Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 23. maí 1990 Miðvikudagur 23. maí 1990 Tíminn 9 Stefán Logi á Sauðárkróki segir að það eina, sem andstæðingarnir gagnrýni, sé ungt fólk: Þeir eru bara skít- hræddir við okkur „Við gagnrýnum núverandi meirihluta fyrir slæma fjármálastjóm, en íjárhagsstaða bæjar- Stefán Logi Haraldsson. ins er mjög slæm þrátt fyrir litlar framkvæmdir undanfarin ár.“ Þetta sagði Stefán Logi Har- aldsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks- ins á Sauðárkróki í samtali við Tímann, en Framsóknarflokkurinn hefúr verið í minnihluta þetta kjörtímabil ásamt Alþýðubandalagi. „Fjárhagsstaða bæjarins hefúr farið versn- andi hin síðari ár. Úr því þarf að bæta og okkar helsta stefnumál er að vinna niður þennan fjár- hagsvanda." Stefán sagði að ástæðan fyrir fjár- hagsvanda bæjarins væri fyrst og fremst sú að meirihlutinn hafi ekki gert nægjanlega góðar áætlanir. „Framsóknarmenn hafa tíundað nauð- syn þess að gerðar séu langtíma fjárhagsáætl- anir, en meirihlutanum þótt lítil þörf á. Enda sjáum við hvemig staðan er í dag.“ Stefán benti á að samkvæmt nýjum lögum um sveitarstjóm- ir em slíkar langtíma áætlanir lögbundnar. „Þess vegna verður það verkefni komandi bæj- arstjómar númer eitt, að gera slíka áætlun.“ Það er kominn tími á byggingu bóknáms- húss fyrir Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki, segja framsóknarmenn. „Meirihlutaflokkamir lofúðu því fyrir síðustu kosningar að það yrði gert á yfirstandandi kjörtímabili, en ekkert hef- ur gerst.“ Astæðuna fyrir því taldi Stefán senni- lega áhugaleysi. Varðandi áframhaldandi uppbyggingu at- vinnulífsins taldi hann að ekki hafi verið nægj- anlega vel að verki staðið. „Frá því að Steinull- arverksmiðjan komst á laggimar, hefur engin áberandi vinna verið lögð í að koma á fót at- vinnurekstri af svipaðri stærðargráðu, sem þetta atvinnusvæði gæti hæglega borið. Hér era góðar samgöngur, nóg af heitu og ódýra vatni, og hafnarskilyrði era ákjósanleg. Við leggjum mikla áherslu á áframhaldandi uppbyggingu hafnarinnar, en þar hafa að mínu mati verið gerðir góðir hlutir." Framsóknarmenn vilja einnig huga í aukn- um mæli að umhverfismálum. Urðun og frá- gangur sorps er ábótavant á Sauðárkróki, og sinna þarf betur fegrun og snyrtingu bæjarins. „Við lítum óttaslegnir til þess að hér á Sauð- árkróki er engin æskulýðs- eða félagsmiðstöð fyrir unglinga. Eina aðstaðan fyrir krakkana er í skólanum. Það er alls ekki nógu gott og úr því þarf að bæta. Það kemur jafnvel til greina Frá Vestmannaeyjum Andrés Sigmundsson í Vestmannaeyjum: Fjárhagslega stendur bærinn styrkum fótum „Það er ekkert eitt mál sem baráttan snýst sérstaklega um hér í Vestmannaeyjum," sagði Andrés Sigmundsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins þar. Hann sagði að mörg mál væru í umræðunni. Framsóknar- menn, ásamt Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi hafa haft meirihlutann í bæjarstjóm á Andrés Sigmundsson þessu kjörtímabili. Eitt af þeim málum sem Framsóknarflokk- urinn leggur töluverða áherslu á, er að varð- veita þann árangur sem náðst hefur á kjör- tímabilinu. „Meirihluti Sjálfsstæðisflokksins, sem fór frá 1986, jók skuldir um 75 þús. á hvem íbúa. A þessu kjörtímabili hefúr okkur tekist að lækka skuldir um 50 þús. á hvem íbúa, sem er umtalsverður árangur. Við leggj- um til að áfram verði unnið að skuldalækkun. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á úr- bætur í sorpmálum með því m.a. að byggja nýja sorpeyðingarstöð. Við höfnina hefúr ver- ið snúið vöm í sókn; það eru hafnarfram- kvæmdir, sem við framsóknarmenn viljum halda áfram með og bæta jafhframt innsigl- inguna." Þá taldi Andrés brýnt að ljúka þeim gatnagerðarframkvæmdum sem unnið hefúr verið að. Andrés sagði að bjart hafi verið yfir at- vinnulífinu í Vestmannaeyjum á undanfom- um árum. „Á sama tíma og sjávarútvegspláss víða um land hafa átt í erfiðleikum vegna slæmrar stöðu sjávarútvegsins, þurft sums- staðar að ábyrgjast tugi og hundruð milljóna Níels Árni Lund, efstur á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði: Eins flokks stjórn leiðir til spillingar og hrossakaupa Sauðárkrókur að ráða starfsmann sem myndi vinna að slík- um málum“ sagði Stefán. „Þá er mikilvægt að efla enn frekar íþróttaiðkun, með því m.a. að bæta aðstöðu. Hér hefúr lítið verið gert til að halda áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja, þrátt fyrir loforð. íþróttahúsið er t.d. enn hálf- klárað og engir fjármunir hafa farið í íþrótta- svæðið.“ Á Sauðárkróki hefur verið ffekar dauft yfir kosningabaráttunni, listar komu seint ffarn og því hefur tíminn fyrir undirbúning verið styttri heldur en ella. Stefán sagði að ffamsóknar- menn á Sauðárkróki hafi unnið mikið starf við gerð stefhuskrár og við þá vinnu var sýnd mik- il ábyrgð. „Við fjölrituðum ekki stefnuskrána ffá 1986 eins og sumir flokkar virðast hafa gert.“ Listi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki hefúr vakið athygli fyrir það hversu ungt fólk skipar hann og fjórir efstu mennimir hafa ekki verið i ffamboði áður. „Þó við séu öll ung, þá föram við í þessa baráttu af heilum hug og við teljum okkur hafa ástæðu til að vera bjartsýn. Andstæðingamir tuða í sífellu að við séum ungt fólk og reynslulaust, en sannleikurinn er sá að þeir óttast þennan lista,“ sagði Stefán að lokum. -hs. „Eins og staðan er núna verður kosið um það á laugardaginn hvort hér taki við einræð- isstjóm Alþýðuflokksins, eða lýðræðislegur meirihluti,“ sagði Níels Ámi Lund, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Hafhar- firði. Skoðanakannanir benda til þess að Al- þýðuflokkurinn nái hreinum meirihluta, en hann myndar núverandi meirihluta ásamt Al- þýðubandalagi. „Að einn flokkur nái alræðis- valdi í bæjarfélagi er alls ekki góð þróun, það þekkjum við ffá stöðum eins og Neskaups- stað og Reykjavík. Þá er orðið mjög stutt í spillingu og hrossakaup," sagði Níels Ami. Helstu stefnumál Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, fyrir utan hin klassísku mál er allir styðja, svo sem málefhi aldraðra, dag- vistunar- og skólamál, em að komið verði upp vemduðum vinnustað fyrir fatlaða. „Einnig viljum við koma upp heils árs úti- Drífa Sigfúsdóttir, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Keflavík: Þeir eru engir töframenn þessir alþýðuflokksmenn króna vegna fyrirtækja, þá höfúm við staðið traustum fótum. Atvinnulífíð hefur verið gott og flotin hefúr eflst.“ Umhverfismál er mikilvægt verkefni fyrir Vestmannaeyinga á næstu árum að mati Andrésar. „Við eigum eftir að græða töluvert upp í Eldfellinu og við þurfúm að snerpa þar á. Nú eru tilraunir i gangi með nýjar trjáplönt- ur og ef útkoman úr þeim er góð, er ljóst að hægt er að ráðast í miklu meiri uppgræðslu en nú er.“ Andrés sagði að samstarf meirihlutans hafi gengið vel. „Við vitum hins vegar ekki hvað gerist eftir kosningar. Við verðum að bíða og sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum, fyrr er ekki hægt að taka á því og við göngum með óbundnar hendur i kosningamar.“ Lítið líf hefúr verið fyrir kosningamar i Eyjum, sem er þó að glæðst nú á endasprettin- um. „Við framsóknarmenn stöndum vel að vígi, staða okkar er góð máleihalega, við þurfúm bara að vinna vel úr henni til þess að ná viðunandi árangri,“ sagði Andrés að lok- um. -hs. „Það er kosið um hvort hér á að vera markviss og ábyig fjármálastjóm eða áframhaldandi skulda- söfhun,“ sagði Drífa Sigfúsdóttir, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Keflavík. Einnig er kosið um stefhu i atvinnumálum. Alþýðuflokkur- inn er einn í meirihluta í bæjarstjóm Keflavíkur með 5 fúlltrúa, en Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur með 2 hvor. „Mikilvægt er að ábyrg og markviss stjóm fjár- mála sé hjá bænum og á það leggjum við fram- sóknarmenn mikla áherslu, jaínframtþví að álagn- ingu verði stillt í hóf.“ Drífa sagði að skuldasöfnun bæjarins hafi verið óheyrilega mikil og meirihlut- inn farið langt fram úr fjárhagsáætlun á hveiju ári. „Árið 1988 fóra þeir td 147 milljónum fram úr áætlun. Þessir menn eru engir töframenn, við skuldum þessa peninga enn þá og meira til.“ Þess vegna leggja framsóknarmenn til að í byijun næsta kjörtímabils verði lögð áhersla á að greiða niður skuldir og ná þannig utan um fj ármagnskostnað- inn. „Síðan, eftir þvi sem aðstæður og fjárhagur leyfa, verði farið í þær framkvæmdir sem nauð- synlegar era. Það verður að raða verkefnum í for- gangsröð svo bæjarstjóm hlaupi ekki útundan sér erns og gerst hefúr.“ Varðandi forgangsröðunina taldi Drifa skyn- samlegast að ljúka þeim verkefhum sem era í gangi. Þá verða umhverfismálin sett ofarlega í for- gangsröð. „í því sambandi viljum við vinna að gerð heildarskipulags sem nær til allra umhverfis- þátta og gera 4 ára áætlun sem unnið verði eftir. Við viljum tengja saman græn svasði og bæta þannig möguleika íbúanna til útivistar innan bæj- armarkanna," sagði Drífa. Atvinnumálin skipa stóran sess í stefnuskrá Framsóknarmanna í Keflavík, en þeir vilja kynna atvinnumöguleika svæðisins og efla síðan at- vinnulífið með skipulegum hætti. „I því skyni vilj- um við m.a. hugmyndasamkeppni um ný atvinnu- tækifæri, sérstaklega með tilliti til þess að fjölga hlutastörfúm. Við viljum skoða möguleika á rekstri ísverksmiðju, sem myndi bæði styrlga stöðu sjávarútvegsins og hafnarinnar, jafnframt þvi að koma upp aðstöðu fyrir smábátaeigendur.“ Þá vilja framsóknarmenn að Suðumesjamenn hafi algeran foigang hvað varðar störf og verkefhi á Keflavíkurflugvelli, og að það fjármagn sem þar Frá Keflavík skapist haldist á svæðinu. Drifa sagðist vilja stuðla að þvi að Suðumesin verði eftirsóttur ferðamannastaður og að miðstöð innanlandsflugs verði frá Keflavikurflugvelli. „Við voram löngu búm að setja þetta atriði á okk- ar stefhuskrá, áður en aðrir tóku þetta upp,“ bætti Drífa við. í dagvistarmálum vilja Framsóknarmenn að öll böm fái að dvelja á dagvistaiheimilum til náms og þroska. Jafnframt að opnunartimi dagheúnila verði sveigjanlegri, í samræmi við þarfir fjölskyld- unnar og skóladagheimili verði komið á laggimar. „Hér hefúr verið opin skrifstofa og maigir leggja leið súia til okkar. Blómleg blaðaútgáfa er á okkar vegum og við höfúm haldið töluvert af fúndum,“ sagði Drífa er hún var spurð um kosn- ingaundirbúninginn í Keflavík. I kvöld halda framsóknarmenn þar dansleik, Suðumesjastuð, með góðri hljómsveit. „Við erum bjartsýn og von- umst til þess að ná góðum árangri," sagði Drífa að lokum. -hs. f_______l__ Drffa Sigfusdóttír vistarsvæði við Hafnarfjörð, lofa bæjarbúum að taka landskika í fóstur í landi bæjarins við Krísuvík. Þá er nauðsynlegt að þegar verði hafist handa við vatnsveitu Hafnarfjarðar,“ sagði Níels. Þá vilja framsóknarmenn lengja holræsi í sjó fram og hreinsa höfnina. Níels sagði brýnt að bærinn væri í stakk búinn að taka á móti þeirri fólksfjölgun sem kæmi í kjölfar uppsetningu nýs álvers á Reykjanesi og koma á fót þeirri þjónustu sem nauðsynleg væri. „Hafnarfjarðarbær má ekki fara varhluta af þeim ferðamannaiðnaði sem fer sífellt vaxandi hér á landi. Við minnum á að hér þyrfti að rísa hótel, þó svo að bærinn stæði ekki fyrir því einn og sér. Efling miðbæjarins er forsenda þess að ferðamenn stöðvi í Hafn- arfirði og njóti þeirrar náttúrufegurðar sem hér er.“ I tengslum við ferðamannaiðnað benti Níels á þann möguleika að Hafnfirðing- ar byðu ferðamönnum upp á sportveiði, en til þess að svo mætti verða þarf að koma upp smábátalegu við höfnina. Níels sagði nauðsynlegt að umhverfismál í Hafnarfiðri yrðu almennt tekin fastari tök- um. „Mörg iðnaðarsvæði eru til fyrirmyndar hvað varðar umgengni en önnur ekki og að því þarf að huga. Við viljum ekki að þunga- iðnaður verði staðsettur lengra í Kapellu- hrauni en nú er, vegna hættu á að slíkt geti spillt vatnsbólum Hafnfirðinga." Framsóknarmenn vilja leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu íþrótta- og útivistar- svæðis Hauka. „Jafnhliða að öðrum íþrótta- félögum verði sinnt vel af bænum,“ sagði Ní- els. Mikil vinna við undirbúning kosninga hefúr verið hjá ffamsóknarmönnum í Hafnar- firði undanfarin mánuð. „Við finnum greini- lega, hvað sem allar skoðanakannanir segja, að mikill vilji er fyrir því hjá bæjarbúum að standa með okkur. Við fáum upphringingar frá fólki, m.a. vegna borgarasíma sem við höfúm sett upp og fengið mikið af ábending- um í gegnum hann.“ Framsóknarmenn hafa verið mikið á vinnustöðum, þar sem þeir hafa kynnt sín stefnumál. „Við treystum því að bæjarbúar hafni eins flokks stjóm og að þeir hugleiði vel í kjörklefanum hvað slíkt veldi getur þýtt. Við skorum á bæjarbúa að velja Framsókn, því við erum þriðja aflið sem bænum er nauðsynlegt." -hs. Níels Ámi Lund Frá Hafnarfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.