Tíminn - 18.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 18. maí 1990 Föstudagur 18. maí 1990 ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ í Tíminn 9 Kynning á fjórhjóladrifsbílum eins stærsta bílaframleiðanda heims á íslandi: Evrópski r blaðamenn i mannraun um á Islandi „Hugmyndin varð til vegna þess að landið er tiltölulega óþekkt, býr yfir mikilli fegurð, vegimir eru upplagðir til að reyna þessa teg- und bíla — íjórhjóladrifna bíla,“ sagði Bjami Ólafsson, framkvæmdastjóri bifreiða- deildar Jötuns hf., en á vegum Jötuns hafa að undanfomu verið hér á landi hópar evr- ópskra blaðamanna að reynsluaka jeppum og ijórhjóladrifsbílum af Isuzugerð. Fjórði og síðasti hópurinn var frá Danmörku og gafst íslenskum blaðamönnum kostur á að slást í hópinn síðasta dag ferðarinnar, þann dag sem eiginlegur reynsluakstur fór fram. En hvert var upphafið að þessari kynningu? í bréfi frá aðalstöðvum General Motors í Evrópu til Jötuns; umboðsaðilans á íslandi, segir m.a.: „Hvers vegna ekki að bjóða blaðamönnum til íslands? Landið er í heims- homi sem fáir heimsækja, síst af öllum blaðamenn. Náttúmfar er stórbrotið og býr yfir andstæðum jökla og jarðhita. Landið er sérstaklega heppilegt til að reynsluaka tor- fæmbílum enda er hálendi þess ófært annars konar farartækjum. Fjórhjóladrifnir Isuzu- bílar em að vísu ekki neinir lúxusbílar en fá- ir aðrir sams konar bílar standast þeim snún- ing við erfiðar aðstæður. Á íslandi em mjög grófir og erfiðir vegir þar sem hægt er að þrautreyna bílana. Þar em sandar, gijóturðir, skriðjöklar, ár, fjöll, hraun auk góðra vega. Þama er því mjög ákjósanlegt land til að reyna til þrautar getu fjórhjóladrifsbílanna okkar.“ „Okkur leist vel á þessa hugmynd General Motors og fengum Samvinnuferðir-Landsýn til að skipuleggja þessar ferðir evrópskra blaða- manna hingað nú í vor,“ sagði Bjami Ólafs- son. Hann sagði að Samvinnuferðir- Landsýn hefði síðan annast alla skipulagningu ferðanna hér innanlands en starfsmenn Jötuns síðan haft eins konar yfir- lit yfir allt verkefnið og annast allt viðhald og þjónustu við bílana sem General Motors flutti sérstaklega til íslands frá Belgíu vegna Eftir Stefán Ásgrímsson þessa.Alls vom þetta sjö bílar. Tveir langir Trooper jeppar, tveir stuttir, tveir Sportscab pallbílar og einn pallbíll með fimm manna húsi. Allir vom bílamir með drifi á öllum Qómm hjólunum.“ Belgísk ferðaskrifstofa skipulagði ferðir blaðamannanna til og frá Islandi í samvinnu við Samvinnuferðir-Landsýn og Jötun. 23. apríl kom fyrsti blaðamannahópurinn en það vom Hollendingar sem riðu á vaðið. Þá var enn mikill snjór yfir landinu og veður rysj- ótt. Hópurinn lenti í talsverðu basli, festi bíl- ana og þurftu mennimir að moka þá lausa og draga hveija aðra. En hvemig fór það í þá? Bjami Ólafsson hjá Jötni: „Þeir höfðu ótrú- lega gaman af þessu. Þegar ferðinni lauk vom þeir himinlifandi og ljómuðu allir. All- ir sem komið hafa, hafa verið mjög ánægðir með ferðina og allir hafa sagst ætla að koma aftur, verði aðrar bílakynningar haldnar á landinu." í þessum kynnisferðum hafa komið blaða- menn frá HoIIandi, Belgíu, Noregi og nú síð- ast Danmörku. Þess má geta að blaðamenn- imir á vegum General Motors teljast mjög góðir ferðamenn út frá sjónarmiði ferðaiðn- aðarins: Þeir gistu á hótelum og fengu allan viðurgeming keyptan í landinu, ekkert nesti að heiman þar - fullborgandi gestir. Við Islensku blaðamennimir tveir sem slógumst í hóp dönsku blaðamannanna tók- um hvor við sínum bílnum í Reykjavík og ókum austur á Hellu þar sem Danimir vom að rísa úr rekkju. Áður höíðu þeir verið á Þingvöllum, Laugarvatni, við Geysi og Gullfoss og að Flúðum í Hmnamannahreppi. Frá Hellu var ekið beinustu leið inn í Þórsmörk í hópi sjö bíla. Búið var að ryðja verstu torfærunum á leiöinni úr vegi nokkr- um dögum áður, en það var alveg ljóst að leiðin var aðeins fær bílum með drifi á öll- um. Eins og gefúr að skilja vom útlending- amir misgóðir í torfærunum. Sumir vom greinilega fyrirtaksbílstjórar, en aðrir síðri eins og gengur. Það var þó áberandi að fæst- um þeirra var mikið um það gefið að aka yf- ir Krossá, enda var talsvert í henni enda veð- ur afskaplega hlýtt og gott, logn og sólskin. Ur Þórsmörk var ekið niður í fjöru á Land- eyjasandi þar sem styst er til Vestmannaeyja. Þar var ansi þungt að aka íyrir bílana og veitti sannarlega ekki af sérhveiju hestafli. Veðrið var með miklum ágætum og hafði raunar verið það allan þann tíma sem Dan- imir vom á ferðinni þannig að engin óhöpp urðu eða uppákomur. Hjá lyrri hópunum hafði hins vegar ýmis- legt gengið á enda vom veður rysjóttari. Sem dæmi má neftia að einn jeppinn valt á hálku- bletti skammt frá Litlu kafistofúnni í Svína- hrauni og öðrum var hleypt á kaf út í hylinn undir Skógafossi svo að rétt grillti í toppinn á honum. Þar malaði dísilvélin í vatninu þar sem ökumanninum brá svo að hann stein- gleymdi að drepa á bílnum áður en hann forðaði sér út. Loks drapst á bílnum og menn töldu að Lagt í Krossá í fyrradag. Erlendir blaðamenn hafa verið að reynsluaka jeppum á íslandi. Hér er það danskur blaðamaður sem leggur í hann sl. þriöjudag. dísilvélin væri stórskemmd og bognar og brotnar stimpilstengur eftir að vatn hefði komist inn í sprengihólfin. Það merkilega var að svo var ekki. Eftir að búið var að tappa vatni úr loftinntökum og - rásum var reynt að ræsa bílinn og viti menn, hann hrökk í gang. En bílstjórinn var ansi rass- blautur þegar hann kom í bæinn um kvöldið. En hvers vegna kynningar af þessu tagi? Bílaframleiðendur leggja mikið upp úr kynningarstarfi enda veltur líf þeirra á að varan seljist. Bílar em misjafnir enda em kröfur til þeirra misjafnar og þarfir manna sömuleiðis. Dýrir glæsibílar em, gjaman kynntir væntanlegum kaupendum á þann hátt að virðulegt og velklætt fólk er á leið úr þeim eða inn í þá að kvöldlagi fyrir framan glæsileg leikhús eða miðstöðvar alheims- menningar eða - viðskipta. Heimilisbílar em títt kynntir þannig að áhersla er lögð á notagildi þeirra en að jafh- framt séu þeir þægilegir í notkun og rekstri en geti líka sprett úr spori. Minna er yfirleitt lagt upp úr í auglýsingum af þessu tagi, hvort viðkomandi farartæki séu sæmilega sterk og líkleg til að endast lengi. Reyndar hefur það heyrst að margir framleiðendur hafi mjög lagt sig eftir að smíða bíla sem geta ekið sæmilega vandræðalaust um ein- laverra ára (og kílómetra) bil en þegar þeir loks gerast lúnir þá bili þeir svo hressilega að ekki taki því að gera við þá - hrynji hrein- lega. Þetta gildir þó ekki um allar tegundir eða gerðir bíla og sem dæmi má nefna að ýmsir framleiðendur, einkanlega á síðustu ámm, hafa lagt sig eftir því að smíða bíla sem end- ast eiga lengur. Einkum er um að ræða venjulega fólksbíla í dýrari milliflokkum og bíla sem framleiddir em til ákveðinna þarfa og miklar kröfúr em gerðar til, svo sem jepp- ar. Tíminn ræddi þessi mál sl. haust við tals- menn BMW í Múnchen. Þeir sögðu að áhersla hjá þeim væri lögð á að smíða sterka bíla og að þess væri vænst að þeir bílar sem nú væm að renna fullbúnir út úr verksmiðj- unum, yrðu flestir enn í góðu lagi upp úr aldamótum, hafi bílamir á annað borð sætt góðu fyrirbyggjandi viðhaldi og um- hirðu.Búast má við að vegna langs vetrar og misjafnra vega og strjálbýlis þurfi íslending- ar mörgum þjóðum fremur á að halda sterk- um og endingargóðum bílum, í það minnsta þeir sem þurfa að aka að ráði í dreifbýli. Þá sé það næsta víst að bílar sem spjara sig vel hér á landi muni duga ágætlega í öðmm löndum einnig. Því geti það verið mjög hyggilegt fyrir bílaframleiðendur að kynna bíla sína með þeim hætti sem General Mo- tors hefúr gert að undanfomu hér á landi. Fái bílamir góða umfjöllun í kjölfar kynningar- innar er eins vist að tiltækið muni skila góð- um arði. Dönsku blaðamennimir höfðu orð á þvi að bílafloti Islendinga væri nokkuð öðmvísi samansettur en hjá öðmm Evrópuþjóðum. Þá undmðust þeir stómm er við sögðum þeim frá hlutfalli japanskra bíla og hlutfalli einstakra tegunda í íslenska bílaflotanum. Hlutfall japanskra bíla er miklu hærra hér en þar. í þeim löndum Evrópu þar sem bílar em framleiddir, em heimabílamir vemlega stór hluti flotans, eins og sjá má á götum og veg- um í Svíþjóð, V-Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og víðar. Auk þess em ýmsar hömlur á innflutningi frá Japan í löndum Efnahags- bandalagsins þannig að af þeim sökum em japanskir bílar vafalaust færri en ella. I Danmörku og Noregi em bílar ekki framleiddir (lengur) og einkanlega í Noregi, sem ekki er í EB, em japanskir bílar afar al- gengir þó hlutfallið sé annað en hjá okkur. En Danimir ráku einnig augu í alla amerísku bílana hér og töldu það sjálfgefið að það hlyti að teljast fint að aka um á slíkum bílum. Undirritaður telur sig skilja þá trú Dan- anna síðan hann bjó sjálfúr um tíma í Dan- mörku. Þar er það svo mikill viðburður að sjá amerískan bíl að fólk snýr sér við þegar það sér slíkan. Amerískir bílar er nefnilega svo yfirgengilega dýrir í Danmörku að nán- ast enginn kaupir þá. Annars aka Danir yfirleitt um á svonefnd- um gmndvallargerðum bíla vegna skatta- reglna sem ég ætla að vona að verði seint teknar upp hér á landi og við skulum bara vona að Olafur Ragnar lesi ekki þessa opnu og fái „snjallar“ hugmyndir. Reglumar em þær í grófum dráttum að tollayfirvöld ganga út frá gmnngerð bíla og leggja ofan á f.o.b. verð hennar 180% toll og 22% virðisauka- skatt þar ofaná. Ofan á ffamleiðsluverð hvers einasta einstaks aukaatriðis sem menn vilja í bílinn, svo sem vökvastýri, sjálfskipt- ingu eða bara ljós í skottið, er síðan lagður 180% tollur og virðisaukaskattur. Þannig verður sæmilega útbúinn bíll fljótt yfirgeng- ilega dýr og hér hafið þið Skýringuna á því hvers vegna Danir borga mest allra Evrópu- þjóða fyrir bíla sína. Sem dæmi má nefna að hinn nýi og reyndar ágæti Skoda Favorit kostar þar eina milljón íslenskar krónur. Nú, en dönsku blaðamönnunum þótti líka undarlegt hve mikið seldist á íslandi af Mitsubishi og þeim þótti líka stórskrýtið að á íslandi þætti það talsvert fint að aka um á Toyota, en það er önnur saga. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.