Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1990, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 22. maí 1990 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Verða Austur-Evrópuríkin með í nýju Atlantshafsbandalagi? Hinn 5. maí síðastliðinn komu utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna saman til fund- ar í Bonn sem fulltrúar þeirra ríkja sem sigruðu Þjóðverja í heimsstyijöldinni síðarí, ásamt utanríkisráðherrum Vestur- og Austur-Þýskalands. Verkefni þessara utanríkisráðherra, sem ganga undir nafninu 4 + 2, er að ganga frá friðarsamningum fjórveldanna við þýsku ríkin og þeirrí skipan mála sem á að taka við þegar þýsku ríkin sameinast Þetta getur orðið mjög flókin og langdregin samningagerð. / Hætt er við því að mörg ágrein- ingsmál geti komið upp, en eins og nú horfir virðist það geta orðið mesta ágreiningsefnið hver eigi að vera hemaðarleg staða sameinaðs Þýskalands í framtíðinni Rússar vilja að hið nýja Þýskaland verði hlutlaust, en Vesturveldin vilja að það gangi í Atlantshafsbandalagið. Það geta Rússar að sjálfsögðu ekki sætt sig við, en þeir halda hins veg- ar ekki eins fast við það og áður að Þýskaland verði hlutlaust. Þess í stað leggja þeir áherslu á nýtt ör- yggisbandalag þar sem öll Evrópu- ríkin yrðu þátttakendur ásamt Bandaríkjunum og Kanadá A fundinum í Bonn gerði utanrík- isráðherra Sovétríkjanna grein fyr- ir því öryggiskerfi sem ætti að leysa núverandi hemaðarbandalög / í Evrópu af hójmi. í frétt um ræðu hans frá APN segir m.a. á þessa leið: „Ráðherrann kvað nauðsynlegt að viðhalda skyldum og réttindum fjórveldanna og að þau hefðu heri sína í Þýskalandi á meðan breyt- ingamar þar standa yfir. Hann kvað það stuðla að stöðugleika og hagstæðu umhverfi á umbreyt- ingatímum. Þá benti ráðherrann á nauðsyn þess að samstilla lausn þýska vandamálsins við þróun nýrrar skoðunar um öryggi Evrópu. Hann sagði að hemaðarbandalög yrðu að víkja fyrir öryggiskerfi sem ekki byggðist á hemaðarbandalögum heldur sameiginlegu öryggi álf- unnar. Það þarf að koma á laggimar virku og traustu kerfi samhæfingar allrar Evrópu til að tryggja öryggi Evrópuþjóða, sagði Shevardnadse. Þá er nauðsynlegt að koma á leið- togafundum Evrópuríkja og halda slíka leiðtogafundi að minnsta kosti annað hvort ár. Fundi utan- ríkisráðherra hinna 35 ríkja ætti einnig að halda reglulega, að minnsta kosti einu sinni á ári. Þá leggja Sovétríkin áherslu á að komið verði upp Evrópumiðstöð og að slík miðstöð verði staðsett í Þýskalandi. Pólitísk ábyrgð krefst þess að slíkt kerfi samræmi allar upplýsingar um hemaðarlegt og pólitískt ástand í Þýskalandi og álfunni allri um hreyfingar og um- svif herja og að miðstöðin hafi það hlutverk með höndum að stemma stigu við styrjaldarhættu og koma í veg fyrir að kreppuástand þróist, sagði Shevardnadse. „Sagan býður okkur áður óþekkt tækifæri til að koma á nýrri friðar- skipan í Evrópu og gera álfuna þannig að fyrirmynd 21. aldarinn- ar,“ sagði ráðherrann að lokum. Tala ríkjanna 35 bendir til þess að Sovétríkin vilji byggja hið nýja ör- yggisbandalag á grundvelli Hels- inkiráðstefnunnar, en þar voru Þá er nauðsynlegt að koma á leiðtogafundum Evrópuríkja og halda slíka leiðtogafundi að minnsta kosti annað hvort ár. Fundi utanrík- isráðherra hinna 35 ríkja ætti einnig að halda reglulega, að minnsta kosti einu sinni á ári. Bandaríkin og Kanada þátttakend- ur ásamt öllum Evrópuríkjum, nema Albaníu, sem nú virðist vilja bætast í hópinn. Sumir hafa kallað þessa nýju hugmynd Helsinki- bandalagið, en ekki virðist síður geta átt við að kalla það nýtt Atl- antshafsbandalag, þar sem núver- andi ríki bandalagsins verða kjami þess, ásamt Sovétríkjunum og öðr- um ríkjum Austur-Evrópu. I ræðu sinni sagði Shevardnadse að ríkin sex, 4 + 2, ættu að semja skjal um alla þætti samkomulags- ins, sem yrði gert við sameinað Þýskaland. „Þetta ætti að taka til ákvæða um landamæri Þýska- lands, þar með talin landamæri Austur- og Vestur-Þýskalands og Berlínar, herafla þýsku ríkjanna, hemaðarlega og pólitíska stöðu þeirra, áframhaldandi skuldbind- ingar þeirra, umbreytingartímabil- ið og ráðstafanir sem gerðar verða á því og herafla hemaðarbandalag- anna á þýskri grund.“ I þessu sambandi vilja Sovétríkin að Pólland taki þátt í mótun þeirra ákvarðana sem snerta Pólland, sér- staklega þeirra sem við koma landamærum þess og öryggi. Tómas Gunnarsson lögmaður: BRÉF TIL ÞÓRU Fr. Þóra Hjaltadóttir, forseti Al- þýðusambands Norðurlands, Akur- eyrí. Ég þakka þér skrifin í Tímanum miðvikudaginn 16. maí sl., þar sem þú fjallaðir um álver í Eyjafirði og sýndir mér þann heiður að víkja sér- staklega að skrifum mínum í því sambandi. En ég verð að leiðrétta lýsingu þína á afstöðu minni í stóriðjumálum. Ég er auðvitað hlynntur margvíslegri stóriðju, en ekki álveri í Eyjafirði. Ástæðan er einfold. Ég tel að ís- lendingum beri höfuðskylda til að spilla ekki landi sínu meira en ýtr- asta nauðsyn krefur. Verði talið rétt að byggja álver hér á landi er Eyja- fjörðurinn sísti staðurinn til þess. Þetta er einn lengsti og þrengsti og kyrrviðrasamasti fjörður landsins og þama hefur verið mikil landbún- aðarframleiðsla, matvælaiðnaður og mesta þéttbýli utan höfuðborgar- svæðisins. Þá hafa Akureyri og Eyjafjörður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn auk margs annars. Öllu þessu yrði hætt jafnvel þóttyfirmáta trúgjömu fólki yrði að þeirri ósk sinni að nánast engin mengun yrði af daglegum rekstri tvö hundruð þúsund tonna álvers. Alvarlegt mengunarslys gæti valdið miklu óbætanlegu tjóni. Við verðum að velja álverum eða öðmm mengandi rekstri þannig staði að sem minnst tjón verði undir öllum kringum- stæðum. Þú spyrð í grein þinni hvort lög- fræðingnum finnist engu skipta bú- setuþróun í framtíðinni og virðist gefa þér að ég hafi ekki áttað mig á stöðu iðnaðarins á Akureyri. Ég tel hana hraklega. Samvinnureksturinn á Akureyri hefur orðið fyrir miklum áföllum. En þetta er ekki einangrað fyrirbæri. Samvinnurekstur, iðn- framleiðsla og margvíslegur annar rekstur hefur mátt þola stórfellt hmn á síðustu fimm til tíu ámm. Og það versta við ástandið er að ekki er enn séð fyrir endann á þessu. Við sitjum uppi með sömu stjómmálaflokka og ráðamenn og áður og það þarf mikil umskipti í þjóðmálum til að breyt- ing verði. Álverslausnin, hvort sem álverið verður í Eyjafirði eða annars staðar, er ekki annað en framhald þeirrar skulda- og ég vil segja gjald- þrotasteffiu sem fylgt hefur verið undanfarin ár. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hækka úr 160 millj- örðum í um 240 milljarða verði far- ið i álversævintýrið. Samt em skuldir Islendinga þær hæstu á mann í heimi nú. Staða mála er svo alvarleg enn að athugasemd forsæt- isráðherrans um þjóðargjaldþrot getur átt við. Bygging álvers Ieysir fá mál og á takmörkuðum sviðum, en stóreykur vanda og útilokar marga aðra álitlega möguleika. Landsstjómin batnar ekki við bygg- ingu álvers, misrétti og spilling minnkar ekki, ekki dregur úr ofveiði og yfirfjárfesting og skuldsetning eykst og mengun vex. En græða engir á álveri? Jú, ég tel líklegt að Atlantalaðilamir græði á álverinu verði það reist. Þeir munu hætta um tólf milljörðum af þessum 70 til 100 sem álver og virkjanir ásamt dreifíkerfi kosta og þeir virð- ast ætla sér háan arð ef marka má tölur Þjóðhagsstofnunar eða um 19% á ári. Verktakar, hvað um þá? Ekkert liggur fyrir um að eyfirskir eða aðr- ir íslenskir verktakar græði á þess- um framkvæmdum. Ef marka má boð á innlendum verktakamarkaði má búast við niðurboðum allt að 65% niður fyrir kostnaðaráætlun í einfaldari verkum. Þegar kemur að flóknari verkum, svo sem jarðgöng- um, hefur Islendinga skort m.a. verktækni, fjármagn, skattafríðindi eins og gerast í öðrum löndum og fleira sem dugar alveg til að víkja þeim til hliðar. En Landsvirkjun? Græðir hún ekki? Áður en ég „predikaði" yfir Eyfirðingum lagði ég leið mína upp En græða engir á ál- veri? Jú, ég tel líklegt að Atlantalaðilarnir græði á álverinu verði það reist. Þeir munu hætta um tólf milljörðum af þessum 70 til 100 sem álver og virkjanir ásamt dreifikerfi kosta og þeir virðast ætla sér háan arð ef marka má tölur Þjóðhagsstofnunar eða um 19% á ári. í iðnaðarráðuneyti, þar sem mér var prúðmannlega tekið. Ég spurði þar um úttekt, fjárhagslega og aðrar á rekstri álversins í Straumsvík. Ég taldi mögulegt að þeir sem hefðu verið að athuga ráðgerða 70 til 100 milljarða fjárfestingu vildu rök- styðja álit sitt með góðri greinargerð um „arðinn" af Isalálverinu. Því miður, var svarið. Ekkert lá fyrir um slíka úttekt í ráðuneytinu. Mér er kunnugt um vandvirkan hagfræðing sem hefur leitast við að reikna arð Landsvirkjunar af orku- sölunni til Isal frá upphafi. Hans niðurstaða liggur nálægt 3,5% raun- vöxtum og það dugar skammt þegar raunvextir eru miklum mun hærri, eða 7-10%. Hvað græða Eyfirðingar? Þeir tapa líka. Bæði vegna neikvæðra áhrifa af álverinu í Eyjafirði, sem líklegt er að verði margföld á við jákvæð áhrif, og eins vegna almennra nei- kvæðra áhrifa í þjóðlífinu sem þeir finna fyrir eins og aðrir. Hér gefst ekki tækifæri til að rekja það en helsta vandamál heimsins í dag er mengun, jafnvel svo ógurleg mengun og náttúmspjöll að fróð- ustu menn hafa stærstu orðin og láta í ljós efasemdir um gróandi mannlíf í framtíðinni á Jörðinni. Ég get sjálfsagt haldið áfram að þylja rök gegn byggingu álvers í Eyjafirði og þú, Þóra, að gera lítið úr mengunarhættu norðan heiða og hvort tveggja skiptir Iitlu. Hins vegar skiptir höfuðmáli í lýð- ræðisríki að þegnamir fái undan- bragðalaust glöggar upplýsingar um það sem skiptir alla þjóðina máli og tækifæri til að segja sitt álit. Ég á hér við grundvallarupplýsingar um mögulegt álver. Staðsetningu, orku- verð, skattagreiðslur, vald um úr- lausn ágreiningsefna, likleg vaxta- gjöld, mengun, bæði daglega og við mögulegt slys, áætlaðan arð íslend- inga og Atlantalhópsins og fleira sem máli kynni að skipta. Af ein- hverjum ástæðum hafa valdhafar ekki viljað upplýsa um þessi atriði. Þú, Þóra, ætlar þeim ekki afglapa- hátt, vegna reynslunnar frá Straumsvík, og hélt ég þó að hún væri þeim síst til framdráttar. En spumingin er ekki hversu góðir „pó- kerspilarar" Jón og Jóhannes em. Heldur hafa þeir einhvem rétt til að vera í „pókerspili" fyrir hönd þjóð- arinnar? Það hafa þeir að sjálfsögðu ekki. Þetta álmál er ekki frábmgðið öðr- um þjóðmálum hvað varðar mikil- fengleik feluleiks og blekkinga sem höfð em í frammi af valdhöfum. í þeim ríkisreknu fjölmiðlum sem mestu skipta, hljóðvarpi og sérstak- lega sjónvarpi, er val frétta, val við- mælenda, klipping og gerð frétta, skipulögð með tilliti til viðhorfa valdhafa. Á suma embættismenn er endalaust hlaðið lofi og aðdáun samheija og samstarfsmanna sýnd í sjónvarpi löngum stundum svo að erlendar fréttir komast ekki að. Aðr- ir, sérstaklega þeir sem minna mega sín og þegar verst gegnir fyrir þá, em eltir af myndavélum, jafnvel um nætur, og niddir. Ein höfuðforsenda þess að menn njóti lýðréttinda sinna, þar á meðal er rétturinn til vinnu og jafnaðar gagnvart opinberri þjónustu, er að fólk eigi aðgang að traustum upp- lýsingum um þjóðmál. Það á ekki við í álmálinu enn sem komið er. Langmikilverðasta auðlind hverrar þjóðar er þekking og atorka þegn- anna. Þessi auðlind nýtist ekki nema fólk eigi þess góðan kost, bæði að verja rétt sinn og sækja sér rétt, m.a. fyrir dómstólum ef með þarf. Flestir þekkja misrétti og hnignun Þriðja- heims- og austantjaldsríkja. Og jafnvel öflugasta ríkið, Bandaríkin, á við mikinn regluvanda að striða, sem er flknieftiavandinn. Undanfar- inn áratugur hefur verið áratugur hnignunar i íslensku réttarfari og þjóðlífi og er ekki séð fyrir endann á henni, þótt aðeins megi merkja já- kvæð teikn. Slæmar afleiðingar fá- mennis Islendinga koma hvergi eins illa fram og í réttarkerfmu. Allir ís- lenskir lögfræðingar em úr sömu lagadeildinni, með svipuð viðhorf, þeir þekkjast margir, vinna mikið saman og þeir sem lengst ná eru gjaman mesta starfsævina að fikra sig upp í hærri valdastöður með gagnkvæmum stuðningi. Helsti gagnrýnandinn á störf dómstóla, sérstaklega Hæstaréttar, ætti með réttu að vera Lagadeild Háskóla ís- lands. En þar em margir á leið í Hæstarétt ef miðað er við fyrri reynslu. Islendingar verða að sjá við þess- um ókostum dvergríkisins. Töfraorð mitt er sem fyrr sjálfstæð, gagnrýn- in og öflug lagadeild við Háskóla Akureyrar. Slík stofnun gæti skipt sköpum um stjómarfar i landinu og allt þjóðlíf okkar. Reykjavík, 18. maí 1990. Kveðja, Tómas Gunnarsson lögmaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.