem ekki eru enn sannfærðir um þá eyðingu umhverfisins sem þó er svo augljós allt um kring? Hvað um óhreina loftið, dauðu skógana, dauðu höfin og fiskana? — og lengi mætti telja. Í drögin vantar ákveðnari markmið. Eg leyfi mér þó að lýsa ánægju minni með markmið Sambandslýðveldisins Þýskalands, sem lýst var hér áðan af dr. Töpher, t.d. hvað varðar átak til að draga úr koltvíildi fýrir árið 2005. Geta aðrar iðnaðarþjóðir ekki tekið Vestur-Þjóðveija sér til fýrirmyndar? Geta t.d. ekki auðugar og tækni- væddar þjóðir, eins og Bandarikja- menn og Bretar, gert hið sama? Ég skora á allar iðnaðarþjóðir að setja sér slík markmið. Ég hlýt að lýsa miklum vonbrigðum með það litla sem sagt er um losun úrgangsefna í hafið. Getur það verið að hér séu einhveijir sem enn líta á hafið sem botnlausa ruslatunnu? Ef svo er, er það alvarlegur misskilning- ur. Höfin eru lungu heimsins og þau hafa sin takmörk — sinn botn. Að sjálfsögðu á að banna losun skaðlegra efna í höfin án tafar og sönnunarskylda á að hvíla á þeim sem slíkt aðhefst en ekki hjá okkur hinum sem lifúm af auði hafsins. Að lokum vil ég leyfa mér að nefna tvennt sem ég tel mikilvægt þótt ekki sé það að finna í drögunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að eiturefni berist út í umhverfið er að stöðva framleiðslu þeirra. „Á skal að ósi stemma.“ Ég legg til að sú stefna verði mörkuð. Loks legg ég til að á vegum Samein- uðu þjóðanna verði skráður og sam- þykktur sáttmáli um umhverfið og hann samþykktur án tafar af öllum þjóðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.