Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. maí 1990 Tíminn 3 Hagnaður VIS 50 milljónir Halldór Ingvason. Grindavíkurbær stendur vel að vígi fjárhagslega: Nettóskuld bæjarins aðeins um 10 millj. Rckstur Vátryggingafélags íslands gekk vel á fyrsta starfsári þess og nam hagnaður ársins rúmum 50 milljónum króna. Á árinu sameinuðu Samvinnu- tryggingar g.t. og Brunabótafélag ís- lands krafta sína og stofnuðu Vátrygg- ingafélag Islands. Sameiningin þykir hafa sannað gildi sitt. Heildariðgjöld VÍS á árinu námu 2.972 milljónum króna og tjón ársins vom 2.836 milljónir. Alls námu endur- tryggingariðgjöld félagsins 697 millj- ónum og hluti endurtryggjenda í tjón- um 698 milljónir. Þá fékk félagið um- boðslaunatekjur að fjárhæð 101 mi- ljónir en greidd umboðslaun námu samtals 117 milljónum króna. Iðgjaldatekjur að frádregnum tjónum og umboðslaunum námu því 119 millj- ónum króna. Laun og launatengd gjöld vom 365 milljónir og annar skrifstofu- og stjómunarkostnaður 251 milljónir. Félagið starfrækir nú 20 svæðisskrif- stofur víðs vegar um land sem allar era í beinu tölvusambandi við aðalskrif- stofu félagsins. Auk þess starfa samtals 49 umboðsmcnn og 69 fúlltrúar að því að efla og bæta þjónustu félagsins um allt land. Forstjóri VÍS er Axel Gíslason, en stjómarformaður Ingi R. Helgason. - EÓ „Ástæðan fyrir góðri Ijárhagsstöðu bæjarins er fyrst og fremst sú að við höfum stjómað af gætni, og reynt að láta framkvæmdir og innkomu hald- ast í hendur,“ sagði Halldór Ingva- son, annar bæjarfúlltrúa Framsóknar- flokksins í Grindavík í samtali við Tímann. Litil skuldastaða bæjarins hefúr vakið athygli, en samtals em nettóskuldir rúmlega 10 milljónir króna. Framsóknarmenn mynda núverandi meirihluta bæjarstjómar Grindavíkur ásamt sjálfstæðismönnum og hefur það samstarf gengið vel að sögn Halldórs. Hann sagði að bærinn hefði ekki hleypt sér út í ótímabærar lán- tökur, heldur stjómað af gætni. „Framkvæmdir hafa samt verið með mesta móti, vegna þess að þegar skuldir em ljtlar er lítið um afborgan- ir og því getum við nýtt meira fé til nýframkvæmda." Halldór sagði að reist hafi verið ný slökkvistöð, ný- bygging við skóla klámð og unnið hafi verið að gatnagerð. Halldór sagðist vera bjartsýnn fyrir kosningar, enda deildi enginn um góða fjárhagsstöðu bæjarins. „Við munum halda áfram á sömu braut, leggjum áherslu á góða fjármála- stjóm og að stofna ekki til mikilla skulda, sem ekki væri hægt að ráða við,“ sagði Halldór að lokum. -hs. Vöruskiptajöfnuðurinn: 3.630 milljónum meira út en inn Aðalfundur Kaupfélags Hrútfirðinga: Vilja brú yfir Hrúta Um 1.780 millj.kr. meira fékkst fyr- ir útflutningsvömr þjóðarinnar í mars heldur en greitt var fyrir innfluttar vömr. Og fýrstu þijá mánuði ársins er vömskiptajöfnuður landsmanna fob/fob hagstæður um rúntar 3.630 millj.kr., sem er um 140 millj. hærri upphæð en á sama tíma í fyrra sam- kvæmt útreikningum Hagstofunnar. Alls vom fluttar út vömr fyrir 19.890 millj.kr. þessa þrjá mánuði, sem er rúmlega 1% minna en í fýrra, reiknað á sama gengi. Verðmæti sjáv- arafurða (14.930 m.kr.) hefur að vísu aukist um 6% milli ára. Hins vegar hefur fengist 22% minna fyrir útflutt ál og 37% minna fyrir kísiljám. Heildarinnflutningur var kominn í 16.250 millj.kr. í lok mars, sem er rúmlega 2% minna en á sama tíma í fyrra. Almennur innflutningur hefur minnkað um 1% milli ára. - HEI fjarðará áfram við Brú davíð veikur Davíð Oddsson borgarstjóri mun ekki stjóra Sjálfstæðisflokksins ráðlögðt Horfúr em á að ný brú verði byggð á Hrútafjarðará í Hrútafirði næsta sumar. Vegagerðin hefur gert fjórar tillögur um brúarstæði og mælir sterklega með að nýrri brú verði val- inn staður allnokkm norðan við gömlu brúna. Verði þessi staður fyrir valinu mun það hafa mjög alvarleg og neikvæð áhrif á rekstur Brúar- skála og Kaupfélags Hrútfirðinga á Borðeyri. Aðalfundur Kaupfélags Hrútfirð- inga samþykkti fyrir skömmu að skora á Vegagerð ríkisins að flytja ekki brúarstæðið frá núverandi stað. I ályktunni segir að verði brúarstæðið flutt muni það hafa mjög neikvæð áhrif á rekstur Brúarskála og minnka atvinnumöguleika íbúanna við Hrútafjörð. Verði brúarstæðið flutt áskilur kaupfélagið sér allan rétt til skaðabóta. Aðalfúndurinn beindi einnig þeim tilmælum til hreppsnefndar Bæjar- og Staðarhrepps að hafna framkomn- um hugmyndum um nýtt brúarstæði. Um 20 manns vinna í Brúarskála yf- ir sumartímann. Stór hluti þeirra em konur og skólafólk. Að sögn Þór- höllu Snæþórsdóttur kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga er ólíklegt að hægt verði að útvega þessu fólki vinnu ef draga verður saman seglin hjá Brúarskála. Þór- halla sagði að kaupfélagið hefði ekki bolmagn til að byggja nýjan skála við nýja brú. Sá möguleiki hefúr þó ver- ið ræddur. -EÓ Davíð Oddsson borgarstjóri i taka þátt í kosningabaráttunni næstu daga. Hann veiktist af vímssjúkdómi síðastliðinn miðvikudag. Að sögn Kjartans Gunnarssonar framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisfiokksins ráðlögðu læknar borgarstjóra að halda kyrrn fyr- ir og láta alveg af störfúm næstu daga. Kjartan tók það fram að borgarstjóri væri ekki á sjúkrahúsi. —ES Sláturfélag Suðurlands íhugar róttækar skipulagsbreytingar: SS áformar að flytja störf úr Reykjavík Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins um skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: ÞÝÐIR EKKI FYLGISHRUN FLOKKSINS Sláturfélag Suðurlands áformar að gera róttækar skipulagsbreytingar í fyrirtækinu. Breytingamar gætu haft það í fór með sér að á annað hundrað störf yrðu fiutt frá Reykjavík til Suð- urlands. Rætt er um að hætta slátmn í sláturhúsi félagsins á Hvolsvelli og að meginhluti kjötvinnslunnar verði fiuttur þangað. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um þessar breyt- ingar, en þær em háðar því að SS tak- ist að selja nýbyggingu sína á Laug- amesi í Reykjavík. Sláturhús SS á Hvolsvelli er nýjasta sláturhús landsins. Verði kjötvinnsla SS flutt í húsið myndi starfsmönnum SS á Hvolsvelli fjölga mikið, en at- vinnulíf þar hefur átt undir högg að sækja á síðari ámm. Meginhluti kjö- tvinnslunnar fer nú fram í húsi fé- lagsins við Skúlagötu í Reykjavík, en SS verður að rýma það hús innan fárra ára. Ef þessar breytingar ganga eftir verður slátrað á vegum SS á Selfossi, í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og við Laxá í Leirársveit. Hugmyndir hafa verið uppi um að loka sláturhúsinu við Laxá, en heimamenn vilja halda áfram að slátra þar. -EÓ AMAZDIME Ólafúr Ragnar Grimsson, formaður Alþýðubandalagsins telur niðurstöðu skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar, sem birt var í Morgunblað- inu í gær, ekki vísbendingu um vem- legt fylgishrun Alþýðubandalagsins í Reykjavík, en samkvæmt könnuninni missir G-listinn tvo menn yfir til Nýs Vettvangs. ólafur var spurður hvem- ig þessi niðurstaða horíði við Al- þýðubandalaginu og hvort hann teldi ekki að um fylgishmn flokksins í Reykjavík væri að ræða? „Nei, ég tel það ekki, en ég ætla ekki að öðm leyti að tjá mig um einstakar skoðanakannanir. Ég ætla ekki að tjá mig um úrslit þessara sveitarstjómar- kosninga fyrr en þau liggja fyrir. Hins vegar er það alkunna að margt ágætis Alþýðubandalagsfólk skipar lista Nýs Vettvangs,“ sagði Ólafur í gær. „Það em íjölmargir einstaklingar, sem sitja i trúnaðarstofnunum Al- þýðubandalagsins, sem skipa lista Nýs Vettvangs og íjölmargir aðrir sem að em í forystusveit hans. Það em tvö fiokksfélög í Alþýðubanda- laginu sem hafa lýst yfir stuðningi við Nýjan Vettvang,“ sagði Ólafúr enn- fremur. Kastdreifarar úr vöndúðu efni því með góða endingu. Dreifararnir eru með tvær dreifisk- ífur, sem tryggir jafna dreifingu áburðarins. Bútæknideildarprófun sumarið 1988 staðfesti þessa eiginleika. Dreifibreidd stillanleg við 8.10 og 12 m. Lágbyggðir og auðvelt að fylla. F ÁRMÚLA 'l'l SÍMI GS1500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.