Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 1
26..-27. Maí 1990 Skáld í ver- aldarvolki Gestur Pálsson átti löngum í baráttu við samferðamenn sína á lífsbrautinni, en mesta baráttu háði hann við sjálfan sig. í útjaðri Winnepeg f Kanada er Brookside — kirkjugarðurinn. í norðurhluta hans, þar sem fátækt fólk hvílir, er leiði íslensks skálds. Þama standa óvíða bautasteinar, en á næsta leiði við skáldið rís grannvaxinn runni yfir ókunnum beinum amerísks smælingja. Þetta skáld, sem var frumkvöðull raunsæisstefnunnar í íslenskum bókmenntum, hafði hafnað í þessu fjariæga landi eftir ærið lit- ríkan æviferil og var hann þó að- eins 39 ára er hann lést. Hann var Gestur Pálsson. Hér verður nú sagt frá einu og öðru af veraldar- volki Gestur Pálsson fæddist þann 25. september 1852 á Miðhúsum á Reykjanesi í Barðastrandarsýslu. Hann var fjórða barn foreldra sinna af sex. Komust aðeins bræðurnir í hópnum til fullorðinsára, en þeir voru þrír. Faðir hans var Páll Ingi- mundarson, bóndi og smiður, en móðir Ragnheiður Gestsdóttir. Gest- ur unni móður sinni mikið, en hann missti hana, þegar hann var tæpra tíu ára að aldri, og óviða kennir í verkum hans jafh fblskvalausrar ástar og þeg- ar hann yrkir um móður sína. Páll kvæntist að nýju og var síðari konan Ingunn Bjarnadóttir, mikil mann- kostakona, sem reyndist börnunum vel, og mun Gestur enda ætíð hafa minnst fóstru sinnar með hlýhug. Gestur var bókhneigðastur og næm- astur sinna bræðra og því sá eini af þeim sem fór í skóla, en í fyrsta bekk Lærða skólans í Reykjavík settist hann 1868. Hann er sagður hafa ver- ið þunglyndur um þetta leyti og var það kennt því að hann hefði verið í ástarsorg vegna stúlku er hann hafði kynnst og var öllu eldri en hann, en hafði sagt honum upp, enda verið öðrum lofuð. Allt er þó á huldu um þetta ævintýri, en tvö kvæði Gests benda til að eitthvað hafi þetta við að styðjast. Túlinn var óbilandi Þorvaldur Thoroddsen hefur lýst Gesti svo í skóla:"Gestur Pálsson var þá í fyrsta bekk, hann var væskill að burðum og hugdeigur, en túlinn var óbilandi, hann höfðum við standandi uppi á bekk eða borði bak við fylk- inguna og skammaði hann óvinina óspart og ögraði þeim í snjöllum ræðum, var þeim að þessu hin rríesta skapraun og sáu sig aldrei úr færi, ef hægt var, að hertaka Gest, hafa hann í varðhaldi og kvelja á ýmsan hátt, þrúga honum innan í kaþedru o.s. frv., en oftast voru einhverjir látnir fýlgja Gesti sem lífvörður, er hann 49 stig og var Iægstur sinna bekkjar- bræðra. Frá skólaárunum er það enn að telja að hann trúlofaðist og var unnustan Ingunn Elín Jónsdóttir í Bæ í Króks- firði. Ingunn var bráðgreind stúlka og skemmtileg í viðkynningu. Hún var lítil vexti, grannvaxin og fremur lag- leg, og unni Gestur henni mjög. 1 ¦ • *¦ ¦¦ ' ':jtf wá J/- ^^^^ ¦ í ¦ -.¦y/iPmRsm, i. '* i'" crt . J . ^Gtföí „ >'¦ mmm-----------------s—--------------------------:—-—¦-----------------¦^^mmmmmmmwmmmmmmmmm\ Gestur Pálsson Gömlu bæjarhúsin að Miðhúsum. Hérmun Gestur hafa fæðst Myndin ertekin 1938. kom í námunda við 2. bekk." Þannig bar snemma á því að Gestur kunni að koma fyrir sig orði. Einnig hafði hann forgöngu um ásamt sex skólabræðrum sínum að stofha leyni- félag meðal pilta. Það nefhdist Bandamannafélagið og hlutverk þess það að vekja menn til bókmennta- iðju. Ritsmíðar sínar færðu þeir fé- lagár í sérstaka bók, og var heiti hennar „Visindavinurinn". Þarna birtust margar ritsmíðar Gests, en nafhkunnasta verk sem i bókina var skráð er þó „Nýársnóttin" eftir Indr- iða Einarsson, sem þar er í sinni elstu gerð. Leikurinn var frumsýndur þann 28. desember 1871 og fór Gestur með eitt hlutverkið, Önnu. Þótti hon- um takast það snilldarlega. Stúdentsprófi lauk hann í júní 1875. Ekki var prófið gott, þvi hann hlaut Guöfræðínám Eftir prófið hvarf Gestur vestur í Reykhólasveit og bjó sigling sína til háskólanáms í Kaupmannahöíh. Sigldi hann með Díönu frá Reykjavík hinn 27. júlí. Tók hann að nema guð- fræði. Hann settist að á Garði og bjó í her- bergi á 4. gangi ásamt skólabróður sínum Friðriki Petersen, sem siðar varð prófastur í Færeyjum. Þótt svo færi að Gestur hyrfi próflaus frá Höfh að lokum, bendir flest til að hann hafi stundað guðfræðinám sitt af alúð í upphafi. Hann átti sér þó ýmis áhuga- mál önnur en námið, gaf sig nokkuð að stjórnmálum og gekk í leynifélag íslendinga, Atgeirinn, en hlutverk þess var að rita í útlend blöð um ís- lensk stjórnmál og skýra þar viðhorf íslendinga. Hjartasárið Gestur fór heim til íslands sumarið 1877 og bjuggust margir við að hann mundi þá kvænast heitkonu sinni. En svo átti ekki að fara. Um þetta leyti sleit Ingunn trúlofun þeirra og segir sagan að ástæðan hafi verið sú að einhver íslendingur hefði skrifað henni bréf og útmálað lifhað Gests í stórborginni harla illa þennan fyrsta vetur hans þar. Sumir bera brigður á þessa sögu og telja að Ingunn hafi blátt áfram slitið trúlofuninni að frændaráði. En hvað sem satt er í þessu, þá er víst að Ingunni iðraði þessa sárlega siðar og má lesa um kvöl hennar í smásögum er hún samdi og vísa tvimælalaust til þessa, þótt nöfhum sé breytt. Það fékk mikið á Gest er svo fór um samband þeirra Ingunnar og fer að bera á því úr þessu að hann hneigist til óreglu. Margir íslendingar lifðu enda hátt um þessar mundir og ekki síst skáldin Einar Benediktsson, Hannes Hafstein og Bertel Ó Þor- leifsson, sem voru miklir kunningjar Gests. Efhdu þeir til bókmenntarits- ins Verðandi og kom það út vorið 1882. Kröpp kjör Haustið 1881 lauk Garðstyrk Gests og varð hann nú að flytja og taka her- bergi á leigu úti í borginni. Veturinn sem á eftir fór varð honum þungur í skauti á marga laund. Sennilega hef- ur áhuginn á guðfræðinni verið far- inn að dofha, ef ekki dauður með öllu. Og þegar Garðstyrkinn nú þraut hefur Gesti orðið þyngra fýrir dyrum fjárhagslega, og hefur honum orðið sú vellekla því sárari sem hann var alinn upp við góð efhi. 16. desember 1880 varð hann að gefa W. Granzov klæðskera í Kaupmannahöfh veð í jarðarhlutum sínum, hálfu fimmta hundraði í Miðhúsum og tveimur hundruðum og áttatíu álnum í Mýrar- tungu. Var þessi veðsetning til trygg- ingar 400 krónum sem hann skuldaði Granzov fyrir föt. Skyldi hann greiða skuldina innan hálfs annars árs, en ekki varð hún að fullu greidd fyrr en 9. október 1888. Los var komið á hann og í ársbyrjun 1881 varð hann fyrir því óhappi að fótbrotna drukkinn og lá á þriðja mánuð. Um vorið hvarf hann svo úr borginni og mun þá hafa dvalið Iöng- um í Hróarskeldu, en þar hafði hann kynnst einhveri stúlku er hann bjó hjá um tíma. I maí árið á eftir ritar Skúli Thoroddsen bróður sinum Þor- valdi svo: „Gestur lést ætla upp í vor, en varð ekkert úr, og þykir nú víst að presta- stéttin fái hans engin not; hann lifir nú mest á slagbjórum, er hann tíðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.