Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. maí 1990 Tíminn 25 MINNING Grétar Þór Sigurðsson frá Nesjavöllum Fæddur 25. ágúst 1978 Dáinn 5. apríl 1990 Páskahelgin var í nánd með til- hlökkun um góðar stundir, þar á meðal var fyrirhugað að fara að Nesjavöllum til að heimsækja bræð- uma Jón og Grétar og Guðbjörgu ömmu þeirra. Skyndilega er allt breytt, litli bros- hýri vinurinn er ekki lengur á meðal okkar heldur í faðmi Guðs. Hvemig má vera að svona lífsglatt og hraust bam sé tekið frá okkur? Því getur víst enginn svarað. Við minnumst Grétars Þórs ætíð sem glaðværa og kraftmikla drengs- ins sem við hittum í ferðum okkar að Nesjavöllum. Alltaf vildi hann vera mcð í verki og þá helst sem fulltíða maður, hvort sem verið var að smala, staðið í hey- skap eða við önnur verk. Grétar var einstaklega harður af sér, minnisstætt er þegar hann óvart tók um tunnu sem nýlega hafði verið brennt msl í. Við það fékk hann bmn- asár á Iófum, þá var ekki grátið, held- ur hendur hristar og blásið á sárin. Svona var hans kraftur og eðli. Þeir sem áttu samvemstundir með Grétari fundu best hversu einlægur og ljúfur hann var, þótt honum gæti hlaupið kapp í kinn bæði í leik og starfi. Þær samvemstundir eiga mest- ar foreldrar, systkini og amma Grét- ars. Mér er minnisstætt er við vomm einir saman nokkra haustdaga á Nesjavöllum, þær samverustundir og minningar er ég þakklátur að eiga. Grétar undi sér best við útiveru, það var afar sjaldan er við komum að Nesjavöllum að hann væri ekki úti við leik eða störf með fullorðnum. Ætíð þegar við hringdum til Nesja- Magnús Bjömsson Fæddur 24. júní 1914 Dáinn 9. maí 1990 I eðlinu varstu framsækinn frjálslegur glaður íflestum tilvikum náðirðu að vera slíkur af vinnufélögum œtið metinn sem maður af manndómi þínum hefurðu orðið rikur. Hvar sem þú fórst varstu aldrei óráðin gáta orka þín faldist jafnvel í hjartanu lúna ogfélagslyndið falslaust á allan máta. Egfinn bœði og veit að margur saknar þín núna. Við söknum þin öll, systkini böm þín og maki á svona stundum verða fátœkleg orðin. Þú vékst þérfrá á óvæntu andartaki — en innan stundar við hittum við spilaborðin. Benedikt Björnsson valla svaraði Grétar, alltaf var sama ljúfa svarið: Ég segi allt fínt, og oft fýlgdi á eftir: Emð þið að koma? Hann hafði gaman af að hafa margt fólk í kringum sig og var þá óspar á að bjóða gestum í kaffi og pönnukök- ur hjá ömmu sinni. Það gladdi ömmu hans, það skilja þeir sem hlýju henn- ar og gestrisni hafa fengið að njóta. Bræðumir Jón og Grétar vom mjög samrýmdir þrátt fýrir aldursmun og aðdáunarvert hversu hjálplegur og umhyggjusamur Jón var Grétari sem hann leit svo upp til og dáði. Ahugi þeirra bræðra beindist að skepnuhaldi, ekki hvað síst kindum, þótt þeir gætu ekki sinnt því eins og hugur stefndi til vegna ffamkvæmda á jörðinni. Minningamar um elsku frænda okk- ar era margar og ekki hægt að setja þær á blað i nokkmm orðum. Orð verða smá og máttvana á slikri sorgarstundu, en því dýpra rista minningamar um lífsglaðan, kraft- mikinn og fallegan dreng. Þær ljúfú minningar tekur enginn frá okkur, þær rifjum við upp þegar söknuður- inn verður of sár. Harmurinn er mikill hjá foreldmm, systkinum og ömmu Grétars sem elskuðu hann öll og dáðu eins og við öll. Grétar var sérstaklega augasteinn ömmu sinnar, enda dvalið í faðmi hennar frá fæðingu og þau hvort öðm mikið dýrmæt. Þótt nú hafi enn og aftur verið rofið stórt skarð í Nesjavallafjölskylduna látum við fögm minningamar um Grétar Þór lýsa okkur veg framtíðar. Megi góður Guð geyma þig og vemda, elsku litli ffændi, og veita foreldram, systkinum og ömmu þinni og okkur öllum styrk til að yfirstíga það tilvemstig sem þú hefur nú tekið. O, faðir gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf unz allt það pund, sem Guð mér gaf ég gef sem bróðurarf. M.Joch. Hvíl í friði, litli vinur. Ómar Gaukur, Ásta og Tómas 1 BILALEIGA með útibú allt i kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis ) ------- interRent Europcar NORÐDEKK UMBOÐSMENN UM LANDALLT ágíiy*!™# ntm GumiMmmM n Réttarháls 2 s. 84008 & 84009 • Skipholt 35 s.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.