Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriöjudagur 22. maí 1990 Erlendir eftirlitsmenn segja kosningar marktækar: Spár segja að lliescu sigri Nú er verið að telja atkvæði í rúmensku kosningunum sem fram fóru um helgina. í gær höfðu engar opinberar tölur verið birtar en óopinberar skoðanakannanir spáðu flokki lliescus 83% atkvæða. Rúmenskir stjómarandstæðingar hafa sagt að ekki sé að marka niður- stöður kosninganna, en neffid er- lendra eftirlitsmanna hefur sagt að ekkert bendi til skipulagðra kosn- ingasvika þótt ýmislegt varðandi kosningamar hefði mátt fara betur. Niðurstöður kosninganna er mikilll persónulegur sigur fyrir Iliescu leið- toga þjóðífelsisráðsins sem stjómað hefúr landinu til bráðabirgða síðan Ceausescu var steypt af stóli. Iliescu er fæddur 3. mars 1930 og tók ungur þátt í starfi kommúnista. Hann var álitinn líkegur arftaki Ceusescus árið 1971 þegar hann féll í ónáð eftir að hafa neitað að taka þátt í að setja af stað „menningarbyítingu" að kín- verskri fyrirmynd. Hann gegndi þó mikilvægum embættum í stjóm kommúnista ffam til ársins 1984 þeg- ar hann lenti í deilum við einn af ætt- ingjum Ceausescus. Hann var rekinn úr miðstjóm kommúnistaflokksins og fengið í hendur að ritstýra litlu þekktu tæknitímariti. Hann var rek- inn úr því starfi 1987 og hafði engin embætti þegar jólabyltingin 1989 skall á. Iliescu veifartil stuöningsmanna. Verkföll í eistneskum verksmiðjum: Rússar í Eistlandi mótmæla sjálfstæði Margir rússneskumælandi verka- menn í Eistlandi fóru í gær í verk- fall til að mótmæla sjálfstæði lands- ins frá Sovétríkjunum og hvöttu þeir Gorbatsjof til að setja stjóm- völd Eistlands af. I gær var ekki ljóst hversu víðtæk verkföllin höfðu verið. Leiðtogar verkfallsmanna sögðu að 11 verk- smiðjur í höfúðborginni Tallinn hefðu tekið þátt í verkfallinu, en stjómvöld sögðu að það væri allt of há tala. Fréttamenn sögðu að sam- göngutæki, verslanir og önnur þjónusta hafi starfað með eðlileg- um hætti í borginni. Meira en 40% íbúa Eistlands em rússneskumæl- andi. Margir þeirra hafa flust til landsins eftir 1940 þegar það var innlimað í Sovétríkin og þeir óttast að verða mismunað af nýjum stjómvöldum ef Eistland verður sjálfstætt ríki. „Þeir fara með okkur eins og annars flokks þegna. Þeir kalla okkur hemámslið. Þetta er orðið verra en í Suður-Affíku“, sagði Viktor Zakharov, verkamaður í skipasmíðastöð í Tallinn þar sem verkfallsmenn hafa miðstöð sína. Verkamennimir óttast líka að göml- um, afkastalitlum verksmiðjum verði lokað og þeir krefjast þess að komið verði á aukinni félagsmála- þjónustu í kjölfar efnahagsumbóta sem vegi upp aukið atvinnuleysi. Skulda greiðslur fyrir smjör, korn og ull: Rússar standa ekki í skilum í gær sögðu talsmenn „osta- og smjörsölunnar“ í Nýja Sjálandi að Sov- étmenn stæðu ekki í skilum með greiðslur fyrir smjör að verðmæti sex milljarða íslenskra króna. , J»eir hafa ekki greitt á réttum tima en þeir hafa fúllvissað okkur um að greiðslur muni berast og við trúum því. Það er engin ástæða til að örvænta", sagði Neville Martin, talsmaður „New Zealand Dairy Board“, sem selt hefúr Rússum 70.000 tonn af smjöri. Sovétmenn vantar gjaldeyri og þeir hafa ekki staðið í skilum viða um heim siðustu vikur. Þeir hafa lent í erfiðleik- um með greiðslur fyrir kom frá Banda- ríkjunum og ull frá Ástralíu og Nýja- Sjálandi. Ný- Sjálendingar segjast munu gera allt til að halda samninga sína við Sovétmenn. Á hveiju ári eru aðeins seld 200.000 tonn af smjöri á al- þjóðlegum mörkuðum og þeir eiga þvi ekki auðvelt með að finna aðra við- skiptavini. Ný-Sjálendingar flytja inn Lödur ftá Sovétríkjunum til að reyna að halda jöfhuði i viðskiptum landanna. Gestkvæmt hjá Gorbatsjof: Anna fer til Sovétríkja Anna prinsessa dóttir Elísabetar Bretadrottningar mun í þessari viku ferðast til Sovétrikjanna. Ferð hennar verður fyrsta opinbera heimsókn bresku konungsfjölskyldunnar til Rússlands síðan bolsévikkar létu skjóta rússnesku keisarafjölskylduna í byltingunni 1917, en Anna er fjar- skyldur ættingi Nikulásar annars síð- asta keisara Rússa. Anna leggur af stað á miðvikudag og hittir Gorbatsjof á fimmtudag. Hún mun síðan ferðast um Sovétríkin í 13 daga og m.a. leggja blómsveig að minnismerki um Sovétmenn sem féllu í Stalíngrad. Elísabet drottning, móðir hennar hefúr líka þegið boð um að koma til Sovétríkjanna en dagsetning þeirrar ferðar hefúr enn ekki verið ákveðin. Anna prinsessa fér til Sovétríkjanna. Gengur vel að fljúga til Tallinn: Finnair vill fljúga Hubble sendir fyrstu geimmynd sína: Himm- lifandi vísinda- menn Geimsjónaukinn Hubble sendi fyrstu mynd sína til jarðar á sunnudag. Þessi fyrsta mynd var aðeins hugsuð sem tilrauna- mynd til að reyna tæki geim- farsins, en hún reyndist betri en vísindamenn áttu von á. „Ég hrífst ekki auðveldlega en nú er ég himinlifandi“, sagði verkcfnisstjóriun Albert Bogges við fréttamenn. „Við bjuggumst við stærri en óskýrari mynd- um“. Gæði fyrstu myndarinnar komu vísindam&nnum þægiiega á óvart, sérstaklega i ljósi þeirra tæknierJiðleika og bilana sem hafa hrjáð geimsjónaukann. Á myndinni gátu vísindamenn strax greint tvistirni í 1260 ljós- ára íjarlægð sem þeir höfðu vit- að af en erfitt var að greina með sjónaukum niðri á j&rðu. T&lvuvinnsla mun geta aukið skerpu myndarinnar allt að sjð oftar til Rússlands Rnnskaflugfélagið, Finnairáform- ar að auka flug sitt til Sovétríkj- anna Flugfélaginu hefur gengið vel að fljúga til Tallinn höfuðborgar Eistlands en það hyggst nú fjölga viðkomustöðum, m.a. vill það að fljúga til Murmansk og Riga. Sovésk stjómvöld hafa leyft Finnair að fljúga beint yfir Sovétríkin. Þetta hefúr reynst mikilvægt fyrir flugfé- lagið. Varaforseti þess Kai Grun- strom segir að upp undir 30 mínútur sparist i ferðum þess til sólarland- anna Grikklands, Týrklands, Kýpur og Egyptalands. Auk þess hefúr beint flug yfir Sovétríkin gert flugfélaginu kleift að forðast íjölfamar og tafsam- ar leiðir um Evrópu. Þetta hjálpar Finnair við að standa við tímaáætlan- ir sínar en að sögn Grundstrom skipt- ir það farþega meira máli en nokkuð annað í rekstri flugfélags. Finnair undirritaði 3. maí samstarfs- samning við 3 önnur flugfélög í Evr- ópu. Þeirra á meðal var SAS og hyggjast flugfélögin standa saman að nýjum flugvélakaupum. sinnum. Eftir þrjá til fjóra mánuði segja vísindamenn að sjónauk- inn muni fara að senda þeim upplýsingar um svæði geimsins sem hingað til hafa verið utan við svið jarðbundinna sjón- auka. Með hinum 13 metra breiða sjónauka vonast stjarn- fræðingar til að geta greint áður óséðar reikistjðrnur, líkar j&rð- inni, sem hafi nauðsynleg skil- yrði til að ala líf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.