Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 6
16 I HELGIN r' • hjónin ofsótt í Gorky Endurminningar Andrei Sakharovs verða senn gefnar út, en kaflar úr bókinni vekja heimsat- hygli í blöðum og tímaritum run þessar mundir. Þetta var skrýtið andartak. Það dró úr umferðinni þegar bíllinn nálgaðist Krasnokholmsky-brúna í miðborg Moskvu. Skyndilega stöðvaði okkur lögreglubíll. Tveir menn opnuðu aft- urdymar og stukku inn, veifandi eld- rauðum skírteinum. Þeir voru frá KGB. Þeir áttu að handtaka mig. Þetta var á vetrarkvöldi, þriðjudag- inn 22. janúar 1980. Ég fékk nú að kynnast valdinu, eins og það gerist naktast. Þetta var upphafið á Odys- seifsför, sem átti eftir að valda mér niðurlægingu og sársauka. Ég vissi meira en vel hvemig mál gengu fyrir sig í Sovétríkjunum. Ég hafði verið í námunda við miðpól valdsins, bæði sem vísindamaður og sem gagnrýn- andi kerfísins. En nú sneri sovéska valdið sér beint framan að mér og ég uppgötvaði margt um mannlega grimmd, sem ég ekki vissi um. Fyrirvaralaus brottflutningur Kvöldiö hafði verið líkt og vant var. Ég hafði pantað bíl úr bifreiðaskála vísindaháskólans og lagt af stað heim um 1.30. Ég ætlaði að kaupa ýmsan vaming í sérverslun háskólans. En KGB mennimir höfðu annað í hyggju. Þeir skipuðu bílstjóranum að aka til lögregluvarðstofunnar i Pushk- instræti. Hann hlýddi orðalaust. Þegar við ókum framhjá símaklefa bað ég bílstjórann að stoppa, svo ég gæti hringt í Luisu, konu mína. En annar KGB mannanna greip um hurðarhún- inn. Hinn skipaði bílstjóranum að aka áfram. Bíllinn ók inn í portið við lögreglu- stöðina. Ég sté út með KGB menn allt umhverfis mig og var leiddur upp á fjórðu hæð að dymm sem á stóð: „Al- exander Rekunkov, Iögreglufulltrúi.“ Rekunkov sat við borð og sneri að dyrunum. Hann bauð mér að setjast. ,Jiví senduð þið mér ekki kvaðningu, í stað þess að handtaka mig?“ spurði ég. „Ég hef alltaf hlýðnast kvaðning- „„ (( um. Rekunkov svaraði: „Ég gaf skipun um að sækja þig af sérstökum ástæð- um og vegna þess hve mikið lá við. Ég á að lesa þér úrskurð frá forsætis- nefhdinni: „Með tilliti til skipulagðra athafha A.D. Sakharovs, sem gera hann óverðugan að njóta opinberra viður- kenninga og vegna tilmæla fjölda sovétborgara, hefur forsætisnefnd Sovétríkjanna á grundvelli 40. greinar almennrar reglugerðar um stöður, heiðursmerki og heiðursútnefningar ákveðið að svipta Andrei Dmitrievich Sakharov titlinum Hetja sósíalískrar vinnu og öllum opinberum verðlaun- um . Rekunkov hélt áfram: „Það hefur verið ákveðið að vísa A.D. Sakharov ffá Moskvu til staðar, sem mun binda enda á samskipti hans við útlend- inga.“ Hann leit upp: „Staðurinn sem hefur verið valinn er Gorky, en þangað mega útlendingar ekki koma.“ Hann fékk mér blað, sem á var skráður síðasti hluti þesarar skipunar og var nafh Leonid Breshnevs vélrit- að undir hana. Þar var þó ekkert á út- legð minnst. Ég spurði hví skipunin væri óundir- rituð og hví Breshnev hefði ekki und- irritað hana eigin hendi. Rekunkov talaði eitthvað um „formsatriði". Hann hélt áffam: „Snúum okkur að ffamkvæmdaatriðunum. Þú átt að fara til Gorky undir eins. Konu þinni verð- ur leyft að verða þér samferða." ,Jvfá ég fyrst fara heim?“ „Nei, en þú mátt hringja i konu þína. Hve mikinn tíma þarf hún til að pakka?“ „Ég veit það ekki. Tvo tíma býst ég við.“ ,AHt í lagi. Hún verður sótt tveimur tímum eftir að þú hefur hringt í hana.“ Ég hringdi í Louisu í ffemri skrif- stofh Rukunkovs, en þar stóðu einir tólf KGB menn. Hún vissi ekkert um hvað gerst hafði, en ég sagði að þeir mundu koma eftir henni. „Þar kom þá að því,“ hugsaði ég, um leið og ég lagði tólið á. Tveir KGB menn tóku undir hand- leggina á mér. Annar hélt á innkaupa- pokanum. Þeir settu mig inn í lítinn sendiferðabíl með tjöld fyrir gluggun- um. Ég sat aftur í milli annarra KGB manna og við stefndum til flugvallar- ins í fylgd lögreglubíla, eins og þeir óttuðust að reynt yrði að frelsa mig með skyndiárás. Maður, sem sat and- spænis mér og sagðist vera læknir, spurði hvort ég vildi róandi töflur eða höfuðverkjalyf og spurði hvort mér væri kalt. Ég svaraði neitandi. A meðan reyndi Luisa að láta vita hvað væri að gerast. En það hafði ver- ið lokað fyrir símann um leið og ég var búinn að hringja og einnig hafði símasjálfsölum í grenndinni verið lok- að. En Liza, unnusta sonar okkar, hljóp uns hún fann einn sjálfsala sem var opinn og henni tókst að láta blaða- mann vita og einn vina okkar, áður en síminn var tekinn úr sambandi. Nokkrum minútum síðar rofnaði sam- bandið í síma vinar okkar einnig. Þegar Liza kom aftur höfðu lög- reglumenn og KGB menn umkringt húsið. Tveimur og hálfri stundu eftir ; að ég hringdi, barði lögreglan að dyr- um og þeir spurðu Luisu: „Ertu tilbú- in?“ Þar með var hún leidd út. KGB mennirnir óðu um íbúðina og tóku hvað sem þeim sýndist, enskar og rússneskar vísindagreinar, sem ég hafði búið til útgáfu, Nóbelsverð- launaskjal mitt (sem þar með hvarf mér fyrir fullt og allt) og efalaust margt annað. Koman til Gorky Við höfðum ekki nema fimm mínút- ur á flugvellinum til þess að kveðja Lizu og móður Luisu. Þá klöngruð- umst við upp í flugvélina og bárum farangurinn sjálf. Einir tólf KGB menn, þar á meðal einn læknir, urðu okkur samferða. Við vorum fegnari en svo yfir að vera hér saman að við hefðum áhyggjur af áfangastaðnum og á einhvem undarlegan hátt lá vel á okkur. Vanalega er enginn matur borinn fram á skemmri flugleiðum í Rúss- landi, en i þetta sinn var borinn ffam fyrsta flokks málsverður. Við höfðum ekkert borðað ffá því um morguninn. Smávandræði urðu þegar við nálg- uðumst flugvöllinn í Gorky, því hjólin vildu ekki fara niður. En flugmaður- inn hringsólaði yfir vellinum uns það tókst og við lentum heilu og höldnu. Enn fómm við upp í lítinn sendibíl. „Hvert erum við að fara?“ spurði Luisa einn fylgdarmanninn. „Heim“, svaraði hann með breiðu brosi. Hið nýja heimili okkar í Gorky var í ibúðabíokk, sem við síðar komumst að að var við Gagarin- stræti. Von er á útgáfu endurminninga Andrei Sakharovs innan tíðar. Það hefur þótt mikið undur að þessi bók skuli vera til, þar sem höfundurinn gat árum saman átt von á hústeit lögreglumanna KGB, sem hirtu það af skjölum hans sem þeim sýndist og voru einkum á höttunum eftir þess- ari endurminningabók. f minn- ingunum segir Sakharov, höf- undur sovésku vetnissprengj- unnar, frá tveggja áratuga starfi sfnu í lokuöum búðum kjam- orkurannsóknastöðvar, þeim dögum er hann var einn ást- sælasti þegn lands síns og eft- iriæti leiðtoganna. Þá tóku við ár andófs hans gegn kerfinu og þær ofsóknir sem sú barátta kostaði hann. Hérsegir hann frá linnulausum brögðum og undirferii sem hann mátti Ifða af hálfu KGB í fýrstu útiegð sinni i Gorky, en þar var hand- ritinu að minningum hans rænt hvað eftir annað, svo byrja varð verkið að nýju. Þegar við komum inn í íbúðina var mér vísað inn í stórt herbergi, þar sem nokkrar manneskjur biðu. Maður sat við borð og kynnti sig: „Ég er Pere- lygin, lögreglufulltrúi í Gorky- um- dæminu. Mér hefur verið falið að segja ykkur hvers vænst er af ykkur: Ykkur er bannað að fara út fyrir borg- armörkin í Gorky. Þið verðið undir eftirliti og þið megið elcki hafa sam- band við útlendinga eða glæpsamleg öfl. Innanríkisráðuneytið (MVD) læt- ur ykkur vita hvenær ætlast er til að þið mætið hjá félaga Glossen í höfuð- stöðvunum við Gomayastræti. Láta má lögregluna sækja ykkur ef þið ekki hlýðið kvaðningu. Hafið þið ein- hveijar spumingar, þá hringið í KGB og talið annaðhvort við majór Yuri Chuprov eða Nikolai Shuvalov, höf- uðsmann. Skrifið hjá ykkur símanúm- er þeirra.“ Ég svaraði engu og Pere- lygin fór ásamt aðstoðarmönnum sín- um. Laugardagur 19. maí 1990 Laugardagur 19. ma,í 1990 HELGIN ® 17 Óhugnanleg heimsókn A meðan skoðaði Luisa íbúðina, en hún var fjögur herbergi með eldhúsi og baði. Þetta var eins og lúxusíbúð á hóteli. Hún rakst lfka á „ráðskonuna", sem sagðist vera ekkja foringja í KGB og hefðu félagar manns hennar útvegað henni þetta starf. Það tók oklcur sex mánuði að upp- götva hverjar raunverulegar skyldur hennar vom. Ég fékk vísbendingu um það viku eftir að við komum til Gor- ky. Luisa var í heimsókn í Moskvu (hún var enn fijáls í orði kveðnu). Það var hringt dyrabjöllunni og ég fór til dyra og hitti þá fyrir tvo drukkna menn — en líklega létust þeir aðeins vera drukknir. Þeir gengu inn fyrir og sögðust vilja sjá þennan „Sakharov- náunga.“ „Ég er Sakharov." „Hví viltu láta fólk hætta við að koma á ólympíuleikana í Moskvu?“ „Af því að Sovétríkin hafa byijað strið í Afghanistan." „Hvers vegna verðu þessa glæpa- menn sem drápu flugfreyjuna?" (Þeir áttu við tvo Litháa, sem rænt höfðu Aeroflot-flugvél.) „Ég hef aldrei varið þá. Þeir vom ákærðir í Tyrklandi fyrir flugrán og taka út sinn dóm. En þeir drápu hana ekki — það gerðu öryggisverðir.“ Það gagnaði ekkert þótt ég reyndi að vera sem rólegastur. Þeir urðu bál- vondir og fóm að hrópa að mér ásak- anir sem vom mest einhver vitleysa. Skyndilega dró annar þeirra byssu upp úr vasa sínum. Hann fór að leika sér að henni, snúa henni í hringi og kasta henni upp í ioftið — en hann miðaði henni ekki beint á mig. „Öryggisvörður hefði ekki skotið hana óvart,“ sagði hann. „Ég hef verið öryggisvörður og ég missi ekki marks, hvort sem ég stend, sit eða ligg“ Hinn maðurinn lést vera að róa hann, en sagði mér um leið að félagi sinn væri afbragðsskytta. (Ég hafði áður spurt hvort byssan væri alvöru eða sígarettukveikjari. Þá hló hann taugaveiklunarhlátri og spurði hvort sígarettukveikjarar gerðu göt á fólk.) Byssumaðurinn tók að hrópa: „Ég skal sýna þér hvemig Afghanar em! Ég skal breyta íbúðinni héma í Afg- hanistan." En svo breyttu þeir um tón- tegund og annar sagði eins og í trún- aði: „Þú verður héma ekki lengi. Þeir fara með þig á geðveikrahæli þar sem þeir eiga lyf sem breyta fólki í fávita.“ Natasha Gesse, vinkona okkar frá Moskvu, sem var i heimsókn, var inni í eldhúsi að laga te. Hún kom auga á byssuna og sagði ráðskonunni að laumast út og sækja lögregluna. Hún fór tvívegis út og var dijúga stund í bæði skiptin, áður en nokkrir lög- reglumenn birtust um síðir. ,JIvað gengur á?“ spurðu þeir. „Ekkert óvenjulegt,“ svaraði ég. Hlutverk „ráðskonunnar“ Frá því fyrsta urðum við vör við að ókunnugir væm á ferli í íbúðinni. Sí- fellt sáum við að það var búið að skemma útvarpstækið, segulbandið eða ritvélina. Við urðum að láta gera við þetta mörgum sinnum. Það sem þeir einkum vildu fá vom minnis- greinar mínar, óbætanleg skjöl og bækur, sem vom undirstaða vísinda- starfs míns. En ég tók þetta með mér í hvert sinn sem við fórum út. í fyrstu héldum við að lögreglu- mennimir sem vom í bandalagi við KGB létu undirsáta sina sjá um þetta. En svo uppgötvuðum við að sendi- mað.urinn var nær en við héldum: hann var ráðskonan. Kvöld nokkurt í júlí áttuðum vð okk- ur á hvert hlutverk hennar var. Þá hafði komið sendill ffá símstöðinni og sagt að við ættum von á símtali frá New York. Við flýttum okkur á sím- stöðina og vonuðum að símtalið væri fra Tönju og Efrem, dóttur okkar og tengdasyni í Ameríku. Á leiðinni áttaði Luisa sig á að hún hafði gleymt sígarettunum sínum og flýtti sér til baka. Þegar hún kom inn í íbúðina sá hún tvo KGB menn, og var annar að gramsa í skjölum mínum, en hinn að fikta við segulbandstækið. (Hann hafði þurrkað út efhi af spólu sem ég hafði talað inn á fyrir bömin.) Luisa hrópaði upp yfir sig. KGB mennimir hlupu eftir endilangri íbúð- inni og inn í herbeigi ráðkonunnar, en þar stukku þeir út um gluggann og niður á lóðina fyrir neðan. Þegar Lu- isa sýndi iögreglumanni óskundann sem þeir höfðu gert í íbúðinni, virtist honum einlæglega bmgðið. Nú sáum við hvernig ráðskonan vann fyrir launum sinum. Hún átti að sjá til þess að gluggi hennar væri allt- af opinn, en þannig komust KGB mennimir ffam hjá lögreglumannin- um sem stóð á verði. Eftir þetta atvik hleypti ég ráðkon- unni ekki inn í íbúðina. Hún (og KGB) lét það gott heita, ef til vill vegna þess að hún var gagnslaus, eftir að upp komst um hana. Þjófar á tannlæknastofu KGB gafst ekki upp á að reyna að komast yfir skjöl mín. Ég hefði átt að taka Ijósrit af því mikilsverðasta, en ég var of grandalaus — og átta mánuðum síðar hafði KGB erindi sem erfiði. Sagan hófst er ég fór til tannlæknis. Þann 13. mars 1981 var mér sagt að brýr sem ég hafði pantað væm tilbún- ar og ég flýtti mér á tannlæknamið- stöðina. Luisa var í Moskvu og ég var með hugann allan við villu sem ég hafði uppgötvað í útreikningum mín- um. Aðstoðarmaður tók á móti mér á biðstofunni og í stað þess að fýlgja mér upp á efstu hæð, eins og vant var, var farið með mig í stofu á fyrstu hæð. Þetta var annars heppilegt, því vegna hjartaverkja átti ég erfitt með að ganga upp stiga. Tæknimaðurinn sagði að á neðstu hæðinni væri skurðstofan og þvi yrði ég að skilja pokann minn eftir ffammi. Óhreint gólfið hefði átt að sýna mér að þetta vom tóm ósannindi. Ég bað nú hjúkrunarkonu að hafa auga með pok- anum. „Engar áhyggjur," sagði hún, „hér tapast aldrei neitt.“ Ég treysti líka á að hinir sjúklingamir sem biðu mundu vera trygging þess að enginn tæki pokann. Þar hef ég marga sjónarvotta, hugsaði ég. En þann er Guð vill refsa, rænir hann fyrst heilbrigðri skynsemi BURI í bitaformi en traustur sem fyrr MUNDU EFTIR OSTINUM hitt tannlækninn, var hann horfinn. Sjúklingur sagði mér að tveir menn hefðu verið að sniglast þama um og verið að gefa pokanum gætur. Þeir hlytu að hafa tekið hann. KGB lét ekki hér við sitja. Þegar ég kom heim ffá tannlækninum var bréf sem ég hafði skrifað til Vísindalegu gagnastoffiunarinnar með beiðni um að fá send ljósrit af tímaritsgreinum komið á borð mitt! Það hafði verið í pokanum. KGB hafði sem sagt skilið eftir „nafnspjaldið" sitt. Við þjóffiaðinn á pokanum var ég sem þrumulostinn. Þama hafði KGB hæft mig þungu höggi. Ég hafði tapað minnispunktum um vísindaleg efni og það sem efst var á baugi, persónuleg- um skjölum, svo sem affitum af bréf- um Luisu til bamanna, þremur þykk- um vasabókum, sem í voru dagbækur mínar fýrir síðustu fjórtán mánuðina. Þá höfðu mér tapast þijár bækur aðrar með uppkasti að þessum minningum mínum. Bókin sem ég fýrst haíði tek- ið að skrá þær í hafði tapast við óvænta húsleit í íbúð okkar í Moskvu í nóvember 1978. Báðir þessir atburð- ir ollu mér miklum erflðleikum og ég varð að endurvinna allt mitt verk. Ég var miður mín út af hugsunar- leysi mínu og harmaði beisklega skjalamissinn, sem erfitt eða ómögu- legt yrði að bæta. Sú hugsun að per- sónuleg skrif mín væru í höndum óviðkomandi kvaldi mig mikið. Þegar Luisa kom ffá Moskvu þetta kvöld átti hún ekki orð vegna frétt- anna af þessu og hún segir að ég hafi „Ég hafði verið í nánd við miðpól sovéska valdsins, bæði sem vísindamaður og sem andófsmaður," segir Sakharov. verið í taugaáfalli, satt að segja verið skjálfandi. Næstu tvo dagana reyndum við að jafna okkur og varpa af okkur mar- traðartilfinningurmi. Við ókum borg- ina á enda í ískulda, til þess að sjá nýjustu myndina með Belmondo. Líf- ið gekk sinn vanagang. Byrjað á minning- unum að nýju En við létum ekki bugast og satt að segja var tíminn fljótari að líða eftir þjófhaðinn. Ég frestaði vísindastörf- um sem ég hafði áformað og ritaði minningar mínar þess í stað á ný eftir minni, áður en KGB fyndi einhveija aðra leið til þess að hindra mig í því. Bitur reynsla hafði nú kennt mér að taka kalkipappírsaffit af öllu sem ég skrifaði. Einu sinni eða tvisvar í mán- uði fór Luisa með affitin til Moskvu og sendi þau til Tönju og Efrem i Bandaríkjunum. Hvemig hún fór að þessu er saga sem enn er ekki hægt að skýra frá. Luisa skildi handritin ekki v.ið sig eitt einasta andartak, þótt pinklamir væm þungir, og hélt á þeim í fanginu í lestinni til Moskvu. í april 1982 hafði ég lokið við nýtt uppkast að bókinni í gróftun dráttum og var að búa hana til útgáfu. En í október var handritinu stolið. í þetta sinn var sviðssetningin óvandaðari og beitt svonefndum „bófa“-aðferðum. Fyrsta tilraunin mistókst. Eldur kviknaði í Zhiguli- bílnum mínum (Lada-bílar heita Zhiguli í Sovétríkj- unum), þegar ég ræsti hann einn morguninn. Einhver hafði tengt kveikjuvír við bensíndæluna. KGB vænti sjálfsagt að ég hlypi burtu í of- boði og skildi pappíra mína eftir. En ég drap bara á bilunum og eldurinn slokknaði af sjálfu sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.