Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 8
18 HELGIN Laugardagur 19. maí 1990 f TÍMANS RÁS ' 1’ ' '' ATLI MAGNÚSSON: | . ^jj Bfafc JjP Af „bylgjum“ Eflir hungurárin í Þýskalandi efl- ir stríðið, þegar efnahagslifið tók sinn margfræga fjörkipp og versl- anir fylltust af besta mat, tók hin langsoltna þjóð að éta gífurlega um skeið, og urðu margir mjög feitir. Þetta tímabil hafa Þjóðverj- ar sjálfir kallað „Fresswelle“ eða átbylgjuna. Islendingar urðu varir við þessa óhemju lyst Tevtón- anna, því þýskir ferðamenn hér á landi höfðu það víst fyrir sið ffaman af árum að þakka fyrir beinann á bæjum með því að sturta úr molakörum í vasa sína. Er þessi þjóð svo hafði étið yfir sig um skeið tók aftur á móti við svonefhd „Sexwelle“ eða kynlífs- bylgjan. Þá blómgaðist hvers kyns klámiðnaður og sem allra flestar uppáferðir urðu boðorð dagsins, enda stríðsekkjur margar í landi. Enn nærast þeir sjálfsagt vel í Schweinfurt og Wurzburg og standa sig varla síður undir sæng- urfiðunni en aðrir. En ofstopinn og hamagangurinn er horfinn úr hvoru tveggja og til dæmis óttast engin islensk húsfrú um molakör sín fyrir Þjóðverjum ffemur en öðrum meir. Þannig leitar allt hins náttúrlega jafnvægis á cndanum. Hrinur á borð við hinar þýsku „bylgjur“ eru þó ekki endilega þýskt sérkenni. Til dæmis gekk mikil sjálfumgleðibylgja yfir Svía hér á árunum. Þessi hamingja þjóðarinnar með sjálfa sig átti rætur sínar í miklum efnahags- uppgangi og félagsmálakerfi landsins var sérstök fyrirmynd og er enn. Margir Islendingar hrifust af Svíþjóð og velferðinni þar og lentu í stælum við einkaframtaks- sálir á Islandi fyrir vikið, sem höfðu hom í síðu hvers kyns „sósíals“. Þessi gagnrýni á Svía var annars ranglát, svo margt sem vert var eftirbreytni þar í landi. En sjálfumgleði Svía og þeirra sem sænskastir urðu með íslendingum var líka off til að mæðast yfir. Sví- ar létu lengi á alþjóðavettvangi eins sveitarakki við veg, sem þarf að skipta sér af hverjum sem fram hjá fer. Þeir héldu sig hafa öllum eitthvað að kenna og gleymdu öldungis einni þeirri elstu speki sem til er, sem sé þeirri að betra sé að þegja en tala í ótíma. Nú vita Svíar betur og eru hættir þessum fyrirgangi, og em ekki síður vel virlir fýrir það, enda mun þetta hið mætasta fólk. Því em át- „bylgja“ Þjóðveija og sjálfúmgleði- „bylgja" Svía hér á ámnum nefndar til fremur en aðr- ar „bylgjur" í öðmm löndum, að borið hefúr á að landinn hafi sið- ari árin tekið báðar í arf, hvora með sínum hætti, og er það illur arfúr. Þannig hafa menn héðan varla komið svo á ráðstefnu eða sest að samningaborði að ekki sé reynt að „sturta úr molakörunum“ með einhveijum hætti, semsé með hinu eilífa klifi um undan- þágur og séraðstæður hverskyns, sem eiga að veita sjálfkrafa heimtingu á fríðindum, sem öðr- um bjóðast ekki og dettur ekki í hug að fara ffam á. Hvar sem opn- ast glufa flæðir þessi ósiður á eft- ir, eins og sírennsli og gengur svo langt að gerðar hafa verið kröfúr í hafsvæði við útsker uppi hjá ströndum fjarlægra ríkja. Hinn veikleikinn, sá sænski, birt- ist í mörgum myndum. Breskur blaðamaður sem hér var á ferð fyrir nokkru benti til dæmis á svo hversdagslegt atriði sem fréttir í íslensku sjónvarpi. Þær sagði hann gjama einkennast af skiýtn- um sjálfbirgingshætti, og talaði fréttamaðurinn lil áhorfenda, eins og hann væri þjálfari í fótbolta- liði, sem þyrfti að sannfæra menn sína um yfirburði þeirra fyrir úr- slitaleik. Glöggt er gestsaugað og vinur er sá er til vamms segir, en Breta þessum lá annars á engan hátt illa orð til lands eða þjóðar. — Þessi blekking kemur einnig ofan að: Það er m.a. ekki fallega gert af leiðtogum landsins að telja þjóðinni trú um að hún sé eitthvað sérstaklega vel efnuð og að hún eigi stöðugt að vera að þakka fyr- ir velsældina með að ausa í t.d. safnanir utanlands sem innan. Landinn hefúr það jú takk bæri- legt, en ekkert fram yfir það og OECD segir oss róa í sama rúmi og Portúgalir, ef menn kæra sig þá um að trúa því. Islendingar em mesta dugnaðar- fólk og em vel færir um að sjá sjálfum sér borgið, án þess að vera að telja sér trú um einhveijar fásinnur. Og vonandi rjátlast þetta raup af þjóðinni innan tíðar, og hún verður að heiðvirðum boigur- um í því þjóðasamfélagi sem á næstu grösum er og þar sem hvers kyns sérviska skrifast á spjöld vaxtarverkj anna. Gettu nú Það var eyjan Skrúður, sem síðast var spurt um hér. Við erum stödd sunnan- lands í þetta skiptið. En hver er bærinn sem við sjáum á myndinni? KROSSGÁTA KIW BoK- snm L/lSlNN •*•— SysNfí riM 6LÆST- LE/KT nená R JL WlOPUÐ %im £lR fUMl ToNN WlK. - i ÍEfáA spyR, SKi?iF»r. cruT/tKi SKALD HftV I mn f>oR Lo6- KLÆÐ- hiv st STKftffD/) PRirN AB— BUR'T VoGL FLAM fÆÐl sem KÍYZ © IfftTiP J 0& P R0?l 3 ATT /o m SKC-6& 'RoÐ' K/ND ILL RFIK 17 nom MEÍ N vfta- jjLft D JoRD LITÍL fUL L 0RKA TfíNG LEIKPí HoFUöJ Ffl T | ftTT 30RS ElNs VOÐI RlK lUL. KAUP- SKftPUR LIT7N 6ftHG, UR SoK- kTflFUR SFUC, -RÓÐ ILMIÐ to OSlCVR S YKUR S TfihiR YN DI 12 TftnDft SÝSLft // FÆRI /Y S\eo<S- UftlNK ZX flLflST n 7? PWHL' EyjA Æyi KLYRI NUME'R KLUKKft LIFIR ÖR/IS UXI OP HfíF SOfiuR INN tmh seR- HL3. /3 Vf yjgt m FRUR ls Í>0RIR L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.