Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. maí 1990 HELGIN 15 vel sýningu glímumanna. Áhugi hef- ur vaknað hjá íþróttanefnd Evrópu- ráðsins á leikjum og þjóðlegum fang- brögðum. Á tveimur fundum heíur verið undirbúin ráðstefna, sem boðuð hefúr verið 12.-16. sept. i háskólan- um í Löven í Belgíu. Alþjóðafélagsskapur íþróttasagn- fræðinga heíúr boðað ráðsteínu í Las Palmas á eyjunni Gran Canaria í október 1991 og verður viðfangseín- ið þjóðleg fangbrögð. Ég hafði ætlað mér að skrifa um Is- landsglímuna áttugustu sem var glimumönnunum ellefú sem hana glímdu til sóma og þeim sem að mót- inu stóðu. Þar sem i íþróttinni var keppt í beinni sjónvarpsupptöku og þeir sem fylgdust með gátu séð að þessi foma íþrótt er iðkuð og ást var við í henni af kunnáttumönnum sem hafa mótast af henni, þá þótti mér viðeigandi að minnast Glímusam- bandsins sem nýlega varð 25 ár og hefúr unnið glímunni ffábærlega, bæði innanlands og utan. I sambandi við félagsskapinn er rétt að áhuga- mennimir heima i hémðum þeim þaðan sem glímumennimir koma fmni að þeún og félögum þeirra er ekki gleymt. Glímumennimir komu ffá Umf. Mývetningi, Umf. Gaman og alvöru í Kinn og Umf. Eflingu í Reykjadal. þ.e. Héraðssambandi S- Þingeyinga (6), Umf. Hvöt, Gríms- nesi, Héraðssambandið Skarphéðinn (1), Knattspymufélag Reykjavíkur, Iþróttabandalag Reykjavíkur (4). Reynt hefúr verið um nokkurt skeið að leggja tölffæðilegt mat á viður- eignir glímumóta svo unnt væri að fylgjast betur með gangi íþróttarinn- ar og formi keppenda, líkt og þekkist um aðrar íþróttir. Flokkar höfúð- bragða em 8. Einhverri tegund 7 var beitt til úrslita. Sniðglíma sást vart og ekki olli hún byltu. í keppni viðvan- inga er sniðglíma það bragð sem oft- ast sést og er sigursælt. Bar þetta merki þess að hér áttust eigi við við- vaningar. Þá bám 5 bragðfléttur iðk- un og formi vitni. Af algengustu bragðtegundum vom teknar 13 (59,1%). Sjö vom hábrögð. Ovanalegt er að sjá meðal 6 lág- bragða sem ollu byltu, hælkrók fyrir báða sjö sinnum og hvom utan fóta hælkróka. Þetta háttarlag bar vott um fjölhæfni. Annars urðu úrslit viður- eigna þessi: leggjabragð 1; ristar- bragð (krækja) niðri 1 og á lofti 1; hnéhnykkur 1; innanfótar hælkrókur h. á h. 1 og h á v. 4; utanfóta hælkrókar v. á h. 1 og h. á v. 1; hælkrókur fyrir báða 7; lausamjöðm með v. 7 og með h. 8; af sjálfs sín bragði 1; jafhglími 1. Af viðureignunum var í 66% þeirra við- unandi til góð stígandi. Dómarar hefðu mátt gæta hennar betur. Vinningar féllu þannig: Ólafúr H. Ólafsson (KR) 10 og vann Grettisbeltið í 4. sinn og varð glímu- kappi Islands. Vinningsbrögð: klofbr. v. (3); mjaðmarhnykkur h. 1; mót- bragð við h. h. á v.; lausamjöðm með h. (5). Brögðin há og hrein. Steig hægar en ella og í 2 viðureignum fæt- ur óvenjulega stífir. Sum brögð hans ffábær. Jóhannes Sveinbjömsson (Umf. Hvöt) 8 og vann glímu við Eyþór um 2. og 3. verðlaun. Vinningsbrögð: lausamjöðm v. og h. einu sinni hvor; klofbragð v. 1; hælkrókur h. á h. 1; hælkrókur fyrir báða 5. Á til að hoppa til hliða. Hælkrókur fyrir báða er hættulegt bragð sækjanda og svo reyndist Jóhannesi í glímunni við Ól- af. Eyþór Þórðarson (Umf. Mývetning- ur) 8. Vinningsbrögð: leggjarbragð (1); ristarbragð (krækja) 4; utanfótar hælkrókur h. á v. 1; klofbragð með v. 2. Stígandi Eyþórs sker sig úr. Aldrei úrréttir hnéliðir og því fjaðrandi og mjúkar hreyfmgar fóta. Ég hygg að þannig hafi fótaburður verið í stíg- andinni á síðustu öld. I viðureignum við Jóhannes og Ólaf var Eyþór sér- lega léttur. Hann á til eins og sveit- ungar hans að bijóta stigandina og víkja í hálfgerðu hoppi til hliða eða aftur. Þriðju að vinningum (sex) vom Amgeir Friðriksson (Umf. Efling, Reykjadal), Jón Birgir Valsson (KR) og Orri Bjömsson (KR). Af þeim þremenningum stóð Amgeir sig best rLv/rvrvou ■ Mnr Úr vörn í sókn í íþróttamálum slenskir glímumenn sýna glímu í Charaix í Frakklandi 16. apríl sl. Alfreð Þorsteinsson skipar 2. sæti á lista Framsóknar- fiokksins við borgarstjórnarkosn- ingarnar 26. maí n.k. Framsóknarfólk Mosfellsbæ athugið að kosningaskrifstofan er að Urðarholti 4. Símar 667790 og 667791. Opið virka daga kl. 17.00 til 21.00. Laugardaga kl. 13.00 til 18.00. Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er að Kirkjuvegi 19 og er opin frá kl. 16-19. Sími 98-11004. REYKJANES Skrifstofa Kjörcfæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. að glímu og hafði líflegasta stígandi. Hann sótti fast 5 tegundir bragða. Klofbragð með v. á Ingva sótti hann um of með því að hoppa þrisvar. Vinningsbrögð hans vom klofbragð með v. (2), hælkrókur h. á v. (2); lausamjöðm v. (1) og h. (1). Bragð það sem hann lagði Jóhannes á mætti kalla magabragð (elst bragðheiti í fomum ritum). Þannig tekið klof- bragð tóku þeir Þorgeir Jónsson frá Varmadal, Haraldur Jónsson að Ein- arsstöðum í Reykjadal og Sigurjón Guðjónsson að Framnesi í Eyjum. Allir voru þessir svipaðrar stærðar, lágvaxnir, sterkir. Þeir náðu i flétt- unni nær láréttri legu bolsins og kipptu stórum viðfangsmönnum á sig ofan og vörpuðu þeim til falls með snöggri bolvindu eða véku undan svo þeir hrutu á grúfú. Þannig lá Jóhann- es. Jón Birgir Valsson (KR) gerir sér viðureignir erfiðar með því að standa vinstra fæti of aftarlega og sækja í sí- fellu hábrögð. Vinningsbrögð hans urðu lausamjöðm með v. (3) og klof- bragð m. v. (3). Orri Bjömsson (KR) er rólegur og þó verður stígandi hans silaleg. Vinn- ingsbrögð hans urðu hælkrókur fyrir báða (1); hnéhnykkur (1); klofbragð v. (3); lausamjöðm v. (1). Tvisvar beitti Orri bragðfléttum. Fjórðu að vinningum (4) urðu þeir Helgi Bjamason (KR) og Kristján Ingvason (Umf. Mývetningur). Stífir fætur og armar há löngum Helga, þessum röska glímumanni. Helgi sótti hælkrók h. á v. í sífellu á suma, t.d. Eyþór. Hann bar við 5 önnur brögð en lagði andstæðinga á hæl- krók fyrir báða (1); hælkrók h. á v. (2); mótbragð (1). Kristján getur orðið mistækur á stíg- andina. Hann og Láms gengu frekar en snémst í stígandi. Hann bregður einnig fyrir sig að hörfa undan með hoppi. Kristján leitaði aðallega 4 bragða og fléttaði saman klofbragði með v. og utanfótar hælkrók h. á v., sem færði honum einn vinning. Önn- ur vinningsbrögð vora lausamjöðm v. (1) og klofbragð v. (1). Glímuna við son sinn vann hann, er Ingvi féll á eigin bragði. Fimmtu með 1 1/2 vinning urðu Amgrímur Jónsson (Umf. Gaman og alvara) og Láms Bjömsson (Umf. Mývetningur). Amgrímur er rólegur og mjúkur, hefúr góða stöðu og stíg- andi, ekki sóknharður. Sótti 4 teg- undir bragða og eina bragðfléttu. Vinningsbrögð hans lausamjöðm með vinstri. Láms er sterkur og þungur. Átti til að standa illa og stíga silalega. Bar títt hné hægri fótar fyrir sig. Sótti 4 tegundir bragða. Vinningsbragð hans var glæsilegur mjaðmarhnykkur með hægri. Ingvi Kristjánsson (Umf. Mývetn- ingur) hlaut einn vinning. Lagði Helga á lausamjöðm með vinstra. Hann byijar stígandi vel en í hita leiksins hverfúr hann frá henni og er honum það vanhæfni. Hann sótti 6 tegundir bragða og sókndjarfúr flétt- aði hann saman klofbragð og hæl- krók h. á v. á Jóhannes. Mér fannst viðeigandi að gera glím- um þessara ellefú glímumanna á virðulegasta glímumóti tímabilsins samskonar skil og íþróttamönnum annarra keppnisgreina em gerð í fféttadálkum. Slíkar umsagnir eiga þeir engu síður skilið og þá mættu íþróttafréttamenn geta frammistöðu þeirra á erlendum vettvöngum. Glímumótinu stjómaði Ámi Unn- steinsson (Umf. Víkveija). Yfirdóm- ari var Hjálmur Sigurðsson (Umf. Víkverja). Þorsteinn Einarsson afhenti verð- laun og sleit mótinu. Minntist hann góðrar kennslu 4 glímumanna á Bret- agneskaga í mánuðinum undir stjóm Áma Unnsteinssonar. Frækilegrar ffamgöngu þeirra í keppni í 2 fang- tegundum og sæmdar glímusýningu á fjölsóttum vorleikum þar á skagan- um. — Heill og þökk sé Glímusam- bandi íslands 25 ára. Þorsteinn Einarsson Dalvík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Framsóknar- og Vinstri manna er í Jónínubúð. Opið alla virka daga kl. 20-22 og laugardaga kl. 17-19. Sími 96-61850. H-listinn Akranes - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans er í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Opið virka daga frá kl. 14. Sími 93-12050. Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000. Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 25 er opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Auk þess er opið hús öll kvöld frá mánudegi til föstudags. Símar: 51819 - 653193 - 653194. Lítið inn og takið með ykkur gesti. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin II990 úígdfan of mest lesnu bók landsins er ftomin út Nú getur þú fengið símaskrána innbundna fyrir aðeins 175 kr. aukagjald. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Númerabreytingar sem ákveðnar hafa verið í tengslum við útgáfu símaskrárinnar og tilkynntai hafa verið símnotendum fara fram að kvöldi 30. maí (Álftanes) og 31- maí (aðrar breytingar). Að þeim breytingum loknum hefúr símaskráin að fullu tekið gildi, þ.e. frá og með 1. júní n.k. Þá er einnig komin út ný Götu-og númera- skrá yflr höfúðborgarsvæðið og kostar hún kr. ^200'" -3^^- PÓSTXJ^GSÍMI Við spörutn þér sporin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.