Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriöjudagur 22. maí 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofúr: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Dugmikill borgarfulltrúi Tíminn átti á laugardaginn athyglisvert viðtal við Sig- rúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa, sem skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. I þessu viðtali gerir Sigrún skýra grein fyrir reynslu sinni af stjómunaraðferðum Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum. Hún leggur mikla áherslu á þá stað- reynd að meirihlutaaðstöðu sína nota sjálfstæðismenn umfram allt til þess að styrkja flokksræði Sjálfstæðis- flokksins, ekki aðeins með því að láta bera mikið á völdum borgarstjórans, heldur með því að byggja embættismannakerfið upp í þágu flokksins og flokks- ræðisins í meirihlutastjóm íhaldsins. Sigrún Magnúsdóttir segir að þetta gmnnmúraða valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík veki síður en svo neina hamingju og hugarlétti hjá almenningi í borginni heldur ótta, sem fær fólk til að umgangast flokkseinræðið af varúð og lætur foringjadýrkunina á sig ganga vegna þess að það ber kvíðboga fýrir hefnd- araðgerðum þessa pólitíska valdabákns. Sem dæmi um valdníðslu íhaldsins nefnir Sigrún Magnúsdóttir að útsendarar þess hafi reynt að stöðva undirskriftir íbúa í Grafarvogi gegn sorpböggunarstöð þar í ná- grenninu og margt fólk í hverfmu hafí hikað við að taka þátt í mótmælunum með undirskrift sinni af hræðslu við yfírvöldin. Þegar pólitískt meirihlutavald og embættiskerfi er orðið að slíku massífu bákni að það sjást ekki einu sinni samskeyti þama á milli, þá er það tímabær til- laga, sem talsmenn Framsóknarflokksins í borgar- málefnum hafa borið fram, að nauðsynlegt sé að setja siðareglur um starfsemi borgarstjómarmanna og embættismanna og samskipti þeirra sín á milli. Þess- ari tillögu þarf að fylgja vel eftir með umræðum og kynningu á tilgangi hennar. A bak við hana liggur sú lýðræðislega nauðsyn að valdablokkin í borgarstjóm Reykjavíkur lúti aðhaldsreglum, en láti ekki stjómast af geðþótta eða pólitísku samtryggingarkerfí stjóm- málamanna og embættismanna. Þessi tillaga er liður í því að koma á opnu og lýðræðislegu stjómkerfi í Reykjavík í stað þess að hafa það lokað og flokks- bundið eins og það er nú. Ekki er að efa að hugmynd framsóknarmanna um siðareglur borgarfulltrúa og embættismanna á hljóm- gmnn hjá öllum sem af alvöru hugsa um siðgæði í stjómmálum. Ekki er ástæða til að trúa því fyrirffam að grandvarir fylgjendur Sjálfstæðisflokksins séu slíkri tillögu andvígir. En umfram allt hlýtur hún að skírskota til andstæðinga íhaldsins vegna þess að ffamkvæmd hennar auðveldar þeim að gegna skyld- um sínum um aðhald stjómarandstæðinga að gerðum þeirra sem ekki geta hugsað sér að stjóma nema með flokksræði. Ef svo þarf að fara enn einu sinni að íhaldið merji að halda meirihluta sínum, er þeim mun meiri ástæða til að stjómarandstaða minnihlutans sé öflug og að í borgarstjóm sitji fúlltrúar á borð við Sig- rúnu Magnúsdóttur, sem hefúr stjómmálareynslu og dug til að fylgja skoðunum sínum eftir. En verðugast væri að snúa dæminu við og gefa Sigrúnu tækifæri til þess að njóta hæfileika sinna í nýjum borgarstjómar- meirihluta. J GARRI l>að fer núllúriega ekki á naitli inála, að Reykjavík er höfuðborg í$Iand« - nema rétt fyrir borgar- stjórnarkosningar. M verður hún allt í einu að höfuðborg íhaidsins, og gott ef ekki einkaborg DaViðs Oddssonar, borgarstjóra. Þetta kemur í Ijós i ýmsum hetjutöktum gagnvart þjóðþinginu og stofnun- um, sem staðsetlar eru í Reykja- vík en eru rikisslofnanir. Hventer sem thaldið er í stjórnarandstööu á Aiþingi herðir Reykjavik an- dróður sinn gegn rikisstjórn og meirihluta þingsins, og veldur erfiðleikum, sem framast er unnt í krafti þess að höfuðborginni cr stjórnað af stjórnarandsfæðing- um, þ.e. meirihiuta íhaldsins og horgarstjúra þess, Davíð Odds- syni. Á slikuin tíma sýnir Reykja- vik Iítil tnerki þess aö hún sé höf- uðborg alls Jandsins. Einkaborg gegn Alþingi Vitað mál er, og befur iengi þótt goft ráö i póiitik, að kosningar tU borgarsfj órnar fari ekki fram að ioknum þingkosningunum, held- ur ú undan þeim. I>ess vegna er meirihJuta borgarstjóroar mikið í mun, að þing sitjl fram yfir borg- arstjórnarkosningar, til að hugs- anlcgar og tímabundnar óvin- sældir rikisstjnrnar hatl áhrif á niðurstöðu borgarstjórnarkosn- inga. Þessi tilhögun mála hefur lengi verið helsta áhugacfni meiriblutaus, og Stundum hefur honum orðið að óskum sínum með ágtetum áraugri. En þessar hugrenuingar íhaldsins sýna kamiski betur en margt annað hvernig stöðu höfuðborgar lands- ins er háttaö undir stjórn þess. Ihaldið aldrei gleiöara en þegar meirlhlutinn og borgarsfjóri hans gengur belnt til verks og hefur af- skipti af máluni Alþingis vegna þess að það er staósett í Reykjavík og þarf að hafa svigrúm lil að nýta húsnæöi í grenndínnt. Þá kemur borgarstjóri höfuðborgar landsins og leggur undir sig hús- næði sem þingið þarf til sinna nota. Kosið gegn höfuðborg Aldrci kemur skýrara í Ijós en i viðhorfínu til Alþingis að Davíð Oddsson lílur á Reykjavík sem einkaborg sina og ihaidsins. Og þessu virðisl almennur kjósandi svara rocð fíignuði, enda hafa skoðanakunnanir fyrir kosning- arnar núna sýnt áþreifanlega, að mikill meirihluti kjósenda vill að Reykjavfk sé áfram meiri einka- borg Davfðs og ihaldsins en höf- uðborg landsins, með eðlileg og rýmileg samskipti við Aiþingi ís- lendinga ogstofnanir rikisins. Það er svo svona tíl skeramtunar, að skoðanakannanir sýna að fylgi íhaldsins er slíkt að íbaldið sjálft er farið að hrœðast það og vara við andvaraleysi kjósenda. Þvi hefur verið spáð fjórtán fulltrú- um og nú hefur Skáis spáó því þrettán fulitrúum. Svo lítið geng- ur að kveða niður andvaraleysíó á meðan spárnar ganga. En kjós- cndur ætlu að átta sig á því að þeir sem stjórna borginni núna og munu cflausl gera það áfram, eru crfíðir stjórncndur. sem ganga stöðugl gegn þeirri fmynd, að Reykjavik sé höfuðborg iandsins. Óvíst er hvort kjósendur séu allir sammála því að styðja enn frekar við bakið á þeiro stjórnendum, sera leyut og ljóst hafa gert Reykjavik að einkaborg sinni. a sjönvarpsböm Skoðanakönnun DV í gær sýnir að íhaldið er enn með þrettán full- trúa en Vettvangurinn með fvo. Taiið er að uro 120 atkvæðunt munl á Sigrúnu Magnúsdóttur og þreftánda raanni fhaldsins. Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ihaidið fái þrettán menn kjörna, og betra væri að láta nokkur at- kvæði falla á Sigrúnu, cn skiija síjórnarandstöðuna í borgar- stjórn eftir í hönduin tveggja sjónvarpsbarna gegn yfírgnæf- andi meiribluta. Ekki mun draga úr einkaborgarkerflnu við þessi úrslit, ogeun mun hagur Alþingis þrengjast í borginni við nióur- stöðuna, rætist spá DV. Höfuð- horg landsins er að lenda til fram- búðar í höndum cinráðs mcirihiufa fari scm horfir og mun þá fleirum en Aiþingi ug ríkis- stofnuituin þykja þröngt fyrir Sorglegf er til þess að vít a að höf- uðborg Iandsins sktili ekki sitja að nokkru jafnræði um áhrif flokka. Ástæða hefði verið til að álíta að höfuðborg speglaði almennt fylgi í tandinu: að flokkafylgið innan hennar endurspegiaði landsfylgið. Svo hefur ckki tekist til í Reykja- vík. Borgin er því í vanda stödd nú þegar hvað þeífa sncrtir og vandi hennar mimtkar ekki sifji þrettán fulltrúar íhalds i borgar- sfjórn næsta tímabil ásamt tveim- ur sjónvarpsbörnum. Garri I VÍTT OG BREITT Borgarstjóraflokkurinn og þeir hinir Kosið er ótt og títt til sveitarstjórna í skoðanakönnunum og eiga þær sammerkt að fátt þarf að kanna ann- að en styrk Reykjavíkuríhaldsins. Þótt kosið verði í 30 kaupstöðum og fjölmörgum kauptúnahreppum er at- hyglinni beint að höfuðborginni þar sem einn og sami maðurinn vinnur stóra kosningasigra dag eftir dag og hefur orðið allt að fjórtánfaldur í meirihlutanum. Hveijir skipa meiri- hlutann með borgarstjóranum kemur engum við og engin persóna er orðuð þar við baráttusæti enda fer kosning- aslagurinn fram með slíkum hetjutil- burðum, að ekki er rúm fyrir nema einn höfuðpaur og í boigarstjóminni greiðir valdakerfíð atkvæði eins og einn maður. Því er allsendis óþarfi að vera að sundurgreina hveijir fylgja foringja sínum inn í boigarstjóm og þar að öllum málum. Þær kannanir á kjörfylgi frambjóð- enda í Reykjavík sem gerðar em ótt og títt hafa ýmist tvo flokka inni eða fimm og er þama nokkur munur á. í þessum kosningaleikjum fær Sjálf- stæðisflokkurinn allt frá níu fulltrú- um upp í fjórtán. Regnhlífasamtökin sem næst koma fá einn og upp í þijá borgarfúlltrúa. Aðrir fá einn eða engan. Almælt tíöindi Dálítið kemur það spánskt fyrir sjónir hve margir aðilar em áfjáðir i að gera viðamikla og kostnaðarsama könnun á þvi sem sýnist liggja í aug- um uppi. Sem sagt því að Sjálfstæð- isflokkurinn fær meirihluta í boigar- stjóm Reykjavíkur i kosningunum á laugardaginn. Þann valdastyrk hefur íhaldið haft eins lengi og elstu menn muna, að undansk. 'ikjörtíma- bili, og er undirstr mun eftir könnun að varaformaður flokksins mun vinna stórsigur á heimavelli og spumingin er aðeins sú hvort minni- hlutinn á að að vera aðeins einn flokkur eða fleiri. Ekki skal dregið í efa að niðurstöð- ur kannananna em allar réttar, eða hvað em 5 eða 6 borgarfulltrúar á milli vina, en það er skekkjan á milli þeirrar niðurstöðu sem gagnast íhaldinu best og þeirrar sem sýnir minnst fylgi borgarstjóraflokksins. Þeir aðilar sem standa straum af kostnaði við könnun á flokkafylgi í Reykjavík em Morgunblaðið, DV og Stöð 2. Viðreisnarfnykur Engin svör fást við því hvers vegna sífellt er verið að leita svara við spumingum sem þegar er vitað hver era. Eða em þeir sem að svona könn- unum standa ekki alveg vissir um að niðurstöður þeirra séu eins ömggar og látið er í veðri vaka? Þá er eftirtektarvert að þau fyrirtæki sem borga brúsann láta sig litlu varða hvemig kosningar utan Reykjavíkur fara. Allt púðrið fer í að mæla styrk eins manns, eða kannski öllu heldur flokks eins manns, og það aðeins i einu sveitarfélagi. í gær var aðeins breytt út af venj- unni og DV felldi meirihluta A- flokkanna í Kópavogi og kvisast hef- ur að sami aðili hafi pappíra upp á að litlu íhöldin í Mosfellsbæ og á Sel- tjamamesi haldi sínu og riflega það og að í Hafiiarfirði muni kratar einir og óstuddir ná meirihluta og er nú heldur betur að koma viðreisnarsvip- ur á höfúðborgarsvæðið. Það er að segja í skoðanakönnunum. Þótt gengið sé út frá að niðurstöður allra skoðanakannana reynist forspá- ar er þeirri spumingu enn ósvarað hvort andstæðingar boigarstjóra- flokksins í Reykjavík verða einn eða sex. Engin óyggjandi niðurstaða sýn- ir hvort að í minnihluta verður aðeins einn flokkur, það er að segja Alþýðu- flokkur með ívafi úr Alþýðubanda- lagi og Borgaraflokki (sem kloínaði hægra megin úr íhaldinu - þið mun- ið), eða fjórir andstöðuflokkar, eins og skoðanakönnun bendir einnig til, eða eitthvað þar á milli. Hvað sem því líður er ljóst, að sam- kvæmt síðustu könnun er listi Fram- sóknarflokksins næstur að ná inn manni í Reykjavík á eftir viðreisnar- flokkunum og ólíklegt er að Reyk- víkingar reynist þær hópsálir að skila aðeins tveim flokkum inn í boigar- stjóm á laugardaginn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.