Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 23. maí 1990 Mál Halls M gm m jfr m fyrir að nyju „Ákæran stendur eftir ódæmd," sagði Bragi Steinarsson vararík- issaksóknarí í samtali við Tím- ann, aðspurður um framhaid máis ákæruvaldsins gegn Halli Magnússyni blaðamanni fyrir skrif hans um Þóri Stephensen. Eins og Timinn greindi frá sL föstudag var dómur undirréttar og málsmeðferð felld úr gildi og málinu visað frá héraðsdórai. „Dómurinn sem liggur fyrir er ekki efnisdómur og ákæran stendur ódæmd þrátt tyrir þenn- an dóm Hæstaréttar,“ sagði vara- ríkissaksóknari. Bragi sagði að embætti ríkissak- sóknara hyggist fá dóm á ákær- una. Þar sem Hæstiréttur ógilti ekki ákæruna, beldur málsmeð- ferðina og héraðsdóminn, cr ákæran enn i gildi, Bragi sagði að ákæran og þan málsskjðl sem til væru, færu fyrir sakadóm til nýrrar dómsálagningar að nýju áður en langt um b'ður og máiið þingfest og tekið fyrir þegar dóm- ari ákveddi. —ABÓ Tveimur bjargað úr gúmmíbáti Mannbjörg varð er sex tonna plastbátur, Bergvík RE 41, sökk norður af Garðskaga á öðrum tímanum í fýrrinótt Tveir menn voru á Bergvíkinni. Leki kom að bátnum og ientu mennimir í sjónum en þeir komust um borð í björgunarbát, þaðan sem þeim var bjargað um borð í Ljósafoss. Bergvík fór i róður skömmu fyrir klukkan eitt í fyrradag og um klukkan 22 um kvöldið tilkynnti báturinn sig til tilkynningaskyldunnar og var þá allt í lagi. Klukkan 1.35 í fyrrinótt tilkynnir lögreglan á Akranesi að sést hafi neyð- arblys í vestur frá Akranesi. Síðan komu tilkynningar um neyðarblysið frá Þuriði Halldórsdóttur, Ljósafossi og Haraldi Kristjánssyni HF, en þeir sáu blysið um 15 sjómílur frá Garð- skaga. Ljósafoss kom fyrst að gúmmí- bátnum klukkan 2.20, en þá var Beig- víkin sokkin og tuttugu mínútum síðar kom tilkynning frá Ljósafossi þess efnis að mönnunum tveim hafi verið bjargað um borð. Þegar Ljósafoss kom til hafnar 1 Reykjavík upp úr klukkan fimm í gær- morgun vom mennimir fluttir á slysa- deild Borgarspítalans til skoðunar. Annar þeirra fékk að fara heim skömmu síðar en hinn var fluttur á Landspítalann. Hann var óðum að hressast í gær. —ABÓ Fjárfestingarfélag íslands: SÍMASKRÁIN ‘90 Afskrifar nær 100 millj. í Vogalaxi Símaskráin 1990 er komin út, en tek- ur gildi þann l. júní nk. Verið er að senda símnotendum sérstaka afhend- ingarseða en gegn þeim verður síma- skráin afhent á póst- og símstöðvum um landið allt næstu daga. Símaskráin kemur út í 157 þúsund eintaka upplagi og er þannig upp- lagsstærsta bók sem út kemur hér- lendis. I hana fóm að þessu sinni um 280 tonn af pappír. Símaskráin er í sama broti og í fyrra en 40 síðum stærri. Jafnframt er letur lítillega breytt. Skrá yfir bæði handvirka og sjálfvirka farsíma, samtals um 9 þús- und númer, er aftan við almennu símaskrána. Lélegar endurheimtur á hafbeitar- laxi Vogalax hf. á sl. ári og þröng fjárhagsstaða stöðvarinnar leiddi til þess að Fjárfestingarfélag tslands hf. ákvað að afskrifa 97,4 milljóna kr. eign sína i fyrirtækinu, segir í frétt frá aðalfundi Fjárfestingarfélagsins. Um er að ræða 37% hlutafjáreign í Vogalaxi og allar viðskiptakröfur á fyrirtækið. Endurheimtur á laxi hjá stöðinni vom aðeins 2,8% á síðasta ári, eða aðeins um þriðjungur á við meðalár. Hjá Fjárfestingarfélaginu hafa menn lært það að náttúran tekur fram fyrir hendur manna hversu vel sem þeir standa skipulags- og tækni- lega að laxeldi. Ljóst sé að verkefni af þessu tagi séu áhætturekstur sem samrýmast ekki hlutverki félagsins eins og það er nú og verði þessum þætti starfseminnar því hætt. Þessi ákvörðun leiddi til þess að heildartap Fjárfestingarfélagsins hf. varð 97,3 milljónir kr. á sl. ári, þar sem hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins var aðeins 51.000 krónur. Hlutafé Fjárfestingarfélagsins var aukið um 60 mi jljónir kr. og er það allt uppselt. Eigið fé félagsins er nú um 200 millj.kr. - HEI Steinarr Magnússon. Einsöngs- tónleikar Steinarr Magnússon tenór heldur sína fyrstu einsöngstónleika í Nor- ræna húsinu 24. maí 1990 kl. 17. Á efnisskrá em þýsk, íslensk og ítölsk lög. Undirleikari hans verður Lára Rafhsdóttir. Steinarr er fæddur í Reykjavík 1962. Hann stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík á ámnum 1983-88. Kennarar hans vom Magn- ús Jónsson og Katrin Sigurðardóttir. Steinarr stundar nú söngnám í Bandaríkjunum við tónlistarháskól- ann í Bloomington í Indianafylki. Söngkennari hans þar er prófessor Roy Samuelsen. —sá DAGUR ALDRAÐRA í REYKJAVÍK B-listinn í Reykjavík býður eldri borgurum til fagnaðar og kaffiveitinga í Glæsibæ á uppstigningardag fimmtudaginn 24. maí kl. 15.00. Sigrún Magnúsdóttir Steingrimur Hermannsson Elín Sigurvinsdóttir Sigfús Halldórsson Ávarp: Kristján Benediktsson, fv. borgarfulltrúi. Söngur: Elín Sigurvinsdóttir v/ undirleik Sigfúsar Halldórssonar. Ávarp: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Lokaorð: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Kynnir: Steinunn Finnbogadóttir forstöðukona. Vinsamlega hafið samband í síma 680962 eða 679225 ef ykkur vantar akstur eða frekari upplýsingar. Framsóknarfélögin í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.