Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 2
12 1 HELGIN Skáldi í ver- aldarvafstri pantar út í annarra manna reikning að þeim fomspurðum..." Og um sumar- ið ritar Skúli enn: „Nú er Gestur illa staddur í peningasökum; hann fær engan eyri að heiman; Bjöm Jónsson hefur útvegað honum 30 króna mán- aðarlegan styrk til jóla og flestir landar gefa honum eina krónu á mán- uði til þess nú i síðasta sinni að reyna hvort eigi megi koma á hann kandid- atsnafhi; samskot þessi eiga þó að fara leynt, og er Gesti ókunnugt um þau.“ Næst vitnum við í dagbók Ólafs Davíðssonar: .d’á er myrkt var orðið og ég hafði snætt, fór ég upp á Garð, en hitti enga sálu heima, er ég vildi finna. En Gest hitti ég í garð- inum. Hann var einn á gangi og tók mig þegar tali. Hann bað mig að lána sér 50 aura, en ég þorði það ekki. Það er annars sorglegt fyrir hvem og einn að hafa slíkt orð á sér, að góðsamir menn skuli ekki þora að eiga neitt undir honum í peningamálum. Slíkt orð hefur Gestur á sér. En það er ef til vill rangt af mér að trúa því, sem ég heyri um Gest. Samt er hægt að trúa þvi, er maður sér hann, að hann sé óreglumaður. Hann er einhvem veg- inn svo rauðfolur í ffaman og út- bmnninn í augunum." Nú var fokið í flest skjól fyrir hon- um og Hafnarvist hans senn á enda. Skúli Thoroddsen skrifar: „Nú sendum við Gest heim upp á sameiginlegan kostnað; hann var orðinn ómögulegur hér í alla staði fyrir fyllirí og pretti, og eigi nema tímaspursmál hvenær lögreglan hefði nappað hann; hann hefur fengið skriflegt vottorð ffá Dagsavisen og Nationaltidende um það að hann sé korrespondent þessara blaða og ætlar víst að nota það til slátta og til þess að impónera dónsunum í Vík.“ Heim til íslands hefur Gestur svo komið í október, en 23. þess mánaðar veðsetti Páll faðir hans tíu hundmð í Miðhúsum Hans A. Clausen kaup- manni, til tryggingar skuld að upp- hæð kr. 729.57 „sem hann hefur lán- að mér fyrir Gest son minn í Kaupmannahöfn“. Hafnarvist Gests Pálssonar ber þannig engan ljóma veraldlegs frama eða frægðar. Ritstjórinn Ömurlegt hefur verið fyrir Gest, próflausan og skuldum vafinn, að setjast að í Reykjavík haustið 1882. Hefur og heimkoma hans ekki þótt stórmannleg. Kemst Matthías Joc- humsson svo að orði í bréfi til Einars Hjörleifssonar 3. nóvember 1882: „Gestur er kominn inn með eymd og óvirðing. Komdu heldur ekki en að þú komir með meiri eymd en þú fórst.“ En nú kom uppsveifla í lífi Gests: Um þessar mundir gaf Kristján Ó Þorgrímsson bóksali út blaðið Þjóð- ólf í Reykjavík og réðst Gestur rit- stjóri að blaðinu fljótlega eftir heim- komuna. En það stóð ekki lengi. Þeir Kristján og Einar prentari Þórðarson réðust í útgáfu á nýju blaði, sem heita skyldi Suðri, og var Gestur ráðinn rit- stjóri þess. Fyrsta tölublað Suðra kom út 6. janúar 1883 og var skrifstofa blaðs- ins í húsinu númer 8 við Austurvöll. Útgefendur gerðu að því töluverðan reka að útbreiða blaðið og virðist nafn Gests hafa þótt vænlegt til þess að draga að kaupendur. Blaðið kom út hálfsmánaðarlega. Félagar Gests í Höfn urðu ekki lítið hissa. Allt í einu var þessi auðnulausi drykkjumaður, sem var sokkinn í botnlausar skuldir, orðinn hátt uppi skrifaður sem ritstjóri fyrir nýju blaði, er var glæsilegra á ytra borði en öll hin blöðin. Hann fann líka ekki lítið til sín og gerðist þóttafullur og merkilegur með sig, eins og stór- bokki. Því furðulegra var þetta þar sem þær sögur komust á kreik að Gestur væri að stofna sósíalistamál- gagn og var þó ekki sósíalisti sjálfur. Þessar sögusagnir vom með ólík- indum. I inngangsávarpi sem Gestur skrifaði sjálfur sá hann ástæðu til að bera yfirlætislega til baka „það sem sumir hafa látið sér um munn fara, að þetta væri „nihilistablað!“„ Kvaðst hann ekki ætla að fara að beija á keis- aranum í Rússlandi. Eftir nokkur tölublöð var sýnt hvert stefhdi, því þá byrjaði Suðri að birta í stómm stíl nýjustu kvæði Hannesar Hafsteins glóðvolg utan úr Kaup- mannahöfn. Þá fóm og að birtast í blaðinu smásögur eftir Gest, skrifað- ar f samúðaranda til smælingjanna, svo sem Hans Vöggur í fyrstu blöð- unum. Bráðlega átti eftir að koma í ljós hver var hinn eiginlegi kraftur á bak við blaðið Suðra. Það var enginn annar en Magnús Stephensen, þáver- andi dómari við landsyfirréttinn, kraftmikill maður, ráðrikur og valda- m L__ rtvivixgg i «nr ] Kaffiveitingar á kjördag Frá kl. 10-22 á kjördag verða kaffiveitingar að Grensásvegi 44. Allir velkomnir. B-listinn í Reykjavík Bílar á kjördag Þeir sem þurfa á akstri að halda á kjörstað hringi í síma 679226 og 679227. B-listinn í Reykjavík Kosningavaka B-listans í Reykjavík Að kvöldi kosningadags verður kosningavaka að Grensásvegi 44 og hefst kl. 23.00. Allir velkomnir. B-listinn í Reykjavík. Sigrún Þórarinsson Sturludóttir Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 og laugardaga kl. 10-16 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafi á fimmtudag verður Hjörleifur Hallgríms. Gestgjafar á föstudag verða: Guðmundur G. Þórarinsson og Sigrún Sturludóttir. ATH.I í dag, fimmtudag, verður skrifstofan opin frá kl. 14-18. Kosninganefndin. Steingrimur Hermannsson ísland og umheimurinn Samband ungra framsóknarmanna heldur rabbfund með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Þorvaldi Friðrikssyni fréttamanni um för þeirra til Túnis og Tékkóslóvakíu. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 31. maí kl. 17.00 að Nóatúni 21, Reykjavík. Fundarstjóri: Gissur Pétursson, formaður SUF. Allir velkomnir. Samband ungra framsóknarmanna. Keflavík Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnargötu 62 er opin daglega kl. 15.00-22.00. Sími 11070. Kópavogur: Kosningaskrifstofur Ð-listans Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin virka daga kl. 9-22 og laugardaga kl. 13-18, símar 43222 og 41590. Skrifstofan að Engihjalla 8 er opin virka daga kl. 17-22 og laugardaga kl. 13-15, sími 40810. Þinghólsbraut 19 er opin virka daga kl. 17-22 og laugardaga kl. 13-15, símar 40701 og 40730. XP Alltaf heitt \F n aDá könnunni^VaiD Stjúpa Gests, Ingunn Bjamadóttir, og faðir hans, Páll Ingimundarson. gjam, sem var að sækja fram til auk- innaáhrifa. Það gerðist strax f öðm tölublaði að Gestur tók að skrifa óeðlilega flaðr- andi um Magnús. Var það í grein sem fjallaði um íslenska bókmenntafélag- ið, en það skiptist í tvær deildir, Kaupmannahafnardeild, sem var auðugri og sterkari og Reykjavíkur- deild, en Magnús var þá einmitt for- seti hennar. Um frammstöðu Magn- úsar segir Gestur „Síðustu árin hefur Reykjavíkur- deildin meira og betur staifað, þó hún hafi yfir litlum efnum að ráða. Því skal eigi leyna að það mun mest að þakka hinum ötula forseta deildar- innar hér, Magnúsi Stephensen, as- sessor, sem hefur sýnt það að hann er manna best til forseta fallinn, enda er hann manna margfróðastur og skarp- astur. Almenningur hefur því fengið meira traust á Reykjavíkurdeildinni.“ Málaþras Þegar á fyrsta ári Suðra lenti Gestur í hvössum blaðadeilum. Mætti ætla að þær hefðu einkum orðið við and- stæðinga þeirrar bókmenntastefhu er hann fylgdi, raunsæisstefhunnar. Sú varð þó ekki raunin, heldur stóð aðal- rimman við Jón Ólafsson, þann mann íslenskan sem einkum hafði orðið til að kynna realismann i blöðum sínum áður en Gestur gerðist ritstjóri. Með- an Gestur var ritstjóri stóð hann nær stöðugt í málaferlum. Árið 1883 átti hann í þremur meiðyrðamálum og voru tvö þeirra við Jón Ólafsson, sem var ritstjóri Þjóðólfs og aðalandstæð- ingur Gests. Allt voru þetta fremur ómerkileg mál, en öllu sögulegra má telja mál það er Gestur átti í við Jón Þorkelsson, rektor Lærða skólans. Gestur hafði deilt hart á stjóm skól- ans sumarið 1883 og mun rektor hafa verið orðinn all þykkjuþungur. Lætur að líkum að það hafi ekki verið vel þokkað, sem séra Ámi Þórarinsson segir, að skólapiltar hafi verið hænd- ir að Gesti. Mál þetta spratt af því að 8. október kom Gestur upp í skóla og vildi fá að hitta tvo pilta. Náði hann tali af þeim, en sem hann ræddi við þá kom rektor að, vísaði piltum til Iestrar en skipaði Gesti að verða burtu úr skólanum. Taldi Gestur í kæm sinni að rektor hefði hrakyrt sig, kallað sig guðleys- ingja, ætlað að beija sig með staf og loks hótað sér lögreglu bæjarins. Hins vegar kvaðst rektor ekki hafa annað gert en að ýta hæglátlega við öxl Gests og biðja hann að fara. Um allt þetta málastapp ritar Gestur Þor- valdi Thoroddsen í janúar 1884: „Ég hef átt 1 fjarskalegum málaferl- um í alllan vetur við Jón Þorkelsson, rektor, Jón Ólafsson og Valdimar Ás- mundsson. Öll sem búið er að dæma hef ég unnið, en nokkur em ódæmd enn. Frá því í ágústmánaðarlok f sumar og þangað til á fimmtudaginn var hef ég orðið að mæta hér fyrir bæjarþingsréttinum hvem réttardag (fimmtudag) í einu og venjulega fleiri málum. Nú byijar aftur sama scenan fyrir Landsyfirréttinum hvem mánudag. Ég er hálfkeð á þessum málaferlum, en maður er neyddur til.“ Rimman við Jón Ólafsson Blaðadeilur þeirra Jóns Ólafssonar og Gests og meiðyrðamál vom að- eins sú hliðin sem að almenningi vissi. Þótt Gesti þættu þau þreytandi hafa þau verið fólki gómtamt um- ræðuefni í fábreyttu Reykjavíkurlífi þessara ára. En bak við tjöldin beittu þeir ritstjóramir illbeittari vopnum en meiðyrðakæmm, sem aldrei gátu orðið hættulegar, þótt lúalegar væm þær oft. Ekki verður betur séð en að þeir hafi viljað ganga að blaði hvors annars dauðu. Þjóðólfur hafði verið það blað er birti allar opinberar auglýsingar og vom þær helsta tekjulind hans. Kom Gestur því áleiðis við Tryggva Gunn- arsson að hann færi ffarn á það við dönsku stjómina að Suðri fengi aug- lýsingamar. Sagði Gestur landshöfð- ingjann, sem var Bergur Thorberg, styðja þetta. Þetta varð úr og í októ- ber 1884 fékk Suðri hinn feita bita. Jón Ólafsson brást að vonum illa við og hugði á mótleik. Einar prentari var orðinn gamall og hálfviðutan og tókst Jóni Ólafssyni að fá þann gamla til að taka að sér prentunina á Þjóð- ólfi með borgunarfresti ffam á sumar, en hætta við útgáfuna á Suðra! Þetta þóttu ekki lítil tíðindi. Einar Þórðar- son auglýsti þetta á baksíðu Þjóðólfs og sagði ástæðuna vera kaupenda- fækkun á Suðra og fjárhagstjón er hann biði af útgáfu hans. En nú kom sér að Gestur átti góðan að. Er sagt að sama morgun og Gest- ur fékk að vita um afdrif Suðra hafi Magnús Stephensen gengið niður í prentsmiðju Einars og tekið þaðan handritið af landsreikningunum, sem Einar var byijaður að láta prenta. Þá var látið að því liggja að gengið yrði að Einari með 8000 króna skuld hans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.