Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.05.1990, Blaðsíða 10
20 HELGIN Laugardagur 19. maí 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL KOSTAÐI FIMM MANNSLÍF Um eittleytiö aðfaramótt sunnudagsins 12. október 1986 rak dauðinn út úr sér tunguna framan í hinn 25 ára gamla Juergen Tammler en hvarf svo á braut. Juergen vissi ekki hversu hætt hann var kominn og taldi að hér hefði ver- ið um að ræða drukkinn mann eða ruglaðan. Claudia Schneider hefði ef til vill lifað af ef hún hefði notað sætisbeltíð í aftursætinu. Juergen var í bíl sínum við gatna- mót í bænum Nuertingen, ekki langt frá Stuttgart og beið þar eftir grænu ljósi. Enginn annar bíll var sjáanleg- ur en Juergen var löghlýðinn borgari. Skyndilega skaust hvítur VW Rabb- it GTI eftir götunni hægra megin við hann á hraða sem Juergen taldi ekki undir 160 km/klst. Ökumaðurinn sinnti ekki rauða ljósinu og ók á röngum helmingi götunnar. Þegar hann skaust framhjá bíl Juergens rak hann tunguna út úr grettu andlitinu fyrir opnum glugga en hvarf svo eins og leiftur. Juergen var bæði smeykur og hneykslaður en hélt síðan áfram ferð sinni heim. Hann var að koma af ráð- stefhu lyfjadreifenda í Munchen og vildi komast sem fyrst í háttinn. Eftir á var hann gagnrýndur fyrir að gera lögrgelunni ekki viðvart en hún hefði ekki heldur getað gert mikið. Enginn vissi hvert hvíti bíllinn stefndi eða hvað gekk að ökumanninum. Jafhvel eftir að málinu var lokið gat enginn skilið þann hugsanagang að leggja viljandi á ráðin um dauða fjögurra ókunnra manna án þess að græða nokkuð á því sjálfur. Einu mátti þó slá fostu. Ökumaður- inn hafði hvorki verið geðbilaður né drukkinn. Það hefði kannski verið betra þvi þá er næsta víst að honum hefði mistekist eitthvað af áætlun sinni. Juergen Tammler átti ekki langt heim en jafhvel áður en hann hafði sett bílinn inn í bílskúr var hvíti bíll- inn kominn tíu km leið eftir hrað- brautinni E 11 og inn á stórt bílastæði við bensínstöð og bitastað í útjaðri þorpsins Wendlingen sem stendur viðE 11. A stæðinu var aðeins einn bíll. Hann átti Harald Mueller, tvítugur piltur sem bjó hjá foreldrum sínum i Nuert- ingen en var að koma af stjómunar- námskeiði í bænum Ulm. Hann og þrítugur bróðir hans, Dietmar, vom í þann veginn að opna tölvufyrirtæki. Dietmar var kerfisfræðingur og ætl- aði að sjá um tæknihliðina en Harald um stjómunina. Harald Mueller dó af því hann hafði dmkkið of mikinn bjór og þurfti að losa sig við eitthvað af honum. Þess vegna stansaði hann við bitastaðinn og var á leið að bíl sínum aftur þegar hvíti Fólksvagninn bmnaði inn á stæðið og tók tvær beygjur á miklum hraða svo iskraði í hjólbörðunum. Hjónin sluppu naumlega Hvað Harald hugsaði á því andar- taki veit enginn því hvíti billinn tók stefnuna beint á hann úr síðari beygj- unni. Lögreglan taldi seinna að hrað- inn hefði ekki verið innan við 120 km. Ljósin blinduðu Harald og hann hafði engan tíma til að bregðast við. Bíllinn skall beint á honum og hann hentist 13 metra leið sem auðvelt var að mæla því höggið hafði kippt hon- um upp úr skónum sem stóðu eftir með slitnar reimar nákvæmlega þar sem bíllinn hafði fyrst snert hann. Harald var látinn þegar hann skall niður á malbikið aftur. Ökumaður hvíta bílsins skellihló þegar hann geystist út af stæðinu aft- ur, ók gegnum grindverk á miðlínu hraðbrautarinnar og síðan á röngum vegarhelmingi til suðurs. Harald Mu- elller hafði látist um kl. 3.15. Tíu mínútum síðar voru Walter og Marta Schreiber á leið norður eftir E 11 á leið heim til sín í Stuttgart. Þau sáu ljós á bíl sem kom á móti þeim á ofsahraða. Þau gerðu auðvitað ráð fyrir að hann væri á hinni reininni en sáu ekki fyrr en á síðustu stundu að svo var ekki. — Guð minn góður, Walter, æpti Marta. — Þetta er draugabíll. Ekki að taka eigi það bókstaflega heldur nota Þjóðveijar orðið (Geist- erfahrer) yfir bíla sem aka á röngum vegarhelmingi. Þótt slíkt sé ekki mjög algengt er það eitt það skelfi- legasta sem kemur fyrir bílstjóra að mæta slíkum, einkum á hraðbrautum. Draugabílstjórar eru nær alltaf fólk sem er drukkið eða ruglað af öðmm ástæðum. Það getur hafa tekið ranga beygju við flókin gatnamót en áttar sig oftast og tekur U—beygju. Afar sjaldan er það ætlun draugabílstjóra að stytta sér aldur á þennan hátt. Walter Schreiber sá þó ekki betur en að þessum náunga væri sama um allt. Þegar Walter beygði inn á framúr- akstursreinina, gerði sá hvíti slíkt hið sama. Þá tók Walter það til bragðs að aka í stómm hlykkjum og loks mætt- ust bílamir þannig að varla var hárs- breidd á milli þeirra. í leiftursýn sá Walter að ökumaðurinn glotti ferlega og svo var hann horfinn. Walter var í svitakófi eftir þetta og hélt svo fast um stýrið að daginn eft- ir vom marblettir á höndum hans. Þau Marta óku áfram að næsta neyð- arsíma og tilkynntu atvikið. Neyðar- símar em með jöfnu bili meðfram þýskum hraðbrautum, handa fólki sem lendir í óhöppum eða er á bens- ínlausum bílum. Símavörðurinn sendir ýmist dráttarbíl eða bíl með bensín á staðinn en sé um alvarlegri Bemard Shwarz unni bíl sínum heitar öllu ööru. Þegar lögreglan tók bílinn um stund, umhverfðist hann. hlut að ræða gerir hann lögreglu við- vart. Þetta var ekki slys en engu að síður alvarlegt. Símavörðurinn hringdi strax til lögreglunnar í Ulm sem var næsta stöð og tilkynnti um draugabil á leið suður hraðbrautina og að hann hefði viljandi reynt að aka á bíl sem kom á móti. Bfll sem morðvopn Enginn lögreglubíll reyndist á ferð á svæðinu en við stöðina var bíll og hann fór þegar á staðinn. I honum voru Karl Lippert og Helmut Ti- schler. Nokkrum mínútum síðar kom annað kall frá neyðarsímaverðinum. Otto og Emma Peukert, roskin hjón sem verið höfðu í heimsókn hjá bamabömum sínum í Kempten, höfðu mætt draugabílnum. Þau sluppu lifandi af því Otto ók yfir miðlínuna og gerðist draugabílstjóri sjálfúr. Þegar hvíti bíllinn var farinn framhjá á ofsahraða ók Otto yfir á réttan helming og að næsta neyðar- síma. Upplýsingamar vom sendar til lög- reglubílsins sem geystist með bláum ljósum og væli eftir hraðbrautinni að nýjustu staðarákvörðun. Lippert reiknaði í huganum. — Hann hlýtur að aka á 160 km hraða, sagði hann í forundran. — Ættum við að kalla á þyrlu? spurði Tischler. — Við náum honum aldrei á þessum hraða. — Það er of seint, svaraði Lippert. — Ef hann ætlar að drepa sig þá verður hann búinn að því áður en hann næst. Hann var varla búinn að sleppa, orðinu þegar ný tilkynning barst. Hún var um Harald Mueller sem augljóslega hafði verið ekið á af bíl sem kom inn á stæðið af öfúgum vegarhelmingi. Þeir Lippert og Ti- schler fengu nú leyfi til að beita byss- um sínum ef með þyrfti. — Þetta er öllu ffernur bijálaður maður en draugabílstjóri, sagði Lippert um leið og hann athugaði byssuna. — Von- andi verðum við ekki of seinir. Sama vonaði símavörðurinn í Ulm sem kallaði fyrirmæli til lögreglubíla í sjónmáli við hraðbrautina um að stöðva draugabílinn með öllum til- tækum ráðum. Morðdeild lögreglunnar í Stuttgart rannsakaði aðstæður á stæðinu við bitastaðinn í Wendlingen. Augljóst var að ekið hafði verið á Harald af ásettu ráði. Um slys gat ekki verið að ræða við þessar aðstæður. — Hér er á ferðinni morðingi sem notar bíl sem morðvopn, sagði Rod- ensky lögregluforingi. — Hvað gæti honum gengið til?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.