Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT AUSTUR-BERLÍN Stjórnvöld í Austur- Þýska- landi hafa ákveðiö að banna Rúmenum aðgang að land- inu nema þeir geti sýnt að þeir séu að heimsækja ein- hvern. Fátækir Rúmenar hafa streymt til landsins að undanförnu. KWANGJU - Lögregla í Suður-Kóreu og 100.000 mótmælendur tókust á í gær. Mótmælaganga var farin til að minnast uppreisnar í Kwangju sem var kæfð í blóði 1980. BÚDAPEST - Þingmenn frá Austur- og Vestur-Evrópu lögðu til að stofnaður yrði 400 milljarða dala „Marshall- sjóður" sem hjálpa skyldi Austur- Evrópuþjóöum til að rétta við efnahag sinn. MANILLA - Bandaríkja- menn vöruðu Filipseyinga við því að krefjast af þeim of mikilla fjárhæða. Þeir sögð- ust myndu leggja niður her- stöðvar sínar á Filipseyjum ef bandalag ríkjanna ætti að byggjast á peningum. RENNES, FRAKKLANDI - Þrir ungir nýnasistar viður- kenndu í gær að hafa van- helgað kristinn grafreit í Vestur-Frakklandi í þeim til- gangi að skapa andúð á gyðingum. PAPEETE, PÓLÍNESÍU - Mitterand Frakklandsforseti sagði að Frakkar myndu lyfta leyndarhulunni af kjarn- orkutilraunum sínum í Suð- ur- Kyrrahafi og tilkynna jafn- an hvenær stæði til að sprengja tilraunasprengjur. MOSKVA - Kazimiera Prunskiene, forsætisráð- herra Lithaugalands sagði ( gær að Gorbatsjof hefði hót- að að herða á efnahags- þvingunum Sovétstjórnar. Þing Lithauga kemur saman í dag og ræðir hvernig skuli bregðast við niðurstööum úr för Prunskiene til Moskvu og hvaða tilslakanir sé unnt að bjóða Sovétstjóm. Lctug9rdciguþ19,.maí 199Q . Hið otrulega er að gerast: Eitt Þýskaland í gær undirrituðu fjármálaráðherrar Austur- og Vestur- Þýskalands samn- ing um efnhagssamruna þýsku ríkj- anna. Undirrituninni var sjónvarpað í beinni útsendingu um allt Þýskaland. Samningurinn markar endalok Austur-Þýskalands sem sjálfstæðs rikis. Fastlega er búist við að þing landanna samþykki samninginn en samkvæmt honum gilda vestur-þýsk lög um peninga-, efnhags- og félags- „Andlitsmynd af Dr. Gachet", 1890 eftir Van Gogh og „Au moulin de la Galette“,1876 eftir Renoir. mál í í öllu Þýskalandi ffá og með l.júlí. „Við erum vitni að fæðingu fijáls og sameinaðs Þýskalands“ sagði Helmut Kohl áður en samnig- urinn var undirritaður. En hann var fyrstur opinberra ráðamanna til að setja fram áætlun um sameinað Þýskaland. Lothar de Maiziere, for- sætisráðherra Austur-Þjóðverja sagði: „Raunveruleg sameining þýsku ríkjanna er hafin. Eftir gjald- eyris-,eftiahags- og félagsmálasam- einingu þýsku ríkjanna er ekki hægt að stöðva samruna þeirra". Nú eru aðeins sex mánuðir ffá því að ffiðsamleg bylting var gerð i Austur-Þýskalandi sem leiddi til falis kommúnistastjómar landsins. Fyrir byltinguna datt engum í hug að unnt væri að sameina þýskaland sem sig- urvegarar seinna striðs skiptu á milli sín. Til Japans: Fyrir 22 árum fór hann sem fangi: Dúbsék aftur til Moskvu Alexander Dúbsék kom til Moskvu í gær og var tekið á móti honum sern opinberum heiðurs- gesti en á mánudag mun hann hitta Gorbachev. Nú eru 22 ár lið- in síðan hann var fluttur sem fangi til Moskvu eftir að ríki Var- sjárbandalagsins höfðu sent heri inn í Tékkóslóvakíu til að koma umbótasinnaðri rikisstjóm hans frá völdum. Umbætumar, sem Dúbsék reyndi að koma á, þykja minna á „Perestrjoku“ Gorbachev. Mörg- um sámar að þessum umbótatil- raunum Tékka hafi verið hafnað og telja að langur tími hafi farið til spillis. Dúbsék er hins vegar í sáttarhug. Hann sagði í sovésku sjónvarpsviðtali áður en hann lagði í fór sína, að „tilgangslaust væri að gráta mjólk sem hefði helst niður“. „Við skulum hugsa um ffamtíðina“ sagði hann og sagðist vona að takast mætti að byggja samband Rússa og Tékka á vináttu en Iengi hefur það sam- band byggst á hervaldi. TVÆR DYRUSTU MYNDIR HEIMS 74 ára japanskur kaupsýslumaður, Ryouei Saito, borgaði í þessari viku hæstu verð sem fengist hafa fyrir málverk á tveimur Iistmunauppboð- um í New York. Síðastliðinn þriðju- dag borgaði hann 81.5 miljónir doll- ara fyrir málverk eftir Van Gogh „Andlitsmynd af dr. Gachet“ en á fimmtudag keypti hann málverk eftir Renoir „ Au molin de la Galette" á 78.1 milljón dollara. Saito sagði í viðtali við japanska sjónvarpsstöð að hann hefði verið reiðubúinn til að greiða enn hærra verð eða allt að 100 milljón dollara fyrir hvora mynd eða um 6000.000.000 kr. íslenskar. Listaverkakaup Japana hafa aukist mikið á síðustu árum. Þau hafa nærri áttfaldast að verðmæti ffá 1985 og námu á síðasta ári 1.8 milljörðum dollara. Meðal frægra verka sem undanfarin ár hafa verið seld til Jap- an eru „sverðliljur" cftir Van Gogh og „Le Mariage de Pierrette“ eftir Picasso. Saito sagði að málverkin sín yrðu höfð til sýnis fyrir almenning í Japan. Þegar hann var spurður hvað hann myndi gera við höggmynd eftir Rod- in sem hann keypti í þessari viku, svaraði hann: „Hún kostaði aðeins 1.6 milljón dollara (um 100 milljón ísl kr.). Hana keypti ég í garðinn minn!“ Dúbsék - Enginn drekkur mjólk sem helst hefur niður. James Baker í Moskvu: Árangur á afvopn- unarfundi Viðræður utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sovétrikjanna, þeirra James Bakers og Eduards Shevardnadzes hafa skilað árangri. Eftir fund ráðherranna í gær um drög að samningi um fækkun kjamorkuvopna lýstu báðir samn- ingsaðilar því yfir að viðræðumar hefðu verið árangursríkar. She- vardnadze sagði eftir fundinn að hann hefði alla tíð haft trú á að samningar tækjust fyrir leiðtoga- fund Gorbachevs og Bushs eins og stefnt var að á Maltaráðstefnunni í desember. Ráðamenn beggja risa- veldanna hafa hingað til verið ákaflega varkárir í yfirlýsingum. sínum en þeim er mikið í mun að komandi Íeiðtogafundur heppnist vel. Upphaflega stóð til að fækka langdrægum Ljamorkuvopnum um helming að tilíögu Gorbachevs í Reykjavík en nú er fremur talað um 30% til 35% fækkun. Utanríkisráðherra Austurríkis: Kemst Austurríki í Efnahagsbanda- lagið í lok 1994? Alois Mock, utanríkisráðherra Austurríkis sagði í gær að honum kæmi ekki á óvart þótt fleiri EFTA- ríki sæktu um aðild að EB á næst- unni. Hann sagðist jafnvel búast við því að Austurríki gæti gengið í Efnahagsbandalag Evrópu fyrir árs- lok 1994 og sagði að „öryggis“- stefna bandalagsins væri ekki hindrun í vegi Austurríkismanna sem myndu halda áfram að vera „hlutlausir". Þetta sagði Moch við fréttamenn Reuters eftir fund með embættis- mönnum EB. Austuríki sótti um inngöngu í EB á síðasta ári. Ríki Efnahagsbandalagsins hafa sett sér það mark að rjúfa alla tolla og markaðshindranir á milli sín fyrir árslok 1992 og hafa sagt að formleg umljöllun um aðild Austurríkis geti ekki hafist fyrr en 1993. Mock sagði að Austurríkismenn hefðu aukið samvinnu sína við ríki Efna- hagsbandalagsins og undirbyggju sig af kappi undir sameiginlegt efnahags-, stjómmála- og gjaldeyr- isbandalag. Austurríki er eitt af EFTA- löndun- um en þau óttast að verða afskipt þegar önnur ríki Evrópu sameina markaði sína. Önnur ríki í EFTA eru Sviss, Finnland, Svíþjóð, Noregur og Island. Utanríkisráðherra Islands hefur sagt að innganga nýrra ríkja í EB væri ekki á dagskrá fýrr en seint á þessum áratug og að beinar við- ræður EFTA-ríkja við bandalagið væru tilgangslausar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.