Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miövikudagur 23. maí 1990 BÓKMENNTIR Siglaugur Brynleifsson: „Omne novum periculosum“ Harald Gustafsson: Mellan kung och allmoge — ámbetsmán, beslutsprocess och inflytande paa 1700-talets Island. (Acta Universitatis Stockholmiensis — Stock- holm Studies in History 33). Almqvist & Wiksell Intemational Stockholm 1985. A nýöld hefst sú stefna stjómvalda í Evrópuríkjunum að staðla samfélag- ið og auka þar með hlut ríkisvaldsins um flesta þætti þess. Allar ákvarðan- ir sem snertu samfélagið; atvinnu- vegi, trúarbrögð og dómsvald voru mótaðar af ríkisvaldinu sem taldi sig með því stuðla að almennum velfam- aði þegnanna. Þessi stefna var sprott- in upp af baráttu ríkisvalds, þ.e. kon- unga við lénsskipulag; aðal og sérréttindi aðals og annarra hópa og stofnana sem höfðu haft sjálfs- ákvörðunarvald, jafnvel svo að eigin- legt ríkisvald mátti sín lítils. Stöðlun- arpólitíkin gekk misjafnlega, eins og þá hagaði til. Umboðsaðilar, amt- menn, sýslumenn og aðrir embættis- menn voru bundnir fomum hefðum og hagsmunum og þegar miðstjóm- arvaldið stefndi að allshcijar stöðlun, þá var fomu sjálfstæði byggða, hér- aða og erfðastétta hætt. Þess vegna gat ekki verið um blinda hollustu við ríkisvaldið að ræða. Þessara ein- kenna gætti vítt um Evrópu og eins og höfúndur þessa rits skrifar, þá var danska konungsdæmið og umboðs- stjómin gott dæmi um vangetu mið- stjómarvaldsins til þess að ná fúll- komnu valdi á mótun samfélagsins. Haraldur Gústafsson á sinn þátt í þessari allsheijar rannsókn á samevr- ópsku fyrirbæri tímabilsins frá þvi um 1500-1800 varðandi togstreitu miðstjómarvalds og arftaka léns- skipulagsins eða fomra hefða og „fomrar venju“. Haraldur fjallar um þessa sögu hér á landi á—1-8. öld. Heimildir hans em einstakar, sem em skjöl Landsnefndarinnar 1770-71, en þar koma fram skoðanir almúgans af- dráttarlausari og skýrari en dæmi era um annars staðar í Evrópu á þessu tímabili. Skjölin votta einnig tilraun stjómvalda til þess að bæta hag og kjör leiguliða og andsvör íslenskra embættismanna við umbótatillögum miðstjómarinnar. Þessari togstreitu umboðsvaldsins hér á landi og mið- stjómarinnar í Kaupmannahöfn lykt- aði með því að þeir sigmðu sem töldu að allar tilraunir til breytinga á „fomri venju“ væm meira en lítið varhugaverðar, eins og kemur glöggt fram í svömm Bjama Halldórssonar, sýslumanns á Þingeymm, sem krist- allast í einni setningu: „Omne novum periculosum.“ Með konungslögunum frá 1665 var komið á fúllu einveldi Danakonungs, konungslögin vom afdráttarlaus og samkvæmt þeim var einveldi Dana- konungs íúllkomnun konunglegs einveldis. Samkvæmt þessum lögum vom engar hömlur á veldi konungs. Dómþing, fh'ðindi stétta og hópa vom afnumin og konungurinn stjóm- aði rikjum sínum beint um umboðs- mannakerfið, á pappímum. Rann- sóknarefnið er hver hlutur íslenskra embættismanna hafi verið um áhrif og mótun á ákvarðanir konungs- valdsins varðandi íslensk málefni á 18. öld og hvaða hópar eða hags- munahópar höfðu lykilaðstöðu til ákvarðanatöku. Upplýsingar um ís- lensk málefni bámst frá umboðs- stjóm konungs hér á landi og tilskip- anir konungsvaldsins bámst til sömu aðila frá miðstjóminni í Kaupmanna- höfn. Embættismennimir gegndu lykilhlutverki. Stjómsýsla þeirra var tengill konungsvalds og almúga. Þeir gáfu skýrslur um hag landsmanna og bar skylda til að framkvæma þær til- skipanir sem vom reistar á þeim skýrslum og miðuðu að aukinni stöðlun samfélagsins með velferð þegnanna að leiðarljósi. I fjórða kafla ritsins fjallar Haraldur Gústafsson um þá einstaklinga og hópa sem fóm með umboðsvaldið. Hann kemst að svipaðri niðurstöðu og Gísli Gunnarsson í „Upp er boðið ísland", Rv. 1987, þar sem segir: „Því var á Islandi tiltölulega samstæð yfirstétt sem efnalega hafði bæði stuðning af einkakjömm sínum og lénsjörðum kóngs og kirkju (og skip- aði að sjálfsögðu helstu embætti kóngs og kirkju). Þessi yfirstétt var innbyrðis tengd sterkum ættar- og venslaböndum." Gústafsson telur að ættemi hafi ekki verið einhlítt til að öðlast embætti, til þess þurfti einnig próf frá háskólanum í Kaupmanna- höfn og varðandi presta var það nauðsynlegt til góðra brauða. Þeir sem töldust til yfirstéttarinnar vom einkum landeigendur, umboðsmenn krúnujarða og efnaðir bændur sem bjuggu á eigin jörðum eða leigðu lénsjarðir og konunglegir embættis- menn. Þetta fór oft saman. Presta- stéttin skiptist upp í þá sem vom af- komendur valdamikilla biskupa og klerka sem sátu bestu brauð landsins, en munur þeirra var mjög mikill. Þótt forgangserfð elsta sonar viðgengist ekki þá héldust eignimar fúrðu mikið innan vissra ætta og komu þar til áhrif lénskeriisins. Þessi „tiltölulega samstæða yfir- stétt“ varð þó aldrei algjörlega frá- skilin „þjóðinni" eins og algengt var í Evrópu. Hvað hefúr valdið því er vafalaust fámennið og að sú menn- ingarlega stéttaskipting sem ein- kenndi riki Evrópu náði ekki að myndast í slíkum mæli hér á landi. Þetta atriði kom glöggt í ljós þegar landsnefndin tók að óska eftir áliti landsmanna á ástandinu eins og það var 1770. Meira en 1% íbúanna svar- aði. Af þeim sem skrifúðu vom um 79% almúgi eða bændur og er það hlutfall gífúrlega mikið hærra en tíðkaðist við svipaðar kannanir ann- ars staðar á Norðurlöndum. Þetta bendir til þess að talsverður hluti bænda hafi staðið á mun hærra menningarstigi en stéttarbræður þeirra í nágrannaríkjunum. Þegar austar og sunnar dró í Evrópu var stéttin „sléttir bændur" oft talin til búsmalans. Islenskt samfélag sker sig þannig mjög úr hvað stranga menningarlega stéttaskiptingu áhrærir. Það er ekki þar með sagt að menningarleg stétta- skipting hafi hér ekki viðgengist. Það er nóg að líta í ferðabækur og gögn frá 18. öld, svo sem ferðabók Eggerts og Bjama o.fl. En þar gera höfúndar mikinn mun á menningarástandi sveita og héraða og draga upp heldur dökka mynd af verstu bælunum. Skrif Sveins Pálssonar og sá saman- burður sem hann dregur upp af ástandi mismunandi byggðarlaga er skýr. Landsnefhdin tók til starfa 1770. Tilgangurinn með skipun hennar var að veita stjómvöldum beinan aðgang að íbúum landsins. Á þann hátt var upplýsinga aflað án tilverknaðar embættismannakerfisins. Síðan skyldi unnið að umbótum sem myndu leiða til framleiðsluaukningar og stóraukinna ríkistekna. Stefnan var mótuð af búauðgistefnunni og „kameralismanum", sem var stefna upplýstra einvalda í fjármála- og at- vinnustjóm. Fylgismenn búauðgi- stefnunnar töldu að landbúnaður væri gmndvöllur alls auðs og því yrði að efla hann sem mest með breytingum á eignarhaldi jarða, þ.e. að bændur eignuðust jarðimar og byggju við frjálslegri kjör og ódýrari leigur, þar sem leiguábúð ríkti. Hér á landi vom um 94% bænda leiguliðar og kjör þeirra vom talin þungbær af þeim sjálfúm og þeim sem vildu bæta rekstrarform og leigumáta. Tíu ámm áður en Landsnefndin tók til starfa barst hingað til lands fjár- pest. Upphaf hennar var innflutning- ur hrúta til tilraunabúsins á Elliða- vatni, sem var einn þáttur þeirrar allsheijarviðréttingarstarfsemi sem hófst með Innréttingunum og annarri nýbreytni sem Skúli Magnússon stóð að ásamt mörgum öðram valda- mönnum hér á landi og rikisstjóm landsins. Landbúnaðurinn og þá einkum sauðfjárbúskapurinn var gmnnat- vinnuvegur landsmanna. Með fjár- pestinni hrakaði lífsafkomu þjóðar- innar. Afgjald galst ekki. leigur því síður og þar með rýmuðu stórlega tekjur landeigenda, konungs og kirkju. Leigur höfðu alltaf verið tald- ar of háar. Þegar illa áraði og þegar kúgildin hmndu niður, þá varð engin leiga greidd. Eitt mesta hitamál á síðari hluta 18. aldar var hver átti að endumýja kú- gildin. Landsnefndin átti að fjalla um þessi mál ásamt mörgum fleiram varðandi ábúð, afgjöld og skylduverk leiguliða. Leiga búsmala var stundið frá örófi alda og hér á landi eins og annars staðar. Með svarta dauða var mjög erfitt að fá fólk til að byggja jarðir sem höfðu farið í eyði vegna plág- unnar. Þá virðist hafa myndast ákveðið form á að leigja búsmala með jörðunum sem gat verið til hags- bóta fyrir nýbýlinga og ekki síður fyrir landeigendur. Upp frá því fýlgdi viss fjöldi kúgilda hverri jörð og leig- an eftir þau var goldin í smjöri. Þegar vel áraði gafst þetta form vel en síður í hallærum. Afraksturinn af leigðum jörðum gat orðið um 36% af kúgild- unum einum. Samkvæmt fomri hefð skyldi Ieiguliði endumýja kúgildin ef þau féllu, en nú höfðu þau fallið sök- um innfluttrar fjárpestar sem rikis- valdið bar alla ábyrgð á. Kvartanir al- múgans vom margvíslegar, þungbærir skattar, of há leiga og af- gjöld, réttleysi og áníðsla margs kon- ar. Embættismenn svömðu spuming- um nefndarinnar, en minntust ekki á það sem þjakaði almúgann. Stefna stjómvalda var hliðholl kvörtunum bænda og stefhdi gegn hagsmunum landeigenda og yfirstéttarinnar, en sameiginleg andstaða yfirstéttarinnar varð til þess að sæst var á málamiðl- un og mottó Bjama Halldórssonar réð, „allar nýjungar em varhugaverð- ar ef ekki hættulegar.“ Reynsla hans og fjölmargra annarra var sú að nýj- ungastefna stjómvalda með Innrétt- ingum og kynbótum sauðfjárstofns- ins hefði gefist hörmulega, því var hentast að engar breytingar yrðu gerðar. Haraldur Gústafsson rekur byggingarsögu Hóladómkirkju í næstsíðasta kafla ritsins. Höfúndurinn dregur síðan saman yfirlit um íslenskt samfélag á þessu tímabili, síðari hluta 18. aldar, í síð- asta hluta ritsins og kemst að þeirri niðurstöðu að umbótaviðleitni ríkis- stjómarinnar hafi steytt á skeri and- spymu „elitunnar“ eða íhaldssamrar íslenskrar yfirstéttar og landeigenda, en þeim var vissulega nokkur vor- kunn eftir þau ffamfaraævintýri sem hafin vom af stjómvöldum upp úr miðri 18. öld og enduðu hrapallega, þótt eldgos og móða ættu sinn þátt í þeim endalokum. Haraldur Gústafs- son hefúr skrifað vandaða, ítarlega og glögga samfélagslýsingu og fram- hjá þessari bók verður ekki gengið í umfjöllun þessa tímaskeiðs. Það er eftirtektarvert að mörg merkustu sagnfræðirit um íslandssögu hafa verið unnin í Svíþjóð á undanfomum áratugum og má þar nefna rit og rannsóknir Bjöms Lámssonar og Gísla Gunnarssonar og svo þetta rit, auk annarra þótt ónefnd séu. Þessi umsögn er aðeins gerð til að vekja athygli á þessu þarfa verki Har- aldar Gústafssonar og þakka honum kærlega fyrir. Bið ég hann jafhframt afsökunar á því að svo lengi hefúr dregist að setja þetta saman. íf? Kjörstaðir við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík þ. 26. maí 1990 verða þessir: Álftamýraskóli Árbæjarskóli Austurbæjarskóli Breiðagerðisskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Foldaskóli Langholtsskóli Laugarnesskóli Melaskóli Miðbæjarskóli Sjómannaskóli Ölduselsskóli Auk þess verða kjördeildir í Elliheimilinu Grund, Hrafnistu og í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Kjörfundur hefst laugardaginn 26. maí, kl. 9.00 árdegis, og lýkur kl. 23.00. Athygli er vakin á því, að ef kjörstjórn óskar skal kjósandi sanna hver hann er með því að framvísa persónuskilríkjum eða á annan fullnægjandi hátt. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Austurbæjarskólanum og þar hefst talning at- kvæða þegar að loknum kjörfundi. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, Guðmundur Vignir Jósefsson. Helgi V. Jónsson Guðríður Þorsteinsdóttir. LESENDUR SKRIFA Landsbergis í Litháen Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. Landsbergis, forseti Litháens, átti viðtal við blaðið La Stampa í Torino á Italíu í marsbyrjun sl. um það leyti sem sjálfstæðisyfirlýsingin var sam- þykkt. Litháar eiga tvímælalaust rétt á sjálfstæði og ef menn fara að virða meira leifamar af rangindum Sovéts en rétt þjóða em þeir á afvegum. Hin rússneska þjóð skal virt og dáð en ekki Sovét, því að það hugtak var aldrei annað en blekking. Að rúss- nesk stríðstól víki burt úr sveitum og borgum Litháa er krafa sem gengur á undan öðmm. Það er fjarstæða að heimta einhveija eftirgjöf af Litháum áður en það er gert. Það er rétt sem Vaclav Havel sagði við íslendinga að vér eigum að taka frumkvæðið í þessu efni. í viðtalinu við La Stampa í mars fór Landsbergis meðal annars lofsam- legum orðum um „hina miklu heiðnu arfleifð“ svo sem og „hin fomu nátt- úmtrúarbrögð hinnar baltnesku þjóð- ar“. Hann vitnaði í bréf sem ókristinn konungur Litháens skrifaði páfanum á fjórtándu öld. Landsbergis lét í ljós þá skoðun að hinn ókristni konungur hafi í því bréfi útskýrt fyrir Rómar- biskupi (páfa) hvað trúarbragðafrelsi er. Landsbergis kvaðst ekki vera eins og Walesa í Póllandi, skjólstæðingur Rómar. Sönnu nær sé að öll saga Lit- háens hafi markast af andstöðu við Róm og katólskuna. Heimild GHO í fféttaskeyti frá Vatikanborg. Munum við sjá ftjálst Litháen rísa upp á þingi þjóðanna — án blóðsút- hellinga og trúarbragða-, efnahags- eða stjómmálakúgunar? Það veltur á hugarfari Islendinga. Munu þeir vilja líkjast fomum hetjum norrænum eða viljalausum verkfæmm gervikerfa? Menn þurfa ekki annað að gera en anda ffá sér svari. Þorsteinn Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.