Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 23. maí 1990 Tfminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin ( Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tvöfalt hnefahögg Einn af kunnustu stuðningsmönnum Sjálfstæð- isflokksins, Ragnar Halldórsson verkfræðingur, segir í stuttu blaðaviðtali nú í vikunni, að nauð- syn sé að til sé „einhver stjómarandstaða“ í Reykjavík. Þetta segir hann um leið og hann ósk- ar flokki sínum áframhaldandi meirihluta. Þegar skammt er til kosningadags gefa skoðana- kannanir til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn muni halda meirihluta sínum í borginni. Andstæðingar íhaldsins munu ekki véfengja kosningalíkumar að þessu leyti, hins vegar hljóta þeir að benda á þá lýðræðislegu nauðsyn að minnihlutinn í borg- arstjóm verði eigi að síður nægilega öflugur til þess að gegna hlutverki stjómarandstöðu í flokk- seinræði Sjálfstæðisflokksins, sem jafnvel grónir íhaldsmenn hafa beyg af þegar þeir skoða hug sinn. Lýðræði þrífst ekki nema stjómarandstaða sé öflug og ábyrg. Samkvæmt einni skoðanakönnuninni er niður- staðan sú að sjálfstæðismenn fengju 13 borgar- fulltrúa og þar með næði Sigrún Magnúsdóttir á B-lista ekki kjöri, en munurinn er þó svo tæpur að aðeins ætti að muna nokkmm atkvæðum að Sigrún yrði kosin. Frá sjónarmiði lýðræðis og eðlilegrar flokkaskipunar í borgarstjóm væri það slysaleg niðurstaða að fella jafnreyndan og mik- ilhæfan borgarfulltrúa sem Sigrúnu Magnúsdótt- ur, auka flokkseinræði íhaldsins og draga úr afli eðlilegrar stjómarandstöðu í borgarstjóm. Reykvíkinga skortir síst af öllu að meirihluti sjálfstæðismanna sé styrktur frá því sem er. Þvert á móti er tímabært að gefa Reykjavíkuríhaldinu frí og láta nýjum meirihluta eftir að hreinsa and- rúmsloftið í reykvískum borgarmálefnum. En ef þess er ekki kostur eins og skoðanakannanir benda til væri það íslensku lýðræði tvöfalt kjafts- högg, ef magna ætti íhaldsvöldin í höfuðborg- inni, sem eru ærin fyrir. Hvort sem það má takast að fella íhaldsmeiri- hlutann að þessu sinni eða ekki, em andstæðing- ar flokkseinræðis í borginni nægilega margir til þess að þeir geti stöðvað fylgisaukningu þá, sem sumar skoðanakannanir spá Sjálfstæðisflokkn- um. Ástæða er til að benda kjósendum sérstaklega á mikilvægi þess að tryggja Sigrúnu Magnúsdóttur nægilegan stuðning í þessum kosningum, enda hefur hún getið sér ágætt orð sem borgarfulltrúi síðustu kjörtímabil. Hún hefur verið hugkvæm í málatilbúnaði og tillögugerð. Hún hefur af dugn- aði lagt sitt af' mörkum til þess að stjómarand- staðan í borgarstjóm hefúr „verið eitthvað“, eins og Ragnar Halldórsson vill að verði áfram og fleiri munu taka undir að sé nauðsynlegt, ef íhaldið heldur meirihlutanum enn einu sinni. ív msmsl GARRI Víkjandi list Ein af frum Morgunblaðsins kvartar í Morgunblaðinu í gær undan erRðu orðbragði Garra og telur sig með þvi mðti réttlseta ein- stefnuna í viðhorfum Kjarvals- staða til listamanna. Þar er borið við löngum biðlistum, enda er nú ákveðin helft af þjððinni orðin að iistamönnum, einkum eftir að við- urkennd varð af listfræðingum sú list sem blðmstrar á barnabeimik um fyrir sex ára aldurinn. Enn er ðsvarað hverjar forsendur liggja til grundvallar því, að Veturliða Gunnarssyni hefur þrásinnis ver- iö neitað um sýningaraðstöðu á Kjarvalsstöðum. Eftir grein frú- arinnar í Morgunblaðinu er les- andinn engu nær um það ráðslag. Heimsfræg hjásvæfa Helst ber að lita svo á, vegna þess að forsendur vantar fyrir neitun af þvi tagi sem hér hefur verið nefnd, að Veturliði Gunnarsson sé orðinn eíns konar dínðsár í garói myndlistar listfræðinga sex ára barnastefnunnar. Til vitnisburðar um aðdáun almennings á sex ára stefnunni er vitnað í aðsóknartöl- ur og eru þær tðluverðar. Spurn- ingin er hvort þessar tölur einar eru nægileg sönnun þess að t.d. Veturliði Gunnarsson hafi ekkert á Kjarvalsstaði að gera. í staðinn er boðuð sýníng á verkum eftir heimsfræga hjásvæfu, Yoko Ono, sem þekktust er af myndum uppi í tvíbreiðu rúmi. Skrautlegt bað- stofulíf íslendinga á meðan bað- stofan var við lýði, gerir þessa heimsfrægu hjásvæfu, sem aug- lýsti baðstofuUf sitt svo rækilega, varla umtalsverða hjá þjðð með sambærilega sögu, en án mynda- töku og heimsfrægðar. Væntan- lega verður aðsókn mikil að Yoko Ono. Heimsfrægur grjótburður Þegar Garri leyfði sér að minnast á að Kjarvalsstaðir cru lokaðir fyrir Veturliða Gunnarssyni, varð honum á að minnast á grjótburð- inn í Viðey. Nú hefur frúin upplýst að heimsfrægur listamaður hafi gefið listaverkið, þ.e. uppsetningu á nokkrum steindröngum. Sann- ast sagna er að þessi listamaður er frægur að cndemum, og vill gefa verk sitt hér, af því hér á hann list- fræðingum að mæta, m.a. á Kjar- valsstöðum, sein meta heimsfrægð til listar, þótt ekkert standi á bak við hana. í framhaldi af grjót- burðinum í Viðey þyrftu íslend- ingar að koma sér upp bæn, sera gæti hafist svona: Guð forði okkur frá heimsfrægum listamönnum meðgrjót. — Garri. VÍTT OG BREITT Ihald allra flokka Reykvískum sameignarsinnum á vinstri væng er nú mikill vandi á höndum vegna hins mikla valfrelsis sem þeir standa nú frammi fyrir. Sé vitnað í þeirra eigin orð er verið að ota að þeim sérffamboði, eins og G- listanum sem borinn er fram af Al- þýðubandalaginu, eða framboði íhaldsafla Nýs vettvangs, sem nýtur velvilja og stuðnings formanns Al- þýðubandalagsins. Oft hafa nú allaballamir verið ruglaðir en samt hangið saman á illa grundaðri hugmyndaffæði og fullvissu um eigið ágæti og endan- legan sigur sósíalismans. Alla aðra hafa þeir léttvæga fundið og afgreitt allar skoðanir og stefnur sem ekki féllu í þeirra kram með yfirlæti þeirra sem eru í þann mund að sigra heiminn. En þegar nú brauðfætumir em að digna undan þeim ijúka sumir þeirra til að reyna að standa á ann- arra fótum, en nokkrir kjósa að brjótast um enn um hríð í eigin pytti og reyna á þolgæðina og bíða og sjá hvort hann Eyjólfúr þeirra hressist eða hvort enn er í honum einhver gola til að geispa. Viðhorf bræóralagsins Tveir ágætir forystumenn Alþýðu- bandlagsins viðra viðhorf sín til borgarstjómarkosninga í Þjóðvilj- anum í gær. Það em þeir Mörður fyrmrn ritstjóri, hægri hönd fjár- málaráðherra og miðstjómarmaður í allaballaríinu og Sigurjón Péturs- son borgarráðsmaður og fyrsti mað- ur á lista Alþýðubandalagsins. Báðir em þeir trúir köllun sinni og flokkshollir i besta lagi þótt þeir styðji sitthvort ffamboðið. Mörður kallar lista Flokksins sérffamboð og að atkvæði greitt Sigurjóni & Co sé stuðningur við að splundra Al- þýðubandalaginu. Siguijón segir að Nýr vettvangur sé ékkert annað en krataffamboð og að stuðningur við það sé ekki annað en beinn stuðningur við Jón Bald- vin og þar með samþykki við traustara hemám landsins og mikill stuðningur við göngu Islands inn í ríkjasamsteypu Evrópu. Mörður miðstjómarmaður segir það Alþýðubandalag sem ekki er í slagtogi með krataliðinu halda í heiðri íhaldssemi á fyrra hug- myndakerfí og að þar þurfi enginn að óttast um sitt pólitíska heilbrigð- isvottorð, þar ríki ffiður og ró, rétt BTÍi!inft tu s\Quts MörðurÁmason skrifar ÍMg' sigunón vnr borinn fPP 1 leynt ogi]°s kÍav‘KVBf,tVangurseAHdU: aSNýrv^^wnboð." eins og á öðmm viðkomustað þrem álnum fyr mold neðan. Alltaf skáldlegir, allaballar. Siguijón borgarráðsmaður mundar líka hin breiðu spjótin að flokksfé- lögum sínum og notar um þá fyrir- litlegasta skammaryrðið sem hann kann, rétt eins og miðstjómarmað- urinn, ÍHALD. Um kosningasigur Nýs vettvangs: „Takist sú atlaga þá verður mikil hátíð. Þar munu fagna í einum kór allir ráðherrar Alþýðuflokksins, formaður Alþýðubandalagsins og önnur íhaldsöfl landsins hvar í flokki sem þau annars standa.“ Hver á hvern ■■■? Mörður miðstjómarmaður Alþýðu- bandalagsins er ekki í minnsta vafa um að í Nýjum vettvangi sameinast þróttmiklar samfylkingarhugsjónir Guðmundar Vigfússonar, Sigfúsar Sigurhjartarsonar, Lúðvíks Jósefs- sonar, Magnúsar Kjartanssonar, Jóns Baldvins, Einars Olgeirssonar, Svavars Gestssonar og Hrafus Jök- ulssonar, og em þá fáeinir einir nefhdir af þeim ffíða flokki stuðn- ingsmanna sem samfylkja sér um Ámunda, Bjama P og Ásgeir Hann- es, svo að einhverjir séu taldir upp af samfylkingarmönnxmum á H- listanum. Siguijón borgarráðsmaður er meira en lítið hlessa á að einhveijir halda að Alþýðubandalagið hafi skipt sér á fleiri lista og að það sé sama hvom þeirra allaballar velji á kjördag. Skýringar á þessu stórfúrðulega háttarlagi flokksins telur borgar- ráðsmaður Alþýðubandalagsins séu að finna í atferli Ólafs Ragnars, flokksformanns. En hann treystir sér ekki til að styðja ffamboð flokks síns i Reykjavík. Hér hefúr Ólafúr Ragnar Gríms- son skapað sér þá sérstöðu sem duga ætti honum til ævarandi ffægðar í stjómmálasögunni. Hann styður ekki eigin flokkslista í kosn- ingum. Segi menn svo að Ólafúr Ragnar sé ekkert sérstaktir. Nú hafa flokksbræðumir sýnt og sannað að bæði Alþýðubandalögin em íhald og era þá ekkert að eyða púðrinu á sjálfstæðisíhaldið, enda skiptir kannski ekki höfúðmáli hvaða íhald maður styður þegar upp er staðið. „Hver á hvem og hvur er hvurs?“, söng maðurinn hennar Jónínu hans Jóns hér um árið og komst aldrei að niðurstöðu um þann eignarrétt. En eitt hafði hann á hreinu; að hann ætti aldrei að kjósa annað en íhald- ið, eins og stendur i þeim góða texta. Um allaballana má segja hið sama. Það er sama hvað þeir kjósa. Þeir hreppa íhaldið. Það er líka huggun fyrir krata að fá það svart á hvítu að með því að kjósa Nýjan vettvang veita þeir hugsjónum Einars, Lúðvíks og Magnúsar brautargengi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.