Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. maí 1990 HELGIN 15 í húsinu við Lækjartorg, sem héðan í frá skyldi heita Stjómarráð íslands. Þar fóru stjómarskiptin fram með svo- lítilli hátíðlegri athöfh og um kvöldið sátu um 60 manns heimastjómarhátíð í Iðnó. Þar talaði Magnús af miklu lít- illæti, ræddi um ást sína á landinu og hvað hann hefði viljað vinna því til gagnsemdar, en þegar hann leit yfir farinn veg fannst honum það væri smátt, hann hefði skort hæfileika og ráð til að ryðja nýjar framfarabrautir. Það hafði löngum verið sagt að emb- ætti landshöfðingjans væri eins og á milli steins og sleggju. Ný Iýsti Magn- ús þessari tilfinningu með nýjum orð- um, að vísu ekki eins smekklegum. Hann sagði að sem landshöfðingi hefði hann verið sem lús á milli tveggja nagla. Ónnur nöglin sem kreisti var Alþingi íslendinga, hin danska stjómin. Síðustu ár Magnúsar Nú gerðist hlutverk Magnúsar viður- hlutaminna. Hann hafði boðið sig fram sem þingmaður í Rangárþingi og náð ömggri kosningu 1903 og nú var hann kjörinn forseti neðri deildar Alþingis. Það var staða þar sem stjómsemi hans átti eftir að gæta í nokkur ár enn. Það fylgdi og forsetaembættinu að hann var enn í hávegum hafður í þing- mannaforinni til Danmerkur 1906 og í konungsheimsókninni 1907 var hon- um falið að flytja hátíðarræður, sem góður rómur var gerður að. En hann fann visslega til þess hve innantóm sú tign var. Nú saknaði hann þess sárt sem hann átti áður — valds- ins. Þótt honum væm tryggð svo mikil eftirlaun að kjör hans vom betri en allra embættismanna, nema ráðherr- ans, þá urðu dagamir nú lengi að líða. Kunningjum sínum sagði hann frá því að þegar hann fór ffá embætti — „var ég lifandi grafinn". Þykkja landshöfðingjans gat verið þung og enginn fékk að kenna á því eins og Skúli Thoroddsen. Sumarið áður en valdaskiptin urðu sá Magnús að hverju dró og hann lét kunningja sinn, Magnús Blöndahl, byggja stórt og glæsilegt íbúðarhús uppi á homi Þingholtsstrætis og Skál- holtsstigs. Um einkennilegan smekk hans ber húsið enn vitni, með sinni sér- kennilegu næpuspím. Þama bjó gamli maðurinn nú við reisn og risnu um langt skeið og var gestagangur mikill. Síðustu ár Magnúsar urðu honum mæðusöm. Með tveggja ára millibili missti hann báða syni sína. Annar þeirra, Jónas, lést úr bráðum sjúk- dómi, en hinn, Magnús, dmkknaði þegar lífið blasti bjart við honum og hann var að undirbúa stofhun verslun- arfyrirtækis á Akureyri. Með honum tapaðist líka mikill sjóður í reiðufé, sem hann bar á sér, að því er sumir sögðu mikill hluti Stephensenauðsins. Þann 3. apríl 1917 andaðist gamli landshöfðinginn af æðakölkun, rúm- lega áttræður að aldri. (Byggt á frásögn Þorsteins Thorarensen í bók hans „I fótspor feðranna) FULLKOMIN RÚLLUTÆKNI Við kaup á öllum þremur tækjunum gef- um við góðan afslátt, auk þess sem hægt er að veita hagkvæm greiðslukjör til allt að 5 ára. Rúllubindibúnaður frá Jötni er marg- reyndur hérlendis, sem er trygging fyrir litlum töfum frá heyskap, sem er undir- staða góðrar heyverkunar. Hafið samband við sölumenn okkar sem gefa allar nánari upplýsingar. fjilawrap rúllupökkunarvélar frá UNDERHAUG Á aðeins örfáum árum hefur SILAWRAP rúllupökk- unarvélin valdið byltingu í pökkun þurrheys og vot- heys og eru nú í notkun yfir 9000 vélar víða um heim og fer stöðugt fjölgandi, enda er hún ein eftirsóttasta pökkunarvélin á markaðnum. ftnawrao baggagreipin grænfóður hey og vothey CLAAS býður meðal annars eftirtalinn búnað: 1. Stillanlegt dráttarbeisli. 2. Tvöfalda hjöruliði og öryggistengsli á drifskaft. 3. Rafbúin stjórntæki til að stjórna úr ekilssæti bindingu með garni, eða neti. Gefur til kynna með Ijósi eða hljóði þegar bagginn er tilbúinn. 4. öflugan og opinn mötunarbúnað ásamt þjapp- ara (sjá mynd 4 og 5). 6. Stálvalsar tryggja að pökkun hefst um leið og heyið kemur inn og tryggir jafna bagga. 7. Öfluga drifkeðju, hannaða til að endast lengi án viðhalds. 8. Sjálfvirka smurningu. 9. Tvöfaldan bindibúnað, sem sparar tima og dregur úr bindigarnskostnaði. 10. Rollatex netbindibúnaður faanlegur, 11. Öryggisventill á vökvakerfi. 12. Sleppibúnaður með rafbúnaði, sem gefur til kynna að vélin sé laus við baggann. 13. Auðveit að komast að aukabindigarni og til að skipta um netrúllur. 14. Þrýstimælir til að fylgjast með þéttleika baggans. 15. öryggisbúnaður vegna læsingar og opnunar afturhlera. Fer betur með baggana við lestun, hleðslu og hlífir umbúðunum. Með efri arminum er bagganum haldið, svo auðvelt sé að tylla honum upp á endann. ▲ Vökvaknúnir armar halda bagganum og stýra flutningi og viö hleðslu. Gripbúnaðinum er stjómað með tvívirkum strokki og snúnings- trjónurtaka baggann mjúkum örmum. '■■'SBtri —j—rt, ^ SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 Wldsúáfiq

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.